Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 44
Hjörtur Júlíus Hjartarson er íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir afrek vikunnar að hafa tekist að finna jákvæða punkta við þriðja tapleik Íslands í röð í undan- keppni EM. Hjörtur Júlíus er tveggja dætra faðir og er á leiðinni í fæðingarorlof. 44 HIN HLIÐIN 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Nafn og aldur? „Hjörtur Júlíus Hjartarson, 36 (eftir 15 daga).“ Atvinna? „Íþróttafréttamaður hjá RÚV.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð.“ Fjöldi barna? „Tvær stelpur. Önnur hálffullorðin og hin svo til glæný.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, nokkra ketti. Sá síðasti var keyrður niður á Sæbrautinni fyrir nokkrum mánuðum. Mikil sorg.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Ég fór á frábæra útgáfutónleika hjá vini mínum, Orra Harðarsyni. Annars er ég á kafi í Airwaves þessa dagana.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, ég hef þurft að kastast á við lögin.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „ÍA-treyjan...“ Hefur þú farið í megrun? „Þar sem ég er enn að rembast eitthvað við það að vera í fótbolta þarf ég víst að hugsa um aukakílóin. Það er slatti af þeim og því leita ég stöðugt leiða til að farga þeim.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Stundum, stundum ekki.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Það þótti auðvitað afar mikilvægt á mínum yngri árum að vera með „réttan“ tónlistarsmekk. Þá laumaðist maður til að hlusta á hitt og þetta, þjakaður af samviskubiti yfir eigin ósvalleika. Hef síðar komist yfir þessa komplexa.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Flest það sem Stevie Wonder gaf út á áttunda áratugnum ýtir við mér. Annars eru að sjálfsögðu ákveðin lög tengd stað og stund sem hreyfa við manni líka.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til að halda áfram í feðraorlofinu mínu næstu tvo mánuðina. Nýt mín óskaplega vel í þessu hlutverki.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Flestar myndir með Will Ferrell.“ Afrek vikunnar? „Heldur tíðindalítið hjá mér og lillu. Kannski að hafa tekist að finna jákvæða punkta við þriðja tapleik Íslands í röð í undankeppni EM á þriðjudaginn. Það er ákveðið afrek.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, ekkert af því rættist.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, því miður. Var í skólahljómsveit Akraness fyrir aldar- fjórðungi eða svo. Spilaði þar á kornett en var látinn hætta vegna skorts á hæfileikum.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Nei, ekki sem stendur allavega.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Stelpurnar mínar, þeirra heilsa og hamingja. Hitt kemur í kjölfarið.“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Ég fæ mér stundum bjór með Kalla í Baggalút. Það er alltaf mjög skemmtilegt. Er hann er ekki ráðamaður?“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Obama, Mandela, veit ekki. Kannski bara George Bush yngri. Kannski er hann bara misskilinn snillingur. Svo segir Dabbi allavega.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, í barnaskóla. Ekkert til útflutnings.“ Nýlegt prakkarastrik? „Það var smá fantaskapur. Get ekki sagt frá því hér.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Veit ekki. Einhverjum litlum, búttuðum.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei, ég nýti alla mína hæfileika til hins ýtrasta og dugir það þó tæplega.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Ég er mikill Kani í mér eftir námsárin mín þar og nýt mín hvergi betur.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég les nokkrar blaðsíður áður en ég dett út.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Bara taka Óla Þórðar á þetta, berjast, berjast, berjast!“ komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað M Y N D IR E G G ER T JÓ H A N N ES SO N Látinn hætta í skólahljómsveit www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.