Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 46
Pillan truflar kynlífið Samkvæmt þýskri rannsókn eru ungar
konur á hormónapillunni líklegri en þær sem nota ekki hormónalyf til að
kvarta undan vandamálum tengdum kynlífi. Í rannsókninni kom í ljós að kon-
ur á hormónapillunni höfðu minni löngun í kynlíf og áttu í meiri erfiðleikum
með að ná fullnægingu. Höfundur rannsóknarinnar, dr. Alfred O. Muck, telur
að getnaðarvarnir með hormónum minnki framleiðslu testósteróns sem lík-
aminn þarf á að halda til að viðhalda löngun í kynlíf.
Niðurstöður tveggja nýlegra
rannsókna útskýra upp að vissu
marki af hverju sum ástarsam-
bönd ganga betur en önnur. Önn-
ur rannsóknin var byggð á sjö
þúsund amerískum þátttakend-
um. „Sambönd foreldra við börn-
in sín skipta miklu máli fyrir fram-
tíð barnanna. Við öpum eftir
foreldrum okkar og þróum hæfi-
leika með okkur til að eiga í sam-
bandi við annað fólk út frá því sem
þeir kenna okkur,“ segir höfundur
rannsóknarinnar, Constance Ga-
ger frá Montclair State University
í New Jersey. „Börn sem eiga ekki
í góðu sambandi við foreldra sína
eiga litla möguleika á því að geta
átt í ástríku sambandi síðar á æv-
inni,“ segir Gager sem spurði þátt-
takendur rannsóknarinnar fyrst
spurninga um samband þeirra við
foreldra sína á árunum 1992 og
1994. Mörgum árum síðar fengu
þátttakendur sömu spurningarn-
ar og fleiri til viðbótar sem snúa að
ástarsamböndum. Þar kom í ljós
að þeir sem áttu ekki í góðu sam-
bandi við foreldra sína í æsku áttu
síður í góðum ástarsamböndum á
fullorðinsárum.
Í annarri minni rannsókn, sem
framkvæmd var af sálfræðingnum
Amy Brunell við háskólann í Ohio,
kemur í ljós að þeir sem þekkja sig
vel, hegða sér samkvæmt skoðun-
um sínum og eru heiðarlegir gagn-
vart sjálfum sér eru líklegri til að
upplifa náið og gott ástarsamband.
Ef þú vilt verða ástfangin skaltu bæta sambandið við foreldrana:
lærum af mömmu og Pabba
UMSjón: indÍAnA áSA HreinSdóttir, indiana@dv.is
pabbar fá
fæðingar-
þunglyndi
Einn tíundi hluti feðra þjáist af
fæðingarþunglyndi samkvæmt
nýrri rannsókn en hingað til
hefur verið talið um kvenna-
sjúkdóm að ræða. Yfir 28 þús-
und nýbakaðir feður tóku þátt
í rannsókninni, yfir 10% þeirra
mældust þunglynd eða helmingi
fleiri en mælast innan almenns
hóps karlmanna. Einn fjórði
nýbakaðra kvenna finnur fyrir
þunglyndi á meðgöngu og ein af
hverjum tíu konum þjáist af fæð-
ingarþunglyndi. Í rannsókninni
kom í ljós að bandarískir feð-
ur eru í mestri hættu en 14,1%
þeirra mældist þunglyndur mið-
að við 8,2% karlmanna annarra
landa. Vísindamenn útskýra
muninn með litlum sveigjan-
leika í fæðingarorlofi í Ameríku.
Er barnið nýbúið að borða og með hreina bleiu en grætur samt? Það gæti verið að
reyna að segja þér eitthvað. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að ungbörn gráta.
46 föstudagur 4. júní 2010 lífsstíll
8 ástæður fyrir því
að barnið grætur
1. „Ég er að kafna!“
Þótt úti sé ekki dauðastilla þarf barn-
ið ekki að vera klætt eins og það sé á
leið í sleðaferð á Grænlandi. Marg-
ir foreldrar klæða ungbörn sín of
vel sem veldur geðvonsku hjá þeim.
Börnum líður ekkert betur en okk-
ur þegar við erum rennandi blaut úr
svita og hita.
Ráð: Klæddu barnið í svipaðan
fatnað og þú klæðist. „Gáðu að hita-
stiginu á baki barnsins. Tær og hend-
ur ungbarna geta verið ískaldar þótt
barninu líði vel,“ segir Charlotte Cow-
an barnalæknir í Boston.
