Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 2
INGIBJÖRG Í EINKAÞOTU n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáver- andi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, flaug í einka- þotu á vegum Kristínar Ólafsdóttur, konu auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, frá eyjunni Barbados í Karíbahafinu og til eyjunnar Jamaíka í lok mars 2008. Ingibjörg og Kristín sóttu ráðstefnu á Barbad- os um alþjóðlega samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og fóru þaðan til Jamaíka til að kynna sér starfsemi UNIFEM, þróunarsjóð Sam- einuðu þjóðanna fyrir konur. Ráðstefnan var samstarfsverkefni á milli Íslands og smáey- þróunarríkja í Karíbahafi. Ingibjörg fór á ráðstefnuna út af starfi sínu sem utanríkisráðherra. Þotan sem Kristín og Ingibjörg flugu í var leigð á Barbados af Kristínu til að fljúga til Jamaíka, samkvæmt heimildum DV. Björgólfur Thor Björgólfsson var ekki með í för. Flugtíminn á milli eyjanna er tvær og hálf klukkustund en um 2.000 kílómetrar eru á milli þeirra. KLÍKAN Í LÚXEMBORG TEKIN n Interpol lýsti eftir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, á þriðjudagskvöld. Í kjölfar íslenska bankahrunsins fluttu þrír af stjórn- endum Kaupþings til Lúxemborg- ar og ráku ráðgjafarfyrirtæki sitt, Consolium, þar. Þetta voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason. Fyrir í Lúxemborg bjó Magnús Guðmundsson sem stýrt hafði Kaupþingi þar í landi fyrir hrun. Svo vildi til að einungis skömmu eftir að Kaupþing í Lúx tók til starfa undir nýju nafni í júlí 2009 spurðist það út að Hreiðar Már væri fluttur þangað. Nýi bankinn hét Banque Havilland og var stýrt af Magnúsi sem fyrr. Ingólfur og Steingrímur fluttu svo einnig til Lúx um þetta leyti. Með handtöku fjórmenninganna er væntanlega bundinn endi á þessa tengingu við Banque Havilland í Lúxemborg þar sem Magnúsi hefur verið sagt upp störfum og afar ólíklegt verður að teljast að Hreiðar, Ingólfur og Steingrímur fái að vinna fyrir bankann aftur. ÞAR SEM SLÓÐIRNAR ENDA n Leiðirnar sem voru farnar á árunum fyrir hrun til að fela eignarhald eða koma fjármagni undan skattayfir- völdum voru fjölbreyttar og margar. Hin svoköll- uðu skattaskjól eða af- landssvæði eru víða um heim og mikið fjármagn sem falið er í skjóli þess- ara sannkölluðu skattaparadísa. Fjallað er um fjölmörg aflands- félög föllnu íslensku bankanna í skýrslu rannsóknarnefndar al- þingis sem fyrst og fremst voru notuð til að fela eignarhald þar sem komist var hjá yfirtökuskyldu og hækka verð á hlutabréfum í bönkunum. Hinir svokölluðu útrásarvíkingar áttu einnig fjölmörg félög sem skráð voru á aflandseyjum víða um heim. Þessi félög má finna á stöðum eins og á Kýpur, Panama, Bresku Jómfrúreyjunum, Delaware-fylki í Bandaríkjunum, Cayman-eyjum og fleiri stöðum. Allt eru þetta þekkt aflandssvæði þar sem mjög erfitt getur reynst að fá upplýsing- ar um raunverulega eigendur félaganna. Talið er að yfir 90 skattaskjól séu í heiminum í dag þar sem milljónir huldufélaga eru starfræktar. 2 3 1 MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 10. – 11. MAÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 53. