Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 61
SVIÐSLJÓS 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 61 Vörur á verði fyrir þig K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Sö fnunar s t e l l 13 t egund i r t i l á lager Tilvonandi brúðhjón velkomin að skrá óskalistann ykkar Flottar Brúðkaupsgjafir www.tk.is TILBOÐ margar tegundir Fyrirsætan þrýstna, Coco Austin, er ávallt dugleg við að uppfæra Twitter- síðu sína með skemmtilegum skilaboðum og myndum sem falla ansi vel í kramið hjá karl- peningnum. Á þriðjudaginn lýsti hún því yfir að framvegis ætti að klæðast þröngum bux- um á þriðjudögum eða eins og það útleggst á enskunni eru þriðjudagar „tight pants tu- esdays.“ Coco vinnur hart við að halda sínum ótrúlega lík- ama við en hún fer í ræktina alla daga. Til þess að halda bakhlutanum eins og hann er gerir hún æfingar á strippara- hælum til þess að átakið verði meira. Coco setur fatareglur: Þröngt á þriðjudögum Leikarinn Sean Penn var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í ljósmyndara á síðasta ári. Penn tók ekki afstöðu til ákærunnar, það er að segja að hann játaði hvorki né neitaði ásökunum, heldur gekkst við umsaminni refs- ingu. Refsing var auk skilorðsins sú að hann þarf að sæta 36 klukkutímum af reiðistjórnunarmeðferð og skila 300 tímum af samfélagsþjónustu. Um það var samið í dómnum að Penn fengi að taka út samfélagsþjónustuna í gegnum hjálparstarf sitt á Ha- ítí. Penn hefur verið mjög virkur þar síðan jarðskjálftar lögðu landið í rúst. Penn hefur árum saman verið virkur í ýmsu hjálparstarfi. Í september 2005 tók hann meðal annars persónulega þátt í að bjarga fólki eftir fellibylinn Katrínu í New Orleans. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Penn missir stjórn á skapi sínu gagnvart ljósmyndara. Hann veittist einnig að einum slíkum við útför bróður síns, Chris Penn, sem lést árið 2006. Sean Penn dæmdur fyrir að sparka í ljósmyndara: Reiðistjórnun og skilorð Stjörnuparið Jessica Stroup og Dust-in Milligan létu vel að hvort öðru þegar þau skelltu sér í göngutúr í Hollywood á miðvikudag. Parið lék saman í þáttunum 90210 en Milligan er nú hættur í þeim. Þau kynntust við gerð þáttanna og hafa verið saman í ein tvö ár. Eins og aðdáendur 90210 vita eru þættirnir byggðir á hinum sálugu ungl- ingaþáttum Beverly Hills 90210. Nýju þættirnir eru eins konar samsuða við þá gömlu því nokkrar af gömlu stjörnunum fara með hlutverk þar. Nú leika þau for- eldrana en ekki unglingana eins og áður. Jessica Stroup og Dustin Milligan Kossar og kelerí Jessica Stroup og Dustin Milligan Fóru í göngutúr um Hollywood eftir að hafa snætt saman hádegisverð. Leikarinn dagfarsprúði, sir Ian McKellen, er áströlskum dollara ríkari eftir að kona ein í Melbourne setti pening í hatt leikar- ans þar sem hann sat á bekk fyrir utan leikhús í borginni. McKellen er við æfingar í leikhúsinu í Melbourne og ákvað að bregða sér út til þess að fá sér frískt loft. Hann var þó einfaldlega svo um- renningslegur, óklipptur og í rifnum fötum að konan hélt í sakleysi sínu að þarna væri heim- ilislaus flækingur að hvíla sig. „Ég vona að allir í Melbourne verði svona gjafmildir á klöppin eft- ir sýninguna. Peningurinn er núna uppi á vegg í búningsherberginu mínu, hann verður heilla- gripur minn á meðan sýningum stendur,“ sagði McKellen glaður í bragði spurður um atvikið. Sir Ian McKellen: MOLDRÍKUR FLÆKINGUR Þarf ekki dollara Ian McKellen er einn virtasti leikari heims og þarf enga ölmusu. Síðumúli 34 - s: 517 1500 - www.malningalagerinn.is Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. 20% Afsláttur af málningarvörum Í pallasmíðina Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Flúðir Festingarvörur – mikið úrval. Mikið úrval af skrúfum. Ryðfríar Torx tréskrúfur. Keppnis Líkami Coco Austin á sér enga hliðstæðu. Virkur í hjálparstarfi Penn eyðir öllum stundum á Haítí að hjálpa til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.