Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 27
Framboðsfrestur
til stjórnlaga-
þings rennur út
eftir helgina. Rétt
er að hvetja alla
sem telja sig hafa
alvöru erindi við
að endurskoða
grundvallarlög ís-
lensks samfélags
til að bjóða sig
fram.Einsogsakir
standa veitir okk-
ur svo sannarlega
ekki af klókum kollum við það mikil-
vægaverk.
Hugmyndin um stjórnlagaþing
er ekki ný af nálinni. Eldhuginn Vil-
mundur Gylfason og félagar hans í
Bandalagi jafnaðarmanna lögðu höf-
uðáherslu á það fyrir nálega þrjátíu
árum að koma á sérstöku stjórnlaga-
þingitilaðendurskoðastjórnarskrána,
sem tók gildi við lýðveldistökuna á
Þingvöllumárið1944envaraðstofni
til sú sama og Kristján níundi Dana-
konungur hafði rétt okkur árið 1874.
Þótt furðulegt megi virðast nú höfum
viðÍslendingaraldrei lagtíallsherjar-
endurskoðun á hinni danskættuðu
stjórnarskrá.Fyrrennú.
Ýmislegtfleiraúrhugmyndaforða-
búri Vilmundar á jafn vel við nú og
þegar hann braust með látum fram á
sjónarsvið íslenskra þjóðmála í viku-
legum föstudagspistlum sínum í Vísi
og í Dagblaðinu, fyrirrennurum DV.
Því er kannski einmitt við hæfi að
minnastskrifahanshéráþessumvett-
vangi.
Löglegt en siðlaust
ÞegarVilmundursnériheimúrsagn-
fræðinámi frá Bretlandi á fyrri hluta
áttunda áratugarins blasti við stjórn-
málakerfi sem var inngróið, spillt og
lokað almenningi. Bitlausir fjölmiðl-
arnir voru sömuleiðis á valdi stjórn-
málaaflanna. Hann vildi brjóta upp
innmúrað samtryggingarkerfi stjórn-
málaflokkanna sem væri gegnsýrt af
fyrirgreiðslu- og ráðningaspillingu.
Löglegt en siðlaust var samandreg-
ingreininghansáástandinu.Þremur
áratugum seinna fæst ekki betur séð
enaðboðskapurinneigiennbrýnter-
indi.
MegináherslaVilmundarogfélaga
hans í Bandalagi jafnaðarmanna var
á að siðvæða stjórnmálalífið, koma á
virku lýðræðislegu aðhaldi og opna
stjórnmálakerfiðmeðauknugegnsæi.
Íviðleitnitilaðfæravöldinfrástjórn-
málaflokkunumtilfólksinslögðuþeir
fernt til: Auk stjórnlagaþings átti að
afnema kjördæmaskiptinguna, opna
fyrir persónukjör og kjósa leiðtoga
ríkisstjórnarinnnar beinni kosningu.
Skoðumþessiatriðistuttlega.
Valdi fylgi ábyrgð
Með því að afnema kjördæmaskipt-
inguna og gera landið allt að einu
kjördæmi átti að draga úr sérhags-
munagæslu kjördæmapotaranna.
Þingmenn ættu að hugsa um hags-
muniþjóðarinnarsemheildar,ílengd
ogbreidd,ístaðþessaðgangaerinda
tiltekinnalandsvæðaeinsoglandlægt
væri.
Með persónukjöri í þingkosning-
um átti að brjóta upp ægivald stjórn-
málaflokkanna yfir fulltrúum sínum.
Þó svo að kjósendur gætu vissulega
valið á milli flokka hefðu þeir ekkert
aðsegjaumhvaðaeinstaklingaryrðu
fulltrúar þeirra á þingi. Það vald sæti
pikkfast í greipum stjórnmálaflokk-
annahvaðsvosemágengi.Áhinum
breytta kjörseðli Bandalags jafnaðar-
manna áttu kjósendur að fá að velja
frambjóðendur þvert á lista. Með því
að færa prófkjörin með auknu per-
sónuvali inn í kjörklefann átti því að
takmarkavaldflokkanna.
Ein róttækasta tillagan fólst í að
kjósa forsætisráðherra beinni kosn-
ingu samhliða þingkosningum. For-
sætisráðherrann myndi svo velja sér
ráðherra í ríkisstjórnmeð líku lagiog
forsetiBandaríkjannagerir.Meðþessu
móti væri það þingræðisfyrirkomulag
semviðbúumviðnúúrsögunni.Þing-
ræði væri þó áfram til staðar í þeirri
mynd að ríkisstjórnin þyrfti eftir sem
áður að njóta meirihlutastuðnings á
þingi en nú bæri framkvæmdavaldið
hinsvegarbeinaábyrgðgagnvartkjós-
endum.
