Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 54
Landsleikjafríið fer í taugarnar á flestum dyggum stuðningsmönn- um enska boltans en þeir þurfa ekki að örvænta. Enski heldur áfram um helgina og verður ekki truflaður aft- ur fyrr en í mars. Lítið er um stórleiki þessa helgina en einn risaslagur er þó í Liverpool þar sem Everton, bláa liðið frá Bítlaborginni, tekur á móti nágrönnum sínum og fjandmönn- um í Liverpool á Goodison Park, Guttagarði. Liverpool hefur haft al- gjört tangarhald á Everton síðustu ár og unnið fimm af síðustu sex leikjum liðsins, sá sjötti endaði með jafntefli. Everton hefur ekki unnið nágrannana síðan í september árið 2006. Byrjun beggja liða í deildinni hefur verið hrikaleg en þau sitja í sautjánda og átjánda sæti ensku úr- valsdeildarinnar eftir sjö umferðir. Liverpool er í enn verri málum utan vallar og gæti liðið farið í greiðslu- stöðvun í dag, föstudag. Enginn Kuyt Liverpool hefur farið skelfilega af stað í deildinni og eru vonir stuðn- ingsmanna liðsins brostnar enn eina ferðina, reyndar bara mun fyrr þetta árið. Bjartsýnin sem ríkti með komu Roys Hodgson og leikmanna á borð við Joe Cole, Christian Poul- sen og Raul Mereiles er fyrir löngu horfin enda liðið aðeins búið að vinna einn leik af sjö. Í umferðinni fyrir landsleikahléið tapaði Liver- pool svo fyrir nýliðum Blackpool en líklega myndu mánaðarlaun Fern- andos Torres og Stevens Gerrard duga fyrir launakostnaði alls Black- pool-liðsins og hamborgaraveislu á línuna. Landsleikjahléið hafði ekkert gott í för með sér fyrir Liverpool- menn þar sem Hollendingurinn harðduglegi, Dirk Kuyt, meiddist illa í landsleik gegn Svíþjóð. Hann lenti illa á ökklanum sem tognaði og verður Kuyt frá líklega fram að ára- mótum en það á eftir að koma betur í ljós við skoðun á ökklanum. Kuyt hefur verið afar drjúgur fyrir Liver- pool í nágrannaslögunum gegn Ev- erton en hann hefur skorað í síðustu tveimur leikjum liðanna og alls fjög- ur mörk í síðustu sex viðureignum nágrannanna. Eignarhaldið í uppnámi Utan vallar hefur Liverpool ekki geng- ið mikið betur og eigendurnir, Tom Gillett og George Hicks, eru löngu hættir að hugsa um hagsmuni félags- ins og vilja aðeins koma sem best út fjárhagslega. Tilboði í félagið var tekið í vikunni frá bandaríska eignarhalds- félaginu NESV og úrskurðaði breskur dómstóll að salan mætti ganga í gegn þrátt fyrir mótmæli eigendanna. Þeir voru þó ekki lengi að snúa sér til dóm- stóls heima, í Texas í Bandaríkjunum. Úrskurðaði dómstóll þar að lögbann yrði sett á söluna. Þýðir það eitt að ekki kemur í ljós fyrr en 25. október hvað verður um mál Gilletts og Hicks þegar málið verður tekið fyrir. Lán skoska bank- ans RBS mun þó falla á félagið í dag, föstudag, og geti Bandaríkjamenn- irnir ekki greitt lánið – sem er talið ólíklegt – fer Liverpool í greiðslu- stöðvun og mun missa níu stig. Ætl- ar NESV-eignarhaldsfélagið þó að bíða eftir úrlausn mála hjá Liver- pool en mikill hugur er hjá því að kaupa Liverpool, eins og hjá sing- apúrska kaupsýslumanninum Pet- er Lim sem vill greiða 320 milljónir punda fyrir félagið með staðgreiðslu og leggja til aðrar fjörutíu til leik- mannakaupa. Erfið byrjun Everton