Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 29
NÆRMYND 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 29 EFTIRLÝSTUR RÁÐHERRASONUR hans að það sé eitthvert fjölmiðla- leikrit í gangi og hann ætlar ekki að láta draga sig inn í þetta. Ég veit ekki hvað hann gerir en það sem ég held að honum þyki verst með þetta sé að sjá gömlu samstarfsmenn- ina sína og félaga í gæsluvarðhaldi,“ segir framkvæmdastjórinn fyrrver- andi. „Hann er alger nagli þessi gaur og hann hefði verið ömurlegur pól- itíkus því hann segir alltaf það sem honum finnst. Ef honum finnst ein- hver vera bjáni, þá bara segir hann það við viðkomandi. Þú segir aldrei við sjálfan þig, eftir samtal við Sig- urð: Bíddu, sagði hann já eða nei? Þú veist nákvæmlega hvað hann er að segja. Hann er aldrei að þykjast neitt og er auðvitað alger hrokagikk- ur, eins og hann reyndar viðurkenn- ir sjálfur... Hann er alveg rosalega dómínerandi karakter,“ segir starfs- maðurinn fyrrverandi sem vill meina að ýmis karaktereinkenni Sigurðar minni á Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra. „Sigurður er líklega lélegasti PR- maður sem Ísland hefur alið. Þegar fólk var að fletta blöðunum til að at- huga hvað þau segðu um Kaupþing yppti Sigurður bara öxlum og sagði að honum væri alveg sama hvað stæði í þeim. Þetta átti bæði við fyrir hrun og eins eftir,“ segir starfsmað- urinn fyrrverandi. Eftir Sigurðar höfði Eitt atriði í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis varpar ljósi á hversu dómínerandi og frekur Sigurður var sem stjórnandi. Þar segir frá vitn- isburði regluvarðar bankans, Óla- far Emblu Einarsdóttur, og hvernig hún upplifði vinnuandann í Kaup- þingi. Þar segir, og er vitnað í orð Ólafar: „[Þ]etta var mjög samstilltur hópur sem hafði ofboðslega mikið trúnaðartraust, trú hvert á öðru, þú veist, hann, þú veist, Sigurður, Sig- urður hafði bara ekki rangt fyrir sér, æ, þið vitið, og það, þannig að þegar þú ert kannski að skoða eitthvað lög- fræðilega að þá ertu að skoða það til þess að komast að sömu niðurstöðu og Sigurður, komast að þeirri niður- stöðu að þetta sé hægt...“ Þessi ummæli Ólafar benda því til þess að starfsmenn bankans hafi ekki endilega unnið með það að markmiði að komast að réttri nið- urstöðu heldur til þess að komast að þeirri niðurstöðu sem Sigurður vildi. Slíkt hátterni er einmitt oft einkenni á undirmönnum afar sterkra leið- toga en á ensku er þetta kallað „að vinna í áttina að e-m“ eða „working towards someone“. Slíkur maður á sjálfsagt í erfiðleikum með að láta segja sér fyrir verkum, hvort svo sem það er ákæruvaldið eða aðrir. Sigurður var hins vegar ekki það sem kallast micro-manager - líkt og Sigurjón Árnason í Landsbankan- um, sem skipti sér af minnstu smá- atriðum í rekstri bankans og daglegu starfi hans - líkt og Ármann Þor- valdsson fjallar um í bók sinni Ævin- týraeyjunni. Hann treysti fólki til að vinna eftir þeirri stefnu og þeim anda sem ríkti í bankanum og lét smáat- riðin liggja á milli hluta. Segja má að Sigurður sé höfundur þeirrar heim- speki sem ríkti innan Kaupþings og kölluð hefur verið Kaupthinking eft- ir hrun enda var hann æðsti starfs- maður bankans og sá sem mótaði stefnu hans. Drævið í bankanum Sigurður var maðurinn á bak við Kaupþing og tók hann við forstjóra- stöðunni í Kaupþingi árið 1997 eftir að hafa starfað hjá bankanum í nokkur ár. Hreiðar Már Sigurðsson tók svo við forstjóra- stöðunni af honum nokkrum árum síð- ar og Sigurður varð stjórnarformaður með aðsetur í