Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 27
­Framboðsfrestur­ til­ stjórnlaga- þings­ rennur­ út­ eftir­ helgina.­ Rétt­ er­ að­ hvetja­ alla­ sem­ telja­ sig­ hafa­ alvöru­ erindi­ við­ að­ endurskoða­ grundvallarlög­ ís- lensks­ samfélags­ til­ að­ bjóða­ sig­ fram.­Eins­og­sakir­ standa­ veitir­ okk- ur­ svo­ sannarlega­ ekki­ af­ klókum­ kollum­ við­ það­ mikil- væga­verk.­ Hugmyndin­ um­ stjórnlagaþing­ er­ ekki­ ný­ af­ nálinni.­ Eldhuginn­ Vil- mundur­ Gylfason­ og­ félagar­ hans­ í­ Bandalagi­ jafnaðarmanna­ lögðu­ höf- uðáherslu­ á­ það­ fyrir­ nálega­ þrjátíu­ árum­ að­ koma­ á­ sérstöku­ stjórnlaga- þingi­til­að­endurskoða­stjórnarskrána,­ sem­ tók­ gildi­ við­ lýðveldistökuna­ á­ Þingvöllum­árið­1944­en­var­að­stofni­ til­ sú­ sama­ og­ Kristján­ níundi­ Dana- konungur­ hafði­ rétt­ okkur­ árið­ 1874.­ Þótt­ furðulegt­ megi­ virðast­ nú­ höfum­ við­Íslendingar­aldrei­ lagt­í­allsherjar- ­endurskoðun­ á­ hinni­ danskættuðu­ stjórnarskrá.­Fyrr­en­nú.­ Ýmislegt­fleira­úr­hugmyndaforða- búri­ Vilmundar­ á­ jafn­ vel­ við­ nú­ og­ þegar­ hann­ braust­ með­ látum­ fram­ á­ sjónarsvið­ íslenskra­ þjóðmála­ í­ viku- legum­ föstudagspistlum­ sínum­ í­ Vísi­ og­ í­ Dagblaðinu,­ fyrirrennurum­ DV.­ Því­ er­ kannski­ einmitt­ við­ hæfi­ að­ minnast­skrifa­hans­hér­á­þessum­vett- vangi.­ Löglegt en siðlaust Þegar­Vilmundur­snéri­heim­úr­sagn- fræðinámi­ frá­ Bretlandi­ á­ fyrri­ hluta­ áttunda­ áratugarins­ blasti­ við­ stjórn- málakerfi­ sem­ var­ inngróið,­ spillt­ og­ lokað­ almenningi.­ Bitlausir­ fjölmiðl- arnir­ voru­ sömuleiðis­ á­ valdi­ stjórn- málaaflanna.­ Hann­ vildi­ brjóta­ upp­ innmúrað­ samtryggingarkerfi­ stjórn- málaflokkanna­ sem­ væri­ gegnsýrt­ af­ fyrirgreiðslu-­ og­ ráðningaspillingu.­ Löglegt­ en­ siðlaust­ var­ samandreg- in­greining­hans­á­ástandinu.­Þremur­ áratugum­ seinna­ fæst­ ekki­ betur­ séð­ en­að­boðskapurinn­eigi­enn­brýnt­er- indi. Megináhersla­Vilmundar­og­félaga­ hans­ í­ Bandalagi­ jafnaðarmanna­ var­ á­ að­ siðvæða­ stjórnmálalífið,­ koma­ á­ virku­ lýðræðislegu­ aðhaldi­ og­ opna­ stjórnmálakerfið­með­auknu­gegnsæi.­ Í­viðleitni­til­að­færa­völdin­frá­stjórn- málaflokkunum­til­fólksins­lögðu­þeir­ fernt­ til:­ Auk­ stjórnlagaþings­ átti­ að­ afnema­ kjördæmaskiptinguna,­ opna­ fyrir­ persónukjör­ og­ kjósa­ leiðtoga­ ríkisstjórnarinnnar­ beinni­ kosningu.­ Skoðum­þessi­atriði­stuttlega. Valdi fylgi ábyrgð Með­ því­ að­ afnema­ kjördæmaskipt- inguna­ og­ gera­ landið­ allt­ að­ einu­ kjördæmi­ átti­ að­ draga­ úr­ sérhags- munagæslu­ kjördæmapotaranna.­ Þingmenn­ ættu­ að­ hugsa­ um­ hags- muni­þjóðarinnar­sem­heildar,­í­lengd­ og­breidd,­í­stað­þess­að­ganga­erinda­ tiltekinna­landsvæða­eins­og­landlægt­ væri.­ Með­ persónukjöri­ í­ þingkosning- um­ átti­ að­ brjóta­ upp­ ægivald­ stjórn- málaflokkanna­ yfir­ fulltrúum­ sínum.­ Þó­ svo­ að­ kjósendur­ gætu­ vissulega­ valið­ á­ milli­ flokka­ hefðu­ þeir­ ekkert­ að­segja­um­hvaða­einstaklingar­yrðu­ fulltrúar­ þeirra­ á­ þingi.­ Það­ vald­ sæti­ pikkfast­ í­ greipum­ stjórnmálaflokk- anna­hvað­svo­sem­á­gengi.­Á­hinum­ breytta­ kjörseðli­ Bandalags­ jafnaðar- manna­ áttu­ kjósendur­ að­ fá­ að­ velja­ frambjóðendur­ þvert­ á­ lista.­ Með­ því­ að­ færa­ prófkjörin­ með­ auknu­ per- sónuvali­ inn­ í­ kjörklefann­ átti­ því­ að­ takmarka­vald­flokkanna.­­ Ein­ róttækasta­ tillagan­ fólst­ í­ að­ kjósa­ forsætisráðherra­ beinni­ kosn- ingu­ samhliða­ þingkosningum.­ For- sætisráðherrann­ myndi­ svo­ velja­ sér­ ráðherra­ í­ ríkisstjórn­með­ líku­ lagi­og­ forseti­Bandaríkjanna­gerir.