Uppbrot valdakerfis
Samanlagt fela framangreindar hug-
myndir ísérallsherjaruppbrotstjórn-
málakerfisins. Vægi stjórnmálaflokk-
anna myndi minnka, ábyrgðarsvið
yrðuskýrariogeinstaklingarættuauð-
veldara með að bjóða sig fram á eig-
in forsendum. Á sínum tíma strönd-
uðu allar þessar umbótatillögur á
samtryggingarkerfi fjórflokksins. En
kannskierekkimeðöllufráleittnúað
væntanlegirfulltrúarástjórnlagaþingi
myndudustarykiðafþessumogálíka
hugmyndum um lýðræðisumbætur
sem að gagni kunna að koma við að
lappa upp á laskað stjórnkerfi lands-
ins.
AtLi ÓskAr FjALArsson
leikur í kvikmyndinni Óróa sem
frumsýnd er um helgina. Hann segir
það hafa verið frábæra reynslu og
stefnir á að fara í leiklistarnám þegar
hann er búinn með stúdentinn.
Var erfiður í
umgengni sem
unglingur
myndin
Hver er maðurinn?
„Atli Óskar Fjalarsson, 18 ára nemi í
Tækniskólanum.“
Hvað drífur þig áfram?
„Öll litlu markmiðin sem ég set mér.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í Laugardalnum í Reykjavík, einnig
þekktur sem L-town.“
Áhugamál?
„Leiklist, tölvuleikir og svo spila ég líka
á gítar.“
Hvernig var að leika í Óróa?
„Það var alveg æðisleg reynsla, rosalega
gaman.“
Varst þú erfiður unglingur?
„Já, ég held það. Kannski enginn
vandræðaunglingur, en mjög erfiður í
umgengni.“
Finnst þér unglingar almennt vera
frekar misskildir?
„Já, ég tel að stundum þurfi að hlusta
meira á unglinga og heyra hvað þeir
hafa að segja.“
stefnir þú á frekari frama í leiklist?
„Algjörlega. Ég er að reyna að klára
stúdentinn núna og svo stefni ég á að
fara í leiklistarnám.“
Ertu kvíðinn fyrir frumsýningunni?
„Nei, aðallega bara spenntur. Ég kvíði
frekar öllum viðtölunum sem ég þarf að
fara í.“
Áttu þér einhverja fyrirmynd?
„Mamma er alltaf fyrirmynd.“
Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
„Ég er að leika í annarri bíómynd núna
og svo stefni ég bara á að klára skólann.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að hafa gott jafnvægi á milli ástar,
heilsu og peninga.“
maður dagsins
„Mér er sama hvar ég kaupi hluti en
foreldrar mínir versla oftast í Krónunni
og stundum Hagkaup.“
EstHEr Ýr stUrLUdÓttir
16 áRA NeMi
„Ég versla yfirleitt í Krónunni en
stundum í Nóatúni.“
MArgrét AUðUr kristjÁnsdÓttir
17 áRA NeMi
„Í Bónus, bara af því að það er nálægt
þar sem ég á heima.“
AnnA siF gUnnArsdÓttir
21 áRs sTARFsMAðuR Í MÖRK
„Í Bónus, því það er ódýrast.“
ingi stUrLUson
31 áRs NeMi
„Í Bónus, það er ódýrast.“
Örn Ægisson
42 áRA MáLARi
Hvar kaupir þú í matinn?
dómstóll götunnar
föstudagur 15. október 2010 umræða 27
Lýðræðishugmyndir Vilmundar
Á sínum tíma strönduðu allar
þessar umbótatillögur
á samtryggingarkerfi
fjórflokksins.
kjallari
dr. eiríkur
Bergmann
stjórnmálafræðingur skrifar
krefjast friðar Friðarganga leikskólabarna fór fram á miðvikudaginn. Börnin, ríflega 500 talsins, gengu frá skólavörðustíg að ingólfstorgi þar sem þau mynduðu risastórt
friðarmerki og sungu nokkur lög við undirleik harmonikkuleikara. Nokkur þeirra höfðu með sér kröfuspjöld til að koma boðskap sínum á framfæri en gangan var hluti af
viðburðaröð imagine Reykjavík. Mynd sigtryggUr Ari