Akkilesarhæll Everton undanfarin tímabil hefur verið arfadöpur byrjun en svo virðist sem menn ranki ekki við sér í Guttagarði fyrr en um jólin. Endar liðið svo vanalega á því að vera hársbreidd frá Evrópusæti og græt- ur töpuð stig. Tímabilið í ár er eng- in undantekning á því. Everton hefur aðeins unnið einn leik til þessa, eins og nágrannarnir úr rauða hluta Bítla- borgarinnar og eru aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu. „Við vorum virkilega vel stemmd- ir fyrir tímabilið og ætluðum ekki að falla í þá gryfju aftur, að byrja svona illa. En svo þegar sigrarnir létu bíða eftir sér í byrjun fóru menn að hjakka í sama farinu og undanfarin ár. Það var samt gott að landa þess- um fyrsta sigri og nú þurfum við að fylgja honum eftir með því að vinna nokkra leiki í röð. Það væri ekki leið- inlegt að byrja á því að vinna Liver- pool en það hefur gengið bölvanlega undanfarin ár. Sigur þar myndi samt örugglega koma okkur almennilega af stað,“ segir Tim Cahill, Ástralinn í liði Everton. 54 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 15. október 2010 FÖSTUDAGUR BOTNSLAGUR Í BÍTLABORGINNI Enski boltinn fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjafrí. Stærsti leikur helgarinnar er slagurinn um Bítlaborgina þar sem Everton tekur á móti nágrönnum sínum, Liverpool. Bæði lið eru í botnbaráttu eftir sjö umferðir í deildinni. Þó er heldur meira vesen á Liverpool sem gæti farið í greiðslustöðvun í dag. LIÐ L U J T M STIG 1. Chelsea 7 6 0 1 23:2 18 2. Man. City 7 4 2 1 9:3 14 3. Man. Utd 7 3 4 0 16:9 13 4. Arsenal 7 3 2 2 16:9 11 5. Tottenham 7 3 2 2 8:6 11 6. WBA 7 3 2 2 9:12 11 7. Stoke City 7 3 1 3 8:9 10 8. Aston Villa 7 3 1 3 9:12 10 9. Blackpool 7 3 1 3 11:15 10 10. Fulham 7 1 6 0 8:7 9 11. Sunderland 7 1 5 1 7:7 8 12. Bolton 7 1 5 1 10:11 8 13. Blackburn 7 2 2 3 7:8 8 14. Wigan 7 2 2 3 4:13 8 15. Newcastle 7 2 1 4 10:10 7 16. Birmingham 7 1 4 2 7:10 7 17. Everton 7 1 3 3 6:7 6 18. Liverpool 7 1 3 3 7:11 6 19. Wolves 7 1 2 4 7:12 5 20. West Ham 7 1 2 4 5:14 5 STAÐAN Í ENSKA LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 14.00 Arsenal - Birmingham 14.00 Bolton - Stoke 14.00 Fulham - Tottenham 14.00 Man. United - WBA 14.00 Newcastle - Wigan 14.00 Úlfarnir - West Ham SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 12.30 Everton - Liverpool 15.00 Blackpool - Man. City MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 19.00 Blackburn - Sunderland LEIKIR HELGARINNAR Deildarleikir Liverpool og Everton síðustu keppnistímabil. 2009 – 2010 Liverpool 1 - 0 Everton Everton 0 - 2 Liverpool 2008 – 2009 Liverpool 1 - 1 Everton Everton 0 - 2 Liverpool 2007 – 2008 Liverpool 1 - 0 Everton Everton 1 - 2 Liverpool SÍÐUSTU LEIKIR EKKI FAGNA OF SNEMMA Stjórnarformaðurinn Martin Broughton brosti breitt á miðvikudaginn en brosið hvarf þegar hann frétti af aðgerðum Gilletts og Hicks. MYND REUTERS ÓVINSÆLIR Gillett og Hicks eru löngu hættir að hugsa um hag Liverpool og vilja bara losna á sem bestan máta frá félaginu. ALLT LAGT Í SÖLURNAR Það er ávallt hart barist í Bítlaborgarslagnum en Dirk Kuyt verður ekki með Liverpool. MYND REUTERS TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.