Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 52
52 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Tveir dagar eru liðnir frá stundinni stóru í Edinborg þegar DV slær á þráðinn til Gylfa Sigurðssonar, sjö milljóna punda mannsins, eins og hann var kallaður þar ytra. Gylfi er þá pollslakur uppi í sófa heima hjá sér í Hoffen- heim, enn að reyna að átta sig á því sem hann hefur gert. Á mánudaginn skaut Gylfi íslenska U21 árs landsliðinu á lokakeppni EM með tveimur frábærum mörkum í sigri á Skotum. Þau mörk kórónuðu frábært ár Gylfa Þórs sem mun væntanlega húðflúra á sig „2010“ en árið hefur verið honum ansi gott. Í byrjun árs fór allt á flug hjá honum með enska liðinu Reading þar sem hann hætti ein- faldlega ekki að skora í næstefstu deildinni á Englandi. Hann var á endanum – eftir smá trega í landsliðsþjálfaranum – valinn í A-landsliðið í fyrsta skipti auk þess sem hann endaði sem markahæsti leikmaður Reading og var valinn bestur af stuðn- ingsmönnum liðsins. Hann var síðan seldur í sumar á sjö millj- ónir punda til þýska úrvalsdeild- arliðsins Hoffenheim og nú er hann búinn að tryggja U21 árs liðinu sæti á lokakeppni EM. Ágætis ár það. DEKRAÐUR SEM BARN Gylfi er fæddur í Hafnarfirðinum og bjó í Setbergshverfinu þar til hann flutti út ungur að aldri. „Ég á einn bróður og eina systur en ég er yngstur,“ segir Gylfi sem naut eðlilega mikillar athygli sem yngsta barnið í fjölskyld- unni. „Það var kannski dekrað við mig í byrjun en síðan fattaði ég að það væri ekkert gott fyrir mig og það hætti,“ segir hann. Íþróttaáhuginn kviknaði í gegnum fjölskylduna en faðir hans, bróðir og systir voru öll í íþróttum. „Bróðir minn æfir golf í dag og fótbolta þegar hann var yngri. Þá var systir mín í dansi. Pabbi var í fótbolta og handbolta, aðallega þó fótbolt- anum,“ segir Gylfi sem er mikill FH-ingur og þó að hann sé fluttur út fylgir honum Hafnarfjarð- arrígurinn hvert sem hann fer. „Manni verð- ur alltaf illa við Hauka, það nuddast ekkert af manni. Pabbi var reyndar í Haukunum í hand- bolta en það er svo langt síðan að maður gefur honum séns. Hann er samt FH-ingur í dag, held ég. Ég ætti kannski frekar að spyrja hann áður en ég segi meir,“ segir Gylfi og hlær við. LÍKAMLEGA SEINÞROSKA Það var aðeins ein íþrótt sem heillaði Gylfa strax frá unga aldri þrátt fyrir að hann hafi að- eins komið við golfið og þyki það skemmtilegt í dag. Knattspyrnan átti hug hans allan. „Fót- boltinn er það eina sem langaði til að gera. Það fyrsta sem ég man er að ég var að leika mér við bróður minn í fótbolta þó ég muni ekki alveg hvers vegna ég valdi hann svona ungur. Mínar helstu fyrirmyndir þegar ég var yngri voru Mar- adona og Zidane en einnig horfði ég mikið til Beckham og Ronaldo,“ segir Gylfi sem skaraði ekkert fram úr strax á unga aldri. „Ég var alltaf tæknilega góður því ég æfði svo mikið en ég var aldrei stór. Ég var frekar lít- ill þegar ég var yngri en í yngri flokkum eru þeir stóru og sterkustu oft bestir. Ég vissi samt alltaf að ég myndi ná þeim því það er tæknileg geta sem skilar manni lengst í þessu. Ég var svolítið eftir á í líkamlegum þroska þannig að allir voru stærri en ég og litu betur út. Þegar það kæmi hjá mér vissi ég samt að ég myndi fara fram úr þeim,“ segir Gylfi Þór. AUKAÆFINGAR Í STAÐ UNGLINGAVINNUNNAR Gylfi hvarf frá FH nokkrum árum áður en hann