Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Síða 16
16 föstudagur 4. júní 2010 fréttir
K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
Brúðkaups
gjafir
FU
RS
TY
N
JA
N
Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell
Hnífaparatöskur
f/12m. 72 hlutir
margar
gerðir
Hitaföt - margar gerðir
4 stk Fusion
hvítvíns- eða
rauðvínsglös
í gjafakassa
verð kr. 5.995.-
Líttu á www.tk.is og facebook.com
Fallegur
kristall
Fa
lle
gu
r k
ris
ta
llOpera
karafla + 6 whisky glös
verð kr. 11.990.-
Fallegur
kristall
6 stk Fusion glös
í gjafakassa
verð kr. 4.990.-
Desertskála-sett
6 skálar og 1 stór skál
verð kr. 9.995.-
Fallegur
kristall
Samskipti Íslands og Ísraels tóku
óvænta stefnu í vikunni eftir að utan-
ríkismálanefnd Alþingis ályktaði um
að skoða þurfi hvort slíta eigi stjórn-
málasambandi við Ísrael. Meta þyrfti
í samvinnu við önnur ríki hvaða úr-
ræðum skyldi beita gegn Ísrael til að
knýja á um breytingar þar. Þá kem-
ur til greina að beita einhvers konar
viðskiptaþvingunum gegn Ísrael beri
önnur úrræði ekki árangur sem erf-
iði. Þetta gerist í kjölfar átaka milli
ísraelskra sérsveitarmanna og skip-
verja sem voru á leið með hjálpar-
gögn til Gaza-svæðisins á mánudag.
Ísland hefur aðeins einu sinni
áður slitið stjórnmálasambandi við
annað ríki þegar sambandi við Bret-
land var slitið árið 1976.
Samband frá upphafi
Stjórnmálasamband Íslands og Ísra-
els má rekja allt aftur til ársins 1948,
sama árs og það lýsti yfir sjálfstæði
sínu. Thor Thors, sendifulltrúi Ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum, tók
þátt í þriggja ríkja nefnd innan Sam-
einuðu þjóðanna. Þar var lagt til að
stofnuð yrðu tvö sjálfstæð ríki fyrir
þessar þjóðir. Enn þann dag í dag tala
helstu ráðamenn heims fyrir tveggja
ríkja lausn fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þegar gyðingar lýstu yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis Ísraels lýstu íslensk
stjórnvöld yfir fullum stuðningi við
yfirlýsinguna og aðild ríkisins að
Sameinuðu þjóðunum. Fylgdu Ís-
lendingar eftir stefnu bandamanna
þeirra í Bandaríkjunum þegar kom
að málefnum Ísraels.
Stjórnmálasamband aðeins
diplómatísk tengsl
Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórn-
málafræðingur við Háskóla Íslands,
efast um að ákvörðun um slit á stjórn-
málatengslum við Ísrael hafi veruleg
áhrif á samskipti ríkjanna eða yrðu
sterk skilaboð inn í deilu Ísraels og
Palestínu. Reynslan hafi sýnt að við-
skiptaþvinganir séu mun áhrifarík-
ari í samskiptum ríkja. Ríki þurfi ekki
endilega að beita viðskiptaþvingun-
um, heldur geti einstaklingar gripið til
þeirra upp á eigið einsdæmi þar sem
þeir hunsi viðskipti við ákveðna aðila
og hafi þannig áhrif á stjórn ríkjanna
innan frá.
Silja segir að ef íslensk stjórnvöld
slíti stjórnmálasambandi við Ísrael
hafi sú ákvörðun aðeins áhrif á dipl-
ómatísk tengsl ríkjanna og stjórn-
málasamskipti. Íslendingar myndu
þar með ekki viðurkenna stöðu ís-
raelska sendiherrans í Ósló og ís-
lensk stjórnvöld ekki hafa sendiherra
gagnvart Ísrael. „Það er sterk pólit-
ísk yfirlýsing að slíta sambandi en
hún hefur þrengri og takmarkaðri
áhrif en fólk heldur. Viðskiptabann
er miklu skilvirkara og einangrar ríki
meira á alþjóðavettvangi en stjórn-
málabann,“ segir Silja Bára.