2. „Geta ekki allir verið vinir?“
Ung börn skilja ekki setningar eins
og „ég trúi ekki að þú hafir gleymt að
borga vísareikninginn“ eða „af hverju
getur þú aldrei farið út með ruslið?“
en þau finna samt á sér að mamma
og pabbi eru að rífast. „Börn finna
fyrir spennu milli foreldra sinna og
verða óróleg,“ segir Ellen Schumann
barnalæknir í Winconsin.
Ráð: Reynið að ræða málin í ró-
legheitum til að búa til sem best um-
hverfi fyrir barnið. Geymum rifrildin
þar til barnið er sofnað.
3. „Ég er að farast úr stressi
hérna!“
Of mikið áreiti frá hávaða, fólki, skær-
um ljósum, leikföngum og umferð
getur haft áhrif á skap barnsins.
Ráð: Reyndu að takmarka heim-
sóknir með barnið í verslunarmið-
stöðvar, farðu á veitingastaði á róleg-
um tímum og kynntu ný leikföng fyrir
barninu í litlum skömmtum. Leyfðu
barninu að róa sig niður eftir mikið
áreiti.
4. „Mér er illt í mallanum!“
Það geta legið fjöldamargar ástæður
að baki því að börnum sé illt í mag-
anum.
Ráð: Reyndu að láta barnið ropa
oftar. Hægt er að losa um loft með því
að nudda laust yfir magann eða láta
fæturnar hjóla. Fáðu lækni til að at-
huga hvort allt sé ekki með felldu.
5. „Ég finn til!“
Barnið gæti verið með hár eða
spotta vafðan utan um fingur eða
tásu sem veldur því sársauka.
Kannski klæjar barninu af miðan-
um á fötunum, kannski er bílbelt-
ið of fast.
Ráð: Skoðaðu fingur og tásur vel
og klipptu af alla spotta og miða
sem geta valdið óþægindunum.
6. „Hvar er mamma mín?!“
Á aldrinum milli sex til níu mán-
aða fer barnið að skilja að það og
mamman eru ekki einn og sami
einstaklingurinn. Á sama tíma
saknar barnið mömmunar þegar
hún hverfur.
Ráð: Þú mátt endilega leggja
barnið frá þér í leikgrindina til að
geta gengið frá þvotti af og til. En ef
barnið grætur um leið og þú hverf-
ur er ágætt að tala til þess. Stund-
um þarf það ekki meira en litla
snertingu svo það skilji að þú kom-
ir aftur. Ekki örvænta þótt ekkert
gangi. Þessi aðskilnaðarkvíði mun
vaxa af barninu í kringum 15 mán-
aða aldur.
7. „Er ekkert í matinn hérna?“
Þegar barnið er að ganga í gegn-
um vaxtakipp gæti það verið svangt
klukkutíma eftir að hafa borðað.
Ráð: Ef barnið sofnar ekki við
göngutúr í vagninum gæti það ver-
ið svangt. Bjóddu því brjóst eða pela.
Ungbörn fá sjaldan of mikið.
8. „Það er fulleinhæft að glápa
á þennan vegg til lengdar“
Að sitja í sama stólnum í sama horn-
inu í sama herberginu verður leiði-
gjarnt til lengdar. Börn fá líka leið og
kunna að meta nýtt og spennandi
útsýni.
Ráð: Leyfðu barninu að njóta
fjölbreytts útsýnis. Ef fátt er í boði
geturðu talað við það til að forðast
leiða. „Börn eru afar félagslynd,“ seg-
ir Prachi Shah barnasálfræðingur í
Houston. „Þau elska að vera nálægt
þér, hlusta á þig og læra af þér.“
1Svefninn er enn jafn óreglulegur og hann var í menntaskóla.
2Þú ert algjör nammigrís.
3Þú þjáist oftar af stressi en ekki.
4Þú hamast í ræktinni en einungis til að léttast.
5Þú stillir iPodinn allt of hátt.
6 Þú hittir vinkonurnar allt of sjaldan.
7Þú borðar ekki grænmeti reglulega.
8Þú hefur tekið alla fitu úr mataræði þínu.
9Þú mannst ekki hvenær þú stundaðir síðast kynlíf.
9 ávanar sem gera þig eldri
Fyrirmynd Börn læra um ástina með
því að þróa sambandið við foreldra sína.