Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 FRÉTTIR 19 um S-hópsins var Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga. Annar var Helgi S. Guðmunds- son og Ólafur Ólafsson í Samskipum var ekki langt undan frekar en Finnur Ingólfsson. Deilt um vanhæfi Halldórs Árið 2005, í forsætisráðherratíð Hall- dórs Ásgrímssonar, var hæfi hans til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins véfengt í fjárlaganefnd. Halldór undi ásökunum illa og úr varð að Ríkisend- urskoðun undir stjórn Sigurðar Þórð- arsonar skoðaði málið sérstaklega fyrir fjárlaganend Alþingis. Á það hafði verð bent að Skinney- Þinganes, fyrirtæki í eigu fjölskyldu Halldórs – eins og rakið er hér að framan – átti helmingshlut í Hesteyri hf. á móti Kaupfélagi Skagfirðinga. Hesteyri var einn stærsti hluthafinn í Keri hf. sem stofnaði félagið Eglu hf. ásamt þýskum banka, Hauck & Auf- häuser Privatbankiers KGaA. Í gegn- um Eglu hf. eignaðist Ker og þýski bankinn liðlega 70 prósent í Búnað- arbankanum. Aðrir í hópi kaupenda voru VÍS, Samvinnulífeyrissjóður- inn og Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar, en milljarðaeignir þess voru síðar fluttar yfir í Gift. Með þessum hætti ófust Hesteyri og Skinney-Þinganes inn í kaupin á Búnaðarbankanum og þótti ýmsum því ekki óeðlilegt að upp kæmi spurn- ing um vanhæfi Halldórs. Í minnisblaði ríkisendurskoðanda um málið var eignarhlutur Halldórs í Skinney-Þinganesi tíundaður. Haust- ið 2002 var talið að Halldór ætti lið- lega 1,3 prósenta hlut í sjávarútvegs- risanum á Hornafirði. Samanlagður hlutur fjölskyldunnar í félaginu var þá áætlaður – með beinum og óbeinum hætti – um 27 prósent. Á þessum tíma sátu Ingólfur og Katrín, systkini Hall- dórs, í stjórn Skinneyjar-Þinganess og Aðalsteinn, frændi hans, var fram- kvæmdastjóri. Þau höfðu því mikið um það að segja að félagið keypti árið 2002 helmingshlut í Hesteyri. Slapp fyrir horn Athugasemdir ríkisendurskoðanda voru af ýmsum toga og snéru til dæm- is að því að lögformleg staða ráðherra- nefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu væri óljós. Hann taldi Hesteyri ekki vera beinan kaupanda að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum og hagsmunir Halldórs og systkina hans taldi hann vera smávægilega. Svo virðist sem Sigurður hafi einnig tekið það gilt að Halldór hafi ekkert vitað um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri eða viðskipti Hesteyrar með bréf í Keri hf. og VÍS. Loks taldi hann að málið heyrði stjórnskipunarlega undir viðskiptaráðherra sem á þess- um tíma var Valgerður Sverrisdótt- ir, flokkssystir Halldórs. „Að mati rík- isendurskoðunar er með hliðsjón af því sem að ofan er rakið mjög óvarlegt að staðhæfa að málið varði Halldór eða venslamenn hans svo verulega að hætt hafi verið við að ómálefna- leg sjónarmið hafi haft áhrif á afstöðu hans þegar fjallað var um málið á vettvangi ráðherranefndarinnar og að hann hafi af þeim sökum verið van- hæfur til setu í henni,“ segir í minnis- blaði ríkisendurskoðunar. Málið ekki dautt Stjórnarandstöðu VG, Samfylkingar- innar og Frjálslynda flokksins þótti niðurstaða Sigurðar Þórðarsonar rýr og bað hún lögfræðingana Björn L. Bergsson, nú settan ríkissaksóknara í málum sem tengjast bankahruninu, og Sif Konráðsdóttur um að vinna álitsgerð um minnisblað ríkisendur- skoðanda. Enginn vafi var í huga Björns og Sifjar að Halldór tók þátt í meðferð málsins