Aðspurð hvort hún telji einhverja
stefnubreytingu hafa orðið hjá nú-
verandi stjórnvöldum á Íslandi gagn-
vart Ísrael frá þeim fyrri, segir Silja
Bára að þar megi mun frekar greina
þróun sem hafi gerst jafnt og þétt.
Harka Ísraelshers í verki
„Þetta voru skipulagðar aðgerðir að
því leyti að ísraelsk stjórnvöld ætl-
uðu sér greinilega að bregðast við
með harkalegum hætti og taka af all-
an vafa um það hver ræður yfir Gaza.
Hvort hugmyndin var að herinn
sýndi jafnmikla hörku og raunin varð
veit ég ekki en það er alveg ljóst að
menn ætluðu sér ekki að leyfa skip-
unum að koma inn á Gaza,“ segir Sig-
ríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður.
Sigríður er nýkomin heim frá Ís-
rael þar sem hún dvaldi. Hún kynnti
sér aðstæður á Vesturbakkanum af
eigin raun. Sigríður segir að reynsla
hennar af Vesturbakkanum hafi ver-
ið öðruvísi en hún hafi búist við.
„Hún var betri að því leyti að ég hitti
frábært fólk, þarna var mikil fegurð
og mannlíf. Hins vegar var hernám
Ísraels jafnvel verra og meira en ég
hafði átt von á. Það hefur mikil áhrif
á daglegt líf Palestínumanna. Þarna
er allt fullt af hermönnum, vegatálm-
um, ísraelskum byggðum og vegum
sem sumir eru þannig að einungis Ís-
raelsmenn mega aka þá. Með hverju
ári byggir Ísrael meira á Vesturbakk-
anum, leggur fleiri vegi og tekur til
sín meira land,“ segir Sigríður.
Þótt aðgerð Ísraelsmanna hafi
verið fordæmd af alþjóðasamfélag-
inu er Sigríður ekki bjartsýn á að
ástandið muni breytast í komandi
framtíð.
„Æðislegt ef af verður“
Amal Tamimi, einn af stofnendum
Kvenna af erlendum uppruna á Ís-
landi, fæddist í Jerúsalem árið 1960.
Hún segir að það yrði æðislegt fyr-
ir hana myndu íslensk stjórnvöld
slíta stjórnmálasambandi við Ísra-
el. „Það sem hefur gert Ísrael svo
sterkt er að önnur ríki hafa aðeins
fordæmt hinar og þessar aðgerð-
ir en ekki fylgt því eftir. Fólki í vest-
rænum löndum fyndist það virð-
ingarvert ef lítið land risi upp og
stæði sterkt gegn Bandaríkjunum.
Þetta væru skilaboð um að við vær-
um ekki hrædd og myndi vekja við-
brögð,“ segir Amal.
Amal segir liggja fyrir að það
verði ekki auðvelt að taka afstöðu
gegn Bandaríkjunum, dyggasta
stuðningsríki Ísraels, en að það
komi sá tími þar sem fólk segi hing-
að og ekki lengra. „Við getum alltaf
vonað að fleiri lönd bætist við sem
slíti sambandi við Ísrael og þá verða
stjórnvöld þar að hugsa til þess
hvort þau geti lengur stýrt gangi
mála í gegnum Bandaríkjastjórn,“
segir Amal.
Margir af nánustu ættingjum
Amal búa í Jerúsalem. Hún segir
mikla reiði hafa brotist fram hjá al-
mennu fólki að nýju, sérstaklega í
ljósi þess að skipverjarnir hafi ver-
ið að flytja hjálpargögn til svæðisins.
