Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR JÓNSVANDINN Í VG n Úr herbúðum ríkisstjórnar- innar hlera menn að Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, sé eins og staður klár þegar rætt er um fækkun ráðuneyta og ráðherra. Þykir honum, eins og mörgum fram- sóknarmönn- um, að eftirsjá yrði að landbúnaði og sjávarútvegi sem yrðu einungis deildir í at- vinnuvegaráðuneyti. Rót vandans er væntanlega sú að Jóni er ætlað að víkja úr ríkisstjórninni með fækkun ráðuneyta og ráðherra. Þykir mörgum, sem á horfa, að forystu VG takist óhönduglega að leysa innri vandamál sín og klofn- ing. Sem augljóst má vera hafi ut- anstjórnarvandi Ögmundar Jón- assonar verið leystur með því að skapa ný átakamál sem kalla megi Jónsvandann. EFTIRLEGUKINDIN n Skammt er stórra högga á milli í eftirleik bankahrunsins þessa dagana. Sérstakur saksókn- ari hnepp- ir fyrrverandi forystumenn Kaupþings í varðhald, yfir- heyrir og und- irbýr ákær- ur. Skilanefnd og slitastjórn Glitnis höfða skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding og fleiri forkólfum Glitnis fyrir dóm- stóli í Bandaríkjunum, frysta eign- ir og rukka þá um 260 milljarða króna. Nú spyrja menn sig hvað líði aðgerðum af hálfu skilanefnd- ar og slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. Ekki er langt síðan Halldór H. Backman, lögfræðing- ur slitastjórnar Landsbankans, sagði opinberlega að fullt tilefni væri til skaðabótamála gegn fyrri eigendum bankans og átti meðal annars við Björgólf Guðmunds- son sem glímir við 100 milljarða króna gjaldþrot. VALDAMIKIL HJÓN n Leiðtogi Ísafjarðarlistans, Sig- urður Pétursson, hefur nú afráðið að gefa kost á sér sem bæjarstjóra- efni listans í kom- andi kosningum. Engin leið er að spá um það hvort Ísafjarðarlistinn nái undirtökun- um af Sjálfstæð- isflokknum. Ef það gerist liggur fyrir að Sigurður, og eiginkona hans Ólína Þorvarð- ardóttir alþingismaður, verða einhver valdamestu hjón á land- inu. Ólína er komin í framlínu Samfylkingar vegna hörku sinnar í baráttu við útgerðarmenn. Það gæti því verið stutt í ráðherrastól og þar með hugsanlegt að ráð- herra og bæjarstjóri deili hjóna- sæng. EKKI BARA BANKAMENN n Litlar líkur eru til þess að sérstök nefnd þingmanna, sem falið var að fara yfir niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, taki afstöðu til þess fyrr en í sumar eða haust hvort Alþingi sæki einhverja ráðherra til saka vegna banka- hrunsins. Það yrði gert í krafti laga um ráðherra ábyrgð og landsdóm frá árinu 1963, en aldrei hefur reynt á þau lög. Komi eitthvað út úr starfi nefndarinnar verður það í formi þingsályktunartillögu um að tilteknir ráðherrar verði rann- sakaðir og leiddir fyrir landsdóm. Nöfn Geirs H. Haarde, Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvins G. Sig- urðssonar koma oftast við sögu í þessu samhengi. SANDKORN STÍMVIÐSKIPTIN VORU LÖGBROT Stefna slitastjórnar Glitnis er áfellisdómur yfir Stímviðskiptunum. Stímviðskiptin voru framkvæmd til að leysa vandamál sem hófst við valdabaráttuna í Glitni í apríl 2007. Þá keypti bankinn mikið af bréfum í sjálfum sér og FL Group. Tilgangurinn með Stímviðskiptun- um svokölluðu síðla árs 2007 var að losa Glitni við hlutabréf í bankanum og stærsta hluthafa hans, FL Group. Bankinn hafði keypt hluta þess- ara hlutabréfa í sjálfum sér á „ólög- legan“ hátt og átti orðið það mikið af bréfum í félögunum tveimur að það var lögbrot. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu slitastjórn- ar Glitnis gegn fyrrverandi hluthöf- um og stjórnendum í Glitni og FL Group. Bréfin sem seld voru inn í Stím höfðu verið keypt „ólöglega“ af starfsmanni Glitnis, Inga Rafnari Júlíussyni verðbréfamiðlara, vorið og sumarið 2007 og segir í stefnunni að þetta hafi verið gert að áeggj- an stefndu til að auðvelda þeim að eignast meirihluta í bankanum. Bankinn þurft svo síðar að losa sig við þessi bréf og segir í stefnunni að í stað þess að láta Fjármálaeftir- litið vita af málinu hafi verið reynt að leyna því. Ingi Rafnar starfar ekki lengur í Íslandsbanka, arftaka Glitn- is. Í stefnunni er fjallað ítarlega um Stímviðskiptin. Stím var einkahluta- félag í eigu ýmissa fjárfesta sem keypti hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir um 25 milljarða króna í nóvem- ber 2007, þar af voru tæpir 20 fengn- ir að láni frá Glitni. Um var að ræða kúlulán til 12 mánaða á 20 prósent vöxtum. Félagið keypti í Glitni fyrir tæpa 16,5 milljarða og í FL Group fyrir rúma 6,5 milljarða, eða samtals um 4,9 prósent í báðum félögunum. Stímmálið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara íslenska efnahagshrunsins. Jón Ásgeir á bak við Lárus Í kaflanum um Stímviðskiptin eru þau rakin í fimm skrefum, allt frá því hvernig Glitnir stofnaði Stím með fimm hluthöfum og lánaði félaginu áðurnefnda fjármuni og þar til við- skiptin með bréf bankans í sjálfum sér og stærsta hluthafa sínum voru gengin í gegn. Í lok þessarar fimmþættu um- fjöllunar segir að Jón Ásgeir Jóhann- esson, helsti eigandi FL Group, hafi stýrt viðskiptunum í gegnum Lárus Welding. Þar segir: „Hinn stefndi Lárus, samkvæmt skipunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ýtti mjög á eftir Stím-viðskiptunum.“ Sam- kvæmt þessu virðist skilanefndin vera að segja að Jón Ásgeir Jóhann- esson hafi í raun verið maðurinn á bak við Stímviðskiptin enda eru rak- in fjölmörg dæmi um það í stefn- unni að Jón Ásgeir hafi stjórnað Lár- usi nánast í einu og öllu. Til dæmis segir í stefnunni á einum stað: „Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs þann 20. júní 2007 viður- kenndi Lárus hvernig sambandi þeirra væri háttað þegar hann kvart- aði undan skipunum þeim sem Jón Ásgeir hafði sent honum með því að segja að Jón Ásgeir kæmi fram við hann „frekar eins og útibússtjóra en forstjóra“.“ Jafnframt er vitnað í tölvupósta frá Jóni frá því í nóvember 2007 þar sem hann skammar Lárus Weld- ing vegna aðgerða Glitnis til að innheimta lán sem félag í hans eigu, 101 Capital, átti útistandandi. Starfsmaður bankans hafði sam- band við konu Jóns Ásgeirs, Ingi- björgu Pálmadóttur, og lét hana vita af því að 101 Capital væri í vanskil- um við bankann. Jón Ásgeir tók sig þá til og sendi Lárusi tölvupóst þar sem hann skammaði hann vegna aðgerðanna með orðunum: „... fólk sem fær slíka tölvupósta mun hugsa sig tvisvar um þegar þú segir þeim að sé best fyrir það að nota einka- bankaþjónustu Glitnis.