Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 20
Jón Ásgeir Jóhannesson athafna-maður viðhefur undarlegustu málsvörn allra útrásarvíkinga. Greina má málsvörn hans niður í fjögur andsvör, sem öll eiga það sam- eiginlegt að vera upprunnin á leik- skólum eða í yngri bekkjum grunn- skóla. 1 Þú ert bara að skemma! Við-brögð Jóns Ásgeirs við 260 millj-arða króna stefnu skilanefnd- ar Glitnis voru einföld. Í samtali við Pressuna sagði Jón Ásgeir að stefn- unni væri bara ætlað að „meiða og skemma“. Þroskastig: Þriggja til fjögurra ára. 2 Spegill! Jón Ásgeir beitti einnig fyrir sig öðrum algengum rök-um. Þau voru efnislega: Ég fer ekki í fangelsi, þú ferð sjálf í fang- elsi. Eða eins og hann orðaði það við Pressuna: „Steinunn [Guðbjartsdótt- ir, formaður slitastjórnar] getur átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að misnota bandaríska dómstóla með þessum hætti.“ Þroskastig: Sjö til átta ára. 3 Ha? Ég?! Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur kyrrsetti eignir Jóns Ásgeirs vegna skatta FL Group varð Jón gáttaður. Vörnin var að hann hefði ekkert vitað og því ætti hann ekki að bera ábyrgð. „Samkvæmt lögum verður refsiábyrgð ekki lögð á stjórnarmann vegna skattskila hluta- félags nema stjórnarmaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Þessi skilyrði eru augljós- lega ekki uppfyllt gagnvart mér þar sem hér er um að ræða mál sem ég vissi ekkert um,“ sagði hann. Þroskastig: Níu ára. 4 Heldurðu að þetta sé „cool“? Eitthvert þróaðasta andsvar Jóns Ásgeirs við þeim þungu sökum sem á hann eru bornar kom þegar hann svaraði frétt Stöðvar 2 um að hann hefði fengið tvö tíu ára kúlulán upp á 440 milljónir króna frá óþekktum aðila. Þetta var ein- faldlega svar hans þegar uppá- haldsfréttavefur hans bar málið undir hann 29. apríl: „Það þykir kannski cool hjá einhverjum á Stöð 2 að bera á borð lygafréttir um eig- anda sinn og fá klapp í DV á morg- un fyrir það.“ Þroskastig: Tólf ára. VÖRN JÓNS ÁSGEIRS „Við urðum að loka fyrir að menn gætu lagt undir á sigur Hauka rúmri einni og hálfri klukkustund fyrir leik.“ n Ansi margir hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar Lengjan setti stuðulinn 16 á sigur Hauka gegn KR. - Fréttablaðið „Við skoruðum á hann að endurskoða þessa ákvörð- un en honum varð ekki haggað.“ n Gunnar Reynir Valþórsson, trúnaðarmaður starfsmanna Stöðvar 2 og Vísis, var leiður yfir uppsögn Óskars Hrafns Þorvaldssonar - DV „Auðvitað smitast maður af þessu. Núna er maður á ári eitt í Eurovision.“ n Halldór Eiríksson, unnusti Eurovision-farans Heru Bjarkar, er að komast í Eurovision-fíling. - Fréttablaðið „Verður þá ekki að sækja hann, Rambo stæl.“ n Neytendafrömuðurinn og tónlistarmaðurinn Dr. Gunni veltir fyrir sér hvort ekki þyrfti að beita harðari aðgerðum til þess að ná í skottið á Sigurði Einarssyni. - Blogg Dr. Gunna. Rekum óhæfa dómara Stór hluti íslenskra dómara fékk atvinnu sína vegna tengsla við pólitíkusa. Sú spilling að ráða vini og ættingja til svo mikilvægra starfa nær frá Hæstarétti og nið- ur í héraðsdómstólana. Í þessu felst að fólk- ið í landinu getur ekki treyst því að dómarar hafi réttsýni að leiðarljósi í verkum sínum. Minnipokamenn með pólitískar tengingar sitja sem dómarar í Hæstarétti. Þar eru spila- félagar og ættingjar Davíðs Oddssonar á fleti þótt þeir hafi verið lágt metnir þegar litið er til hæfni. Dómar og úrskurðir hafa fallið um getuleysi þeirra og þá spillingu sem réð för þegar þeir voru ráðnir. En ekkert hefur verið gert til úr- bóta. Þetta ástand er mikið áhyggjuefni nú þegar við blasir að fjöldi mála, sem tengj- ast útrásarvíkingum og öðrum hrunverj- um úr viðskiptum og stjórnmálum, er á leið fyrir dóm. Aldrei hefur verið eins mikil þörf á því að dómarar séu hafnir yfir allan vafa. Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor fjall- aði um þessi mál í blaðagrein. Hann hefur sent forsætisráðherra minnisblað um þetta ástand í dómskerfinu. „Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn, sem standa nú berskjaldaðir frammi fyrir landsmönn- um í ljósi skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis (RNA), hafa stýrt dómsmálaráðu- neytinu og skipað alla dómara landsins frá 1926, ef frá eru talin sex ár (1944–47, 1956– 58, 1979–80, 1987–88),“ skrifar Þorvaldur. Sýkingin í dómskerfinu er á vitorði flestra Ís- lendinga. Vantraust er ríkjandi í garð þeirra sem halda á sverði réttlætisins. Einungis lít- ill hluti þjóðarinnar treystir dómskerfinu. Þorvaldur leggur til að dómarar verði fluttir úr embættum sínum og skipað verði að nýju í Hæstarétt Íslands. „Síðan er hægt að skipa dómara í Hæstarétt upp á nýtt með nýrri að- ferð, þar sem erlendir menn, til dæmis laga- prófessorar og dómarar, verða fengnir til að hjálpa til við að meta hæfi umsækjenda og girða fyrir landlægan klíkuskap og nápot,“ skrifar Þorvaldur. Þetta eru orð í tíma töl- uð. Það verður að reka óhæfa dómara, eins og ítrekað hefur verið bent á í leiðurum DV, og koma skikk á málin. Með núverandi skip- an mála hefur réttlætisgyðjan verið saurguð. Engin leið er að treysta hluta þeirra dómara sem nú sitja. Minnipokamennirnir verða að víkja. Fáum inn hlutlausa og vísa dómara í stað þeirra sem fengu embætti sín óverð- skuldað vegna vináttu og frændsemi. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Sýkingin í dómskerfinu er á vitorði flestra. 20 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. FYRRVERANDI ÚTRÁSARVÍKINGUR n Hagfræðingurinn Ólafur Arnar- son olli talsverðu fjaðrafoki þegar hann skrifaði um meintan fjöl- miðlasirkus Ól- afs Þórs Hauks- sonar í tengslum við Kaupþings- handtökurnar. Einn þeirra sem eru ósáttir við Ólaf er Bjarni Harðarson fyrr- verandi þing- maður. Á bloggi sínu vitnar Bjarni í bók Ólafs, Sofandi að feigðarósi, þar sem Ólafur upplýsir að hann hafi verið útrásarvíkingur og unnið fyrir Jón Ásgeir. Nú á dögum titli hann sig sem hagfræðing eða rithöfund. Það sé hins vegar ósmekklegt þegar menn skreyti sig titlum sem þeir standi illa undir. Eðlilegast væri að Ólafur yrði titlaður „fyrrverandi út- rásarvíkingur“. LASKAÐUR FORMAÐUR n Seta Bjarna Benediktssonar á stóli formanns Sjálfstæðisflokksins er orðin vandræðaleg. Vantraust í hans garð er ríkjandi í flokknum sem er hálflamað- ur undir stjórn hans.Staðfest- ing þessa kem- ur fram í því að Bjarni nýtur minnsta trausts- ins af stjórn- málaforingjum á Íslandi samkvæmt könnun MMR. Um 68 prósent að- spurðra bera lítið traust til hans en 14 prósent mikið traust. Það mun svo koma í ljós í sveitarstjórnarkosn- ingum hvort hinn laskaði formaður skemmir fyrir frambjóðendum til sveitarstjórna. HRUN JÓHÖNNU n Jóhanna Sigurðardóttir færsætis- ráðherra nýtur síminnkandi trausts landsmanna ef litið er til könn- unar