Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR Söluaðilar: Húsasmiðjan - Garðheimar www.weber.is MILLJARÐA TJÓN VEGNA TM Kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga á Tryggingamiðstöðinni er lýst sem svikamyllu í 250 millj- arða króna skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað gegn honum og helstu stjórnendum og eig- endum fallna bankans. Glitnir tapaði á þriðja tug milljarða á kaupunum. Kaldhæðni örlaganna hagar því svo að seljendur TM keyptu síðar Morgunblaðið og réðu Davíð Oddsson sem ritstjóra blaðsins. „Kaupin á Tryggingamiðstöðinni eru sígilt dæmi um misbeitingu eig- anda á yfirráðum sínum í Glitni í þágu persónulegra sérhagsmuna. Allt var það á kostnað bankans, ann- arra hluthafa í bankanum og lán- veitenda bankans.“ Þannig er tekið til orða í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini Jónssyni, Lárusi Welding, Hann- esi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fleirum. Krafist er 256 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem hinir stefndu eru taldir hafa vald- ið bankanum. Málið er höfðað fyr- ir dómstóli í New York eins og fram hefur komið. Eignir Jóns Ásgeirs hafa verið frystar með úrskurði dómstóls í London. Jón Ásgeir hef- ur lýst sig sigraðan og kveðst í fjöl- miðlum ekki leggja í 300 milljóna króna málsvörn fyrir bandarískum dómstóli. Ferðin til Mílanó Í stefnunni er farið ítarlega yfir kaup FL Group á Tryggingamiðstöðinni haustið 2007 og þeim lýst sem svik- samlegum fjármálagerningum sem valdið hafi Glitni alls 25 milljarða króna tjóni. Samkvæmt heimildum DV var lagt á ráðin um TM-kaupin í frægri ferð sem farin var með fjárfesta, viðskiptavini og lykilstarfsmenn Landsbankans til Mílanó á Ítalíu haustið 2007. Þáverandi eigendur TM voru Guðbjörg Matthíasdóttir, kaupsýslukona í Vestmannaeyjum, og félag í eigu fjölskyldu hennar. Gert var ráð fyrir að Guðbjörg fengi greitt að hluta fyrir eign sína með hlutabréfum í Glitni fyrir um 8 millj- arða króna. Eins og DV hefur áður greint frá samdist svo um að Guðbjörgu yrði tryggður söluréttur á helmingi hlutafjárins í Glitni á sama gengi og hún hafði keypt það fyrir. Frá þessum samningi gekk Sigurbjörn Magnússon, lögfræðingur Guð- bjargar og núverandi stjórnarfor- maður Árvakurs, útgáfufélags Morg- unblaðsins. Innlausnarheimildin var í gildi dagana 25. til 27. sept- ember 2008. Heppni í viðskiptum Í samningi Guðbjargar (Kristinn ehf.) og FL Group sagði orðrétt: „Afhending hlutanna í kjölfar inn- lausnar söluréttarins/kaupréttarins skal eiga sér stað í höfuðstöðvum Glitnis eða þar sem aðilar koma sér saman um að afhending fari fram, kl. 10.00 á fimmta viðskiptadegi eftir að innlausnartilkynning hefur verið afhent.“ Samkvæmt þessu voru kaupin innsigluð eftir að bankinn komst í meirihlutaeign ríkisins. Það var hægt að gera í fyrsta lagi 30. sept- ember og í síðasta lagi 2. október. Í hluthafayfirliti Glitnis hafði ekki verið gengið frá kaupunum og gert upp við Kristin ehf. fimmtudaginn 2. október. DV hefur heimildir fyr- ir því að salan hafi komið öðrum hluthöfum í opna skjöldu enda ljóst að hlutir þeirra í bankanum voru í þann veginn að þurrkast út í kerfis- hruni íslensku bankanna. Samningur Guðbjargar bjargaði henni því á síðustu stundu frá um 4 milljarða króna tapi með falli Glitn- is. Jón Ásgeir réð ferðinni Í stefnu slitastjórnar Glitnis er samn- ingi Glitnis og FL Group lýst sem af- leitum og kaupin hafi á endanum valdið Glitni um 25 milljarða króna tapi. Í tveimur stefnum á hendur helstu stjórnendum og eigendum Glitnis er Lárusi Welding og öðr- um stjórnendum bankans lýst sem strengjabrúðum í höndum eigend- anna, einkum Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. TM-fléttunni er lýst í stefnu slitastjórnarinnar á þann veg að yf- irstjórn bankans hafi tilkynnt op- inberlega að bankinn hygðist selja hlutabréf í FL Group til ótengdra aðila. FL Group var þá langstærsti eigandi Glitnis. Þetta stóð hins veg- ar aldrei til, segir í stefnunni. Hið sanna í málinu sé að FL Group hafi ætlað að kaupa TM með lánsfé frá Glitni. Jón Ásgeir og aðrir ráðamenn Glitnis hafi gert sér grein fyrir að ef Glitnir fjármagnaði kaupin myndi það auka fjárhagsleg tengsl