Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 34
34 viðtal 15. október 2010 föstudagur
er líka mjög erfitt. Ég hef aldrei skammast mín
fyrir að segja það að stundum langar mig bara
að fara að heiman í smá tíma og fá frí frá skyld-
um mínum, börnum og eiginkonu. Í raun skil
ég ekki foreldra sem taka sér aldrei frí. Því að
um leið og ég tek mér frí frá skyldum mínum
tek ég mér frí frá sjálfum mér. Þegar ég get ver-
ið einhvers staðar einn að skrifa losna ég und-
an sjálfum mér.
Þyngsta byrðin sem ég ber er ég sjálfur. Ég
óttast ekkert eins mikið og mig sjálfan. Því
reyni ég alltaf að taka ákvarðanir út frá hjart-
anu í stað þess að hlusta á hausinn á mér. Ég
óttast að taka rangar ákvarðanir undir álagi,
bregðast vitlaust við áreiti, vera vanþroska,
ófullkominn. Ég óttast vanmátt minn. Mín til-
finning fyrir lífinu er sú að mesta glíman sem
ég tekst á við er glíman við sjálfan mig. Ég þarf
heila mannsævi til að kynnast sjálfum mér.“
Fer í taugarnar á Fólki
Hann hallar sér aftur og segir að hann sé lík-
lega á réttri leið fyrst hann sé að fást við hugð-
arefni sín. „Að skrifa. Í hjarta mínu er ég kenn-
ari, ég finn það. Beint og óbeint kem ég mínu á
framfæri. Fyrir vikið fer ég í taugarnar á mörg-
um. Ég hef alveg fundið fyrir því,“ segir hann
og brosir æðrulaus.
„Ég vann í tóbaksvörnum í átta ár og sagði
alltaf sannleikann. Ég var alltaf alvarlegur
þegar ég kom fram í fjölmiðlum þar sem ég
var að tala um alvarleg mál. Þannig að fólk
sem þekkir mig ekki heldur að ég sé mjög al-
varleg týpa. En ég er léttur og skemmtilegur,“
segir hann sannfærandi og hlær létt. Hann
heldur áfram á alvarlegri nótum: „Ég varð að
vera alvarlegur og ákveðinn, jafnvel grimmur,
til þess að ná ákveðnum hlutum í gegn. Þess
vegna hef ég forðast að tala um tóbak síðan
ég hætti,“ segir hann og leggur áherslu á orð
sín. „Á sama tíma og ég var fúli gæinn í tób-
aksvörnum var ég að reyna að selja bækur sem
rithöfundur. Ég vann gegn sjálfum mér. En ég
ákvað að taka þessa afstöðu vegna þess að það
var göfugt málefni að sinna tókbaksvörnum.
Ég sagði satt. Það er ekki alltaf gott að heyra
sannleikann. Stór hluti þjóðarinnar reykti og
fannst ég pirrandi. Um jólin var ég svo mætt-
ur til þessa fólks að bjóða bækurnar mínar til
sölu. Meðvitað vann ég gegn sjálfum mér.
En ef ég ætti að velta mér upp úr því hvað
fólki finnst um mig væri ég ekki í góðum mál-
um. Ég er með mig á hreinu og lifi fallegu lífi.
Annað skiptir ekki máli. Ég hef ekkert gert af
mér og held því mínu kúli. Það væri kannski
annað ef ég hefði brotið af mér. En ég er að
vanda mig við að lifa og ég er að gera góð verk.
Mér finnst ég skrifa góðar bækur og halda
góða fyrirlestra. Kannski hljómar það hroka-
fullt en ég geri þetta af ástríðu og veit að ég
snerti fólk. Ég hef enga afsökun til þess að láta
mér líða illa. Það er undir sjálfum mér komið
og engum öðrum.“
Mesta niðurlægingin
Honum hefur tekist að yfirfæra sína helstu
bresti í styrkleika. Óþolinmæðina nýtir hann
sem drifkraft. Mótlætið eflir hann. „Erfiðleik-
ar eru nærandi. Þeir krefjast þess að ég reyni
meira á mig og sanni það fyrir sjálfum mér að
ég geti þetta. Mér finnst gott að berjast, því þá
veit ég að ég mun uppskera.“
Nánast daglega hleypur hann á vegg.
