Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 6
Götulistamaðurinn JóJó, réttu nafni Jón Magnússon, var á mánudag dæmdur fyrir líkamsárás gegn starfsmanni Hjálpræðishersins. Er honum gert að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir það sem hann segir hafa verið algjöra sjálfsvörn. Engu að síður er hann feginn að málinu sé lokið. Sjálfsvörn JóJó bendir Íslendingum á að þrátt fyrir sjálfsvörn geti allir endað sem fórnarlömb hjá dómstólum. Hér er tónlistar- maðurinn fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag á nýja hjólinu sínu, Flaggskipinu. 6 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR ÚTGÖNGULEIÐ RÁÐHERRA n Talsverður titringur er vegna ut- anþingsráðherranna, Gylfa Magn- ússonar og Rögnu Árnadóttur, sem oddvitar stjórnarflokk- anna vilja losna við til að skapa frið á stjórn- arheimilinu. Ragna dóms- málaráðherra hefur sýnt þess merki að vilja fara sjálfviljug og er því haldið fram að hún ásælist embætti ráðu- neytisstjóra í eigin ráðuneyti. Gylfi hefur aftur á móti verið rólegri. Nú er pískrað um að útgönguleið hans verði sú að fá starf bankastjóra Landsbankans. Þetta þykir vera frábær lausn fyrir hann og þá inn- an ríkisstjórnar sem vilja að hann fari. Líkur eru einnig á að almenn- ingur myndi taka vel í það ef Gylfi færði sig um set yfir til Landsbank- ans. VINABRAGÐ ÁSMUNDAR n Ásmundur Stefánsson, banka- stjóri Landsbankans, hverfur úr embætti með það orðspor að hafa verið dugleg- ur að halda leyndu því sem gerðist fyrir og eftir hrun. Ás- mundur þykir vera mikill vin- ur vina sinna. Meðal þeirra sem njóta gæsku hans er Víglundur Þorsteinsson, aðaleigandi BM Vallár og einn mesti valdamaður lífeyrissjóð- anna. Steypufyrirtækið glímir við gríðarlegar skuldir og er í greiðslu- stöðvun. Landsbankamenn eru sagðir koma þar að málum og hjálpa Víglundi að halda fyrirtæk- inu. Þetta gerist þótt bankinn sé ekki viðskiptabanki BM Vallár. BRJÓSTVÖRN BJARNA n Einn helsti gagnrýnandi spill- ingar í viðskiptalífinu er Vilhjálm- ur Bjarnason lektor sem réttilega hefur bent á ým- islegt misferli sem hefur átt sér stað bæði fyrir og eftir banka- hrun. Vilhjálmi eru sérstak- lega hugleiknar brellur Jóns Ás- geirs Jóhannes- sonar og félaga hans í Glitni. Hann er aftur á móti þögull um fram- göngu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem var innviklaður í þær fléttur sem áttu sér stað í kringum bótasjóð Sjóvár og fyrirtæki þeirra Engey- inga. Talað er um að Vilhjálmur sé brjóstvörn Bjarna. SANDKORN „ÉG GAF BARA VIÐVÖRUNARSKOT“ Götulistamaðurinn Jón Magn- ússon, oftast nefndur JóJó, var á mánudag dæmdur til sektar vegna líkamsárásar gagnvart starfsmanni Hjálpræðishersins. Honum er gert að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir það sem hann sjálfur kallar „hreina sjálfsvörn“. Það var lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu sem höfðaði mál gegn JóJó eftir atburði sem tónlist- armaðurinn segir hafa átt sér stað fyrir þremur árum í verslun Hjálp- ræðishersins á Grandanum. Þar segist hann hafa lent í átökum við nokkra starfsmenn verslunarinnar og meðal annars gefið það að sök að hafa bitið einn þeirra. Því hafn- ar hann í samtali við DV á þeim forsendum að allar framtennurn- ar í hann vanti en viðurkennir að til stimpinga hafi komið þegar JóJó reyndi að komast út úr búðinni. Með hreina samvisku „Í lögregluskýrslum kemur fram að viðkomandi aðili hafi geng- ið mjög ógnandi að mér en eina sem ég vildi gera var að komast út. Ég gaf bara viðvörunarskot, í al- gjörri sjálfsvörn, en það er ég sem er dæmdur. Þannig að ég er í raun dæmdur fyrir sjálfsvörn. Að vissu leyti er