Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Side 12
12 föstudagur 4. júní 2010 fréttir
„Íslendingar þurfa ekki að óttast
sameiginlega sjávarútvegsstefnu
Evrópusambandsins. Með reglunni
um hlutfallslegan stöðugleika verður
íslenskum útvegsfyrirtækjum tryggð-
ar áframhaldandi veiðiheimildir á
Íslandsmiðum, vegna sögulegrar
veiðireynslu,“ segir embættismaður
í sjávarútvegsstjórn framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins í Brus-
sel í samtali við DV á dögunum.
Annar embættismaður stingur
upp á að Íslendingur myndi gegna,
fljótlega eftir inngöngu í ESB, emb-
ætti framkvæmdastjóra sjávarút-
vegsmála hjá ESB, sem er valda-
mesta embætti geirans í Brussel.
Hann nefndi að fordæmi séu fyrir að
ríki fái við inngöngu úthlutað emb-
ættum sem snúa að þeim málaflokk-
um sem hafi verið umdeildir og erf-
iðir í landinu.
Úlfar Hauksson stjórnmálafræð-
ingur skrifaði bókina „Gert út frá
Brussel“ árið 2002 þar sem hann
rannsakaði íslensk sjávarútvegsmál
út frá hugsanlegri aðild Íslands að
ESB. Hann segir að reglan um hlut-
fallslegan stöðugleika muni tryggja
að hefðbundnir nytjastofnar á borð
við þorsk og ýsu myndu falla ein-
göngu Íslendingum í skaut. Úlf-
ar segir mjög líklegt að Íslendingar
fengju sjávarútvegsstjórastólinn við
inngöngu í ESB, enda hafi Evrópu-
þjóðir almennt lítinn áhuga á mála-
flokknum.
Fræðilegur möguleiki
Þeir sem eru andsnúnir aðild Íslands
að ESB benda stundum á að þó um-
rædd regla um hlutfallslegan stöðug-
leika tryggi Íslendingum í núverandi
landslagi veiðiheimildir, sé allt eins
líklegt að reglunum verði breytt eft-
ir nokkur ár, sem hefði mjög slæmar
afleiðingar á Íslandi. Úlfar Hauksson
segir að þó fræðilegur möguleiki sé
fyrir hendi á að reglunni verði breytt
sé það ekki mjög líklegt.
„Það er alveg rétt að enginn geti
sagt að hlutfallslegur stöðugleiki sé
kominn til að vera til eilífðar, ekki
frekar en að ég geti fullyrt að Þýska-
land muni aldrei ráðast á Frakkland
aftur. Það er fræðilegur möguleiki
á að hlutfallslega stöðugleikanum
verði kollvarpað. Ef maður hugsaði
of mikið um fræðilega möguleika
færi maður aldrei fram úr rúminu á
morgnana, af ótta við að lenda í bíl-
slysi.“
Engin dæmi um slíkar ákvarð-
anir
Úlfar segir að enginn vilji sé í ESB
til að breyta reglunum. Hann tel-
ur það enn ólíklegra ef Íslendingar
kjósa að ganga í ESB. „Enda myndu
menn ekki ganga gegn hagsmunum
eins ríkis, og ég tala nú ekki um ríkis
á borð við Ísland sem á allt sitt und-
ir í sjávarútvegi,“ segir Úlfar. Hann
bendir á að lagalega leiðin að breyt-
ingu eða afnámi hlutfallslegs stöðug-
leika væri erfið.
„Ef menn ætluðu að fara hefð-
bundnu leiðina með auknum meiri-
hluta í ráðherraráðinu þyrfti að
koma tillaga þess efnis frá fram-
kvæmdastjórninni. Málið þyrfti að
fara í gegnum allt nefndakerfið, sem
er mjög flókið ferli. Það þyrfti að rök-
styðja sérstaklega að nú yrði nauð-
synlegt að breyta hlutfallslega stöð-
ugleikanum og ganga á hlut Íslands.
Framkvæmdastjórnin þyrfti að skila
tillögu sem síðan færi í gegnum ráð-
herraráðið,“ segir Úlfar Hauksson.
„Ef lagabreytingin yrði gerð án
framkvæmdastjórnarinnar myndi
ráðherraráðið eitt fjalla um málið.
Hún þyrfti að fá samhljóða samþykki
en þar hefði Ísland neitunarvald, svo
breytingin færi ekki í gegn. Það eru
engin dæmi þess að svona ákvarð-
anir hafi verið teknar, enda myndu
þær fljótt grafa undan sambandinu,
ef menn hjóluðu í grunnstoðir efna-
hags eins ríkis,“ segir Úlfar.
Makríll bitbein
En hvað myndi hlutfallslegur stöðug-
leiki þýða fyrir Ísland? „Við myndum
sitja einir að þessum staðbundnu
Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika í sjávarút-
vegsmálum í ESB verði breytt á næstunni. Hann segir að hún tryggi að þorskurinn falli í skaut Íslendingum
þó að landið gangi í ESB. Úlfar segir líklegt að Íslendingar fengju embætti sjávarútvegsstjóra ESB óskuðu
þeir eftir því.
ÍSLENDINGAR STJÓRNI
SJÁVARÚTVEGSMÁLUM
HElgi HraFn guðMundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Mönnum finnst embættið ekki
skipta neinu máli og
það væri því mjög auð-
sótt fyrir Íslendinga.
„Íslendingar, óttist
ekki“ Embættismenn
hjá sjávarútvegsstjórn
ESB telja að Íslendingar
þurfi ekki að óttast
sjávarútvegsstefnu
sambandsins.
Íslenskur stjóri Rætt er um að Íslendingur muni gegna embættinu við inngöngu í
ESB. Samkvæmt heimildum DV hefur nafn Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, borið á góma í því sambandi.