Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 54
Landsleikjafríið fer í taugarnar á flestum dyggum stuðningsmönn- um enska boltans en þeir þurfa ekki að örvænta. Enski heldur áfram um helgina og verður ekki truflaður aft- ur fyrr en í mars. Lítið er um stórleiki þessa helgina en einn risaslagur er þó í Liverpool þar sem Everton, bláa liðið frá Bítlaborginni, tekur á móti nágrönnum sínum og fjandmönn- um í Liverpool á Goodison Park, Guttagarði. Liverpool hefur haft al- gjört tangarhald á Everton síðustu ár og unnið fimm af síðustu sex leikjum liðsins, sá sjötti endaði með jafntefli. Everton hefur ekki unnið nágrannana síðan í september árið 2006. Byrjun beggja liða í deildinni hefur verið hrikaleg en þau sitja í sautjánda og átjánda sæti ensku úr- valsdeildarinnar eftir sjö umferðir. Liverpool er í enn verri málum utan vallar og gæti liðið farið í greiðslu- stöðvun í dag, föstudag. Enginn Kuyt Liverpool hefur farið skelfilega af stað í deildinni og eru vonir stuðn- ingsmanna liðsins brostnar enn eina ferðina, reyndar bara mun fyrr þetta árið. Bjartsýnin sem ríkti með komu Roys Hodgson og leikmanna á borð við Joe Cole, Christian Poul- sen og Raul Mereiles er fyrir löngu horfin enda liðið aðeins búið að vinna einn leik af sjö. Í umferðinni fyrir landsleikahléið tapaði Liver- pool svo fyrir nýliðum Blackpool en líklega myndu mánaðarlaun Fern- andos Torres og Stevens Gerrard duga fyrir launakostnaði alls Black- pool-liðsins og hamborgaraveislu á línuna. Landsleikjahléið hafði ekkert gott í för með sér fyrir Liverpool- menn þar sem Hollendingurinn harðduglegi, Dirk Kuyt, meiddist illa í landsleik gegn Svíþjóð. Hann lenti illa á ökklanum sem tognaði og verður Kuyt frá líklega fram að ára- mótum en það á eftir að koma betur í ljós við skoðun á ökklanum. Kuyt hefur verið afar drjúgur fyrir Liver- pool í nágrannaslögunum gegn Ev- erton en hann hefur skorað í síðustu tveimur leikjum liðanna og alls fjög- ur mörk í síðustu sex viðureignum nágrannanna. Eignarhaldið í uppnámi Utan vallar hefur Liverpool ekki geng- ið mikið betur og eigendurnir, Tom Gillett og George Hicks, eru löngu hættir að hugsa um hagsmuni félags- ins og vilja aðeins koma sem best út fjárhagslega. Tilboði í félagið var tekið í vikunni frá bandaríska eignarhalds- félaginu NESV og úrskurðaði breskur dómstóll að salan mætti ganga í gegn þrátt fyrir mótmæli eigendanna. Þeir voru þó ekki lengi að snúa sér til dóm- stóls heima, í Texas í Bandaríkjunum. Úrskurðaði dómstóll þar að lögbann yrði sett á söluna. Þýðir það eitt að ekki kemur í ljós fyrr en 25. október hvað verður um mál Gilletts og Hicks þegar málið verður tekið fyrir. Lán skoska bank- ans RBS mun þó falla á félagið í dag, föstudag, og geti Bandaríkjamenn- irnir ekki greitt lánið – sem er talið ólíklegt – fer Liverpool í greiðslu- stöðvun og mun missa níu stig. Ætl- ar NESV-eignarhaldsfélagið þó að bíða eftir úrlausn mála hjá Liver- pool en mikill hugur er hjá því að kaupa Liverpool, eins og hjá sing- apúrska kaupsýslumanninum Pet- er Lim sem vill greiða 320 milljónir punda fyrir félagið með staðgreiðslu og leggja til aðrar fjörutíu til leik- mannakaupa. Erfið byrjun Everton