Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 48
WOW TILEFNI RANNSÓKNA World of Warcraft tölvuleikurinn hefur í síauknum mæli orðið hornsteinn í rannsóknum félags- og atferlisfræðinga. Leikurinn sem spilaður er af milljónum manna á netinu þykir einkar hent- ugur fyrir rannsóknir á samskiptum mismunandi hópa í sýndarveruleika. Stofnanir og jafnvel stjórnvöld hafa styrkt rannsóknarverkefni tengd World of Warcraft síðastliðin ár svo nemur hundruðum þúsunda bandaríkjadala. NÝTT HOTMAIL Í NÆSTU VIKU Microsoft mun í næstu viku lyfta hulunni af nýrri útgáfu Hotmail- póstþjónustunnar. Búist er við því að nýja útgáfan komi til með að velgja Gmail undir uggum en Microsoft sækir nú einnig af fullum krafti inná veflæga ritvinnsluþjón- ustu. Microsoft setti á markað í vikunni fyrirtækjaútgáfur af Office 2010, Sharepoint 2010, Visio 2010 og Project 2010 en Office-vöndull- inn kemur síðan á almennan markað í júní næstkomandi. ANDROID SKRÍÐUR FRAMÚR APPLE Samkvæmt tölum úr fyrsta ársfjórðungi 2010 hefur Google tekist að koma Apple í þriðja sæti á snjallsímamarkaðinum í Bandaríkj- unum en Android stýrikerfi Google státar nú af 28 prósent markaðshlut- deild ef miðað er við stýrikerfi. Apple hefur nú um 21 prósent en sem fyrr heldur Research in Motion (RIM) fyrsta sætinu með 36 prósent hlutdeild vestanhafs. NÆSTA KYNSLÓÐ ÞRÁÐLAUSRA NETA Ýmis fyrirtæki og stofnanir víðs vegar um heiminn vinna nú að stöðlum fyrir næstu kynslóð þráðlausra neta. Fyrstu hugmyndir varðandi nýju staðlana gefa til kynna að þeir verði þrískiptir, tveir fyrstu eru þegar notaðir, 2.4GHz tíðni sem notuð er af 802.11b/g tækjum, 5GHz notuð með 802.11n tækjum og síðan nýr staðall, 60GHz en gert er ráð fyrir að tæki sem nota nýja staðalinn gætu annað allt að 7Gbps gagnamagni. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is FÆR FULLT HÚS FYRIR VIÐMÓT Eftir nokkurra daga reynslu af iPad- tölvunni er ég tiltölulega sáttur við þá upphaflegu hugmynd sem ég hafði gert mér af þessu galdratæki frá Apple. Ég yrði meira í því að skoða en gera. Eitt er víst að á með- an ekki er hægt að nota íslenska sér- stafi á hinu innbyggða lyklaborði tölvunnar verður hún mér til lítils gagns og meira til skemmtunar. Ís- lenskt lyklaborð kemur með tíð og tíma, stærri lönd Evrópu sitja í for- gangi hjá Apple-fyrirtækinu eins og er. Þetta dregur þó ekki úr gildi tölv- unnar sem hið fínasta afþreyingar- tól, fyrir vefráp, skoða póst eða nota hin fjölmörgu önnur forrit og leiki sem til eru í App Store. Skjalavinnsla Eftir að hafa ferðast fram og til baka um forritaverslunina og skoð- að hvað væri á boðstólum fyrir rit- vinnslu kom í ljós að hentugast væri að veðja á eldri forrit sem upphaf- lega eru gerð fyrir iPhone og iPod Touch. Ég nota sjálfur að mestu leyti veflæga ritvinnslu á Google Docs en aðeins er hægt að skoða þau skjöl en ekki breyta í gegnum hinn inn- byggða vafra iPad. Engin lausn er í sjónmáli á þessum vanda nema Google geri sérstakt forrit fyrir iPad eða Apple samhæfi kóðann í vafr- anum fyrir veflæga ritvinnslu. Eins og er benda fyrirtækin hvort á ann- að sem þegar hefur gert marga til- vonandi kaupendur afhuga þessari skemmtilegu tölvu. Quickoffice Ég prófaði hinsvegar sem dæmi eldra forrit fyrir iPhone sem heitir Quickoffice en með því má tengja inn á MobileMe, Google Docs, Drop- box og Box.net þjónusturnar á vefn- um, opna skrár og breyta. Það sem er enn meira virði er að Quickoffice hefur innbyggða íslensku sérstaf- ina (þ, æ, ð og ý) í sínu lyklaborði, líkt og í iPhone getur maður haldið inni hnappi á lyklaborðinu í stutta stund og þá spretta upp önnur skyld afbrigði stafsins úr ýmsum tungu- málum, meðal annars íslensku. Quickoffice kostar 9,99 dollara en