Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 44
1 ÞÚ HRÍFST AÐ MÖNNUM SEM ÞÚ GETUR EKKI FENGIÐ Ef þú laðast aftur og aftur að „slæmum“ strákum, giftum mönnum, of gömlum eða of ungum mönnum, tilfinningaskertum mönnum eða dópistum ættirðu að endurskoða mat þitt og kröfur. 2 ÞÚ ERT OF UPPÁÞRENGJANDI Að eiga mann er ekki svar við öllum þínum vandamálum. Ef þið voruð bara að kynnast en þú hringir í hann í tíma og ótíma og sendir ótal sms með tilvísunum í brúðkaups og barneignir á hann eftir að láta sig hverfa. Mundu að líf þitt er frábært og ef einhver gaur vill vera partur af því - frábært. Ef ekki - hans missir. 3 DRAMATÍKIN ELTIR ÞIG Fæstir karlmenn nenna að eltast við tárin og skapofsaköstin sem dramadrottningar eru þekktar fyrir. Ef þér leiðist og þú vilt fá útrás lærðu þá box í stað þess að reyna stofna til rifrildis við kærastann. 4 ÞÚ ERT EKKI KOMIN YFIR FYRRVERANDI Það er ósköp eðlilegt að finna fyrir auka slagi þegar þú mætir fyrrverandi óvænt en ekki láta hann stjórna lífi þínu ef ykkur er ekki ætlað að vera saman. 5 NEIKVÆÐ ÁRA Sumir hafa fengið feyki nóg af því að vera á lausu en ef þú einblínir á það neikvæða smitarðu neikvæðni frá þér sem gerir þig óaðlaðandi. Settu bros og gloss á vör og drífðu þig út úr húsi. Þótt þú hittir engan spes stækkarðu félagslegt net þitt í hvert skipti sem þú kíkir út á lífið en mestu líkurnar á að finna þann eina rétta eru innan þess nets. 6 STJÓRNSEMI OG SÉRVISKA Það er ágætt að setja kröfur en of miklar kröfur eru slæmar. Tékklisti er ágætur þegar þú ert 18 ára en glataður þegar þú ert 25 ára. Gefðu fleirum séns. Týpan sem heillar þig á endanum gæti komið á óvart. 7 VINIRNIR HALDA AFTUR AÐ ÞÉR Skoðaðu vinahópinn og vertu viss um að þar leynast ekki skemmd epli sem gefa þér vitlaus ráð og vilja bara hafa þig fyrir sig. Þetta er þitt líf, ekki þeirra, svo ekki láta vini þína koma í veg fyrir að þú takir næsta skref í lífinu. 8 ÞÚ VILT BARA SOFA HJÁ Ótal bólfélagar auka líkur á ótímabærum þungunum, heilsuvandamál- um, einmanaleika og tómleika. Lauslætið getur líka gefið þér slæman stimpil. 9 ÞÚ TEKUR RÆKTINA FRAM FYRIR RÓMANT- ÍK Til eru konur sem eru með kalóríur á heilanum og eyða öllum sínum tíma í ræktinni. Það er líka ekkert aðlaðandi við konu sem nartar í salat á stefnumót á steikhúsi. Auðvitað er heilsan mikilvæg en það er margt annað spennandi þarna úti. 10 VINNAN SKIPTIR ÖLLU Þegar starfsferillinn er í fyrsta, öðru og þriðja sæti er erfitt að koma kærasta inn í dagskrána. Reyndu að gefa persónulega lífinu þínu meira gildi. 11 ÞÚ KANNT EKKI AÐ SEGJA „NEI“ Læturðu fólk vaða yfir þig og hangirðu í ómögulegum samböndum því þú meikar ekki að brjóta hjarta hans? Lærðu að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af og til. 12 ERFIÐUR FYRRVERANDI Er fyrrverandi kærasti hringjandi í þig um miðjar nætur? Slíttu öllu sambandi hægt en örugglega. 13 FORVITNIR FORELDRAR Sumum mömm-um þykir fátt jafn skemmtilegt og að skipta sér af ástarlífi barna sinna. Eru foreldrar þínir á móti öllum þínum kærustunum? Mamma og pabbi vita ekki alltaf best. 14 HUGSARÐU VEL UM ÞIG? Útlitið er það sem flestir karlmenn taka fyrst eftir. Vinnurðu of mikið? Djammarðu of stíft? Eða er þér hreinlega skítsama um útlitið? Þú átt bara eitt líf og einn líkama. Gerðu þitt besta úr hvortveggja. FÍKN Í SKYNDIBITA Samkvæmt rannsóknum Scripps Research Institute í Flórída hafa hamborgarar og fransk- ar sömu áhrif á heila okkar og heróín og kókaín. Rottur sem fengu ótakmarkað magn af söltum, sykruðum og feitum mat neituðu að borða þegar skyndibitanum var skipt út fyrir hollari kost. Vísindamenn mældu breyt- ingar í heila feitu rottanna sem olli því að þær urðu að borða enn meiri óhollustu til að fá nægju sína. „Til að komast á þennan stað höfum við