bank- ans við stærsta eiganda sinn. Þessa samtvinnun hagsmuna FL Group og helstu eigenda Glitnis hafi því orðið að fela með blekkingarleik. Svikamyllan Þetta var gert með því að flytja fjár- hagsleg tengsl milli tengdra aðila yfir á önnur félög sem þannig urðu milliliðir. Fyrst lánaði Glitnir Kjarr- hólma, dótturfélagi FL Group, fyrir 38 prósenta hlut í TM. Næst lánaði Glitnir FL Group til þess að kaupa út aðra hluthafa í Kjarrhólma. Þann 5. september árið 2007, eftir ferð- ina frægu til Mílanó þar sem allar persónur og leikendur voru með í för, var gengið frá kaupum Glitnis á nærri 40 prósenta hlut í TM. Þessu næst seldi Glitnir hinn nýfengna hlut sinn í TM til FL Group og fékk greitt með góðum hlut í FL Group. Í raun var aldrei um neitt annað að ræða en innbyrðis viðskipti milli tengdra félaga í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og fleiri. Athyglisvert er að áhættustýring Glitnis var ekki upplýst um þessi viðskipti svo áhættusöm sem þau gátu engu að síður verið. Ekki held- ur voru þessi kaup og lánveiting- ar bornar undir aðra æðstu stjórn- endur bankans eða þeir hafðir með í ráðum. „Þessi viðskipti voru hrein- ar falsanir,“ segir í stefnu slitastjórn- ar Glitnis. Endanleg niðurstaða þeirra var að FL Group eignaðist TM að öllu leyti. Seljandinn, Guðbjörg Matthíasdóttir, eignaðist á móti hlut í Glitni sem metinn var á um 8 milljarða króna. Helmingi þess hlut- ar tókst að bjarga úr bankahruninu eins og áður segir. Afgang söluand- virðisins hefur Guðbjörg eða félög í hennar eigu fengið í reiðufé. Sterkefnuð kona Athyglisvert er að kaup Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans á TM haust- ið 2007 bökuðu Glitni mikið tjón sem nam á endanum vel á þriðja tug milljarða króna. Handan við borð- ið sátu Guðbjörg Matthíasdóttir kaupsýslukona í Vestmannaeyjum, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson fjárhaldsmaður hennar, Sigurbjörn Magnússon lögfræðingur og fleiri á snærum Ísfélagsveldisins í Vest- mannaeyjum. Í bankahruninu gátu þau fagnað því að Guðbjörg var hugsanlega eini hluthafinn í Glitni sem ekki tapaði öllu hlutafé sínu í falli bankans. Guðbjörg er nú talin vera í hópi efnuðustu Íslendinganna eftir hrun. Hún og veldið að baki henni hefur verið orðað við kaup á 49 prósenta hlut Íslandsbanka í olíufélaginu Skeljungi. Samkvæmt heimildum DV er þó alls óvíst hvort af þeim kaupum verði. Kaldhæðni örlaganna Guðbjörg og veldi hennar á nú ráðandi hlut í Árvakri, útgáfufé- lagi Morgunblaðsins. Útgáfustjóri blaðsins er Óskar Magnússon áður forstjóri TM og samverkamaður Guðbjargar og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar. Stjórnarformað- ur Árvakurs er Sigurbjörn Magnús- son lögfræðingur Guðbjargar og sá er gerði samninginn sem bjargaði helmingi hlutabréfa hennar í Glitni í hruninu. Sigurbjörn, Óskar og Gunnlaug- ur Sævar hafa allir verið virkir inn- an Sjálfstæðisflokksins og á ýmsum tímabilum staðið afar nálægt Dav- íð Oddssyni sem ráðinn var ritstjóri Morgunblaðsins síðastliðið haust. Kaldhæðni örlaganna hagar því svo að þeir sem harðast hafa bar- ist gegn Jóni Ásgeiri og Baugsveld- inu undanfarinn áratug nota nú að einhverju leyti fé frá honum sjálf- um til þess að styðja útgáfu Morg- unblaðsins sem ritstýrt er af þeim manni sem Jón Ásgeir kennir helst um hrakfarir sínar. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ekki heldur voru þessi kaup og lánveitingar bornar undir aðra æðstu stjórn- endur bankans eða þeir hafðir með í ráðum. 250 milljarða málshöfðun Slitastjórn Glitnis reynir að sækja fé í greipar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur, Þorsteins Jónssonar og fleiri. Sterkefnuð kona Guðbjörg Matthías- dóttir, athafnakona í Vestmannaeyjum, komst vel frá viðskiptum við Jón Ásgeir. Hún á meðal annars ráðandi hlut í Morgunblaðinu sem Davíð Oddsson ritstýrir. Fjárhaldsmaðurinn Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson er lykilmaður Vestmannaeyjaveldis Guðbjargar og er mjög handgenginn Davíð Oddssyni. Bjóst ekki við gleðilátum Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, bjóst ekki við að hinir ákærðu brygðust glaðir við skaðabótakröfunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.