„Kannski vegna þess að ég þrái einhverja al-
heimsvisku, meiri þroska og hef löngun til að
vera kominn lengra en ég er.“
Á sínum tíma þurfti hann að berjast fyr-
ir sæti í landsliðinu, þar sem hann var alltaf
varamaður. Hann var líka fimm ár í Mennta-
skólanum í Reykjavík en ekki fjögur eins og
flestir. Þar þurfti hann að berjast fyrir betri
einkunnum. „Mesta niðurlæging lífsins var að
fara aftur í fjórða bekk í MR þegar vinir mínir
fóru allir í fimmta bekk. Engu að síður tókst ég
á við það í stað þess að hætta í skóla. Og í stóra
samhenginu skiptir það engu máli. Ég hafði
ekki verið nógu duglegur að læra árið áður.
Punktur. Þetta þýddi ekkert annað.“
FordóMar gegn Fegurð
Síðast en ekki síst þurfti hann að berjast fyr-
ir ákveðinni viðurkenningu sem rithöfundur.
Það tókst. Íslensku barnabókaverðlaunin var
hann að fá í annað skiptið með bókinni Ertu
Guð afi? Áður fékk hann þau árið 1997 með
bókinni Það býr margt í myrkrinu. „Mér þykir
mjög vænt um þessi verðlaun af því að hand-
ritin voru send inn undir dulnefni. Mér þyk-
ir mikið merkilegra að vinna til verðlauna án
þess að minn stimpill sé á handritinu en að
bókin sé dæmd út frá mér.
Minn karakter er alltaf tekinn með í spilið.
Ég hef alveg fengið að heyra það að af því að
ég er íþróttamaður, of myndarlegur, of dugleg-
ur og svo framvegis sé ég ekki tekinn alvarlega
sem rithöfundur. Vandamálið er kannski bara
það að í vanlíðan hefur fólk fordóma. Í van-
líðan öfundar fólk aðra. Þegar fólk nýtur ekki
velgengni sjálft öfundar það þá sem njóta vel-
gengni. Það vill vera í þeirra sporum. Flestir
vilja toga þá sem skara fram úr niður í með-
almennskuna.
Ég ber alltaf virðingu fyrir fólki sem fer nýj-
ar leiðir, þorir og lætur deigan ekki síga þrátt
fyrir skakkaföll. Vegna þess að það krefst hug-
rekkis að stíga út úr rútínunni og hætta að
fylgja fjöldanum. Það er rosalega þægilegt að
vera alltaf í sama starfinu og fylgja rútínunni,
eiga sér draum en gera ekkert í því að láta
hann rætast. Ég legg mig sérstaklega fram um
að elta drauminn minn.“
stendur einn í líFinu
Hann vill þó ekkert frekar vera titlaður rit-
höfundur en íþróttamaður, fjölskyldumaður,
eiginmaður eða faðir. „Ég vil ekki vera sett-
ur í bás. Ég veit ekkert hvað gerist í mínu lífi
á næsta ári. Kannski koma ný tækifæri og ég
legg annað á hilluna. Tækifærin virðast vera
endalaus ef ég er opinn og jákvæður og treysti
lífinu. Ég þekki fjölda fólks sem situr fast árum
saman af því að það þorir ekki að sleppa tök-
unum fyrr en það hefur fundið eitthvað ann-
að. Mín reynsla er sú að ef ég sleppi tökunum
skapast tækifærin. Það er eins og lífið sjái um
mig af því að ég treysti því.“
Engum öðrum treystir hann til þess að
koma sér áfram. „Ég hef áttað mig á því að ég
stend einn í lífinu. Börn, maki, systkini, for-
eldrar og vinir mínir eru allir uppteknir af sínu
lífi og á fullu að gera sitt. Ef ég ætla mér eitt-
hvað verð ég að treysta á sjálfan mig og engan
annan. Þegar upp er staðið stend ég einn. Þeg-
ar ég mun sem gamall maður líta um öxl veit
ég að það sem ég hef afrekað var aðeins undir
sjálfum mér komið. Ég segi það óhikað. Ef mig
langar til þess að gera eitthvað verð ég að gera
það sjálfur. Ég treysti ekki á hjálp annarra.“
Besta geðlyFið
Sjálfsöryggið er nú samt ekkert alltaf í há-
marki. „Ég er líka lélegur í því að selja sjálfan
mig. Draumastaðan væri að geta skrifað bæk-
ur og komið þeim út án þess að þurfa að fylgja
þeim eftir með viðtölum og þess háttar. Mér
liði betur uppi í sveit að vinna að næstu bók.
Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig í svið-
sljósinu.“ Hann dæsir. „Eftir að ég varð eldri og
vonandi þroskaðri togar kyrrðin og einveran
meira í mig.
