Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 27
...leikritinu 39 þrepum Skemmtileg glæpa- eða njósnasagna- paródía ...leikritinu glerlaufunum Snyrtilega unnin sýning af leikstjóra og leikendum. ...myndinni Food Inc. Ein albesta heimildamynd sem gagnrýn- andi hefur séð í langan tíma. ...myndinni The Back- up Plan Ævintýralega fyrirsjáanleg, ófyndin og ósniðug. 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 27 Tvær aukasýningar á leikritinu Munaðarlaus úti í Gróttu: Tekjutengd verðskrá FÖSTUDAGUR n Valdimar og Of Monsters and Men á Sódómu Keflvíska stórhljómsveitin Valdimar og Of Monsters and Men, sig- urvegarar Músíktilrauna 2010, skemmta lýðnum á Sódómu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og aðgangseyrir er 500 krónur. n Jenni og Franz á Prikinu Félagarnir Jenni og Franz leika fyrir gesti á Prikinu frá 22.00 til miðnættis. Þeir félagar spila allt milli himins og jarðar og þenja gullbarkana villt og galið. Svo tekur Konungur dansgólfsins, Danni Deluxxx, við og leiðir gesti inn í nóttina. n Rómeó og Júlía á Listahátíð Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare í stórbrotinni uppfærslu litháíska leikstjór- ans Oskaras Koršunovas á Stóra sviði Borgarleikhússins klukkan 20.00. Miða- verð er 4.500 krónur en verkið er einnig sýnt á laugardag klukkan 20.00. LAUGARDAGUR n Páll Óskar í Keflavík Vinsælasti skemmtikraftur landsins Páll Óskar kemur fram í fyrsta sinn á Manhattan í Keflavík í sérstökum próflokafögnuði. Páll Óskar mætir í búrið klukkan 00.00 og Jägermeister-stúlkurnar taka á móti fyrstu gestum með fordrykk. n Skyrglíma á 800 bar Það verður hald- in skyrglímukeppni á 800 bar á Selfossi á laugardag. Keppendur fá frítt inn en annars kostar 1.000 krónur. Félagarnir Steindi Jr. og Ágúst Bent Rottweiler- hundur sjá um að kynna og dæma. n Brúðuleiksýning undir beru lofti       Kanadíska brúðuleikkonan Julie Desrosiers flytur Grimmsævintýrið Rapunzel (Garðabrúðu) í miðbænum laugardaginn 15. maí klukkan 13, 14.30 og 16. Myndræn og falleg útisýning sem hrífur jafnt börn sem fullorðna. n Geiri – líf og list Ásgeirs Emilssonar í Skaftfelli Sýning á verkum alþýðulistamannsins Ásgeirs Emilssonar, þrívíð verk úr dósum, rammar úr sígarettupökkum, málverk með síendurteknum mótífum og mikill fjöldi ljósmynda, sem bera merki um óvenjulegt sjónarhorn listamannsins. Hvað er að GERAST? David Byrne tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár: POPPSTJARNA Á LISTAHÁTÍÐ Aukasýningar verða á leikritinu Munaðarlaus á Norðurpólnum, hinu nýja leikhúsi í Gróttu, í kvöld, föstudag. Sýndar verða tvær sýn- ingar, klukkan 19 og klukkan 22. Verkið er eftir eftir Dennis Kelly, leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson en það er leikhópurinn Munaðar- leysingjar sem setur verkið upp. Sýningin var sýnd í janúar og febrúar fyrir fullu húsi í Norræna húsinu og í kjölfar þess var henni boðið að vera óvissusýning ársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Hópurinn lét sér þó ekki nægja að sýna bara á Akureyri heldur fór einnig á Vopna- fjörð og Egilsstaði en á öllum þess- um stöðum var sýnt fyrir fullu húsi við mjög góðar undirtektir. Hópur- inn varð síðan að hætta sýningum vegna annarra verkefna. Munaðarlaus er verk sem rann- sakar heim sem fæst okkar þekkja og viljum ekki vita af en er beint fyrir utan dyrnar okkar. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að vernda okkar nánustu? Hvern- ig getur samviskan haldist hrein þegar allir sveigja réttlætið að eig- in þörfum? Danni og Helena eru búin að redda pössun, kæla vín- ið, kveikja á kertum og eru sest við kvöldverðarborðið. Allt stefnir í fullkomna kvöldstund þegar Ívar, bróðir Helenu, mætir á svæðið. Útataður í blóði. Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Dennis Kelly er frumsýnt á Ís- landi en verk hans hafa vakið mikla athygli og verið sýnd um gervalla Evrópu og Norður-Ameríku. Bryddað var upp á þeirri ný- breytni við sýningar á Munaðarlaus að hafa tekjutengda verðskrá og verður engin breyting þar á í þetta sinn. Lágtekjufólk greiðir 2000 kr., miðtekjufólk greiðir 3000 kr. og há- tekjufólk greiðir 5000 kr. Það er þó á ábyrgð hvers og eins að gefa upp rétta fjárhagsstöðu sína. Tölvupóstur miðasölu er munadarlaus@gmail.com, pönt- unarsími 895 9919. ...leikritinu Ódauðlegu verki um stríð og frið Vitsmunalegt og einlægt, látlaust og fallegt. ...myndinni Burma VJ Mögnuð mynd með „lífs- hættulegum“ myndskeiðum. Munaðarlaus Gagnrýnandi DV gaf