MMR. Í þar- síðustu könnun báru 36 prósent landsmanna traust til hennar. Nú segjast aðeins 24 prósent treysta forsætisráðherr- anum. Aftur á móti má Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vel við una því tæplega 38 prósent treysta honum til að sinna starfi sínu. Skýr- ingin er væntanlega sú að Jóhanna hefur á sér orð fyrir aðgerðaleysi og getuleysi til ákvarðana. GÆSKA BJÖRNS n Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, þykir vera sannur vinur vina sinna og ættmenna. Þetta kemur fram í kærleika hans og umburðar- lyndi gagnvart Björgólfi Thor Björgólfssyni sem er vinnuveit- andi tengdason- ar hans. Björn kom til hjálpar mági sínum, Árna Heimi Ingólfs- syni, vegna bókar hans um Jón Leifs. Fjallar Björn af mikilli næmni um bók mágsins í nýjasta Skírni. LEIÐARI SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA Bankahraunið Ágætu Íslendingar, ég var orðinn svo vanur því að reikna með flátt- skap og flaðri vorrar óheiðarlegu stjórnsýslu, að ég verð að biðjast afsökunar á því að hafa reiknað með óheilindum þess fólks sem skilaði okkur skýrslunni góðu sem opinberar glæpi helmingaskipta- veldisins. Ég bið ykkur öll að afsaka – ég vissi bara ekki betur. Stjórnmála- menn kenndu mér að vantreysta þjóð minni. En núna sé ég að það var rétt ákvörðun hjá mér, á sínum tíma, að lofa íslenska þjóð í ljóð- um mínum og ég sé að enn á ég úr ýmsu að moða í þeim efnum. Og til þess að lofgjörð mín fái nú ærleg- an efnivið á ég þá ósk heitasta að haldið verði áfram við að rannsaka þau illvirki sem íslenskir stjórn- málamenn hafa sturtað yfir okkur í áranna rás. Skýrsla um aðdrag- anda kvótakerfis, er eitt af því sem þarf að líta dagsins ljós. Og ef við færum nú allt að stofnun lýðveld- is – að hermanginu, stríðsgróðan- um og upphafi helmingaskipta þá fengjum við fyrst að sjá hvernig stjórnmálamenn hafa farið að því að gera ríka ríkari og fátæka fátæk- ari. Íslenska þjóðin fékk gjafir á gjafir ofan, ýmsa eftirgjöf, styrki og ómælda utanaðkomandi aðstoð á meðan lega landsins þótti þjóna hagsmunum Kanaveldis í hjákát- legu hernaðarbrölti. Kalda stríð- inu lauk og þjóðin hætti að þiggja bitlinga heimsvaldasinna. En nán- ast öll sú ölmusa sem þjóðinni var ætluð fór á fárra hendur og þeg- ar þeir, sem höfðu rekið sukk sitt á undirlægjuhætti í nafni lýðveld- isins, gátu ekki lengur fengið gjafir til þess að næra græðgina þá stálu menn frá þjóðinni því sem upp á vantaði. Það er nefnilega svo, ágætu vinir, að græðgin étur sál- ir manna og sálleysingjum er ná- kvæmlega sama hvernig þeir raka til sín auðæfum. Gráðugir þjófar virðast treysta því að á líkklæðum sé að finna marga og djúpa vasa. Bankahraun mun taka fagn- andi þeim sem arðrændu þjóðina og væntanlega fá nokkrir alræmd- ir góðkunningjar okkar í fylkingu stjórnmálamanna að dúsa um hríð á bak við lás og slá. Það sem er þó æðsta og göfug- asta verkefni þeirra stjórnmála- manna, sem núna fara með völd, er að tryggja sanngjarna lausn fyrir þá sem ekkert hafa af sér gert, ann- að en það að anda að sér íslensku lofti á heiðarlegasta hátt. Það sést er fylking fanta deyr og fári hefur slotað að heiðarleikann herrar þeir af hógværð fengu notað. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Gráðugir þjófar virðast treysta því að á líkklæðum sé að finna marga og djúpa vasa.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.