Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR Hrafnhildur Stefánsdóttir, fórn- arlamb Bjarka Más Magnússon- ar, dæmds kynferðisbrotamanns, flúði til Noregs eftir að hann áfrýj- aði átta ára fangelsisdómi á hendur sér til Hæstaréttar. Í útlöndum var hún hins vegar ekki óhult því þang- að ferðaðist Bjarki Már nýverið og áreitti hana að næturlagi. Allan tím- ann sem hann var í landinu vaktaði norska lögreglan heimili Hrafnhild- ar. Á meðan áfrýjunarferlið átti sér stað og beðið var meðferðar Hæsta- réttar gekk Bjarki Már laus og var hann ekki í farbanni. Fyrir vikið var honum frjálst að ferðast til Noregs á dögunum þar sem hann setti sig strax í samband við Hrafnhildi. Eft- ir símtalið tilkynnti hún veru hans í landinu til lögreglu sem kom þeg- ar á vakt við húsið hennar. Að sögn Hrafnhildar kom það þó ekki í veg fyrir ítrekaðar símhringingar að næturlagi sem ollu miklum ótta hjá henni. Hræðileg upplifun „Að fá hann hingað út var alveg ólýs- anlegt, ég sat bara frosin við eld- húsborðið með hnefana kreppta. Þar sat ég á vakt með því að horfa út um gluggann. Hann gerði tilraun til að heimsækja mig og var bara hér í næsta garði, ég sturlaðist nátt- úrulega og gat hvorki sofið né borð- að allan þennan tíma sem hann var í landinu. Ég mætti sem betur fer skilningi lögreglunnar sem vakt- aði húsið mitt allan tímann,“ segir Hrafnhildur. Sumarið 2009 var Bjarki Már, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, dæmdur í átta ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Það var fyrir margítrekuð kynferðis- og ofbeldis- brot gagnvart Hrafnhildi, á þriggja ára tímabili, sem hann fékk dóminn. Á þessum árum taldi héraðsdóm- ara fullsannað að hann hefði neytt hana til kynmaka með fjölda ókunn- ugra manna ásamt því að hafa tek- ið myndir og myndbönd af kynlífs- athöfnunum. Af ótta við Bjarka Má þorði Hrafnhildur ekki að greina frá stöðu sinni og í raun var það fyrir til- viljun sem lögregla komst á sporið. Bjarki Már áfrýjaði fangelsisdómi sínum til Hæstaréttar þar sem mál- ið var tekið fyrir í vikunni og á mið- vikudaginn síðastliðinn var átta ára fangelsisdómurinn staðfestur. Þá var honum gert að greiða Hrafnhildi þrjár milljónir í miskabætur og nú bíður hún þess að hann fari í fang- elsi. Sjálf í fangelsi Hrafnhildur bendir á að fram til dagsins í dag hafi hún sjálf verið í hátt í sex ára fangelsi frá því hún kynntist Bjarka Má. Aðspurð óttast hún einn- ig biðina fram að því að hann hefji afplánun. „Þetta er vissulega létt- ir. En á sama tíma óttast ég við- brögð hans og verð logandi hrædd þar til hann fer í fangelsi. Nú tek- ur við versta biðin því hann hlýtur að vera ósáttur við niðurstöðuna og ég veit ekkert hvað hann gerir,“ segir Hrafnhildur. „Málinu er ekki lokið fyrir mér fyrr en Bjarki fer loksins inn í fang- elsi og í raun ekki algerlega  fyrr en ég er búin að fá aðstoð við að vinna mig frá þessum hörmung- um. Þegar hann fer inn finnst mér loks að ég geti farið að byggja upp mitt líf sem hefur ekki verið dans á rósum frá því ég hitti hann fyrst 2004. Þetta er skelfileg að- staða sem fórnarlamb er í, þetta er hreint fangelsi eftir sjálft fang- elsið í  sambúðinni.  