Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 24
24 ERLENT 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Hátíðarstemning ríkir í Síle í dag eftir vel heppnaðar björgunarað- gerðir. Fólk um allan heim sat límt við sjónvarps- og tölvuskjái og fylgdist með þegar námumennirn- ir voru hífðir upp í björgunarhylk- inu „Fénix 2“ og fengu að hitta sína nánustu í fyrsta skipti síðan í byrjun ágúst. Mennirnir eyddu næstum 70 dögum í prísundinni en San José- náman, sem hafði haft orð á sér fyr- ir vafasöm öryggisskilyrði, féll sam- an þann 5. ágúst. Aldrei áður hafa menn náð að halda lífi í svo lang- an tíma neðanjarðar, en fyrra metið átti sér stað árið 2009 þegar 3 námu- menn sátu sem fastast í 25 daga í samanfallinni kolanámu í Guiz- hou í Kína. Þótt ótrúlegt megi virð- ast eru námumennirnir við góða heilsu eftir hinar miklu raunir, einn er með væga lungnabólgu auk þess sem tannskemmdir eru áberandi – en tannburstar eru greinilega af skornum skammti á 700 metra dýpi. Þá eru allir sem einn með sveppa- sýkingu í húðinni og munu námu- mennirnir einnig þurfa tíma til að venjast dagsbirtu á nýjan leik, en talið er að allir muni ná sér að fullu innan fárra daga. Heillandi persónuleikar Eftir að Sebastian Piñera, forseti Síle, faðmaði að sér námumenn- ina fékk heimsbyggðin að fræð- ast ögn um hvern og einn þeirra. Auðvelt er að ímynda sér að Holly- wood-kvikmynd sé í burðarliðn- um í kjölfar atburðarásar síðustu 10 vikna enda mikið um tilfinning- ar, spennu og jafnvel smá grín. Hér verða taldir upp þeir námumenn sem þeir Clooney, Pitt eða Damon munu keppast um að leika. Ber fyrst að nefna Luis Urzúa, vaktstjórann sem kom síðastur upp úr námunni. Samtal Urzúa og Piñera við það til- efni vakti athygli og voru hlutar þess fyrirsagnir fjölmiðla um allan heim. Urzúa, óhreinn og órakaður, með hvítan öryggishjálm á höfðinu og síleska fánann á öxlinni sagði: „Herra forseti, ég fel þér nú að taka yfir vaktina og vona innilega, að þetta muni aldrei endurtaka sig.“ Forsetinn svaraði að bragði, með miklum létti og fögnuði: „Herra Urzúa, vakt þinni er lokið!“ Urzúa þessi, sem er 54 ára, er að öðrum ólöstuðum talin hetjan í hópnum. Barði hann mönnum sínum von í brjóst fyrstu 17 dag- ana í rústunum þegar sambandið við umheiminn var ekkert. Hann var fyrstur að átta sig á aðstæðun- um eftir að göngin féllu saman og hélt í víðtæka skoðunarleiðangra til að búa til kort af göngunum, en þau reyndust ómetanleg við björg- unaraðgerðirnar. Hann skipulagði svefnaðstöðu, salernisaðstöðu og vinnusvæði en hann taldi mikilvægt að mennirnir héldu sig við efnið til að halda sönsum. Hann stjórnaði björgunaraðgerðunum neðanjarð- ar í samstarfi við sérfræðinga sem sendir voru niður og þótti einkar viðeigandi að hann skyldi hafa ver- ið síðastur upp á yfirborðið. Önnur hetja í hópnum er hinn 63 ára gamli Mario Gómez, sem varð andlegur leiðtogi námumannanna. Útbjó hann kapellu á afviknum stað í námunni, sem þótti einkar vel búin miðað við aðstæður. Skart- aði hún líkneskjum af dýrlingum og veitti mönnunum ómælda hjálp og afdrep til að fara með bænir. Síðar tók Gómez að starfa með prestum og geðlæknum sem voru staddir á yfirborðinu og fékk hann þar dýr- mæta leiðsögn í þeirri sálarhjálp sem nauðsynleg þótti. Síðast skal nefna Yonni Barrios, sem var útnefndur sjúkraliði námu- mannanna. Reyndist hann bæði hetja og skúrkur í heimspressunni, en saga hans er óneitanlega grát- brosleg. Hafði Barrios ætíð langað til að verða læknir og var því sjálf- kjörinn sem sjúkraliðinn í hópnum, en hann hafði að eigin sögn lesið sér til um starfið. Hann stóð sig framar vonum að sögn lækna. Hann skráði reglulega hjá sér líkamlegt ásig- komulag námumannanna og brást við þegar nauðsyn þurfti í samráði við lækna ofanjarðar. Hann sá um alla