Slit á stjórnmálasambandi Ísraels og Íslands hefðu óveruleg áhrif á samband ríkjanna og yrði léttvægt innlegg
í deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Reynslan hefur sýnt að viðskiptaþvinganir eru áhrifaríkari í samskiptum
ríkja. Amal Tamimi, einn af stofnendum Kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir að það yrði æðislegt ef
Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael. Samskipti Íslands og Ísraels hafa kúvenst síðustu áratugi.
Þvinganir áhrifaríkari
Ísland og Ísrael
n Thor Thors tekur sæti í nefnd Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Íslensk stjórnvöld
hétu fullum stuðningi við baráttu gyðinga og sjálfstætt ríki Ísraels.
n Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- og iðnaðarráðherra, hittir David Ben Gurion,
forsætisráðherra Ísraelsríkis, árið 1958.
n Guðmundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til
Ísraels árið 1960. Golda Meir, utanríkisráðherra Ísraels, endurgeldur greiðann
með heimsókn til Íslands ári síðar.
n Ólafur Thors forsætisráðherra tekur á móti David Ben Gurion, forsætisráðherra
Ísraels, í september árið 1962.
n Hans Andersen er gerður að sendiherra Íslands í Ísrael árið 1962. Hann afhendir
Yitzhak Ben Zvi, forseta Ísraels, trúnaðarbréf sitt sama ár.
n Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans,
heimsækja Levi Eshkol, forsætisráðherra Ísraels, og Abba Eban aðstoðarforsætis-
ráðherra árið 1964.
n Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn til Ísraels árið 1966.
Þar klippir hann á borða í götu í borginni Jerúsalem. Gatan var nefnd Íslands-
gata.
n Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðir við fulltrúa PLO árið 1988,
samtök Yassers Arafat, fyrrverandi forseta Palestínu.
n Davíð Oddsson forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Ísraels árið 1992 og
hittir þar Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Ísraels, að máli. Í heimsókninni var
Davíð afhent bréf sem olli miklu fjaðrafoki á Íslandi. Þar fullyrti Simon Wiesenth-
al-stofnunin að á Íslandi byggi stríðsglæpamaður nasista, Eðvald Hinriksson.
n Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi við Moshe Katsav, forseta Ísraels, og
Ariel Sharon forsætisráðherra árið 2002. Þar var rætt um friðarumleitanir Ísraels
og Palestínu.
n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir Ísraelsríki í júlí árið
2007. Þar hitti hún Simon Peres, forseta Ísraels, og Tzipi Livni, utanríkisráðherra
Ísraels.
n Ingibjörg er heiðursfélagi á friðarráðstefnu í Ísrael í ágúst árið 2008.
n Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra neitar að hitta Yael Tamir, menntamála-
ráðherra Ísraels, í janúar árið 2009. Tamir var þá á ferðalagi um Evrópu til að
útskýra stöðu Tel Aviv í átökunum á Gaza-svæðinu.
Viðskipti Íslands og Ísraels árið 2009
n Innflutningur: 740 milljónir króna, eða 0,2 prósent af heildarinnflutningi. Mest
ávextir og krydd.
n Útflutningur: 61 milljón króna, mælist varla sem hlutfall af heildarútflutningi.
RóbeRT HlynuR bAlduRSSon
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Menn fordæma aðgerðir hersins en
síðan gerist fátt annað.
ólífurækt í ljósum logum Palestínu-
menn reyna að slökkva elda í ólífurækt
sinni á Vesturbakkanum. Margir Palest-
ínumenn vinna við ávaxta- og grænmetis-
rækt. Hins vegar hafa Ísraelsmenn fengið
mesta gróðann af útflutningi slíkra vara.
Amal Tamimi
Segir marga
ósátta með fram-
göngu Mahmouds
Abbas, forseta
Palestínu, í
friðarvið-
ræðum
hans við
Ísrels-
stjórn.