Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 38
38 ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 15. október 2010 föstudagur 70 ára á sunnudag Páll Vilhjálmsson blaðamaður Páll fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hann var í Barnaskóla Keflavíkur, Fjölbrautaskóla Suður- nesja, lauk þaðan stúdentsprófi 1982, stundaði nám í sögu og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 1986, lauk cand.mag–prófi í blaðamennsku frá Norsk Journalist Høgskole í Osló 1988 og MA-prófi í fjölmiðlafræði frá University of Minn- esota í Bandaríkjunum 1993. Páll var blaðamaður á DV 1988–89, blamaður á Pressunni 1989–90, blaða- maður og ritstjóri á Vikublaðinu 1992– 96, ritstjóri við Helgarpóstinn 1996–97, kennari við Seljaskóla 1998, sviðstjóri hjá Rannís 1998–2010 og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ frá 2008. Páll er einn af stofnendum Heims- sýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur setið í stjórn Heimssýnar frá upphafi og verið í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri á þessu ári. Hann var einn af stofnend- um Samfylkingarinnar og fyrsti for- maður samfylkingarfélags Seltirninga áður en hann sagði sig úr flokknum. Fjölskylda Eiginkona Páls er Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir, f. 6.2. 1961, samskipta- fulltrúi Grundar. Hún er dóttir séra Guðmundar Ólafssonar, sem er látinn, sóknarprests í Neskirkju, og Ingibjarg- ar Hannesdóttur kennara. Börn Páls og Guðbjargar eru Guð- mundur Óskar, f. 31.3. 1984, háskóla- nemi í Danmörku; Vigdís Ingibjörg, f. 14.3. 1990, háskólanemi í Reykjavík; Inga Þóra, f. 26.7. 2001. Systkini Páls eru Hanna Björg Vil- hjálmsdóttir, f. 27.8. 1963, kennari, búsett í Reykjavík; Garðar Vilhjálms- son, f. 25.12. 1966, kennari, búsettur í Kópavogi; Inga María Vilhjálmsdótt- ir, f. 1.3. 1971, félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík. Foreldrar Páls eru Vilhjálmur Grímsson, f. 3.8. 1942, fyrrv. bæjar- tæknifræðingur í Keflavík, og Vigdís Pálsdóttir, f. 27.11. 1943, húsmóðir. Ætt Vilhjálmur er sonur Gríms Eysturoy, kafara í Reykjavík, bróður Absalons, forstjóra í Þórshöfn í Færeyjum og for- manns Meistarafélags Færeyja er kom í veg fyrir að breskir togarar, sem höfðu gerst brotlegir í íslenskri landhelgi, fengju afgreiðslu í Færeyjum og stóð fyrir söfnun í Þórshöfn vegna Vest- mannaeyjagossins, en kona hans var Gertrud Jörgensen, systir Francizku, konu Gunnars Gunnarssonar skálds, og systur Önnu, konu Einars Jónsson- ar myndhöggvara. Grímur var sonur Guttorms Eystur- oy, snikkara í Þórshöfn en bræður hans voru nafnkunnir smiðir og uppfinn- ingamenn. Guttormur var sonur Abs- alons, þm. á færeyska Lögþinginu og kóngsb. á Tröllanesi á Karlsey, forystu- manns í sjálfstæðisbaráttu Færeyinga Guttormssonar, b. í Viðey í Færeyjum Absalonssonar, b. og galdramanns í Múla í Borðey Guttormssonar, b. í Múla Johannessonar, b. í Nolsö Gutt- ormssonar, óðalsb. í Gjogve í Aust- ureyu Rasmussonar, Guttormssonar, kóngsb. á Eyri á Austurey Rasmusson- ar, kóngsb. á Borðey Guttormssonar, kóngsb. í Múla Rasmussonar, óðalsb. í Haraldssundi í Kúney Magnússonar, hálshöggvinn í Kaupmannahöfn 1589, lögmanns í Færeyjum og herforingja í danska og hollenska sjóhernum, þjóð- hetju Færeyinga fyrir að rjúfa einok- unarverslun Dana. Magnús var sonur Heina hafreka, lögmanns í Færeyjum, sem var talinn ættfaðir Hafsteinsætt- arinnar. Móðir Magnúsar var Herborg Arnbjörnsdóttir, b. á Tjörnesi á Hörða- landi í Noregi. Móðir Guttorms Eys- turoyu var Johanna María Eysturoy frá Viðey í Færeyjum. Sara Maria var dótt- ir Johns Johansen, b. á Skansen í Ála- sundi í Noregi, og Gerdu Johansen. Móðir Vilhjálms var Ingibjörg Mörk, dóttir Mortan Mörk, skipstjóra í Þórshöfn, og Magdalenu Brekkman. Meðal bræðra Vigdísar voru Sigs- teinn, hreppstjóri á Blikastöðum, og Þorsteinn, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Vigdís er dóttir Páls sem lengst af starfaði hjá Flugfélagi Íslands Þorsteinssonar, frá Tungu í Fáskrúðs- firði. Móðir Vigdísar var Jóhanna Sím- onardóttir, kaupmanns í Reykjavík Jónssonar, b. á Læk í Ölfusi Símon- arsonar, b. á Læk Einarssonar. Móð- ir Jóns var Hólmfríður Magnúsdóttir. Móðir Símonar kaupmanns var Sig- ríður Guðmunsdóttir. Móðir Jóhönnu var Ása Jóhannsdóttir. 