Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR JÓNSVANDINN Í VG n Úr herbúðum ríkisstjórnar- innar hlera menn að Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, sé eins og staður klár þegar rætt er um fækkun ráðuneyta og ráðherra. Þykir honum, eins og mörgum fram- sóknarmönn- um, að eftirsjá yrði að landbúnaði og sjávarútvegi sem yrðu einungis deildir í at- vinnuvegaráðuneyti. Rót vandans er væntanlega sú að Jóni er ætlað að víkja úr ríkisstjórninni með fækkun ráðuneyta og ráðherra. Þykir mörgum, sem á horfa, að forystu VG takist óhönduglega að leysa innri vandamál sín og klofn- ing. Sem augljóst má vera hafi ut- anstjórnarvandi Ögmundar Jón- assonar verið leystur með því að skapa ný átakamál sem kalla megi Jónsvandann. EFTIRLEGUKINDIN n Skammt er stórra högga á milli í eftirleik bankahrunsins þessa dagana. Sérstakur saksókn- ari hnepp- ir fyrrverandi forystumenn Kaupþings í varðhald, yfir- heyrir og und- irbýr ákær- ur. Skilanefnd og slitastjórn Glitnis höfða skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding og fleiri forkólfum Glitnis fyrir dóm- stóli í Bandaríkjunum, frysta eign- ir og rukka þá um 260 milljarða króna. Nú spyrja menn sig hvað líði aðgerðum af hálfu skilanefnd- ar og slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. Ekki er langt síðan Halldór H. Backman, lögfræðing- ur slitastjórnar Landsbankans, sagði opinberlega að fullt tilefni væri til skaðabótamála gegn fyrri eigendum bankans og átti meðal annars við Björgólf Guðmunds- son sem glímir við 100 milljarða króna gjaldþrot. VALDAMIKIL HJÓN n Leiðtogi Ísafjarðarlistans, Sig- urður Pétursson, hefur nú afráðið að gefa kost á sér sem bæjarstjóra- efni listans í kom- andi kosningum. Engin leið er að spá um það hvort Ísafjarðarlistinn nái undirtökun- um af Sjálfstæð- isflokknum. Ef það gerist liggur fyrir að Sigurður, og eiginkona hans Ólína Þorvarð- ardóttir alþingismaður, verða einhver valdamestu hjón á land- inu. Ólína er komin í framlínu Samfylkingar vegna hörku sinnar í baráttu við útgerðarmenn. Það gæti því verið stutt í ráðherrastól og þar með hugsanlegt að ráð- herra og bæjarstjóri deili hjóna- sæng. EKKI BARA BANKAMENN n Litlar líkur eru til þess að sérstök nefnd þingmanna, sem falið var að fara yfir niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, taki afstöðu til þess fyrr en í sumar eða haust hvort Alþingi sæki einhverja ráðherra til saka vegna banka- hrunsins. Það yrði gert í krafti laga um ráðherra ábyrgð og landsdóm frá árinu 1963, en aldrei hefur reynt á þau lög. Komi eitthvað út úr starfi nefndarinnar verður það í formi þingsályktunartillögu um að tilteknir ráðherrar verði rann- sakaðir og leiddir fyrir landsdóm. Nöfn Geirs H. Haarde, Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvins G. Sig- urðssonar koma oftast við sögu í þessu samhengi. SANDKORN STÍMVIÐSKIPTIN VORU LÖGBROT Stefna slitastjórnar Glitnis er áfellisdómur yfir Stímviðskiptunum. Stímviðskiptin voru framkvæmd til að leysa vandamál sem hófst við valdabaráttuna í Glitni í apríl 2007. Þá keypti bankinn mikið af bréfum í sjálfum sér og FL Group. Tilgangurinn með Stímviðskiptun- um svokölluðu síðla árs 2007 var að losa Glitni við hlutabréf í bankanum og stærsta hluthafa hans, FL Group. Bankinn hafði keypt hluta þess- ara hlutabréfa í sjálfum sér á „ólög- legan“ hátt og átti orðið það mikið af bréfum í félögunum tveimur að það var lögbrot. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu slitastjórn- ar Glitnis gegn fyrrverandi hluthöf- um og stjórnendum í Glitni og FL Group. Bréfin sem seld voru inn í Stím höfðu verið keypt „ólöglega“ af starfsmanni Glitnis, Inga Rafnari Júlíussyni verðbréfamiðlara, vorið og sumarið 2007 og segir í stefnunni að þetta hafi verið gert að áeggj- an stefndu til að auðvelda þeim að eignast meirihluta í bankanum. Bankinn þurft svo síðar að losa sig við þessi bréf og segir í stefnunni að í stað þess að láta Fjármálaeftir- litið vita af málinu hafi verið reynt að leyna því. Ingi Rafnar starfar ekki lengur í Íslandsbanka, arftaka Glitn- is. Í stefnunni er fjallað ítarlega um Stímviðskiptin. Stím var einkahluta- félag í eigu ýmissa fjárfesta sem keypti hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir um 25 milljarða króna í nóvem- ber 2007, þar af voru tæpir 20 fengn- ir að láni frá Glitni. Um var að ræða kúlulán til 12 mánaða á 20 prósent vöxtum. Félagið keypti í Glitni fyrir tæpa 16,5 milljarða og í FL Group fyrir rúma 6,5 milljarða, eða samtals um 4,9 prósent í báðum félögunum. Stímmálið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara íslenska efnahagshrunsins. Jón Ásgeir á bak við Lárus Í kaflanum um Stímviðskiptin eru þau rakin í fimm skrefum, allt frá því hvernig Glitnir stofnaði Stím með fimm hluthöfum og lánaði félaginu áðurnefnda fjármuni og þar til við- skiptin með bréf bankans í sjálfum sér og stærsta hluthafa sínum voru gengin í gegn. Í lok þessarar fimmþættu um- fjöllunar segir að Jón Ásgeir Jóhann- esson, helsti eigandi FL Group, hafi stýrt viðskiptunum í gegnum Lárus Welding. Þar segir: „Hinn stefndi Lárus, samkvæmt skipunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ýtti mjög á eftir Stím-viðskiptunum.“ Sam- kvæmt þessu virðist skilanefndin vera að segja að Jón Ásgeir Jóhann- esson hafi í raun verið maðurinn á bak við Stímviðskiptin enda eru rak- in fjölmörg dæmi um það í stefn- unni að Jón Ásgeir hafi stjórnað Lár- usi nánast í einu og öllu. Til dæmis segir í stefnunni á einum stað: „Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs þann 20. júní 2007 viður- kenndi Lárus hvernig sambandi þeirra væri háttað þegar hann kvart- aði undan skipunum þeim sem Jón Ásgeir hafði sent honum með því að segja að Jón Ásgeir kæmi fram við hann „frekar eins og útibússtjóra en forstjóra“.“ Jafnframt er vitnað í tölvupósta frá Jóni frá því í nóvember 2007 þar sem hann skammar Lárus Weld- ing vegna aðgerða Glitnis til að innheimta lán sem félag í hans eigu, 101 Capital, átti útistandandi. Starfsmaður bankans hafði sam- band við konu Jóns Ásgeirs, Ingi- björgu Pálmadóttur, og lét hana vita af því að 101 Capital væri í vanskil- um við bankann. Jón Ásgeir tók sig þá til og sendi Lárusi tölvupóst þar sem hann skammaði hann vegna aðgerðanna með orðunum: „... fólk sem fær slíka tölvupósta mun hugsa sig tvisvar um þegar þú segir þeim að sé best fyrir það að nota einka- bankaþjónustu Glitnis.