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395VANTAÐI Í RANNSÓKNARSKÝRSLUNA: Í JOGGING-GALLA Á LITLA-HRAUNI n SAKSÓKNARI TIL LONDON Á EFTIR SIGURÐI EINARSSYNI FÓLK „ÉG FÉKK BARA FAR“ n INGIBJÖRG SÓLRÚN FÓR MEÐ EINKAÞOTU EIGINKONU BJÖRGÓLFS n VAR Á RÁÐSTEFNU UM FÁTÆKT Í BARBADOS n FÓR TIL JAMAÍKA MEÐ KRISTÍNU ÓLAFS n „EKKI AUÐVELT AÐ FARA Á MILLI ÞESSARA EYJA“ ÚRSLIT IDOL FRÉTTIR 27 RÁÐGEGN KRABBAMEINI RANNSÓKNIR: HRUKKU- KREMIN VIRKA EKKI! BÆ,BÆ, BROWN CHELSEA BEST SPORT ÚTTEKT NEYTENDUR ERLENT FRÉTTIR ÚR GRÆNMETI Í KAUPÞING n MILLJARÐA LÁN TIL AÐ KAUPA Í KAUPÞINGI FRÉTTIR NÝTT: VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI JÓN ÁSGEIR Á MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 12. – 13. MAÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 54. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 MILLJARÐAMENNIRNIR Í KAUPÞINGI: ÞANGAÐ FÓRU PENINGARNIR n DV RANNSAKAR SLÓÐ PENINGA FRÁ ÍSLANDI TIL SKATTASKJÓLA KLÍKAN Í LÚX TEKIN FRÉTTIR n STARFA SEM RÁÐGJAFAR FYRIR ARFTAKA KAUPÞINGS Í LÚXEMBORG n TITRINGUR MEÐAL ÍSLENDINGA Í LÚX n SYSTIR SIGURÐAR VEIT EKKERT UM HANN n SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI: „HANN VERÐUR BARA AÐ SJÁ ÞAГ MAGNÚS GUÐMUNDSSON HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON STEINGRÍMUR KÁRASON SVIPT ÞJÓÐERNI FRÉTTIR n „ÉG ER HLUTI AF SAMFÉLAGINU“ BÝR Í HJÓL- HÝSI n KEYRIR UM Á CADILLAC LAUS UNDAN ATVINNULEYSI: FÉKK LOKSINS VINNU FRÉTTIR FRÉTTIR GRUNAÐUR UM MANNDRÁP: VARÐ SJÁLFUR FYRIR ÁRÁS n EINFARI, EN ÁGÆTIS DRENGUR FRÉTTAMENN STÖÐVAR 2: ‚‚Við erum sorgmædd‘‘ FÓLK Leiðirnar sem voru farnar á ár- unum fyrir hrun til að fela eignar- hald eða koma fjármagni undan skattayfirvöldum voru fjölbreyttar og margar. Hin svokölluðu skatta- skjól eða aflandssvæði eru víða um heim og mikið fjármagn sem fal- ið er í skjóli þessara sannkölluðu skattaparadísa. Borgirnar sem eru skilgreindar sem skattaskjól (e. Tax havens) eru margar á fjarlægum slóðum. Skattaskjólin mörg Fjallað er um fjölmörg aflandsfélög föllnu íslensku bankanna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fyrst og fremst voru notuð til að fela eignarhald þar sem komist var hjá yfirtökuskyldu og hækka verð á hlutabréfum í bönkunum. Hin- ir svokölluðu útrásarvíkingar áttu einnig fjölmörg félög sem skráð voru á aflandseyjum víða um heim. Þessi félög má finna á stöðum eins og á Kýpur, Panama, Bresku Jóm- frúareyjunum, Delaware-fylki í Bandaríkjunum, Cayman-eyjum og fleiri stöðum. Allt eru þetta þekkt aflandssvæði þar sem mjög erfitt getur reynst að fá upplýsing- ar um raunverulega eigendur félag- anna. Talið er að yfir 90 skattaskjól séu í heiminum í dag þar sem millj- ónir huldufélaga eru starfræktar. Í mörgum tilfellum er aflandsfé- lag sett upp af bankastofnun í landi sem býr við mikla bankaleynd, til dæmis Lúxemborg, Sviss eða Liecht enstein. Starfsmenn í þess- um bankastofnunum stjórna fé- lögunum og eru þeir einu sem vita hverjir raunverulegir eigendur af- landsfélaganna eru. Slóðirnar hverfa Fjölmargir lögmenn sem DV hef- ur rætt við og koma að skiptamál- um þrotabúa segja leiðir búanna liggja til aflandssvæða í mörgum tilfellum. „Það er í flestum tilfellum nánast ómögulegt að rekja slóðir þessara fyrirtækja því það eru vegg- ir sem við rekumst á,“ segir lögmað- ur en oft eru einu upplýsingarn- ar sem fást að viðkomandi félag sé dottið af skrá. „Þegar maður hefur samband við skráningarskrifstofu þessara félaga í viðkomandi landi fær maður oft þau svör að engar upplýsingar sé að hafa því ekki hafi verið greidd skráningargjöld af fyr- irtækinu.