Þegar ég skrifaði mína fyrstu bók þrítugur
fannst mér bölvanlegt að þurfa að lesa upp
úr henni. Ég bara gat það ekki. Ég var feiminn
og mér fannst það óþægilegt, þetta var mitt
verk, mín orð. Ég þurfti að taka mér tak til að
gera það en ákvað að ef þetta ætti fyrir mér að
liggja yrði ég bara að gera það. Þetta er fylgi-
fiskur þess að gefa út bók og ég verð bara að
gjöra svo vel að takast á við það. Ég hef ekkert
að fela.
En sjálfsöryggið kemur og fer. Á meðan ég
fer á æfingar og hugsa vel um sjálfan mig er
ég öruggur en þegar ég er undir miklu álagi og
næ ekki að æfa í nokkra daga missi ég sjálfs-
öryggið. Endorfín er besta geðlyfið. Það að
púla, svitna og finna fyrir þessari þreytu. Þeg-
ar ég næ að fara í líkamsrækt í hádeginu og
hreinsa rykið úr hausnum á mér er dagurinn
mikið betri. Heilsurækt er algjörlega vanmet-
in geðrækt. Miðað við þær tilraunir sem ég hef
gert á sjálfum mér væri sálarlíf þjóðarinnar
miklu betra ef allir stunduðu heilsurækt ann-
an hvern dag. Ég trúi því að á meðan ég lifi
heilbrigðu lífi sé sálin jákvæð og skemmtileg.“
Fyrri líF og andlegar verur
Hugrekkið til að feta sig áfram á ókunnugri
slóð fann hann í gamalli sál. „Ég er ekkert
hérna í fyrsta skipti. Ég er búinn að lifa svo
mörg líf. Ég var í París fyrir 200 árum. Ég var
örugglega í Atlantis líka. Ég hef upplifað alls
kyns hluti í gegnum aldirnar sem gefa mér
hugrekki til að þora að standa með sjálfum
mér og fara eigin leiðir. Ekki það að ég sé að
gera neitt merkilegra en aðrir. Ég er bara að
fylgja minni leið og gera það sem mig langar
til. Mér finnst sorglegt að horfa upp á fólk sem
er mér nákomið sitja fast í sama farinu þegar
það langar til að gera svo margt annað.“
Draumarnir eru hans næring. Þess vegna
elskar hann næturnar. „Þegar ég sef fer ég í
svaka ferðalag. Sem dæmi þá dreymdi mig
fyrir hruninu. Í nokkur ár var mig sífellt að
dreyma Reykjavík hrynja. Eldgos gaus í miðri
borg og ég sá hús og bíla hrynja ofan í sprung-
ur og eldgos. Ég stóð hjá og hugsaði: „Vá. Það
deyr enginn.“ Oft velti ég því fyrir mér hvað
væri verið að reyna að segja mér en ég gat
aldrei túlkað þennan draum fyrr en hrun-
ið skall á. Þá rann það upp fyrir mér. Ég er
kannski ekki nógu vel tengdur til þess að geta
túlkað draumana mína.
En af því að mig dreymir alltaf eitthvað
hlakka ég alltaf til að fara upp í rúm. Guðirn-
ir og þessar andlegu verur nálgast mig á nótt-
unni og ég nærist á því. Svo skilar það sér í
bókunum mínum og framkomu minni.“ Hann
hikar: „Ég tala kannski eins og ég sé skrýtinn,“
segir hann vandræðalegur en heldur áfram:
„Ég hef mikinn áhuga á þessu. Það er ástæða
fyrir því að ég er hér.“
guð í hjarta hvers og eins
Afi hans var prestur og Þorgrímur ólst upp í
kristinni trú. Hann trúir enn á Guð þótt hann
sé ekki kirkjurækinn og sé í raun nokk sama
hvaðan gott kemur. „Ég trúi því að Guð sé
í hjarta hvers og eins. Guð er hluti af okkur
öllum, ef við viljum. Hvar og hvenær sem er
get ég lokað augunum og hugsað fallega. Ár-
angurinn er ekkert síðri en ef ég færi í kirkju.
Ég þarf ekki að fara í kirkju til að biðja bænir
og trúarbrögð skipta ekki máli. Þetta er bara
spurning um afstöðu til lífsins. Ef ég tek já-
kvæða og fallega afstöðu til lífsins og lifi sam-
kvæmt því er ég í góðri trú. Okkur opnast fleiri
leiðir ef við trúum og treystum.“
Á hverju kvöldi sest hann á rúmgafl sonar-
ins og fer með Faðir vorið. Eins fer hann reglu-
lega í Landakotskirkju og kveikir á kerti fyrir
fólk sem þarfnast stuðnings. „Það er gefandi
að gefa. En það er ekki smart að tala um það.“
huglaus stúdent
Hann heldur fyrirlestra um heilbrigt líf, það að
setja sér markmið, koma fallega fram og heið-
arleika. Sömuleiðis reynir hann að lifa sam-
kvæmt því. „Ég vanda mig við að lifa. Ég hef
til dæmis aldrei drukkið áfengi því ég vil hafa
fullkomna sjálfstjórn. En það þýðir ekki að ég
lifi fullkomnu lífi eða taki alltaf réttar ákvarð-
anir. Eða að ég sé betri maður en aðrir. Alls
ekki.
