Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 14.maí 2010 ÚTLIT
Verslunin GK er byrjuð að selja íslenska
hönnun. Meðal þess sem þar má finna eru
litríkar og flottar flíkur eftir Munda vonda.
Fallega hálskraga frá Áróru. Slaufur, bindi,
klúta og annað góðgæti frá íslenska merkinu
Go With Jan. Prjónalínuna Blik eftir Laufeyju
Jónsdóttur og síðast en ekki síst höfuðskraut,
hatta og spangir frá Thelmu design. Í árferði
sem þessu er ekki úr vegi að styðja íslenska
hönnun og því tilvalið að kíkja á úrvalið í GK
og gera góð kaup.
Ýr Þrastardóttir útskrifaðist á dögunum sem fatahönn-uður frá Listaháskóla Ís-lands eftir þriggja ára nám.
Útskriftarlína hennar vakti mikla at-
hygli en hún var til sýnis í Hafnar-
húsinu á útskriftarsýningu Listahá-
skólans. Ýr fer nýjar leiðir í hönnun
sinni þar sem hún blandar saman
notuðum efnum við ný svo úr verð-
ur nokkurs konar bútasaumur. Lín-
an hennar samanstendur af tólf flík-
um, hverri og einni einstakri.
Ýr segir mikla vinnu liggja í
hverri flík. „Hugmyndin var sú að
nýta gömul efni því ný eru svo dýr.“
Ýr klippti niður gamlar leður og rú-
skinnsflíkur sem hún notaði svo til
að sauma við nýtt
efni. Gömlu flík-
urnar fékk hún svo
hjá Rauða kross-
inum. „Hver flík er
eiginlega hálfgerð-
ur bútasaumur. Ég
lét svo prenta graf-
ík sem ég hannaði
á efni út í Bretlandi.“
Ýr segir mik-
inn tíma hafa farið
í hönnun línunnar.
Fyrst lagðist hún í rannsóknarvinnu
og skoðaði þá gömul Vogue-tímarit
frá seinni hluta áttunda áratugarins
og fyrri hluta þess níunda. Þá sótti
hún innblástur í snið gömlu meist-
aranna, svo sem Thi-
erry Mugler, Valent-
ino, Versace og fleiri.
„Þaðan komu þessar stóru axlir og
þröngt mittið. En svo þróaðist þetta
áfram.“
Hefð er fyrir því að annars árs
nemar í Listaháskólanum sýni einn-
ig afrakstur annarinnar á vorin. Í
fyrra vann Ýr líka með leður og rú-
skinn í þeirri sýningu. „Mig lang-
aði til þess að halda áfram með það
sem ég byrjaði á þá. Þróa það áfram
og taka það lengra. Ég fékk líka mjög
góð viðbrögð við þeirri línu og ákvað
að gera ýktari útgáfu af henni núna.
Þá get ég kannski frekar farið að
eigna mér þessa aðferð.“
En áður en Ýr gat lagt lokahönd á
útskriftarlínuna þurfti hún að vinna
lengi með hverja
flík. Fyrst þurfti
að sauma prufu-
eintök sem hún
mátaði á módel-
um og svo saum-
aði hún sjálf-
ar flíkurnar eftir
þeim. „Það kom
mér mjög á óvart
hvað þetta var
langt ferli og mik-
il vinna.“ En vinn-
an var þó ekki til
einskis og Ýr hef-
ur fengið vægast
sagt góð viðbrögð
við línunni. „Báð-
ar sýningarnar
sem við héldum voru mesta kikk
sem ég hef upplifað, bæði á öðru ári
og svo útskriftarsýningin. Þetta var
brjáluð vinna en svo allt í einu kem-
ur þetta allt heim og saman og mað-
ur fattar að þetta var þess virði. Út á
það gengur þetta allt.“
Línan er ekki til sölu neins stað-
ar eins og er en það stendur til bóta.
„Ég ætla að nota sumarið bæði til
að sauma og til að finna leiðir til
að geta framleitt línuna,“ segir Ýr.
Stefnan er að vinna með tveimur
klæðskeramenntuðum stelpum að
því að koma línunni á koppinn. Þá
hyggst hún skoða hvernig hún geti
stækkað línuna og er að vinna að
viðskiptaáætlun. „Ég ætla að kanna
framleiðslumöguleika og skoða hvar
hægt er að sækja um styrki. Það er
bjart fram undan. Ég verð að byrja
einhvers staðar,” segir hún og hlær.
Draumurinn er að fara til Dúbaí í
sumar, þar sem systir hennar býr,
og kanna möguleikana þar. „Von-
andi get ég fengið fjárfesti og komið
minni hönnun í framleiðslu þar. Mér
skilst að þar sé allt frekar ódýrt.“
Hún segist eiga mikið af hug-
myndum á blaði því aðeins nokkr-
ar flíkur hafi endað í útskriftarverk-
efninu. „Hugmyndin er svo að láta
sauma kannski um fimmtán til tut-
tugu eintök af hverri flík.“
Fram undan eru því spennandi
tímar hjá Ýr sem er ungur og upp-
rennandi fatahönnuður sem vert er
að fylgjast með í náinni framtíð.
viktoria@dv.is
Gamlar flíkur fá nýtt líf í út-
skriftarlínu Ýrar Þrastardóttur.
Hún blandar saman notuðu og
nýju með einstakri útkomu.
Mikið
lagt í
hverja
flík
MYNDIR DANIEL CLAUS REUTER
Sítt skal
það vera
Síðir kjólar eru
það allra heit-
asta í sumar.
Það voru ekki
margir sem
bjuggust við
að síðir kjól-
ar kæmust aft-
ur í tísku, en
þeir eru svo
sannarlega
komnir aft-
ur. Það sann-
ar það forn-
kveðna, tískan
fer í hringi. Allar búðir eru full-
ar af fallegum
síðum kjólum.
Einlitum, mynstr-
uðum, blómótt-
um...hvernig sem
er svo lengi sem
þeir séu síðir.
Þægileg tíska og
falleg á þeim sem
bera hana. Kon-
ur sem eru mjög
lágvaxnar ættu þó
ekki
að
klæðast alveg síð-
um kjólum. Síð-
ir kjólar eru flottir
við sandala, lág-
botna skó, grófa
hæla eða svokall-
aða „platforms“
skó.
KJÓLARNIR
ERU FRÁ ASOS.
COM
MYND RÓBERT REYNISSON
Nauðsynlegt er að eiga falleg sund-
föt fyrir heita sumardaga í laugum
landsins. Sundfötin þetta sumarið
eru fjölbreytt og sækja áhrif til fyrri
tíma. Háar buxur og bikiníbrjósta-
haldarar í anda sjötta áratugar-
ins eru það sem koma skal í sum-
ar. Sundbolirnir sækja líka áhrif
til fyrri tíma og minna á bomb-
ur 5. og 6. áratugar síðustu aldar.
Blómamynstraðir sundbolir, sund-
bolir með einni öxl og svokallaðir
„bombubolir“ eru það allra heit-
asta fyrir heita sumardaga. Það er
þó mikilvægt að hver og ein velji
sér sundföt eftir vexti.
Sunföt í anda 6. áratugarins eru vinsæl í sumar
Sundföt fyrir sumarið
Mundi vondi selur hönnun sína í GK:
Íslenskir
hönnuðir
í GK