“ Peningar hverfa Sem dæmi um þessar flóknu fléttur er hægt að setja eitt dæmi upp með fjögur fyrirtæki sem öll eru skráð á aflandssvæðum. Fyrirtæki A lánar fyrirtæki B eitt hundrað milljón- ir króna. Þá er fyrirtæki C sem fær þessar hundrað milljónir að láni. Fyrirtæki D yfirtekur fyrirtæki C, en fyrirtæki D hefur ekki greitt skrán- ingargjöld á sínu aflandssvæði og því er engar upplýsingar um það fyrirtæki að hafa. Þar endar slóðin og mjög erfitt getur verið að finna hana. „Það liggur fyrir að afskrifa þarf þessar upphæðir sem finnast ekki – hvað svo varð um peningana í raun veit enginn,“ segir lögmað- ur sem rekur slóð peninga í einu af þeim fjölmörgu þrotabúum sem nú eru til skipta í íslensku samfélagi. Á Íslandi virkar leitin Einn lögmaður sem rannsak- ar slóðir peninga um allan heim í þrotabúi segir að kerfið virki mjög vel á Íslandi við að finna slóðirn- ar. „Þetta virkar allt mjög vel hér heima og ég hef allar heimild- ir til að kalla eftir upplýsingum frá bönkum, skattayfirvöldum og þeim sem hafa verið í viðskiptum við fé- lagið hér heima. Um leið og slóðin fer til útlanda vandast málið. Þó við höfum vald hér heima virkar það ekki úti.“ Enginn veit hver á Félög á aflandssvæðum hafa ver- ið notuð til að fela eignarhald í ís- lenskum fyrirtækjum meðal ann- ars vegna samkeppnissjónarmiða og yfirtökuskyldu. Þá eru stærstu eigendur fyrirtækjanna að kaupa meira af hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og fara með því á svig við reglur. En það veit enginn að þeir eigi þessa hluti í fyrirtækjunum því fyrirtæki á aflandssvæðum eru skráð fyrir hlutabréfunum og eng- ar upplýsingar er að fá um eignar- haldið. Í þessum málum er líka mjög erfitt að fá upplýsingar. Eitt þeirra íslensku dæma sem nú eru til rann- sóknar í þrotabúi er íslenskt einka- hlutafélag sem á eignir á Íslandi. Íslenska fyrirtækið er svo í eigu af- landseyjafélags sem ekki er hægt að fá upplýsingar um hver á og því veit í raun enginn hver á eignirnar á Íslandi. Lögmenn dýrir erlendis Ein leiðin sem lögmenn hafa rætt um er að ráða erlendar lögmanns- stofur til að rekja slóð peninganna. „Fólki hér á landi finnst þjónusta ís- lenskra lögmanna býsna dýr en hún er bara hátíð miðað við það hvað verið er að borga lögmönnum í út- löndum,“ segir íslenskur lögmaður. Mörg þeirra þrotabúa sem eru til skipta eru eignalítil en skipta- stjórar þrotabúanna fá greitt fyr- ir vinnu sína við að finna eignir og koma þeim í verð með þeim eign- um sem fyrir eru. Staðan getur því verið sú að eignirnar dugi ekki fyr- ir þeirri vinnu að leita eignir eða peninga uppi. „Eru kröfuhafarnir 12 MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 FRÉTTIR Lögmenn