Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 53
14.maí 2010 FÖSTUDAGUR 53 Vissir þú að Kjúklingastaðurinn býður uppá... ...kjúklingabita, hamborgara, samlokur, fisk, tortillur, kjúklingasalat, karrý kjúkling og nautasteik Kjúklingastaðurinn Suðurveri – Stigahlíð 45-47 – 105 Reykjavík – Sími: 553-8890 Skírdagur opið - Föstudagurinn langi lokað - Laugardagur opið - Páskadagur lokað - Annar í páskum opið Opnunartími yfir páskana: Vissir þú að Kjúklingastaðurinn býður uppá... ...kjúklingabita, hamborgara, samlokur, fisk, tortillur, kjúklingasalat, karrý kjúkling og nautasteik Kjúklingastaðurinn Suðurveri – Sti ahlíð 45-47 – 105 Reykjavík – Sími: 553-8890 Skírdagur opið - Föstudagurinn langi lokað - Laugardagur opið - Páskadagur lokað - Annar í páskum opið Opnunartími yfir páskana: Vissir þú að Kjúklingastaðurinn býður uppá... ...kjúklingabita, hamborgara, samlokur, fisk, tortillur, kjúklingasalat, karrý kjúkling og nautasteik Kjúklingastaðurinn Suðurveri – Stigahlíð 45-47 – 105 Reykjavík – Sími: 553-8890 Skírdagur opið - Föstudagurinn langi lokað - Laugardagur opið - Páskadagur lokað - Annar í páskum opið Opnunartími yfir páskana: Stígahlíð 45-47 - 105 Reykjavík - Sími: 553-8890 - Opið frá 11 - 21:30 alla daga FRÆGIR DÓMAR Búið er að handtaka fyrstu mennina sem kallast geta lykilmenn í íslenska efna- hagshruninu. Þá Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir bæst í hóp með þekktustu fjárglæframönnum heims. DV rifjar upp nokkur af þekktustu málunum af þeim toga hér á landi og erlendis ERLENDIR FJÁR-GLÆFRAMENN fjárglæframanna MÓÐIR HREIÐARS FÉKK DÓM Glæpir Grétu Sigurðardóttir teljast seint til frægustu fjársvika landsins en hún er nefnd til sögunnar vegna tengsla sinna við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna hugsanlegra glæpa. Gréta er móðir Hreiðars en hún var á sínum tíma gjaldkeri hins sáluga fyrirtækis sjóklæðagerðarinnar Max. Gréta var dæmd fyrir fjárdrátt sem nam í kringum tíu milljónum króna. FJÁRDRÁTTUR Í OPINBERU STARFI Þingmaðurinn Árni Johnsen var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi, mútuþægni og rangar skýrslur til yfirvalda. Árni var ákærður í 27 liðum og fyrir héraðsdómi játaði hann sök í tólf þeirra. Hann dró til baka játningu sína í tveimur liðum fyrir Hæstarétti en rétturinn staðfesti sakfellingu héraðsdóms í þeim báðum. Stærsta ponzisvindl sögunnar Bandaríkjamaðurinn Bernard Madoff var dæmdur til 150 ára fangelsisvistar í fyrrasumar fyrir 65 milljarða dala ponzisvindl svokallað, það stærsta í sögunni. Á gengi dagsins í dag samsvarar það ríflega átta þúsund milljörðum íslenskra króna. Aðeins leið hálft ár frá því Madoff var handtekinn í desember 2008 þar til dómur í máli hans féll. Hann sagðist við yfirheyrslur hafa stundað svik sín frá því snemma á tíunda áratugnum en vísbendingar lögreglu benda til þess að þau hafi byrjað á níunda áratugnum. Óheyrilegt magn af engu Enron-hneykslið mun ávallt lifa í minningu manna sem eitt stærsta fjárglæframisferli sögunnar. Fyrirtæki sem svo sannarlega byggt var á sandi. Enron var orkufyrirtæki, stofn- að af hugvitsmanninum Kenneth Lay sem rakaði inn 101 milljarði dollara árið 2000. En peningarnir voru í raun aldrei til. Enron fékk þá stöðu hjá kauphöll Bandaríkjanna að það gat einfaldlega sagt hversu mikið það var að græða án þess að sýna nein skjöl. Þannig ruku verðbréf fyrirtæk- isins upp á meðan engin innistæða var fyrir því. Þeir léku sér einnig með orkuna í Kaliforníufylki og slökktu á heilu hverfunum hægri vinstri til þess að neyða fólk að kaupa hjá sér. Það fór svo á endanum að fyrirtækið fór á hausinn árið 2001 og var stofnendanum og forstjóranum, Kenneth Lay, stungið í steininn fyrir inn- herjaviðskipti og 98 ákærur af svindli og samsæri á meðal annarra hluta. Jeffrey Skilling, framkvæmdastjóri Enron, fékk einnig ferð í tukthúsið en hann fékk 24 ára dóm. Lay fékk 45 ára dóm. Húsmóðir í innherjaviðskiptum Fáir fangelsisdómar í viðskiptalífinu hafa vakið jafnmikla athygli og dómurinn á húsmóður Bandaríkjanna, Mörthu Stewart. Stewart hefur í mörg ár séð Bandaríkjamönnum fyrir nauðsynlegum uppskriftum af ýmsum mat auk þess að kenna fólki að sjá um heimilið sitt. En hún eins og aðrir geta dansað við djöfulinn. Árið 2004 stundaði hún innherjaviðskipti þegar hún fékk þær fregnir að fyrirtæki sem hún væri með mikla peninga fasta í væri að fara á hausinn. Hún leysti út allan peninginn en laug síðar að rannsóknarmönnum af hverju hún gerði það. Þegar upp komst um glæpinn var hún dæmd í fimm mánaða fangelsi. Um leið og hún kom út var eins og ekkert hefði ískorist og er hún í dag áfram ein áhrifamesta kona Bandaríkjanna og einnig ein sú ríkasta. Brot af Icesave Nick Leeson er einn frægasti fjárglæframaður fyrr og síðar. Óábyrg viðskipti hans og blekkingar settu elsta fjárfestingabanka Bretlands, Barings, á hausinn árið 1995. Leeson sá um svokallaða framvirka eða afleiða samninga fyrir bankann í Singapore. Eftir að hafa tekið slæmar ákvarðanir og tapað háum fjárhæðum fór Leeson að nota varasjóði bankans til þess að fela tapið. Þar sem hann var yfirmaður og æðsti verðbréfasalinn hafði hann í raun eftirlit með sjálfum sér og gat því falið tapið mun lengur en eðlilegt var. Þegar upp var staðið hafði tap og stjórnleysi Leeson undið svo upp á sig að það nam 827 milljónum punda eða 1,4 milljörðum dala. Það eru 157 milljarðar króna á núverandi gengi krónunnar. Í samanburði er hægt að nefna að ef Ísland hefði samþykkt Icesave-samninginn væri heildarskuldin á endanum á milli 6 og 700 milljarðar króna. Lesson var handtekinn árið 1995 og fékk hann sex og hálfs árs dóm. Hann var laus úr fangelsi 1999 og hefur ferðast um allan heim síðan til að halda fyrirlestra . Hann hefur meðal annars komið til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.