ég samt þakklátur að þetta fór svona og að ég hafi ekki átt að greiða hærri sekt,“ segir JóJó. Brynjar Níelsson hæstarrétt- arlögmaður er verjandi götulista- mannsins en þeir eru gamlir skóla- bræður. JóJó er honum þakklátur fyrir vörnina og er feginn því að málinu sé nú lokið. „Að tengjast svona neikvæðu máli er alltaf vont. Það er gott að Íslendingar viti það að þeir geta verið dæmdir fyrir að gefa viðvörunarskot, ef þú þarft að verja þig getur þú endað uppi sem fórnarlamb hjá dómstólum. Ég er ofsalega glaður að þetta sé búið og feginn að geta verið með hreina samvisku eftir á,“ segir tónlistar- maðurinn. Enginn Soprano Aðspurður segir JóJó réttarhöld- in hafa verið erfiða upplifun því hann leggur áherslu á að hann sé enginn glæpamaður. Hann var- ar aðra Íslendinga við því að fyrir sjálfsvörn geti fengist dómur. „Ég var illa stemmdur þennan dag. Ég vildi bara fara út en var vörnuð út- ganga. Þannig þurfti ég bara að ýta frá mér til að komast út. Ég finn mig knúinn til að benda á það að hér á Íslandi getur þú verið kærður fyrir að bregðast við þegar að þér er vegið. Ef einhver kemur og veg- ur að þér og þú þarft að gefa hon- um einn á gúllann getur viðkom- andi kært þig þrátt fyrir sjálfsvörn,“ segir JóJó. „Fólk verður að vita að ég er eng- inn glæpamaður. Þetta hefur tekið ofsalega þungt á mig þar sem mér hefur liðið eins og glæpahundi. Þótt einhverjir telji mig líta út eins og Soprano er ég alls ekki eins og Soprano.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þótt einhverjir telji mig líta út eins og Soprano er ég alls ekki eins og Soprano. Spennandi Útivistarferðir um Fjallabak Strútsstígur - Falleg og fjölbreytt gönguleið á Skaftártunguafrétti Sveinstindur -Skælingar - Stórkostlegt gönguland á bökkum Skaftár Fegurðin er að Fjallabaki Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.isLaugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is Bókanir í síma 562 1000 Íslendingarnir hjá Banque Havilland sendir í leyfi: Vilja ekkert tjá sig „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Björn Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Banque Havilland í Lúxemborg. Íslenskir starfsmenn bankans, sem áður hét Kaupþing, í Lúxemborg hafa verið sendir í leyfi í kjölfar handtöku bankastjórans Magnúsar Guðmunds- sonar. Var Magnúsi sagt upp störf- um sem bankastjóri eftir að fregnir af handtökunni bárust til Lúxemborgar. Fjórtán starfsmenn störfuðu hjá bankanum fyrir handtöku Magnúsar en nú eru þrettán eftir. Eftir því sem DV kemst næst hefur engum þeirra verið sagt upp. Blaðamaður sló á þráðinn til nokkurra íslensku starfsmannanna þar á meðal til Björns sem gegnir starfi aðstoðarbankastjóra. Enginn þeirra vildi ræða málið við DV og bentu þeir á Jonathan Rowland, bankastjóra Havilland. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Banque Havilland er í dag í eigu bresku Row- land-fjölskyldunnar í gegnum fjár- festingasjóðinn Blackfish Capital Kaupþing. Sérstakur saksóknari gerði húsleit í Banque Havilland um miðj- an febrúar á þessu ári. Ekki liggur fyr- ir hversu lengi Íslendingarnir verða í leyfi frá bankanum. helgihrafn@dv.is Íslenskir starfsmenn Banque Havilland Magnús Guðmundsson - bankastjóri Björn Jónsson - aðstoðarbankastjóri Eggert J. Hilmarsson - yfirmaður lögfræði- og skattasviðs Andri Sigurðarson Björn Knútsson Hildur Eiríksdóttir Kristján Ágústsson Lárus Sigurðsson Ólafur Gauti Hilmarsson Sigurður Kristinn Egilsson Sigurður Þórarinsson Sölvi Sölvason Þorlákur Runólfsson Aðstoðarbankastjóri Björn Jónsson er aðstoðarbankastjóri Banque Havilland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.