sjálfsagt má finna önnur forrit sem hafa sömu virkni í App Store. iWork Apple hefur gefið út sinn eigin skrif- stofuvöndul fyrir iPad sem kall- ast iWork en þessi pakki er ein- mitt byggður á sömu forritum fyrir OSX-stýrikerfi Apple. Pakkinn sam- anstendur af Pages (ritvinnsla), Numbers (töflureiknir) og Key- note (glærukynning) en hvert um sig kosta forritin 9,99 dollara sem virðist vera algengasta verðið fyrir stærri og margbrotnari forrit í App Store. Maður hefði haldið að iWork forritin fyrir iPad ættu að geta unn- ið sín á milli með sömu forritum í OSX-útgáfunni og uppfært breyt- ingar á skjölum. Það virðist þó ekki raunin með ritvinnsluna en Pages getur opnað tvær tegundir skjala; Pages´09 fyrir Mac og Microsoft Word (Office 97 eða nýrri). Þeg- ar hafa nokkrar gagnrýnisraddir heyrst því iPad útgáfan sýnir ekki haus (header), síðufót (footer), kaflaskil, athugasemdir eða bóka- merki þegar skjal er opnað úr OSX- útgáfunni eða Microsoft Word. Jaðartæki og tengingar Eins og með iPod-spilarann eru fjöl- mörg fyrirtæki önnur en Apple far- in að koma á markað viðbótum og jaðartækjum fyrir iPad-tölvuna. Ég ætla þó aðeins að tíunda hér hvað er á boðstólum frá Apple-fyrirtæk- inu sjálfu en með jaðartækjum eða tengjum má auka notagildi tölvunn- ar til muna. Lyklaborðskví Lyklaborðskvíin frá Apple sam- anstendur af hleðslukví og þráð- lausu lyklaborði sem hefur sér- hnappa eingöngu fyrir iPad. Tölvan sjálf situr í kvínni og hefur tekið við hlutverki skjás meðan allar skipan- ir fara fram í gegnum lyklaborðið. Aftan á kvínni má síðan tengja við rafmagn, tölvu eða aðra aukahluti. Kvíin hefur einnig hljóðtengi (audio line out port). Þess má geta að hægt er að kaupa lyklaborðið eða kvína sér. Myndavélartengi Myndavélartengið má nota á tvo vegu til að sækja ljósmyndir eða myndskeið af stafrænum myndavél- um. Hægt að tengja við myndavél- ina með USB-kapli eða sækja gögnin beint af SD-kortinu sem er þá stung- ið í enda tengisins. VGA-tengi Með VGA-tenginu má tengja við iPad við aðra skjái, sjónvörp og myndvarpa sem eru með VGA. AV-kaplar Apple býður bæði uppá Component og Composite AV-kapla (Audio/Vid- eo) en með þeim er hægt að tengja hljóð og mynd úr iPad við stóra skjái og heimabíókerfi. Niðurstaða Sem afþreyingartól og fyrir allt innra sem ytra viðmót fær iPad hæstu einkunn. Með 3G-útgáf- unni er iPad orðinn raunhæfur kostur í sumarbústaðinn og getur nýst þar til að tengja við sjónvarp og myndavél, horfa á kvikmynd- ir, lesa bækur eða hlusta á tón- list. 3G-tengingin kemur síðan að góðum notum til að vafra um net- ið eða kíkja í póstinn. Sá aragrúi leikja sem til er fyrir tölvuna stytt- ir stundir fyrir yngri kynslóðina og önnur afþreyingarforrit má finna í vefversluninni fyrir þá eldri. Það er hins vegar erfitt að gefa iPad ein- hverja einkunn á meðan fjölmörg praktísk vandamál eru óleyst. Ís- lenskir stafir og skjalavinnsla eru vandamál sem sjálfsagt verður búið að leysa innan nokkurra mán- aða og verður iPad þá komin í efsta sætið á óskalistanum hjá mér. palli@dv.is 48 FÖSTUDAGUR 14.maí 2010 HELGARBLAÐ Í þessari seinni umfjöllun um hina skemmtilegu tölvu, iPad, verður farið nánar ofan í saumana á þeim annmörkum sem finnast varðandi ritvinnslu, tengingar við önnur tæki og þá fylgihluti sem hægt er að kaupa við iPad til að auka notagildið. IPAD Framleiðandi: Apple Niðurstaða: Fullt hús fyrir viðmót og sem afþreyingarmiðill en enn á eftir að leysa nokkur praktísk vandamál. TÖLVUR OG TÆKI Component-tengi Tengdu iPad við risaskjáinn í stofunni. Fylgihlutir fyrir iPad frá Apple Kví með þráðlausu lyklaborði, myndavélartengi og sérstök hlíf sem virkar einnig sem standur fyrir tölvuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.