sem varaformaður í ráðherra- nefndinni, en hún fjallaði á þessum tíma um einkavæðingu bankanna. Hér ber þess að geta að upphaf- lega gaf S-hópurinn rangar upplýs- ingar um eignarhald á Hesteyri og sagði félagið algerlega í eigu Kaup- félags Skagfirðinga. Þetta reyndist rangt. Um minnisblað ríkisendur- skoðanda og þetta atriði meðal ann- ars sögðu Björn og Sif orðrétt: „Óháð rangri upplýsingagjöf S-hópsins um aðild Skinneyjar-Þinganess hf. að Hesteyri ehf. og óháð upplýsing- um frá Halldóri Ásgrímssyni um að honum hafi verið ókunnugt um að- ild ættingja sinna að nefndu félagi teljum við að Ríkisendurskoðun hafi mátt vita af þeirri aðild vegna ítar- legrar fjölmiðlaumfjöllunar haustið 2002.“ Í þessu sambandi má nefna um- fjöllun Frjálsrar verslunar þar sem bent var á að Hesteyri hefði hagnast um 700 milljónir króna á því að selja hlut sinn í Keri hf. Björn og Sif töldu eins og áður segir ljóst að Halldór hefði tek- ið þátt í undirbúningi og meðferð sölunnar í stjórnsýslulegu tilliti og reynt hefði á hæfi hans frá lokum júnímánaðar 2002 fram í miðjan janúar 2003. Því fór hann á fund Halldórs? Orðrétt segir einnig í álitsgerð Björns og Sifjar: „Við mat á fjárhagslegum hagsmunum Halldórs og ættingja hans ber að okkar mati að líta til helmings eignarhlutar Hesteyrar ehf. í Keri hf. frá 16. ágúst 2002 til 19. nóv- ember 2002. Af þeim eignarhlut átti fjölskyldan að minnsta kosti 36%. Á þessu tímabili fór fram val á S-hópn- um sem kaupanda og samningagerð við hann. Björn og Sif voru ósammála ríkis- endurskoðanda um hagsmunamatið og töldu að við mat á hæfi Halldórs hefði átt að líta til hagsmuna einstakl- inga sem í hlut áttu fremur en að líta til hlutfalls hagsmunanna af heildar- viðskiptunum. Loks segir orðrétt: „Ef Ríkisendur- skoðun hefði ætlað að gera heildar- úttekt sýnist einboðið að skoða hefði þurft tengsl Halldórs Ásgrímssonar við einstaklinga sem voru í forsvari fyrir S-hópinn.“ Það er til marks um áhyggjur Hall- dórs vegna athugana á mögulegu vanhæfi hans að hann kallaði Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda á sinn fund í forsætisráðuneytinu áður en hann fór til fundar við fjárlaganefnd Alþingis vegna málsins. Þetta lagð- ist þungt í marga þingmenn, ekki síst vegna þess að Ríkisendurskoðun er efirlitsstofnun Alþingis en ekki for- sætisráðherra eða ríkisstjórnar hans. Þá eru einnig heimildir fyrir því að Sigurði hafi fyrir fjárlaganefnd- inni verið ókunnugt um setu systkina Halldórs og ættmenna í fleiri fyrir- tækjum sem tengdust Skinney-Þinga- nesi eignatengslum. SKULDIR KVÓTAKÓNGA GUFA UPP Valdamikill kaupfélagsstjóri Þórólfur Gíslason var í innsta hring S-hópsins og virkur í fjármálaráði Framsóknarflokksins í valdatíð Halldórs. Kaupfélag Skagfirð- inga á enn hlut í Skinney-Þinganesi í gegnum Skarðsfjörur ehf. Athafnamaður í Sviss Ólafur Ólafsson tengdist S-hópnum og síðar Kaupþingi líkt og aðrir í hópnum. Eru þeir enn með tengsl og völd inn í bankana? Úr stjórnmálum í kaupsýslu Finnur Ingólfsson stóð nærri kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum, meðal annars í gegnum VÍS. Forsætisráðherrann fyrrverandi Fjölskylda Halldórs Ásgrímssonar á drjúgan hlut í Skinn- ey-Þinganesi. Fyrirtækið var í eignatengslum við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Margir töldu Halldór vanhæfan til að fjalla um einkavæðingu bankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.