­Með­þessu­ móti­ væri­ það­ þingræðisfyrirkomulag­ sem­við­búum­við­nú­úr­sögunni.­­Þing- ræði­ væri­ þó­ áfram­ til­ staðar­ í­ þeirri­ mynd­ að­ ríkisstjórnin­ þyrfti­ eftir­ sem­ áður­ að­ njóta­ meirihlutastuðnings­ á­ þingi­ en­ nú­ bæri­ framkvæmdavaldið­ hins­vegar­beina­ábyrgð­gagnvart­kjós- endum.­ Uppbrot valdakerfis Samanlagt­ fela­ framangreindar­ hug- myndir­ í­sér­allsherjaruppbrot­stjórn- málakerfisins.­ Vægi­ stjórnmálaflokk- anna­ myndi­ minnka,­ ábyrgðarsvið­ yrðu­skýrari­og­einstaklingar­ættu­auð- veldara­ með­ að­ bjóða­ sig­ fram­ á­ eig- in­ forsendum.­ Á­ sínum­ tíma­ strönd- uðu­ allar­ þessar­ umbótatillögur­ á­ samtryggingarkerfi­ fjórflokksins.­ En­ kannski­er­ekki­með­öllu­fráleitt­nú­að­ væntanlegir­fulltrúar­á­stjórnlagaþingi­ myndu­dusta­rykið­af­þessum­og­álíka­ hugmyndum­ um­ lýðræðisumbætur­ sem­ að­ gagni­ kunna­ að­ koma­ við­ að­ lappa­ upp­ á­ laskað­ stjórnkerfi­ lands- ins. AtLi ÓskAr FjALArsson leikur í kvikmyndinni Óróa sem frumsýnd er um helgina. Hann segir það hafa verið frábæra reynslu og stefnir á að fara í leiklistarnám þegar hann er búinn með stúdentinn. Var erfiður í umgengni sem unglingur myndin Hver er maðurinn? „Atli Óskar Fjalarsson, 18 ára nemi í Tækniskólanum.“ Hvað drífur þig áfram? „Öll litlu markmiðin sem ég set mér.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Laugardalnum í Reykjavík, einnig þekktur sem L-town.“ Áhugamál? „Leiklist, tölvuleikir og svo spila ég líka á gítar.“ Hvernig var að leika í Óróa? „Það var alveg æðisleg reynsla, rosalega gaman.“ Varst þú erfiður unglingur? „Já, ég held það. Kannski enginn vandræðaunglingur, en mjög erfiður í umgengni.“ Finnst þér unglingar almennt vera frekar misskildir? „Já, ég tel að stundum þurfi að hlusta meira á unglinga og heyra hvað þeir hafa að segja.“ stefnir þú á frekari frama í leiklist? „Algjörlega. Ég er að reyna að klára stúdentinn núna og svo stefni ég á að fara í leiklistarnám.“ Ertu kvíðinn fyrir frumsýningunni? „Nei, aðallega bara spenntur. Ég kvíði frekar öllum viðtölunum sem ég þarf að fara í.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Mamma er alltaf fyrirmynd.“ Hvað er næst á dagskrá hjá þér? „Ég er að leika í annarri bíómynd núna og svo stefni ég bara á að klára skólann.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að hafa gott jafnvægi á milli ástar, heilsu og peninga.“ maður dagsins „Mér er sama hvar ég kaupi hluti en foreldrar mínir versla oftast í Krónunni og stundum Hagkaup.“ EstHEr Ýr stUrLUdÓttir 16 áRA NeMi „Ég versla yfirleitt í Krónunni en stundum í Nóatúni.“ MArgrét AUðUr kristjÁnsdÓttir 17 áRA NeMi „Í Bónus, bara af því að það er nálægt þar sem ég á heima.“ AnnA siF gUnnArsdÓttir 21 áRs sTARFsMAðuR Í MÖRK „Í Bónus, því það er ódýrast.“ ingi stUrLUson 31 áRs NeMi „Í Bónus, það er ódýrast.“ Örn Ægisson 42 áRA MáLARi Hvar kaupir þú í matinn? dómstóll götunnar föstudagur 15. október 2010 umræða 27 Lýðræðishugmyndir Vilmundar Á sínum tíma strönduðu allar þessar umbótatillögur á samtryggingarkerfi fjórflokksins. kjallari dr. eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur skrifar krefjast friðar Friðarganga leikskólabarna fór fram á miðvikudaginn. Börnin, ríflega 500 talsins, gengu frá skólavörðustíg að ingólfstorgi þar sem þau mynduðu risastórt friðarmerki og sungu nokkur lög við undirleik harmonikkuleikara. Nokkur þeirra höfðu með sér kröfuspjöld til að koma boðskap sínum á framfæri en gangan var hluti af viðburðaröð imagine Reykjavík. Mynd sigtryggUr Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.