“ Fjölmörg fleiri slík dæmi um hvernig Jón Ásgeir var skuggastjórn- andi í Glitni er að finna í stefnunni og má því nánast fullyrða að hann hafi verið maðurinn á bak við Stím- viðskiptin. Reynt að hylma yfir Í stefnunni er fjallað um það hvernig reynt var að hylma yfir Stímviðskipt- in gagnvart eftirlitsaðilum, meðal annars það mikla tap sem viðskiptin leiddu yfir bankann. Í stefnunni segir að þessi yfir- hylming hafi farið þannig fram að þeim bréfum í Glitni og FL Group sem sett höfðu verið inn í Stím var dreift inn í fjögur félög. Ástæðan fyr- ir því að þetta var gert var sú að þá myndi Stím ekki koma fram á listum yfir stærstu hluthafa bankans sem meðal annars voru sendir til Fjár- málaeftirlitsins. Þess vegna var erf- iðara fyrir opinbera aðila að átta sig á því að viðskiptin hefðu farið fram. Vitnað er í tölvupóst frá fram- kvæmdastjóra hjá Glitni, Rósant Má Torfasyni, til Lárusar Welding þar sem sá fyrrnefndi staðfesti að Stím hefði verið skipt upp í nokkur félög. Í tölvupóstinum til Lárusar sagði Rósant að þetta hefði verið gert til að koma í veg fyrir að Stím „... væri á lista bankans yfir stórar áhættu- skuldbindingar sem og á listanum yfir stærstu hluthafana.“ Því virð- ist sem stjórnendur Glitnis hafi vit- að nákvæmlega hvað þeir voru að gera í Stímviðskiptunum og reynt að leyna því. Rósant Már Torfason er í leyfi frá störfum í Íslandsbanka eftir að hon- um var stefnt í öðru máli af skila- nefnd Glitnis. Áhættunni leynt Í stefnunni eru nefndar ýmsar ástæður fyrir því hvaða tilgangi það þjónaði fyrir hina stefndu að búa Stímviðskiptin til. Ein af ástæðun- um sem er nefnd er sú að með því að búa til þetta leppfélag var bank- inn búinn að leyna þeirri ólöglegu áhættu sem bankanum stafaði af því að eiga of mikið af hlutabréfum í sjálfum sér og stærsta hluthafa sín- um, FL Group. Þetta er helsta ástæð- an fyrir Stímviðskiptunum. Önnur ástæða sem nefnd er til sögunnar er sú að með viðskipt- unum gat bankinn losað sig við nokkurt magn bréfa í FL Group án þess að hlutabréfaverð í félaginu lækkaði. Ef hlutabréfin hefðu verið seld á markaði hefðu hlutabréf í FL Group að öllum líkindum lækkað til muna. Niðurstaða stefnunnar er því sú að hinir stefndu hafi grætt á við- skiptunum en að bankinn hafi tap- að nærri 24 milljörðum króna en nokkrum vikum eftir Stímviðskipt- in komst lánasvið bankans að því að Stím væri verðlaust félag og að bæði lánin til þess væru töpuð. Það er meðal annars vegna þess- ara Stímviðskipta sem bankinn kref- ur hin stefndu um á þriðja hundrað milljarða króna í skaðabætur fyrir það hvernig farið var með bankann þegar þau stjórnuðu honum. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is ... fólk sem fær slíka tölvupósta mun hugsa sig tvisvar um þegar þú segir því að það sé best fyrir það að nota einkabankaþjón- ustu Glitnis. n Jón Ásgeir Jóhannesson n Ingibjörg Pálmadóttir n Þorsteinn M. Jónsson n Hannes Smárason n Pálmi Haraldsson n Lárus Welding n Jón Sigurðsson n Pricewaterhouse Coopers Hin stefndu í Glitnis-málinu Stýrði Lárusi Welding Í stefnunni er fjallað ítarlega um það hvernig Jón Ásgeir Jóhannesson handstýrði Lárusi Welding, forstjóra Glitnis. Lárus keyrði Stímviðskiptin í gegnum bankann þrátt fyrir nokkra gagnrýni frá starfsmönnum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.