fór út til Englands en þá skipti hann yfir í Breiðablik. Ástæðan var ekki sú að hann ynni ekki nóg með FH enda sjaldgæft að tólf ára gutt- ar pæli í þeim málum. Honum fannst hann ein- faldlega ekki geta æft nægilega mikið hjá FH en um það snýst þetta nú allt sam- an. „Í Kaplakrika var bara gam- alt gervigras sem fennti yfir á veturna og það var ómögulegt að æfa á því. Það fraus bara og maður var að drepast í hnján- um við að æfa á því. Ég vildi æfa vel á veturna líka og þarna var Breiðablik nýkomið með Fífuna. Blikarnir voru líka með topplið í mínum árgangi og því fannst mér ég verða að skipta.“ Æfingin skapar svo sannarlega meistarann, allavega í tilviki Gylfa, sem eyddi sumrum sín- um öðruvísi en aðrir. „Mamma og pabbi gáfu mér séns á að reyna að verða atvinnumaður og sem betur fer gekk það eftir. Ég fór til dæm- is ekki í unglingavinnuna á sumrin eða neitt. Ég æfði bara fótbolta. Pabbi sagði mér bara að sleppa unglingavinnunni og æfa frekar sjálfur á daginn áður en ég færi á æfingar hjá liðinu. Ég var alltaf í fótbolta, bæði einn og með strák- unum. Ég var á markvissum séræfingum með bróður mínum og pabba mínum. Það lá ljóst fyrir snemma að ég ætlaði að verða atvinnu- maður í fótbolta þannig að ég byrjaði bara að æfa mig markvisst eftir skóla og utan hefðbund- inna æfinga,“ segir Gylfi. ÓMETANLEGUR STUÐNINGUR FORELDRANNA Það leið ekki langur tími frá því að Gylfi kláraði samræmdu prófin þar til hann var farinn út í at- vinnumennsku. Aðeins fimmtán ára var hann kominn á samning hjá Reading en það hafði verið lengi í bígerð. „Ég fór þarna út á reynslu fjórum eða fimm sinnum og fékk síðan samn- ing sem mér leist vel á og tók. Fyrstu mánuðina bjó ég með öðrum strák úr 18 ára liðinu heima hjá fólki sem sá um okkur alfarið. Eftir jólin komu svo foreldrar mínir út og bjuggu hjá mér í einhver þrjú til fjögur ár sem skipti mig gríð- arlega miklu máli,“ segir Gylfi en hann hefur fengið alveg ómetanlegan stuðning frá foreldr- um sínum sem yfirgáfu Ísland í nokkur ár til að hjálpa syninum að fóta sig í nýju landi. „Mamma var ekkert að vinna og pabbi er með fyrirtæki sem hann stjórnaði bara í gegn- um símann og fór heim kannski einu sinni í mánuði. Það var því ekkert rosalega mikið ve- sen fyrir þau að koma út. Það skipti mig samt miklu máli því einn hefði maður fljótt orðið leiður og einmana. Ég held að það hefði orð- ið ansi erfitt að vera þarna einn ef manni hefði ekkert gengið úti á vellinum. Ég held að ég geti alveg sagt án þess að hika að foreldrar mínir hafi stutt mig frá byrjun.“ ALLIR BOLTAR FÓRU INN „Ég sé ekki eftir því að hafa farið til Reading svona ungur. Það skilaði mér á þann stað sem ég er í dag,“ segir Gylfi sem tókst að komast úr unglingaliðinu upp í aðalliðið en því miður er það gríðarlega algengt að íslenskum leikmönn- um – sem og öðrum – sem fara út svo snemma takist ekki að komast alla leið. „Það var ekkert leyndarmál hjá mér. Ég æfði bara mjög vel og einbeitti mér að því að koma mér í aðalliðið. Oft hugsaði ég að ég myndi aldrei fá tækifærið en það gerist ósjálfrátt þegar þú ert ekki að fá neina sénsa í liðinu. Ég vissi samt að ef ég fengi ekki tækifæri þarna myndi ég bara fara eitthvert annað,“ segir Gylfi sem fékk svo tækifærið í ta- pleik gegn Sheffield United og leit ekki um öxl eftir það. „Ég var meira og minna í byrjunarliðinu eft- ir