Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 61
SVIÐSLJÓS 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 61 Vörur á verði fyrir þig K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Sö fnunar s t e l l 13 t egund i r t i l á lager Tilvonandi brúðhjón velkomin að skrá óskalistann ykkar Flottar Brúðkaupsgjafir www.tk.is TILBOÐ margar tegundir Fyrirsætan þrýstna, Coco Austin, er ávallt dugleg við að uppfæra Twitter- síðu sína með skemmtilegum skilaboðum og myndum sem falla ansi vel í kramið hjá karl- peningnum. Á þriðjudaginn lýsti hún því yfir að framvegis ætti að klæðast þröngum bux- um á þriðjudögum eða eins og það útleggst á enskunni eru þriðjudagar „tight pants tu- esdays.“ Coco vinnur hart við að halda sínum ótrúlega lík- ama við en hún fer í ræktina alla daga. Til þess að halda bakhlutanum eins og hann er gerir hún æfingar á strippara- hælum til þess að átakið verði meira. Coco setur fatareglur: Þröngt á þriðjudögum Leikarinn Sean Penn var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í ljósmyndara á síðasta ári. Penn tók ekki afstöðu til ákærunnar, það er að segja að hann játaði hvorki né neitaði ásökunum, heldur gekkst við umsaminni refs- ingu. Refsing var auk skilorðsins sú að hann þarf að sæta 36 klukkutímum af reiðistjórnunarmeðferð og skila 300 tímum af samfélagsþjónustu. Um það var samið í dómnum að Penn fengi að taka út samfélagsþjónustuna í gegnum hjálparstarf sitt á Ha- ítí. Penn hefur verið mjög virkur þar síðan jarðskjálftar lögðu landið í rúst. Penn hefur árum saman verið virkur í ýmsu hjálparstarfi. Í september 2005 tók hann meðal annars persónulega þátt í að bjarga fólki eftir fellibylinn Katrínu í New Orleans. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Penn missir stjórn á skapi sínu gagnvart ljósmyndara. Hann veittist einnig að einum slíkum við útför bróður síns, Chris Penn, sem lést árið 2006. Sean Penn dæmdur fyrir að sparka í ljósmyndara: Reiðistjórnun og skilorð Stjörnuparið Jessica Stroup og Dust-in Milligan létu vel að hvort öðru þegar þau skelltu sér í göngutúr í Hollywood á miðvikudag. Parið lék saman í þáttunum 90210 en Milligan er nú hættur í þeim. Þau kynntust við gerð þáttanna og hafa verið saman í ein tvö ár. Eins og aðdáendur 90210 vita eru þættirnir byggðir á hinum sálugu ungl- ingaþáttum Beverly Hills 90210. Nýju þættirnir eru eins konar samsuða við þá gömlu því nokkrar af gömlu stjörnunum fara með hlutverk þar. Nú leika þau for- eldrana en ekki unglingana eins og áður. Jessica Stroup og Dustin Milligan Kossar og kelerí Jessica Stroup og Dustin Milligan Fóru í göngutúr um Hollywood eftir að hafa snætt saman hádegisverð. Leikarinn dagfarsprúði, sir Ian McKellen, er áströlskum dollara ríkari eftir að kona ein í Melbourne setti pening í hatt leikar- ans þar sem hann sat á bekk fyrir utan leikhús í borginni. McKellen er við æfingar í leikhúsinu í Melbourne og ákvað að bregða sér út til þess að fá sér frískt loft. Hann var þó einfaldlega svo um- renningslegur, óklipptur og í rifnum fötum að konan hélt í sakleysi sínu að þarna væri heim- ilislaus flækingur að hvíla sig. „Ég vona að allir í Melbourne verði svona gjafmildir á klöppin eft- ir sýninguna. Peningurinn er núna uppi á vegg í búningsherberginu mínu, hann verður heilla- gripur minn á meðan sýningum stendur,“ sagði McKellen glaður í bragði spurður um atvikið. Sir Ian McKellen: MOLDRÍKUR FLÆKINGUR Þarf ekki dollara Ian McKellen er einn virtasti leikari heims og þarf enga ölmusu. Síðumúli 34 - s: 517 1500 - www.malningalagerinn.is Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. 20% Afsláttur af málningarvörum Í pallasmíðina Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Flúðir Festingarvörur – mikið úrval. Mikið úrval af skrúfum. Ryðfríar Torx tréskrúfur. Keppnis Líkami Coco Austin á sér enga hliðstæðu. Virkur í hjálparstarfi Penn eyðir öllum stundum á Haítí að hjálpa til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.