Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 17
aðra menn. Allt þetta olli mér skömm og mér leið alltaf verr og verr.“ Þar kom að þetta varð of mikið. Hún vildi ekki kynna enn einn mann- inn fyrir fjölskyldunni. Svo hún ákvað að vera ein, en gat það ekki heldur. „Ég varð alltaf að vera með eitthvað í gangi þannig að ég var alltaf í einhverju daðri eða smásambandi hér og þar. Þá fór ég að vera með mönnum sem áttu konur. Ég tók þátt í einhverju rugli og þegar endir var bundinn á sambandið með einhverjum hætti, kannski af því að það komst upp um framhjáhaldið, lá ég heima með svipuna og refsaði mér fyrir það hvað ég væri ömurleg, hræði- leg og vond. Þegar ég var búin að taka út mína refsingu fór ég út og gerði þetta aftur. Auðvitað var það sárt.“ Falin í svefnherberginu Hún hafði vitað af samtökunum í rúmt ár þegar hún fór á sinn fyrsta fund. Henni var bent á þau. „Straumarnir sem ég sendi frá mér fóru ekki á milli mála. Ég var alltaf að leita. Líka af því að ég upplifði brjálæðislegan ótta við að missa af ástinni. Ég varð alltaf að vera tilbúin og það mátti aldrei líða klukkutími án þess að ég væri á varð- bergi og ég mátti aldrei hugsa mig um. Hluti af því að ná bata fólst líka í því að fara að hugsa vel um mig. Ég átti það til að borða of mikið eða of lít- ið og sleppa svefni til að svala fíkninni. Þá var ég kannski með mönnum eða hékk í tölvunni til að spjalla við menn. Ég man eftir skiptum þar sem ég vakn- aði um miðja nótt við skilaboð og fór á fætur til þess að spjalla við manninn í marga klukkutíma í tölvunni. Það að vera fíkill er eins og að vera þræll. Ég var alltaf að elta fíknina, sinna þörfun- um og fylla upp í tómarýmið. Sem er bæði ógeðslega sárt og leiðinlegt. Þetta er spurning um að finna frelsið.“ Einu sinni komst það upp þeg- ar hún var í sambandi við giftan mann. „Það var rosalega óþægilegt og skömmin var hræðileg. Svo er það líka bara rosalega vond tilfinning að vera heima hjá einhverjum og þurfa að fela sig inni í herbergi af því að það kom einhver óvænt í heimsókn. Og þurfa kannski að pissa. Þetta er hræðilegt.“ Í fantasíuveröld Kvöldið áður en hún fór á sinn fyrsta fund hélt hún að hún væri ástfangin af manni. Hann átti konu. „Ég var að fara í veislu og áður en kvöldið hófst lofaði ég sjálfri mér að senda hon- um ekki skilaboð. Díllinn sem ég gerði við sjálfa mig var að þá mætti ég daðra við aðra menn. Ég fór því og daðraði. Hið brjálæðislegasta var að ég daðraði mest við annan mann, sem átti líka konu og var í ofanálag tengdur þessum manni sem ég þótt- ist vera svo ægilega ástfangin af. Ást- in var ekki meiri eða hreinni en svo. Ég vissi það um leið og ég vaknaði morguninn eftir að það væri kominn tími til að taka ábyrgð á lífi mínu. Ég fór á fundi hjá SLAA. En það var ekki auðvelt að hætta þessari hegðun. Áður sá ég alla sem mögu- lega maka. Það er stundum kall- að SLAA-radarinn þegar við kom- um inn í nýjan hóp og pikkum út þá sem gætu komið til greina. Við erum kannski í flugvél og við hlið okkar sest manneskja. Um leið hugsum við að þarna hljóti að vera komin mann- eskja sem við eigum að vera með. Núna gerist þetta! Það kviknar ein- hver hugmynd í kollinum og hún fer sífellt lengra.