“ Fjölmörg fleiri slík dæmi um hvernig Jón Ásgeir var skuggastjórn- andi í Glitni er að finna í stefnunni og má því nánast fullyrða að hann hafi verið maðurinn á bak við Stím- viðskiptin. Reynt að hylma yfir Í stefnunni er fjallað um það hvernig reynt var að hylma yfir Stímviðskipt- in gagnvart eftirlitsaðilum, meðal annars það mikla tap sem viðskiptin leiddu yfir bankann. Í stefnunni segir að þessi yfir- hylming hafi farið þannig fram að þeim bréfum í Glitni og FL Group sem sett höfðu verið inn í Stím var dreift inn í fjögur félög. Ástæðan fyr- ir því að þetta var gert var sú að þá myndi Stím ekki koma fram á listum yfir stærstu hluthafa bankans sem meðal annars voru sendir til Fjár- málaeftirlitsins. Þess vegna var erf- iðara fyrir opinbera aðila að átta sig á því að viðskiptin hefðu farið fram. Vitnað er í tölvupóst frá fram- kvæmdastjóra hjá Glitni, Rósant Má Torfasyni, til Lárusar Welding þar sem sá fyrrnefndi staðfesti að Stím hefði verið skipt upp í nokkur félög. Í tölvupóstinum til Lárusar sagði Rósant að þetta hefði verið gert til að koma í veg fyrir að Stím „... væri á lista bankans yfir stórar áhættu- skuldbindingar sem og á listanum yfir stærstu hluthafana.“ Því virð- ist sem stjórnendur Glitnis hafi vit- að nákvæmlega hvað þeir voru að gera í Stímviðskiptunum og reynt að leyna því. Rósant Már Torfason er í leyfi frá störfum í Íslandsbanka eftir að hon- um var stefnt í öðru máli af skila- nefnd Glitnis. Áhættunni leynt Í stefnunni eru nefndar ýmsar ástæður fyrir því hvaða tilgangi það þjónaði fyrir hina stefndu að búa Stímviðskiptin til. Ein af ástæðun- um sem er nefnd er sú að með því að búa til þetta leppfélag var bank- inn búinn að leyna þeirri ólöglegu áhættu sem bankanum stafaði af því að eiga of mikið af hlutabréfum í sjálfum sér og stærsta hluthafa sín- um, FL Group. Þetta er helsta ástæð- an fyrir Stímviðskiptunum. Önnur ástæða sem nefnd er til sögunnar er sú að með viðskipt- unum gat bankinn losað sig við nokkurt magn bréfa í FL Group án þess að hlutabréfaverð í félaginu lækkaði. Ef hlutabréfin hefðu verið seld á markaði hefðu hlutabréf í FL Group að öllum líkindum lækkað til muna. Niðurstaða stefnunnar er því sú að hinir stefndu hafi grætt á við- skiptunum en að bankinn hafi tap- að nærri 24 milljörðum króna en nokkrum vikum eftir Stímviðskipt- in komst lánasvið bankans að því að Stím væri verðlaust félag og að bæði lánin til þess væru töpuð. Það er meðal annars vegna þess- ara Stímviðskipta sem bankinn kref- ur hin stefndu um á þriðja hundrað milljarða króna í skaðabætur fyrir það hvernig farið var með bankann þegar þau stjórnuðu honum. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is ... fólk sem fær slíka tölvupósta mun hugsa sig tvisvar um þegar þú segir því að það sé best fyrir það að nota einkabankaþjón- ustu Glitnis. n Jón Ásgeir Jóhannesson n Ingibjörg Pálmadóttir n Þorsteinn M. Jónsson n Hannes Smárason n Pálmi Haraldsson n Lárus Welding n Jón Sigurðsson n Pricewaterhouse Coopers Hin stefndu í Glitnis-málinu Stýrði Lárusi Welding Í stefnunni er fjallað ítarlega um það hvernig Jón Ásgeir Jóhannesson handstýrði Lárusi Welding, forstjóra Glitnis. Lárus keyrði Stímviðskiptin í gegnum bankann þrátt fyrir nokkra gagnrýni frá starfsmönnum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.