sem starfa við rannsóknir á þrotabúum íslenskra fyr- irtækja segja erfitt að rekja slóðir eigna eða peninga til aflands- svæða. Slóðirnar enda í aflandsfélögum sem enginn veit hver á. Dýrt sé að leita aðstoðar erlendis við að finna eignirnar. Íslenska fyrir-tækið er svo í eigu aflandseyjafélags sem ekki er hægt að fá upplýsingar um hver á og því veit í raun eng- inn hver á eignirnar á Íslandi. JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Bankaleynd Í Genf í Sviss eru margar fjármálastofnanir þar sem vitneskju um aflandsfélög víða um heim er að finna. Banka-leyndin í landinu er það sterk að sjaldnast tekst að fá upplýsingar um raunverulega eigendur aflandsfélaganna. ÞAR SEM SLÓÐIRNAR ENDA Skattaskjól Á eyjunni Tortóla, sem er sú stærsta af Bresku Jómfrúareyjunum, eru þúsundir aflandsfélaga skráðar. Það reynist þrautin þyngri að fá upplýsingar um eigendur félaganna sem oft eru „leppuð“ með fölsku eignarhaldi. tilbúnir til að setja milljónir í það að leita að eignun. Félagið finnst svo fyrir rest og það kann að vera eignalaust eða gjaldþrota. Það er því þannig að ef það eru nokkurra milljóna króna kröfur á félög í út- löndum afskrifar maður þær,“ segir íslenskur lögmaður sem vinnur að uppgjöri íslensks þrotabús. Slóðina er hægt að rekja Bankamenn sem störfuðu í Lúx- emborg og öðrum stöðum í Evrópu á vegum íslensku bankanna segja að það sé alltaf hægt að finna slóðir peninganna. „Allar greiðslur fara raf- rænt fram og það hlýtur að vera hægt að rekja sig þannig áfram,“ sagði einn þeirra. Eva Joly hefur einnig látið FRÉTTIR 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 Það liggur fyrir að afskrifa þarf þessar upphæðir sem finnast ekki – hvað svo varð um peningana í raun veit enginn. Paul Cristian Radu er rúmensk- ur rannsóknarblaðamaður sem hefur um árabil unnið að rann- sóknum tengdum fjármálaspill- ingu og glæpastarfsemi. Paul er margverðlaunaður rannsóknar- blaðamaður og hlaut meðal annars alþjóðleg verðlaun Knight-stofn- unarinnar fyrir afbragðs blaða- mennsku á alþjóðlegum vettvangi árið 2004. Hann stundar nú nám við Stanford-háskóla í Bandaríkj- unum. Hann hefur starfað við ýmsa fjölmiðla í Rúmeníu en einnig í Evr- ópu og Bandaríkjunum hjá með- al annars fréttaskýringaþættinum 20/20 sem sýndur er á ABC-sjón- varpsstöðinni, auk annarra sjón- varpsstöðva svo sem NBC, BBC og CBS. Paul er ritstjóri fréttavefj- ar sem fjallar um skipulagða og al- þjóðlega glæpastarfsemi í löndum Austur-Evrópu og hefur á þeim vett- vangi komið að ritstjórn fjölmargra verkefna á sviði rannsóknarblaða- mennsku. Margföld lagskipting Paul segir að það sé mjög erfitt og vandasamt að feta sig eftir slóð peninganna hjá fólki sem vill fela þá slóð. „Það er ekki bara erfitt fyr- ir blaðamenn sem eru að skoða þessi mál heldur einnig lögregluyf- irvöld. Aflandssvæði gera mönnum það kleift að fela sig bak við stað- gengla, lögfræðinga og leyndarlög. Það er heill her af lögmönnum sem eru sérhæfðir í að veita viðskipta- mönnum ráðgjöf um að fela eign- arhald á fyrirtækjum með marg- faldri lagskiptingu af fyrirtækjum og leyndarhjúpum. Skjöl og önnur gögn frá þessum svæðum eru mjög