Sambúðar- fangelsið mitt var 3 ár, bið eftir héraðsdómi var um 1,5 ár, bið eftir Hæstarétti var tæpt ár og nú tekur við biðin þar til hann fer í  fangelsi. Samanlögð  afplánun mín er því orðin  5,5 ár og hans afplánun er ekki einu sinni hafin.“ Fangelsi hugans Aðspurð hvort hún sjái möguleika á því að snúa aftur til Íslands segir Hrafnhildur að svo geti farið. Hvort hún geti lýst ótta sínum segir hún það erfitt með orðum. „Ég hef lifað í stöðugum ótta, alla daga og næt- ur, því svona menn eru óútreiknan- legir. Engin skynsemi gat dregið úr þeim ótta og bjóst ég því sífellt við hinu versta, alltaf á verði og flótta. Ég hugsa sannarlega til þessa skelfilega tíma á hverjum degi og þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir mína heilsu,“ segir Hrafnhildur. „Sannarlega kem ég til Íslands þegar Bjarki fer í fangelsi. Ég þarf á minni fjölskyldu, vinum og góðri aðstoð sem mér býðst á Íslandi  að halda. Ég hef ekki getað unað mér á Íslandi vitandi af honum á næsta horni. Sennilega losna ég aldrei að fullu við óttann en það mun hjálpa mér mikið að vita af honum í fang- elsi í einhvern tíma og þá get ég nýtt mér faglega aðstoð sem er í boði. Nú er ég að losna úr fangelsinu gagnvart Bjarka en fangelsi hugans er eftir. Ég losna vonandi úr því með góðri að- stoð frá góðu fólki á Íslandi.“ Tók ósköpin upp Bjarki og Hrafnhildur kynntust hér á landi í árslok 2004. Hann var þá í námi í Noregi og flutti hún til hans snemma árs 2005. Hrafnhildur er menntaður hjúkrunarfræðingur og fékk starf á virtu sjúkrahúsi í Noregi. Sambúð þeirra hafði aðeins varað í um tvo mánuði þegar hún fór að efast um sambandið vegna skaps- muna hans og stjórnsemi. Hrafn- hildur flutti þá út frá honum og leigði sér herbergi, enda vildi hún fyrir alla muni halda í starfið á spít- alanum. Bjarki sannfærði hana fjótt um að flytja aftur til hans. Eftir það fór hún að upplifa sambúðina sem gíslingu. Fram til ársloka 2007 átti Hrafnhild- ur eftir að fara frá honum tvisvar til viðbótar en Bjarki náði alltaf að telja hana á að koma aftur. Bjarki bjó með Hrafnhildi um nokkurra ára skeið og stóðu árásirn- ar sem hann var dæmdur fyrir yfir á árunum 2005 til 2007. Þá neyddi Bjarki konuna til að hafa samræði og önnur kynferðismök við ellefu aðra karlmenn. Þá ljósmyndaði hann konuna nauðuga í téðum kynlífsat- höfnum og tók jafnvel upp á mynd- band. Undir stöðugu eftirliti Að sögn Hrafnhildar kom Bjarki Már einstaklega vel fyrir og hreif alla upp úr skónum í kringum hana. Fjölskyldu Hrafnhildar var þó farið að gruna að eitthvað væri að vegna þess hversu einangruð hún var orð- in. Hún fékk ekki að hringja, senda tölvupóst eða fara í heimsóknir án eftirlits. Bjarki fylgdi Hrafnhildi til og frá vinnu og þegar hún fór til lækn- is. Að eigin sögn átti hún sér ekkert einkalíf. Bjarki Már útskrifaðist með BA- gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í stjórnmálafræði við Århus Universitet í Danmörku. Hann var í starfsnámi hjá sendiskrif- stofu framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins gagnvart Ís- landi og Noregi í Ósló, auk þess sem hann starfað hjá Bandalagi háskólamanna á námstíman- um. Um tíma starfaði hann sem fréttaritari Stöðvar 2 í Svíþjóð og sat í stjórn Félags ábyrgra feðra þar sem hann fékk birtar grein- ar í fjölmiðlum um börn og fjöl- skyldulíf. Þá starfaði hann einnig um tíma sem fangavörður í Síðu- múlafangelsinu en þarf nú að standa hinum megin rimlanna næstu átta ár. Þriggja ára víti Hrafnhildur sætti ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns í þrjú ár þeg- ar nánast óvart komst upp um of- beldið. Af ótta við Bjarka Má þorði hún ekki að greina frá því sem átti sér staði innan veggja heimilisins. Þegar sambýlismaðurinn réðst að föður sínum, sem þau bjuggu hjá, hringdu nágrannarnir á lögregluna. Lögreglumennirnir fundu Hrafn- hildi þá illa leikna og hvöttu hana æ síðan til að segja frá. Lögreglumennirnir sáu strax að eitthvað alvarlegt amaði að henni og reyndu að fá hana til að koma nið- ur á lögreglustöð. Hún neitaði hins vegar öllu og sagði þeim að láta sig í friði. Hún óttaðist viðbrögð Bjarka ef hún segði frá, auk þess sem hún efaðist um að nokkur myndi trúa henni. Á endanum lagði lögreglan fram kæru á hendur honum og þeg- ar Hrafnhildur fann þann stuðning gaf hún sig og sagði frá öllu. Lifir enn í ótta Hrafnhildi finnst hún ekki bara hafa verið gíslingu í þau þrjú ár sem þau bjuggu saman heldur einnig í þau tvö og hálft ár sem liðið er frá því að Bjarki Már var fyrst kærður. Hræðsl- an spilaði stórt hlutverk í því að hún fór ekki frá honum á sínum tíma og enn í dag lifir hún í miklum ótta. „Ég var svo hrædd við að fara frá honum því ég vssi ekkert hvað hann myndi gera. Ég er enn að byggja upp sjálfs- traust og gat lengi vel ekki farið ein út úr húsi. Það er rétt svo að ég þori að fara ein út í búð. Fyrst hef ég þurft að bíða í 1,5 ár frá kæru til héraðs- dóms og svo annað ár eftir Hæsta- rétti. Allan tímann lifi ég í stöðugum ótta og veit ekkert hvernær hann fer í fangelsi eða hvort hann er nú í far- banni. Það er spurning hve löng bið er eftir svo ég geti reynt að hefja líf mitt á ný,“ segir Hrafnhildur. „Þó svo ég viti ekki hversu lengi ég verði að vinna mig út úr þessu þá er ég bjartsýn á framtíðina. Ég veit nú að það er hægt að upplifa lífið og byggja upp sjálfstraust. Ég sendi konum í ofbeldissamböndum þau skilaboð að það er leið út og hægt að lifa án ofbeldismannsins.“ Von um betra líf Aðspurð segir Hrafnhildur biðina eftir lokaniðurstöðu hafa verið afar erfiða þar sem hún sé í raun enn ekki frjáls undan verknaði Bjarka Más. Hún segir það eitt að ræða málið ýfa upp öll sár. „Ég fór hingað út því ég hélt að hann fengi ekki, með svona stóran dóm á bakinu, að ferðast á milli landa. Ég flúði út og hann fékk óáreittur að fara á eftir mér, það skil ég ekki. Fyrir vikið lifi ég enn í sama óttanum. Ég gerði ráð fyrir því að geta verið í felum í útlöndum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur er í meðferð vegna áfallaröskunar en hún segir erfið- lega ganga að vinna úr málunum fyrr en málinu