þurft að blóðmjólka okkar nán- ustu sem hafa í staðinn unnið sér inn lífstíðarbirgðir af humarsúpu,“ seg- ir Egill Sigurðsson, annar eigenda Bragðbest í Hveragerði. Egill og fé- lagi hans, Björgvin Mýrdal, hafa síð- ustu mánuði starfað að uppbyggingu fyrirtækisins Bragðbest. Þeir ætl- uðu upphaflega að framleiða frosn- ar súpur og selja til útlanda en þeg- ar þeir komust að því hversu miklu er fargað í landbúnaðargeiranum og hjá útgerðum þróaðist hugmynd- in og í dag selja þeir soð fyrir inn- anlandsmarkað og humarþykkni til útflutnings en um umhverfisvæna matvælavinnslu er að ræða. „Við fengum gamla gufuknúna potta frá hernum og erum náttúru- lega á besta staðnum til að nýta þá - hér í Hveragerði, þar sem gufan er í ótakmörkuðu magni. Við notum bein, skeljar, humarklær og annað sem fellur til og gætum ekki beðið um betra hráefni því í þessu er mesta bragðið,“ segir Egill en þeir félagar hafa fengið nýsköpunarstyrk til að koma verkefninu á koppinn. Egill segir kínverska fjárfesta áhugasama. „Við sendum þeim myndir frá Hveragerði til að sýna þeim hvar verksmiðjan væri staðsett og þeir spurðu strax hvar allur svarti reykurinn væri og trúðu ekki að framleiðslunni fylgdi engin mengun. Þetta eru rosalega spennandi tímar og það eru margir sem vilja taka þátt í þessu með okkur. Það hefur heldur betur blásið á móti okkur og sjálfsagt hefði verið léttast að gefast upp en ef við hefðum ekki fengið þennan mót- byr væri þetta líklega ekki jafngaman í dag.“ Egill Sigurðsson og Björgvin Mýrdal framleiða matvæli úr því sem annars væri fargað: FRAMLEIÐSLA ÁN MENGUNAR UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is ELSKAST AÐEINS UTANDYRA Hin 24 ára Danielle Vincely er sjúklega hrædd við að stunda kynlíf innan dyra en einungis tilhugsunin veldur henni ofsa- hræðslu. Eftir viðtöl við geð- lækna og mikið pilluát hefur hún ákveðið að lifa með fóbíunni í stað þess að vera háð lyfjum allt sitt líf. Í dag verða kærastar hennar því að láta sér grasið eða bílhúddið nægja. Aðrar óvana- legar fóbíur sem tengjast ástar- leikjum eru: Ithyphallophobia - sjúklegur ótti við að sjá, hafa eða hugsa um standpínu en þessi fóbía getur hrjáð bæði kyn. Medomalacuphobia - sjúklegur ótti við að missa reisn. Gymnophobia - óraunhæfur ótti við að sjá einhvern nakinn, sjást nakin/n eða hvort tveggja. Tengist ekki spéhræðslu. Menophobia - sjúklegur ótti við tíðablóð. Anuptaphobia - sjúklegur ótti við að verða einstæð/ur. Heterophobia eða sexophobia - sjúklegur ótti við gagnstæða kynið. Erotophobia - sjúklegur ótti við allt sem tengist kynlífi. Algengasta kynlífsfóbían. Eurotophobia eða kolopophobia - sjúklegur ótti við kvenkyns kynfæri. Parthenophobia - óraunhæfur ótti við hreinar meyjar og ungar stúlkur. Tocophobia - ótti við meðgöngu og fæðingu. Oneirogmophobia - ótti við blauta drauma. Coitophobia - sjúklegur ótti við kynmök. HVÍTUR MATUR VONDUR FYRIR HJARTAÐ Mantran „engin hvít matvæli“ hefur stjórnað matarvenjum þeirra sem vilja léttast í gegnum árin en þeir sem ekki borða hvítt hveiti og hvít hrísgrjón velja oftast 100% heilkorn í staðinn. Í nýrri rannsókn sem birtist í Archives of Internal Medicine kem- ur önnur ástæða fyrir því að konur láti „hvítan“ mat vera - hann er talin auka líkur þeirra á hjartasjúkdóm- um. Trefjar og næringarefni hafa verið hreinsuð úr unnu kornunum en bæði hvíti maturinn og sá óunni eru ríkir af kolvetnum, þótt þau sé ekki sömu tegundar. Í rannsókn- inni kemur fram að kolvetnin í unnu kornunum séu sérstaklega slæm fyrir þær konur sem eru viðkvæmar fyrir hjartasjúkdómum. 44 FÖSTUDAGUR 14.maí 2010 14 MISTÖK SEM RÚSTASAMBÖNDUM Egill Sigurðsson Egill og Björgvin framleiða soð og humarþykkni úr beinum, skeljum og humarklóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.