“ Ragnar kannast líka við það. „Ég fílaði þetta svo vel í sambandi við einkamál.is. Þá gat ég sett fram ein- hvern karakter sem var eins og ég vildi vera. Ég bjó mér til fantasíu- heim þar sem ég var rosahress og skemmtilegur. Ég fékk rosaorku út úr því að svara auglýsingum frá stelpum og jafnvel hitta þær, ég veðraðist allur upp og fékk hálfgert adrenalínkikk. Þetta var alveg gaman á meðan á því stóð. En svo fékk ég alltaf bakþanka. Og ég festist við tölvuna. Meira að segja í skólanum var ég á fullu. Þá var ég svo upptekinn af því að daðra við stelpurnar á MSN að ég gat ekki fylgst með því sem var að gerast í tímum. Á endanum var mér farið að ganga svo illa í skólanum að ég hætti.“ Öðlaðist frelsi Í SLAA fóru þau í fráhald, sem þýð- ir að þau gerðu lista yfir meiðandi og stjórnlausa hegðun sem þau urðu að snúa baki við. Daður, SMS-sam- skipti, netsamskipti og framhjáhöld voru á listanum auk annarra hluta. Líkt og Andrea lenti Ragnar oft í vandræðum út af daðri. „Ég daðraði við allt og alla, oft ómeðvitað. Oft hélt ég að ég væri bara hress og skemmti- legur þegar stelpur féllu óvart fyrir daðrinu. Þá kom ég af fjöllum og vissi ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Þess vegna reyni ég að forðast allt daður. Því þótt daður sé í eðli sínu saklaust kyndir það undir aðra og alvarlegri fíkn hjá mér.“ Í fráhaldi er líka algengt er að fólk þurfi að hætta að stunda kynlíf utan sambands, fara á ákveðna staði, hafa samband við ákveðið fólk, horfa á ákveðna tegund kvikmynda og klám, láta af ögrandi klæðnaði og leit að skyndikynnum. Sumir þurfa bara að hætta að leyfa sér að detta inn í al- gleymi fantasía og dagdrauma. Birt- ingarmyndir fíknarinnar eru aldrei eins hjá mismunandi ástar- og kyn- lífsfíklum, hver og einn hefur komið sér upp sínu mynstri en allir eiga þeir það sameiginlegt að stunda meið- andi hegðun sem skaðar þá og aðra. Betra líf Fólki er lofað nýju og betra lífi í gegnum SLAA. Loforðin eru þessi: „Við munum öðlast stjórn á lífi okk- ar, reisn og sjálfsvirðingu. Við verð- um ekki lengur einmana og för- um að njóta þess að vera ein. Við hættum að vera þjökuð af stöðugri löngun. Við njótum þess að vera með fjölskyldum okkar og vin- um, af líkama og sál. Við förum að sinna áhugamálum og hugðarefn- um okkar. Ást verður ákvörðun sem tekin er af ábyrgð, en ekki í tilfinn- ingahita sem ber okkur ofurliði. Við munum elska og taka okkur sjálf í sátt. Við munum tengjast öðru fólki af heilum hug. Við verðum tilbúin til þess að víkka út og hlúa að and- legum þroska okkar og annarra. Við munum sættast við fortíðina og þann skaða sem við höfum vald- ið öðrum. Við verðum þakklát fyr- ir það sem okkur hefur verið gefið, það sem var tekið frá okkur og það sem var skilið eftir.“ Bæði Ragnar og Andrea öðl- uðust mun meiri lífsgæði eftir að þau leituðu til SLAA. Ragnar fékk sjálfsvirðingu, nýtt lífsviðhorf, tíma og orku til þess að sinna námi og áhugamálum. „Ég á betra sam- band við vini mína og fjölskyldu. Ég þori að standa með sjálfum mér og er opinn gagnvart öðru fólki.“ Og þakklæti er Andreu ofarlega í huga: „Ég var skíthrædd við að þetta væri allt tekið í burtu frá mér og ég yrði tóm að innan. En ég setti líka niður lista yfir það sem ég vildi að kæmi inn í líf mitt í staðinn. Ég vildi til dæmis lifa lífi laus við þessa skömm sem ég var svo föst í. Ég vildi geta verið í einlægu og heiðarlegu ást- arsambandi. Ég vildi finna sátt í því að vera ein. Geta verið ein án þess að vera í einhverju rugli. Allt sem ég óskaði mér hefur orðið að veru- leika. Við sem erum hér inni höfum ólíka reynslu. En þrátt fyrir að við séum eins ólík og við erum í SLAA erum við bara manneskjur sem erum allar að díla við stjórnleysi á sama sviði og sama lausnin hentar okkur öllum.