takmörkuð og þegar þau finnast leiða þau oftast til staðgengils en ekki raunverulegs eiganda fyrir- tækisins,“ segir Paul en hann hefur gefið út bækling fyrir rannsóknar- blaðamenn þar sem bent er á leið- ir til að þræða slóð raunverulegra eigenda fyrirtækja. Fela peninga og eignarhald Að mati Pauls er ástæða þess að fólk og fyrirtæki stundi viðskipti á af- landseyjum í fyrsta lagi sú að með því sé komist hjá því að greiða skatta í heimalandi viðkomandi. „Önn- ur ástæða, og þá sérstaklega þeg- ar horft er til skipulagðrar glæpa- sarfsemi, er sú að þá vilja menn fela peninga og leyna eignarhaldi á fyrirtækjum og öðrum eignum. Í báðum tilvikum er um spillingu að ræða sem leiðir til fjárhagslegra erfiðleika hjá þjóðum viðkomandi,“ segir Paul. Reynt að opna Á síðustu misserum hafa stjórnvöld á mörgum aflandssvæðum skrif- að undir alþjóðlega samninga um að veita upplýsingar. „Það er mikill þrýstingur núna á aflandssvæðin frá ýmsum löndum innan Evrópusam- bandsins og í Bandaríkjunum um að veita upplýsingar. Hins vegar vilja mörg þessara svæða sem minnstar upplýsingar veita þar sem fjárhags- leg innkoma vegna aflandsfélaga er mikilvægur þáttur í efnahag svæð- anna,“ segir Paul. johanneskr@dv.is Margverðlaunaður rúmenskur blaðamaður hefur rannsakað slóð peninga um allan heim með góðum árangri. Hann segir flétturnar sem notaðar eru til að fela slóð peninga mjög flóknar. Flóknar fléttur Rekur slóðir Paul Radu hefur skrifað fjölmargar fréttir um alþjóðlega glæpastarf-semi í Austur-Evrópu þar sem honum hefur tekist að rekja slóð eignarhalds og fjármagns til glæpaforingja, spilltra stjórnmálamanna og kaupsýslumanna. Aflandssvæði gera mönnum það kleift að fela sig bak við staðgengla, lög- fræðinga og leyndarlög. Eitt af þeim verkefnum sem Paul Radu hefur unnið að er að skrifa bækling fyrir rannsóknarblaða- menn sem ber heitið „Að rekja slóð peningana“ og hægt er að nálgast frítt á netinu. Þar eru raktar sögur af blaðamönn- um sem hafa rannsakað flókn- ar fyrirtækjafléttur þar sem ver- ið er að leyna eignarhaldi eða fela fjármagn. Það getur reynst mjög erfitt að finna raunveruleg- an eiganda fyrirtækisins og hafa blaðamenn í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu rakið raunverulegan eiganda fyrirtækis í gegnum tut- tugu fyrirtæki sem öll voru notuð til að leyna eignarhaldi. Flækjurnar flóknar Í bæklingnum kemur fram að forsprakkar glæpahópa notist oft við sömu lögmennina í fyr- irtækjafléttunum. Það geri þeir til að blanda sem fæstum inn í glæpastarfsemina. En þetta hef- ur þann kost í för með sér að blaðamenn sem hafa rannsak- að þessi mál finna oft mörg fyrir- tæki undir viðkomandi lögmanni, jafnvel allt upp í hundrað. Þegar eignarhald hvers og eins fyrirtæk- is er skoðað koma oft í ljós teng- ingar við alþjóðlega glæpa- starfsemi. Eignarhlutir faldir Þeir sem eru í forsvari glæpa- samtaka og eru þekktir hjá bæði lögregluyfirvöldum og blaða- mönnum hafa reynt ýmsar að- ferðir við að leyna eignarhaldi á fyrirtækjum sem þeir koma ná- lægt. Slíkt dæmi er rakið í bæk- lingnum þegar ungverskt fyr- irtæki, Eural TransGas, fékk samning um sölu á gasi fyrir rússneska fyrirtækið