Ég var til dæmis svo huglaus að fara ekki
út í nám eftir stúdentspróf. Ef ég sé eftir ein-
hverju þá er það það. En mér finnst líklegt að
ég eigi það eftir. Að þegar krakkarnir fari að
heiman setjist ég að á suðrænum slóðum og
skrifi á veturna en komi heim á sumrin. Ef ég
horfi enn lengra fram í tímann sé ég mig fyr-
ir mér níræðan í ruggustól á heimili mínu að
tala við ungt fólk sem heldur í höndina á mér.
Þannig er mín framtíðarsýn. Að ég sem gamall
maður gefi af mér til þeirra sem yngri eru. Ég
held að það muni rætast.“
Frelsið Fylgir skáldsögunuM
Allt í einu hallar hann sér aftur og brosir sínu
breiðasta. Þegar hann er spurður hvað valdi
er svarið einfalt: „Lífið er skemmtilegt.“ Hann
bætir því við að hann fái oft þessa spurningu,
af hverju brosir þú svona? „Ég veit það ekki.
Mér líður bara þannig. Fyrir vikið er ég oft
bjánalegur. Ég hef ekki þessa sjálfstjórn. Ég er
bara eins og ég er.“
Ef við hugum aftur að framtíðarsýn hans þá
er hún nokkuð skýr. „Ég veit nokkurn veginn
hvað liggur fyrir mér að gera á næstu árum og
áratugum en ég held að ég eigi ekki að tala um
það heldur láta verkin tala. Ég vona samt að
ég muni skrifa alla ævi, það er bara spurning
hvað ég mun skrifa.“
Hingað til hefur hann fyrst og fremst helg-
að sig barna- og unglingasögum en skáld-
sagnaformið heillar. „Frelsið er meira ef ég
skrifa skáldsögu. Þá er ég alveg hömlulaus. Ég
upplifði mikið frelsi þegar ég skrifaði Allt hold
er hey, sem er mín eina skáldsaga til þessa.
Í raun er það sú bók sem ég hef fengið hvað
sterkust viðbrögð við án þess að mikið hafi
farið fyrir henni. Í mörg ár hef ég teiknað upp
skáldsögur og ég finn að þær eru alveg að fara
að detta inn. Reyndar var það líka mjög frels-
andi að skrifa Hvernig gerir þú konuna þína
hamingjusama?“
kaFar inn í sálir Fólks
Fólkið í kringum hann og þeir sem verða á
vegi hans eru honum endalaus uppspretta
hugmynda. „Ómeðvitað rannsaka ég fólk þeg-
ar ég tala við það. Ég er alltaf að leita að týp-
um, setningum, hreyfingum. Ég held að allir
rithöfundar geri það. Mér þykir líka vænt um
það þegar fólk treystir mér fyrir sínum per-
sónulegu málum. Sem rithöfundi er það mér
mikilvægt að komast inn í sálir fólks.“
Öllu erfiðara þykir honum þó að komast
inn í sína eigin sál. „Ég er alltaf að reyna að
komast lengra og kafa dýpra en það er hægara
sagt en gert. Eina leiðin til að komast þangað
er með því að eiga kyrrðarstund, draga and-
ann djúpt og hugleiða. Aðeins þannig hefur
mér tekist að komast á það stig að ég sé frjáls.
Þegar ég flýg út úr líkamanum og losna við
sjálfan mig. Líkt og þegar ég er að skrifa og
flæðið er svo mikið að ég get ekki stoppað. Á
meðan er ég ekki til.“
ingibjorg@dv.is
Ég hef upplifað alls kyns hluti í gegnum aldirn-
ar sem gefa mér hugrekki til
að þora að standa með sjálfum
mér og fara eigin leiðir.
Af því að mig dreymir alltaf eitthvað hlakka
ég alltaf til að fara upp í rúm.
Guðirnir og þessar andlegu
verur nálgast mig á nóttunni
og ég nærist á því.
drauMurinn Er að geta lifað
af ritstörfum og þurfa ekki að taka
að sér önnur verkefni sem taka frá
honum dýrmætan tíma og úthald.
Hann er nú í fullri vinnu og baslar
við að ná endum saman.