Lond- on. Sigurður var valdamesti maðurinn í bankanum fram að falli hans. Einn af Kaup- þingsmönnunum segir að Sigurð- ur hafi keyrt útrás bankans áfram og átt margar af þeim stóru hug- myndum sem síðar voru fram- kvæmdar. „Hann var drævið í bank- anum. Hann var yfir Hreiðari og átti meðal annars hug- myndina að Kaup- þingi í Lúxemborg... Hann var maðurinn á bak við það að sækja alltaf fram og var gríðar- lega metnaðargjarn og hugs- aði stórt,“ segir hann en útibúð í Lúx var opnað skömmu fyrir aldamótin. Annar þeirra segir að Sigurður hafi haft óbilandi trú á bankanum og að sú trú hafi orðið honum og bank- anum að falli: „Hann hafði alveg óbilandi trú á Kaupþingi og á Íslandi í leiðinni. Þessi trú varð honum og bankanum að falli,“ segir starfsmað- urinn fyrrverandi. Stóra myndin Sigurðar Sigurður og Hreiðar Már Sig- urðsson unnu mjög náið saman alla tíð samkvæmt fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem DV ræddi við. Verka- skiptingin á milli þeirra var á þá leið að Sigurður hugsaði um stefnu bankans og hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni á meðan Hreið- ar hugsaði meira um einstök viðskipti og viðskiptaflétt- ur. „Hvað hver kom með eða lagði til í einstökum tilfellum veit ég ekki. Það sem menn hins vegar vita er að Sigurð- ur var meira í stóru mynd- inni á meðan Hreiðar hugsaði FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU BÝR Í TVEGGJA MILLJARÐA HÚSNÆÐI Í samningum stjórnar Kaupþings við Sigurð, sem fjallað er um í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis, er greint frá þátttöku bankans í húsnæðiskostnaði Sigurðar vegna búsetu og starfs í London eftir að verkefni hans fyrir bankann fluttust þangað. Á fundi stjórnar Kaupþings 28. maí 2008 samþykkti stjórnin beiðni Sigurðar um að bankinn leigði af honum tveggja milljarða króna lúxushúsnæðið sem hann hafði keypt og bankinn fjármagnaði. Þriðji aðili skyldi meta hvort leigukjör bankans á húsnæðinu væru ásættanleg að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um starfskjör Sigurðar Einarssonar. Sigurður hafði fengið lán frá Kaupþingi í Lúxemborg til að fjármagna kaup á húsnæðinu en leiguverðið sem bankinn gekkst inn á að greiða Sigurði var ákveðið því sem næmi kostnaði og afborgunum af láninu. Sigurður bjó því í raun frítt í húsnæðinu í vesturhluta London sem hann hafði keypt á gríðarlegu yfirverði á 10,5 milljónir punda, þegar almennt verð á fasteignum á svæðinu var 4-5 milljónir punda. Auk þess að standa straum af afborgunum á láninu og öðrum kostnaði við lúxus- villu Sigurðar lagði bankinn til greiðslu vegna húsbúnaðar á einkaheimili Sigurðar í London 24. september 2008. Alls 57 þúsund pund, eða um 9 milljónir króna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan hafi hún ekki fengið gögn í hendur sem sýna hvernig staðið var að endurgreiðslu þessara fjármuna. Útibú Kaupþings í London hafi innt af hendi ofangreindar greiðslur vegna húsaleigu og húsbúnaðar. „Starfsemi þess útibús virðist ekki hafa verið háð eftirliti innra eftirlits eða endur- skoðunar Kaupþings á Íslandi og aðkoma ytri endurskoðenda virðist líka hafa verið takmörkuð,“ segir í skýrslunni. Hann er þrjóskari en andskotinn. Hjartað í Kaupþingi Samstarfsmenn Sigurðar í Kaupþingi lýsa Sigurði sem miklum leiðtoga og afar þrjóskum manni. Hann var alla tíða yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og má ætla að hann hafi vitað af flestu því sem hann gerði í bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.