50 ára á föstudag Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjarnarnesinu. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1961 og kandídatsprófi í við- skiptafræði frá HÍ 1966. Örn var fulltrúi í fjármála- ráðuneytinu frá 1966, var skip- aður deildarstjóri í Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðu- neytisins frá 1970, skrifstofu- stjóri þar 1974–77, starfsmaður bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs hf. 1977–78, skrifstofustjóri hjá Landsvirkjun 1978–93 og er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar 1994–2002. Hann var síðan staðgengill forstjóra Landsvirkjunar 2002–2007 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Örn var annar stofnandi bóka- útgáfunnar Ferðahandbóka sf. 1964 og Arnar og Örlygs hf. 1966 en hætti þátttöku í rekstrinum 1978. Örn sat í stjórn Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta 1961–63, var varaformaður Vöku 1962–63, ritstjóri Vökublaðsins 1962–63, ritari í stjórn Félags við- skiptafræðinema 1963–64, rit- stjóri Hagmála, sat í stúdentaráði HÍ 1964–65, í stjórn Félags starfs- manna stjórnarráðsins 1969–73 og formaður 1972–73, sat í stjórn Bókasafns Seltjarnarness 1978– 94, var gjaldkeri Samtaka psori- asis- og exemsjúklinga 1980–86, gjaldkeri handknattleiksdeildar Gróttu 1982–83, sat í aðalstjórn íþróttafélagsins Gróttu 19820– 86, og sat í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum fjármálaráðu- neytisins og fjárlaga- og hag- sýslustofnunar á árunum 1966– 77. Fjölskylda Örn kvæntist 15.6. 1963 Ragn- heiði Þorgeirsdóttur, f. 30.5. 1942, fyrrv. bankastarfsmanni. Foreldr- ar Ragnheiðar: Þorgeir Jónsson, bóndi í Gufunesi, og k.h., Guð- ný Guðlaugsdóttir húsfreyja sem bæði eru látin. Börn Arnar og Ragnheiðar eru Soffía Arnardóttir, f. 13.11. 1963, fjármálastjóri, búsett á Seltjarn- arnesi en sonur hennar er Gunn- ar Örn Blöndal, f. 17.8. 1991 en sambýlismaður Soffíu er Brynj- ólfur Eyvindsson lögmaður; Örn Marinó Arnarson, f. 16.10. 1967, kvikmyndagerðarmaður í Reykja- vík en kona hans er Herborg Árnadóttir skrifstofumaður og eru börn þeirra Birta Sif, f. 2.11. 1994, Árni Steinn, f. 13.3. 1997, og Ari Marinó, f. 28.12. 2003; Þór Arnarson, f. 1.1. 1972, flugmað- ur í Maastricht en kona hans er Ingibjörg Dungal húsmóðir og eru börn þeirra Áslaug María, f. 12.5. 2000, Ragnheiður Ósk, f. 31.3. 2002, og Haraldur Örn, f. 29.4. 2007; Hörður, f. 8.1. 1980, viðskiptafræðingur í Helsingør í Danmörku en kona hans er Nina Ruth Knudsen, MA í hönnun og eru börn þeirra Isabella Sophia, f. 16.9. 2006, og Luka Snebjörn Steen, f. 10.12. 2008. Hálfbróðir Arnar, sammæðra, var Gunnar Wedholm Steindórs- son, f. 17.11. 1922, d. 7.3. 2000, sýslufulltrúi og tollvörður á Eski- firði og á Seltjarnarnesi. Foreldrar Arnar voru Mar- inó Jónsson, f. 4.11. 1906, d. 6.2. 1974, forstjóri í Reykjavík, og k.h., Andrea Soffía Wedholm, f. 5.7. 1901, d. 15.8. 