“ FRÉTTIR 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 17 ÞRÆLL ÁSTAR OG KYNLÍFS 1 Kemst maki þinn í „vímu“ af ást- og kynlífi? 2 Hefur hann stundað kynlíf á óviðeigandi tímum, óviðeigandi stöðum eða með óviðeigandi fólki? 3Finnur maki þinn fyrir örvæntingu eða óróleika þegar hann er aðskilinn frá þér? 4Reynir maki þinn, eða hefur hann reynt, að halda tölu yfir rekkjunauta sína með því að skrifa hjá sér lista eða annað? 5Finnst maka þínum að eini, eða aðal, kostur hans í sambandi sé hversu góður rekkjunautur hann er eða hæfileiki hans til að veita þér tilfinningalegt „fix“? 6Finnst honum eins og hann sé ekki alveg „lifandi“ nema hann sé með þér? 7Finnst maka þínum að hann eigi rétt á kynlífi? 8Hefur hann einhvern tímann ógnað fjárhagslegu öryggi sínu eða stöðu sinni í samfélaginu með því að reyna að komast yfir kynlífsfélaga? 9Hefur maki þinn einhvern tíma ógnað sambandinu út af kynlífshegðun utan sam- bandsins? 10Daðrar maki þinn eða kemur af stað kynferð- islegri spennu við fólk, jafnvel þótt hann ætli sér það ekki? 11Hefur kynhegðun hans eða sambandshegðun haft áhrif á orðspor hans? 12Kemur hann sér í „sambönd“ eða stundar kynlíf til að forðast vandamál í lífinu? 13Tekur hann þátt í einhvers konar gægjum eða er með sýniþörf sem lætur honum líða illa? 14Finnst þér eins og maki þinn hafi ekki heilbrigða sjálfsmynd? 15Finnst maka þínum erfitt að ráða við líf sitt sökum þess að hann er að verða tilfinningalega háðari öðrum í vaxandi mæli? Sjálfskönnun SLAA Heldur þú að maki þinn eigi við ástar- og kynlífsfíkn að stríða? Þú getur prófað að svara þessum krossaspurningum og ef þú svarar mörgum spurningum játandi ættir þú kannski að benda honum á að það er hægt að fá hjálp. Þekktir kynlífsfíklar n Tiger Woods golfari. Í fyrra var hann frægasti golfari heims og með nokkuð hreina ímynd. Síðan komst upp um framhjáhald og þekktum viðhöldum fjölgaði stöðugt. Nú er talið að hann hafi haldið framhjá eiginkonunni með allt að 120 konum og hann er orðinn þekktasti kynlífsfíkill heims. n David Duchovny leikari. Er þekktur kynlífsfíkill og var háður netklámi. Hann fór í meðferð á sama ári og hann vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt sem rithöfundur sem stundaði kynlíf af kappi í Californication. n Michael Douglas leikari. Á tí- unda áratugnum glímdi hann við erfiða kynlífsfíkn. Hann er núna giftur Catherine Zeta-Jones sem fær feita upphæð samkvæmt kaupmála ef hann misstígur sig. n Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Tvö orð: Monica Lewinsky. Eftir framhjáhaldið var sagt að hann væri ástar- og kynlífsfíkill, en það hefur aldrei verið staðfest. n Charlie Sheen leikari. Á 45 ára ævi á hann að hafa sofið hjá yfir 5.000 konum og eytt um sex og hálfri miljón króna í vændiskon- ur, miðað við núverandi gengi krónunnar. n Kanye West söngvari. Ferðaðist víst um með klám í skjalatösk- unni. n Calum Best módel, sjónvarps- stjarna og sonur George Best. Er þekktur kynlífsfíkill. n Eric Benét söngvari og eiginmaður Halle Berry. Fór í meðferð við ástar- og kynlífsfíkn eftir að hafa orðið uppvís að framhjáhaldi. n Tom Sizemore leikari. Hann hefur afrekað meira en margir. Hann lék í Saving Private Ryan og getur haft kynmök allt að níu sinnum í röð án þess að stoppa. Hann er líka kynlífsfíkill. Við sveipum þrá-hyggjuna okkar töfraljóma, gerum hana að guðlegri veru og ger- um allt til að láta sam- bandið ganga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.