lyfjagjöf og tók einnig að sér að bólusetja alla í hópnum við stíf- krampa og barnaveiki. Ljóst er því að framganga Barrios var hetju- leg neðanjarðar, en ofanjarðar lifði hann tvöföldu lífi. Þegar björgun- araðgerðir áttu að hefjast var eig- inkona Barrios til 28 ára, Martina Salinas, vitanlega viðstödd. Henni til mikillar undrunar var þangað mætt önnur kona, sem vildi ólm hitta Barrios. Var þar komin Su- sana Valenzuela, hjákona Barrios til fjölda ára. Málalok urðu þau að Martina fór í fússi og sagðist ekkert kæra sig um að bjóða eiginmann sinn velkominn. Fréttir bárust einn- ig af því að Barrios sjálfur væri ekk- ert spenntur fyrir því að snúa aftur á yfirborðið. Þegar upp var kom- ið faðmaði Valenzuela hann að sér og kyssti hann sem mest hún mátti. Barrios virtist ekki hrifinn. Mennirnir hafa breyst, Síle hefur breyst Er allir námumennirnir voru komnir upp á yfirborðið tóku þeir til við að syngja þjóðsöng Síle og mannfjöldinn í kring tók undir. Það var tilfinningaþrungin stund en Síle-búar hafa þurft að ganga í gegnum miklar hremmingar á þessu ári. Efnahagskreppa, jarð- skjálfti og flóðbylgja í kjölfarið eru meðal þeirra áskorana sem Piñera hefur þurft að kljást við á sínu fyrsta ári í embætti forseta. Hið glæsi- lega björgunarafrek er því vonandi undanfari bjartari tíma í Síle. „Rétt eins og mennirnir [í námunni] hafa breyst, hefur Síle breyst,“ sagði for- setinn eftir að þjóðsöngurinn hafði verið sunginn. Talið er að björgunaraðgerðirn- ar hafi kostað á bilinu 10–20 miljón- ir dollara en þriðjungur upphæð- arinnar var greiddur með frjálsum framlögum fyrirtækja og einstakl- inga. Afgangurinn féll á ríkið, en Piñera sagði fjármununum vel var- ið: „Aðgerðirnar voru hvers einasta peseta virði.“ Flestir, ef ekki allir, í Síle taka undir með forsetanum. En hann hefur þó þurft að þola tals- verða gagnrýni fyrir að styðja ekki nóg við bakið á því fólki sem varð verst úti í kjölfar jarðskjálftans sem skók Síle í febrúar. Neyðarhúsnæði hafði verið lofað á svæðum þar sem eyðileggingin var hvað mest, en margir hafa verið sviknir. Gagn- rýnendur forsetans hafa bent á að velgengni björgunaðgerðanna hafi verið eins og himnasending fyrir hann. Athyglin beinist ekki leng- ur að fórnarlömbum jarðskjálftans sem virðist grafinn og gleymdur. Á meðan brosir Piñera framan í ljós- myndara heimspressunar og boðar nýja tíma. Forsetinn er hins vegar ekki öfundsverður af hlutverki sínu sem leiðtogi lands sem hefur þurft að þola miklar hremmingar. Góðu fréttirnar eru þær að nú er spáð liðlega 5 prósenta hagvexti í Síle á þessu ári og liðlega 6 prósenta á því næsta. Síle-búar geta vonandi horft björtum augum fram á veginn. HÁTÍÐ Í SÍLE Á innan við sólarhring tókst að bjarga öll- um 33 námumönnunum sem fastir voru á 670 metra dýpi í 70 daga í San José-nám- unni í norðurhluta Síle. Námumennirnir hafa heillað fólk um allan heim en talið er að meira en milljarður manna hafi fylgst með björgunaraðgerðunum. Sebastian Piñera, forseti Síle, faðmaði að sér námu- mennina með tár í augunum er þeir voru hífðir upp einn af öðrum. „Stærsta stund í sögu Síle,“ fullyrðir forsetinn. BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Er allir námu-mennirnir voru komnir upp á yfirborð- ið tóku þeir til við að syngja þjóðsöng Síle og mannfjöldinn í kring tók undir. Það var tilfinn- ingaþrungin stund. Yonni Barrios Fagnar mannfjöldanum við komu á sjúkrahús Eiginkona hans fagnaði honum hins vegar ekki. Mario Gómez Aldursforseti hópsins og andlegur leiðtogi hans. Hetjan og forsetinn Luiz Urzúa, hetja námumannanna, og Sebastian Piñera, forseti Síle, syngja þjóðsönginn á tilfinningaþrunginni stundu Í kjölfarið sagði Piñera að björgunarafrekið væri tákn um að betri tíð sé framundan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.