Gazprom í Austur-Evrópu. Viðskiptin námu hundruð milljónum evra á hverju ári. Blaðamenn fóru að kanna eignarhaldið á Eural TransGas og sýndi hluthafaskráin að þrír rúm- enskir ríkisborgarar voru eigend- ur fyrirtækisins. Blaðamenn fóru og heimsóttu eigendurna sem voru fyrrverandi leikkona á átt- ræðisaldri og ungt bláfátækt par sem bjó í foreldrahúsum. Ekkert þeirra hafði heyrt um Eural Trans- Gas og þá síður að þau væru skráðir eigendur. Alltaf tengingar Umdeildir rússneskir viðskipta- menn sem vildu fela eignarhald sitt á fyrirtækinu fengu ungverskan lögmann til að finna fólk sem gæti „leppað“ fyrirtækið og orðið eig- endur á blaði. Ungverski lögmað- urinn þekkti dóttur öldruðu leik- konunnar sem aftur þekkti unga parið, sem bjó í íbúðinni við hlið- ina. Þeim var greidd smáþóknun gegn því að fá leyfi til að nota vega- bréf þeirra í Ungverjalandi. Í bæk- lingnum segir að það séu alltaf tengingar sem hægt sé að rekja sig í gegnum í málum sem þessum. johanneskr@dv.is Bæklingur sem skrifaður er fyrir rannsóknarblaðamenn um allan heim: „Að rekja slóð peninganna“ FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU hafa það eftir sér að það sé alltaf hægt að rekja slóðir peningana. Rannsókn- arblaðamönnum víða um heim hef- ur einnig tekist að rekja slóðir eign- arhalds og peninga til yfirmanna alþjóðlegra glæpasamtaka í gegnum fjölmörg félög á aflandseyjum. Fé- lög sem nota bankastofnanir þar sem bankaleyndin er mikil. Follow the Money: A Digital Guide for Tracking Corruption By Paul Cristian Radu Follow the money Í bæklingnum er bent á leiðir til að rekja slóðir peninga og eignarhalds. 2 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Ítalski lögmaðurinn Giovanni di Stefano hefur boð-ist til að verja Hreiðar Má Sigurðsson í réttarhöldum yfir honum. Giovanni var lögmaður Saddams Hussein og hefur lýst því yfir að hann myndi vilja verja bæði Adolf Hitler og Jósef Stalín. Hann segir Hreiðar Má vera blóraböggul breskra yfirvalda. HITT MÁLIÐ Ítalski lögmaðurinn Giovanni di Stefano hefur boðist til að verja Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings, í yfirvof- andi réttarhöldum yfir honum hér á landi. Lögmaðurinn er vanur að verja skjólstæðinga í erfiðri stöðu, því hann varði meðal annars Sadd- am Hussein, fyrrverandi einræð- isherra Íraks. Hann var einnig við- skiptafélagi serbneska herforingjans Željko Ražnatovic. Í samtali við DV segir di Stefano að handtakan á Hreiðari Má sé sorg- leg. „Handtakan á Hreiðari Má og allt Kaupþingsmálið er vegna þrýst- ings af hálfu bresku ríkisstjórnar- innar gagnvart Íslendingum,“ segir hann. Strengjabrúður Breta Þegar di Stefano er beðinn um að út- skýra hvað hann eigi við, segist hann viss um að bresk yfirvöld hafi hótað ríkisstjórninni að stöðva lánveitingar ef Hreiðar Már yrði ekki handtekinn. Hann segist eiga gögn til sönnunar um það, sem hann mun leggja fram ef Hreiðar Már leitar til hans. „Íslend- ingar mega ekki verða strengjabrúð- ur Breta. Rannsókn hefur staðið yfir frá því Kaupþing féll og þeir hafa ekki fundið nein sönnunargögn. Þetta er sakamál og ef þeir hefðu eitthvað á Kaupþingsmennina væri löngu