1966, húsmóð- ir, hárgreiðslukona og verslunar- maður. Ætt Marinó var sonur Jóns, pr. í Otra- dal Árnasonar, dbrm. á Þverá í Hallárdal Jónssonar, b. á Helga- vatni í Vatnsdal Ólafssonar, afa Ólafs Friðrikssonar, verkalýðs- leiðtoga og langafa Ólafs, föður Gunnars Ragnars, fyrrv. forstjóra á Akureyri. Móðir Jóns Árna- sonar var Svanlaug Björnsdóttir, hreppstjóra á Þverá Þorláksson- ar. Móðir Marinós var Jóhanna Pálsdóttir, hreppstjóra í Stapadal Símonarsonar og Sigríðar Jóns- dóttur, hreppstjóra á Dynjanda Bjarnasonar. Móðir Sigríðar var Kristín Bárðardóttir, b. á Eyri Guðmundssonar, hreppstjóra í Neðri-Arnardal Bárðarsonar, ættföður Arnardalsættar Illuga- sonar. Andrea Soffía Wedholm var dóttir Viggós Wedholms, versl- unarmanns á Ísafirði Jónsson- ar Wedholms, veitingamanns á Ísafirði Jónssonar, b. í Litlu-Ávík, er var í varðliði Jörundar hunda- dagakonungs Jónssonar. Móðir Soffíu var Friðrikka Haraldsdóttir, verslunarmanns á Ísafirði Magnússonar, verslun- arstjóra í Ólafsvík Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfirði Jónssonar, bróður Þórdísar, móð- ur Jóns forseta. Móðir Magnús- ar var Rannveig Matthíasdótt- ir, stúdents í Vigur Þórðarsonar, ættföður Vigurættar Ólafsson- ar, ættföður Eyrarættar Jónsson- ar. Móðir Friðrikku var Sigríð- ur Markúsdóttir, b. á Nauteyri Torfasonar, sjómanns á Snæfjöll- um Ásgrímssonar, hreppstjóra í Arnardal Bárðarsonar, bróður Guðmundar í Arnardal. Móðir Sigríðar var Arnfríður Ólafsdótt- ir, b. á Stakkabergi Þorbergsson- ar, pr. á Eyri í Skutulsfirði ættföð- ur Thorbergsættar Einarssonar. Örn Marinósson fyrrv. staðgengill forstjóra landsvirkjunar Karl Helmut Brückner Kortsson fyrrv. héraðsdýralæknir og ræðismaður Karl fæddist í Crimmitschau í Sax- landi í Þýskalandi og ólst þar upp í foreldrahúsum en Karl var á tíunda árinu er hann missti föður sinn. Karl lauk stúdentsprófi frá latínuskólan- um í Þýringaskógi 1935 og stundaði síðan dýralækningar við Dýralækn- ingaháskólann í Hannover þar sem hann útskrifaðist með doktorspróf vorið 1940. Karl var yfirdýralæknir í þýska hernum þar sem hann starfaði á austurvígstöðvunum en þaðan komst hann við illan leik í stríðslok. Eftir stríðið var Karl borgardýra- læknir í Flensborg í eitt ár en þau hjónin fluttu síðan suður á bóginn til Hollenbek, skammt frá Lübeck, þar sem hann starfaði sem sjálf- stæður dýralæknir. Þar skipulagði Karl hjálparstarf en mikill straumur flóttafólks lá um héraðið frá sovéska hernámssvæðinu. Karl flutti til Íslands árið 1950. Hann var settur héraðsdýralæknir í Rangárvallaumdæmi með aðsetur á Hellu og gegndi því starfi um langt árabil eða þar til hann hætti fyrir ald- urs sakir. Karl var gerður að ræðismanni Sambandslýðveldisins Þýskalands á Suðurlandi árið 1954 og það sama haust beitti hann sér fyrir stofnun Þýsk-íslenska vinafélagsins á Suð- urlandi samkvæmt ósk Adenauers, þáverandi kanslara. Karl var formað- ur þess félags í þrjátíu og fimm ár en hann hefur unnið ómetanlegt starf í þágu samskipta landanna. Karli var veittur heiðurskross I. fl. þýska sambandslýðveldisins 1971 og riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu 1986. Þá var hann sæmdur gull- merki Dýralæknaháskólans í Hann- over árið 1990. Karl hefur skrifað ævisögu sína, Dýralæknir í stíði og friði, útg. af Skjaldborg árið 1994. Hann er skáld- mæltur og hefur ort talsvert um ára- bil, bæði á íslensku og þýsku. Fjölskylda Karl kvæntist 1945 Carmen Marie Róbertsdóttur, f. Thonby 1914, d. 1994, frá Nice í Suður-Frakklandi, hjúkrunarfræðingi. Börn Karls og Carmen Marie: Hans, f. 4.2. 1946, verkfræðingur í bílasmíði, búsettur í Þýskalandi; Harald, f. 25.3. 1947, jarðolíufræð- ingur, búsettur í Texas í Bandaríkj- unum; Helgi, f. 6.11. 1950, umboðs- maður Saudi-Arabíu-flugfélagsins, búsettur í Þýskalandi; Kristjana, f. 24.11. 1951, hótelfræðingur og starfs- maður við Lyngás, búsett í Reykjavík. Eiginkona Karls er Antje Brück- ner, f. Lorenz 6.1. 1944, hjúkrunar- fræðingur og húsmóðir. Karl er elstur fjögurra bræðra. Bræður hans: Hans Jochen er féll á austurvígstöðvunum 1945; Harald er lést úr lömunarveiki í bernsku; Heinz, læknir og fyrrv. vísindaráð- gjafi hjá svissneska lyfjafyrirtæk- inu Sandoz, búsettur í Bergedorf við Hamborg. 95 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.