sé endanlega lokið með afplánun. Tilfinningarnar séu einfaldlega dofnar. Henni finnst skorta á vernd fórnarlamba kynferð- isbrota. „Mér finnst vanta að fórnar- lömb geti fengið grið á meðan málin eru í ferli milli dómstiga. Það virðist ekkert vera sem heftir hann til ferða- laga eða athafna. Á sama tíma er ég á ákveðinn hátt enn þá í fangelsi og get ekki einu sinni flúið land. Mér finnst að það þurfi að koma á einhverju ferli þarna á milli svo að aðrar kon- ur lendi ekki í því sem ég hef upplif- að. Bara að tala um þetta ýfir málið upp hjá mér og ég næ í raun ekkert að vinna úr áfallinu fyrr en þetta er búið. Fyrir vikið hefur þetta skelfi- legar afleiðingar fyrir mig og alla þá sem mér þykir vænt um. Tilfinning- ar mínar hafa verið dofnar um ára- bil og Guð mun vonandi hjálpa mér með fyrirgefninguna þegar frá líður. Ég á mér von um betra líf og bíð eftir frelsinu,“ segir Hrafnhildur. Við vinnslu fréttarinnar var reynt að hafa uppi á Bjarka Má en án ár- angurs. Þær upplýsingar fengust á vinnustað hans, Hótel Smára í Kópa- vogi, að óvíst væri hvort hann snéri þar aftur til starfa eftir dóminn. Bjarki Már Magnússon, dæmdur kyn- ferðisbrotamaður, er frjáls ferða sinna þrátt fyrir 8 ára fangelsisdóm og ferð- aðist nýlega til Noregs þar sem hann áreitti fórnarlamb sitt og fyrrverandi sambýliskonu, Hrafnhildi Stefánsdótt- ur, að næturlagi. Norsk lögregla vaktaði hús hennar á meðan hann var í landinu. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur 8 ára dóm og bíður Hrafnhildur nú eftir því að hann verði settur í fangelsi. „ÉG BÍÐ EFTIR FRELSINU“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is MIKLU VERRA EN ARGENTÍNA FÓRNARLAMBIÐ segIR FRá: NæRMyNd Framundan er spennandi dagskrá sem hentar þér fullkomlega www.badhusid.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð NÝ SKORdÝR 28. –30. ÁGÚST 2009 dagblaðið vísir 119. tbl. – 99. árg. – verð kr. 548 þrjÚ Ár Í VÍTI SAMBÝLISMAÐUrINN NEYDDI HANA TIL SAMrÆÐIS VIÐ ELLEfU ÓKUNNUGA KArLMENN HANN HAfÐI EfTIrLIT MEÐ TÖLVUPÓSTI HENNAr, SÍMTÖLUM OG HEIMSÓKNUM HANN SKrIfAÐI GrEIN-Ar UM fjÖLSKYLDULÍf OG KYNNTI SIG SEM jAfN-rÉTTISSINNA SÉRHLÍFINN EN GÓÐURSIGMUNDUr ErNIr rÚNArSSON: BrOTTrEKSTUrINN, GOLfMÓTIN, þINGIÐ OG KArAKTErINN HANNES KENNIR KAPÍTALISMA BORGHILdUR BERST ENN: „BÖRNIN GEFA MÉR STyRK“ „HOPPAÐI, SÖNG OG GRENjAÐI“ GEYSIr VEIÐIr MEÐ MAGMA NEMA LANd Í HáSKÓLA ÍSLANdS FæR LOKSINS LyF VIÐ MS SNÝR AFTUR EFTIR 23 áR WALL STrEET-MIÐLAr- INN GUÐMUNDUr frANKLÍN SÉr GULLIN TÆKIfÆrI Á ÍSLANDI Ég mætti sem betur fer skiln- ingi lögreglunnar sem vaktaði húsið mitt all- an tímann. Átta ár Bjarki Már var fundinn sekur fyrir ítrekuð kynferðis- og ofbeldis- brot gagnvart Hrafnhildi og dæmdur í átta ára fangelsi. Hann áfrýjaði til Hæstaréttar og meðan beðið var niðurstöðunnar gerði hann tilraun til að heimsækja hana í Noregi. Þrjú ár í víti Í einlægu viðtali við DV lýsti Hrafnhildur upplifun sinni á afbrigðilegu sambandi sínu við Bjarka Má með skila-boðum til kvenna í ofbeldissamböndum að leið væri út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.