það. Við byrjuðum tímabilið alveg skelfilega og vorum í næstneðsta sæti í deildinni í byrj- un janúar. Þá var skipt um þjálfara og hlutirn- ir fóru að ganga betur. Bæði fór allt að ganga hjá liðinu sem og mér sjálfum. Það fór bara allt inn hjá mér og ég held ég hafi skorað ein- hver fjórtán mörk eftir áramót. Það var frábært að vera hluti af svona heild sem vissi einfald- lega að hún myndi vinna alla leiki. Því miður tókst okkur ekki að komast í umspilið um sæti í úrvalsdeildinni sem var bara okkur sjálfum að kenna,“ segir Gylfi en í mars á þessu ári jafnaði Gylfi metin fyrir Reading í bikarleik gegn Liver- pool á Anfield en Reading sló svo stórveldið út í framlengingu. „Það var auðvitað bara magnað,“ segir hann. ÞARF EKKERT AÐ FLÆKJA ÞETTA Mörg mörk Gylfa á árinu hafa komið með þrumufleygum, annaðhvort beint úr auka- spyrnum eða glæsiskotum eins og mörkin gegn Skotlandi á mánudaginn. „Ég er búinn að æfa þetta síðan ég var í FH. Þessi skot eru búin að vera nokkur ár í þjálfun og þau hafa skilað nokkrum mörkum,“ segir Gylfi hógvær um gull- fótinn en með honum hefur hann meðal annars skorað tvö mörk með þýska liðinu Hoffeinheim þar sem hann spilar nú, bæði úr aukaspyrn- um. Aukaspyrnunum svipar mjög svo til skot- stíls sjálfs Davids Beckham, eins helsta auka- spyrnusérfræðings seinni ára, en hann hafði þann hæfileika, sem Gylfi virðist einnig hafa, að geta spyrnt boltanum innanfótar jafnfast og aðrir menn með ristinni en mun auðveldara er að stýra boltanum með innanfótarspyrnum. Knattspyrna 101. „Maður horfði kannski svolítið á Beckham þegar maður var yngri,“ segir Manchester Un- ited-aðdáandinn Gylfi Þór. „Beckham skoraði nú bara alltaf. Maður reynir samt bara að skrúfa boltann yfir vegginn og hitta á rammann. Það þarf svo sem ekkert að vera að flækja þetta,“ seg- ir Gylfi og hlær. ALDREI DRUKKIÐ Eftir leikinn margumrædda á mánudaginn hitt- ist íslenski hópurinn, leikmenn, þjálfarar, for- svarsmenn KSÍ og fleiri, á krá einni í Edinborg og gerðu sér glaðan dag. Þar var þó einn mað- ur sem sat rólegur með kók í glasi, Gylfi okkar Sigurðsson, sem hefur aldrei bragðað dropa af áfengi. „Ég drekk ekki og hef aldrei gert. Ég veit ekki hver ástæðan er en mig hefur bara aldrei langað til að drekka,“ segir Gylfi sem nýttist fé- lögum sínum ekki einu sinni sem bílstjóri á ÞRUMUFLEYGARNIR ÞAULÆFÐIR Á mánudaginn skaut hinn 21 árs gamli Gylfi Þór Sigurðsson sér inn í hjörtu landsmanna með tveimur þrumufleygum sem tryggðu U21 árs landsliði Íslands sæti í lokakeppni EM. Gylfi hefur verið kallað- ur margt síðustu daga, gullfóturinn meðal annars, og er hann almennt talinn bjartasta von íslenskrar knatt- spyrnu. Þessi hógværi piltur stefndi á atvinnumennsku frá unga aldri og þurfti ekki einu sinni að fara í ung- lingavinnuna, hann átti bara að æfa sig á daginn. Gylfi er bindindismaður sem hefur aldrei bragðað sopa af áfengi eins og Tómas Þór Þórðarson komst að þegar hann ræddi við Gylfa í vikunni. Pabbi sagði mér bara að sleppa unglingavinnunni og æfa frekar sjálfur á daginn. FÍN TÖLFRÆÐI Gylfi hefur komið inn á fjórum sinnum hjá Hoffenheim og skorað tvö mörk á samtals níutíu mínútum. MYND REUTERS STÓRA STUNDIN Gylfi er mikill Manchester United-maður og leiddist það ekkert að skora úr víti á Anfield gegn Liverpool. MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.