búið að handtaka þá. Þeir eru hins veg- ar aðeins handteknir vegna þess að breska fjármálaeftirlitið beitti sér- stakan saksóknara þrýstingi,“ segir di Stefano og er mikið niðri fyrir. Lögmaðurinn komst í fréttirnar á Íslandi árið 2007, þegar hann tók að sér að verja hinn íslenskættaða Paul Einar Aðalsteinsson, öðru nafni Ian Strachan, sem var dæmdur í fangelsi fyrir að kúga fé út úr frænda Elísa- betar Bretadrottningar. Hann hefur ennfremur haft aðsetur í Vestmann- eyjum, að eigin sögn. Hann hefur lýst því yfir að hann myndi jafnvel vilja verja Adolf Hitler og Jósef Stalín í réttarhöldum. Var sjálfur með reikning í Kaupþingi Aðspurður hvers vegna hann vilji verja Hreiðar Má, svarar di Stef ano: „Ég var með reikning hjá Singer & Friedlander. Það sem gerðist á Ís- landi hefur haft áhrif á öll viðskipti Íslendinga í Bretlandi síðan þá. Eins og ég segi er handtakan á Kaup- þingsmönnunum ekki eitthvað sem sérstakur saksóknari tók ákvörðun um sjálfur. Þetta var allt vegna þrýst- ings frá ríkisstjórn Gordons Brown. “ Hann segist þó ekki hafa náð sam- bandi við Hreiðar Má ennþá, enda er honum haldið í einangrun á Litla- Hrauni. Hann segist hins vegar hafa komið sér í samband við fjölskyldu hans. „Ef Hreiðar Már vill að ég verji hann, mun ég glaður gera það. Ég hef haft aðsetur á Íslandi og ég var sem fyrr segir innistæðueigandi hjá Kaupþingi, þannig að ég ætti að hafa fulla ástæðu til að vera reiður út í þá, en ég kvarta ekki. Mér líður mjög illa fyrir hans hönd. Það er mjög mikil- vægt að sakamál sem eru fyrir dóm- stólum blandist aldrei stjórnmálum. Af þeirri ástæðu myndi ég taka málið og ég myndi leggja fram mörg skjöl sem sanna það að Hreiðar Már er í fangelsi vegna þrýstings Breta.“ Fá ekki að verða blórabögglar Hann segist vona að fjölskylda Hreiðars Más hafi samband við sig. „Fjármálaeftirlitið í Bretlandi hef- ur einnig verið að rannsaka Kaup- þingsmenn en þeir hafa ekki fundið nein sönnungarögn. Það hefur haft í för með sér pólitískt bakslag fyrir fráfarandi ríkisstjórn Bretlands. Af þeirri ástæðu vildu þeir láta hand- taka hann. Áætlun Bretanna er að skella skuldinni á Hreiðar Má. Það má hins vegar aldrei gerast að hann verði gerður að blóraböggli. Hann hefur ekki gert neitt rangt. Líttu bara á Royal Bank of Scotland, þar hafa engir stjórnendur verið handteknir. Í staðinn beina þeir sjónum að Íslend- ingunum og ég ætla ekki að leyfa því að gerast.“ LÖGMAÐUR SADDAMS VILL VERJA HREIÐAR VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Ef Hreiðar Már vill að ég verji hann, mun ég glaður gera það. Skjólstæðingur Saddam Hussein var skjólstæðingur Giovannis di Stef- ano í réttarhöldum yfir honum. Giovanni di Stefano „Handtakan á Hreiðari Má og allt Kaupþingsmálið er vegna þrýstings af hálfu bresku ríkisstjórnarinnar gagnvart Íslendingum.“ Hreiðar Már Sigurðsson Ítalski lögmaðurinn segir Hreiðar Má vera í fangelsi vegna þess að bresk yfirvöld ætla að gera hann að blóraböggli. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verkir í hásin? Vandaðar stuðningshlífar til meðferðar á hásinabólgu Fjölbreytt úrval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.