Akkilesarhæll Everton undanfarin tímabil hefur verið arfadöpur byrjun en svo virðist sem menn ranki ekki við sér í Guttagarði fyrr en um jólin. Endar liðið svo vanalega á því að vera hársbreidd frá Evrópusæti og græt- ur töpuð stig. Tímabilið í ár er eng- in undantekning á því. Everton hefur aðeins unnið einn leik til þessa, eins og nágrannarnir úr rauða hluta Bítla- borgarinnar og eru aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu. „Við vorum virkilega vel stemmd- ir fyrir tímabilið og ætluðum ekki að falla í þá gryfju aftur, að byrja svona illa. En svo þegar sigrarnir létu bíða eftir sér í byrjun fóru menn að hjakka í sama farinu og undanfarin ár. Það var samt gott að landa þess- um fyrsta sigri og nú þurfum við að fylgja honum eftir með því að vinna nokkra leiki í röð. Það væri ekki leið- inlegt að byrja á því að vinna Liver- pool en það hefur gengið bölvanlega undanfarin ár. Sigur þar myndi samt örugglega koma okkur almennilega af stað,“ segir Tim Cahill, Ástralinn í liði Everton. 54 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 15. október 2010 FÖSTUDAGUR BOTNSLAGUR Í BÍTLABORGINNI Enski boltinn fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjafrí. Stærsti leikur helgarinnar er slagurinn um Bítlaborgina þar sem Everton tekur á móti nágrönnum sínum, Liverpool. Bæði lið eru í botnbaráttu eftir sjö umferðir í deildinni. Þó er heldur meira vesen á Liverpool sem gæti farið í greiðslustöðvun í dag. LIÐ L U J T M STIG 1. Chelsea 7 6 0 1 23:2 18 2. Man. City 7 4 2 1 9:3 14 3. Man. Utd 7 3 4 0 16:9 13 4. Arsenal 7 3 2 2 16:9 11 5. Tottenham 7 3 2 2 8:6 11 6. WBA 7 3 2 2 9:12 11 7. Stoke City 7 3 1 3 8:9 10 8. Aston Villa 7 3 1 3 9:12 10 9. Blackpool 7 3 1 3 11:15 10 10. Fulham 7 1 6 0 8:7 9 11. Sunderland 7 1 5 1 7:7 8 12. Bolton 7 1 5 1 10:11 8 13. Blackburn 7 2 2 3 7:8 8 14. Wigan 7 2 2 3 4:13 8 15. Newcastle 7 2 1 4 10:10 7 16. Birmingham 7 1 4 2 7:10 7 17. Everton 7 1 3 3 6:7 6 18. Liverpool 7 1 3 3 7:11 6 19. Wolves 7 1 2 4 7:12 5 20. West Ham 7 1 2 4 5:14 5 STAÐAN Í ENSKA LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 14.00 Arsenal - Birmingham 14.00 Bolton - Stoke 14.00 Fulham - Tottenham 14.00 Man. United - WBA 14.00 Newcastle - Wigan 14.00 Úlfarnir - West Ham SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 12.30 Everton - Liverpool 15.00 Blackpool - Man. City MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 19.00 Blackburn - Sunderland LEIKIR HELGARINNAR Deildarleikir Liverpool og Everton síðustu keppnistímabil. 2009 – 2010 Liverpool 1 - 0 Everton Everton 0 - 2 Liverpool 2008 – 2009 Liverpool 1 - 1 Everton Everton 0 - 2 Liverpool 2007 – 2008 Liverpool 1 - 0 Everton Everton 1 - 2 Liverpool SÍÐUSTU LEIKIR EKKI FAGNA OF SNEMMA Stjórnarformaðurinn Martin Broughton brosti breitt á miðvikudaginn en brosið hvarf þegar hann frétti af aðgerðum Gilletts og Hicks. MYND REUTERS ÓVINSÆLIR Gillett og Hicks eru löngu hættir að hugsa um hag Liverpool og vilja bara losna á sem bestan máta frá félaginu. ALLT LAGT Í SÖLURNAR Það er ávallt hart barist í Bítlaborgarslagnum en Dirk Kuyt verður ekki með Liverpool. MYND REUTERS TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.