sýningunni fjórar stjörnur þegar hún var sýnd í janúar síðastliðnum. STÓRSTJÖRNUR SÝNA SAMAN Halldór Björn Runólfsson, forstöðu- maður Listasafns Íslands, hafi haft augastað á listakonunni og viljað sýna eitthvað eftir hana í nokkurn tíma. Og loksins núna hafi bara orð- ið af því. „Betra seint en aldrei. Þetta er klassík og ein af skyldum safns- ins er að kynna fyrir þjóðinni ýmis stórvirki listasögunnar, ekki bara íslensk. Þetta er einn liður í því. Og það er gaman að segja frá því að þeg- ar Halldór falaðist eftir að sýna verk Sherman í safninu var hún mjög spennt og tók strax vel í þetta. Það óvenjulega er líka að hún vildi sjálf hafa hönd í bagga með að hanna sýninguna og setja hana upp,“ segir Sigríður. Þess má geta að eiginmað- ur Sherman er listamaðurinn David Byrne en sagt er frá hans þátttöku á Listahátíðinni í ár annars staðar á opnunni. Grafíkverk eftir Munch Og það er skammt stórra stjarna á milli. Ekki minni maður en Norð- maðurinn Edvard Munch á nefni- lega verk á annarri sýningu Lista- safns Íslands sem verður opnuð í sal 2 á laugardaginn. Um er að ræða átj- án grafíkverk sem safninu voru gef- in 1947 og 1951. „Við sitjum á ýms- um gullmolunum,“ segir Sigríður og hlær. Munch vann tölvuert með grafík- verk og að sögn Sigríðar má segja að hann hafi verið brautryðjandi í gra- fík. „Hann vann mjög tilraunakennt, vann mikið tréristur og fann alveg nýjar aðferðir, til dæmis einfaldari leiðir til að þrykkja. Nokkrar þessara mynda eru mög fágætar, eru bara til í örfáum eintökum.“ Elst verkanna á sýningunni er þurrnálarmyndin Veika barnið, Det syke barn, frá 1894 en yngsta verk- ið er steinþrykkið Mannkynssag- an, Historien, frá 1914. Eins og svo margar þrykkmyndir Munchs eru báðar myndirnar byggðar á mál- verkum listamannsins. Óttast ekki þjófa Sigríður segir að líklega séu þessi átj- án Munch-verk með verðmætustu verkum safnsins, án þess að hægt sé að setja fingurinn á verðmæti þeirra. „Við erum ekki að kaupa og selja myndir þannig að ég get ekki slegið verði á þetta. En sem dæmi er handmálaða Historien-myndin sem var rænt úr galleríi í Ósló í fyrra met- in á mjög háa upphæð. Ég man ekki hver hún var en það voru mjög mörg núll,“ segir Sigríður í léttum dúr. Eins og margir muna væntan- lega var tveimur öðrum verkum eftir Munch, Ópinu og Madonnu, stolið af Munch-safninu í Ósló árið 2004. Verkin fundust síðar og þrír menn sakfelldir. Óttist þið ekkert stuld á Munch- myndunum í ljósi þessara „vin- sælda“ verka hans? „Nei, við óttumst það ekki sér- staklega, en við vöktum myndirn- ar vel eins og öll okkar verk,“ seg- ir Sigríður. „En svo má segja að hjá hverjum safnverði búi alltaf ótti um að verkum verði stolið, einfald- lega af því að öll listaverk eru í raun óbætanleg.“ Hún bætir við að ekki sé heldur lagt í harðari öryggisgæslu en venjan er vegna Munch-sýning- arinnar. Yfirlitssýning í litlu plássi Loks skal getið yfirlitssýningar safns- ins sem verður opnuð á laugardag- inn þar sem varðaðir eru mikilvægir áfangar íslenskrar listasögu frá lok- um 19. aldar til fyrsta áratugar hinn- ar tuttugustu og fyrstu. Þar fá íslensk- ar myndlistarstjörnur að láta ljós sitt skína sem aldrei fyrr. Sú sýning, sem ber yfirskriftina Áfangar, mun standa í að minnsta kosti tvö ár og er ætlað að gefa mynd af því sem safneign Lista- safns Íslands hefur upp á að bjóða. „Það er krafa frá stórum hópi fólks að alltaf sé hægt að ganga að vissum listaverkum þjóðarinnar, ekki bara stundum. Við ákváðum því að gera þessa tilraun. Safnið er mjög lítið, við höfum ekki miklu plássi úr að spila, en við ákváðum samt að reyna,“ seg- ir Sigríður en á sýningunni verða yfir sjötíu verk til sýnis. Á meðal lista- manna sem koma til með að eiga verk á sýningunni eru Þórarinn B. Þorláks- son, Jón Stefánsson, Kjarval, Kristín Jónsdóttir, Muggur, Svavar Guðnason, Kristján Guðmundsson og Gabríela Friðriksdóttir. „Við verðum ekki alltaf með ná- kvæmlega sömu verkin,“ segir Sig- ríður. „Það verða alltaf sömu „áfang- arnir“, verða alltaf til staðar verk eftir ákveðna frumherja, þótt við breytum um verk innan hvers áfanga. Sum verkanna eru líka það viðkvæm að þau þola ekki að vera í dagsbirtu mjög lengi, til dæmis ýmsar ljósmyndir og teikningar. Þá skiptum við bara og það er af nógu að taka.“ kristjanh@dv.is Edvard Munch Á öldum ástarinnar, 1896, LÍ 740. Sigríður Melrós Ólafsdóttir listfræðingur Óttast ekki að Munch- myndunum verði stolið. MYND RÓBERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.