Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað Sleppa undan skuldum n Kristján Arason mun að öllu óbreyttu ekki þurfa að greiða neitt upp í rúmlega tveggja milljarða króna skuldir gjaldþrota eignarhaldsfélags í hans eigu, 7 hægri ehf. Félag Kristjáns skuldar þrotabúi Kaupþings rúmar 1.900 milljónir af þessari upphæð en bankinn veitti honum umrætt lán til að kaupa hlutabréf í bank- anum á árunum þar á undan. Skiptastjóri félagsins er Helgi Birgisson lögmaður. Ástæða þess að Kristján, sem er kvænt- ur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þing- konu, er ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum félagsins er sú að í febrú- ar 2008 stofnaði hann einkahlutafélag sem hann lét hlutabréfin og skuldirnar inn í. Fyrir stofnun einkahlutafélagsins hafði Kristján sjálfur verið skráð- ur fyrir hlutabréfunum í Kaupþingi og þar með verið persónulega ábyrgur fyrir skuldunum líkt og margir aðrir starfsmenn Kaupþings. Kristján hefur sjálfur sagt að hann hafi haft sérstakt leyfi frá Hreiðari Má Sigurðssyni til að færa hlutabréfin og skuldirnar sem hvíldu á þeim inn í eignarhaldsfélag. Þola ekki lengur sundrungina í VG n Meirihluti þingflokks Vinstri grænna tel- ur vart við það unandi lengur að nokkr- ir þingmenn á vinstri kanti flokksins rísi reglulega gegn ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum á Alþingi frekar en að ganga veg málamiðl- unar innan flokksins. Því hljóti senn að koma til uppgjörs. Það hefur meðal annars valdið vonbrigðum að innganga Ögmundar Jón- assonar í ríkisstjórnina á ný skuli ekki hafa tryggt friðinn innan flokksins. Þvert á móti eru upphlaup tíð, og nú síðast hafa þrír þingmenn flokksins, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason gengið gegn þingmeirihlutanum og ríkis- stjórninni með harðorðri yfirlýsingu. Þau neituðu að styðja fjárlagafrumvarp Stein- gríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns VG, og sökuðu hann og forystu samstarfsflokksins um forræðishyggju og foringjaræði. Þingmenn- irnir lýstu einnig andstöðu við samstarfið við AGS, aðildarumsóknina að ESB og forgangsröðun við óhjákvæmilegan niðurskurð innan velferðar- kerfisins. Magma gæti grætt n Nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins skoða nú alvarlega möguleikann á því að kaupa á milli 20 og 25 prósenta hlut í orku- fyrirtækinu HS Orku á Reykja- nesi af Kanadamanninum Ross Beaty. Félag í eigu Beaty, Mag- ma Energy, á rúm 98,5 prósent í félaginu. Mikill styr hefur staðið um eignarhaldið á HS Orku frá því Ross Beaty byrjaði að kaupa hlutabréf í félaginu. Samkvæmt þessum nýjustu tíðindum gæti svo farið að hann selji um fjórðung af hlutabréfum sínum í félaginu til íslenskra lífeyrissjóða, sem aftur eru í eigu sjóðsfé- laga sinna. Þannig myndi HS Orka komast aftur í eigu íslenskra aðila að hluta. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segir að ef af sölunni verði muni söluverð hlutabréfanna líklega verða það sama og kaupverðið sem Magma greiddi fyrir bréfin á sínum tíma. 2 3 1 F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð Kristján og Þorgerður heppin: SLEPPA VIÐ MILLJARÐA n Engar persónu- legar ábyrgðir n Hjónin halda öllu sínu n Kristján: „Það er búið að úr- skurða félagið gjaldþrota“ n 24 milljónir í laun á mán- uði 2007 Fréttir 2–3n 7 hægri gjaldþrota UPPSKRIFTIN AÐ FULLKOMNUM JÓLUM Maturinn, bækurnar, bjórinn og spilin: Linda P: 20.–21. DESEMBER 2010 147. TBL. 100. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 395 KR. MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR n Safnaði með sölu ljóða Móðirin fékk gefins legstein fyrir son sinn SJÓNVARPS- FÓLK ER PRÍMA- DONNUR n ÓSKAR HRAFN SÉR EKKI EFTIR AÐ HAFA HÆTT Á STÖÐ 2 Viðtal 22–23 MAGMA gæti stór- grætt á HS Orku n Lífeyrissjóðir vilja kaupa Fréttir 8 Fréttir 4 Björn Jörundur hefur breytt um lífsstíl n Jón segir Björn Jörund saklausan af óreglu Eignaðist hús við sjó Neytendur 14–15 Fréttir 3 Fólk 26 8 | Fréttir 20. desember 2010 Mánudagur Bergvin Oddsson stendur í ströngu við að innheimta kostnað vegna veislu: Borga ekki fyrir veisluna • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Nálastungudýnan Tilboð til j óla 40% a fsláttur! Tilboðsverð 5.850 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Magma gæti grætt á sölunni á HS Orku Nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins skoða nú alvarlega möguleikann á því að kaupa á milli 20 og 25 prósenta hlut í orkufyrirtækinu HS Orku á Reykja- nesi af Kanadamanninum Ross Beaty. Félag í eigu Kanadamannsins, Magma Energy, á rúm 98,5 prósent í félaginu. Mikill styr hefur staðið um eign- arhaldið á HS Orku frá því Kanada- maðurinn byrjaði að kaupa hlutabréf í félaginu. Samkvæmt þessum nýjustu tíðindum gæti svo farið að hann selji um fjórðung af hlutabréfum sín í félag- inu til íslenskra lífeyrissjóða, sem aft- ur eru í eigu sjóðsfélaga sinna. Þannig myndi HS Orka komast aftur í eigu ís- lenskra aðila að hluta. Kaupverðið það sama Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segir að ef af sölunni verður muni söluverð hlutabréfanna líklega verða það sama og kaupverðið sem Magma greiddi fyrir bréfin á sínum tíma. „Við höfum boðið þeim að kaupa þetta á sama verði og við keyptum á ... Við létum vita af því áður en við keypt- um síðasta skammtinn af hlutabréfun- um af Geysi Green að við vildum ekk- ert endilega eignast þetta allt og að við vildum endilega fá íslenska aðila með okkur í kaupin.“ Hann segir að hugsan- leg kaup lífeyrissjóðanna á hlutnum í HS Orku séu til skoðunar hjá lífeyris- sjóðunum. Sem dæmi um hvað hluturinn gæti kostað þá borgaði Magma 12 milljarða króna fyrir 32 prósenta hlut í HS Orku sem keyptur var í desember. Því gæti verið um að ræða fjárfestingu upp á 8 til 10 milljarða hjá lífeyrissjóðunum. Stóru sjóðirnir áhugasamir Hrafn Margeirsson, framkvæmda- stjóri Samtaka lífeyrissjóða, segir að verið sé að kanna áhuga lífeyrissjóð- anna í landinu á því að koma að kaup- unum á hlutnum. Hann segir að um- ræðan um kaupin sé á frumstigi. „Það er verið að kanna það hjá einstökum sjóðum hvort þeir vilja koma að kaup- um á HS Orku. Það er verið að kanna hvaða sjóðir vilji fara í svokallaðar upphafsviðræður eða könnunarvið- ræður,“ segir Hrafn. Aðspurður hvort einhverjir lífeyr- issjóðir séu ákveðnir í því að hefja við- ræður um kaup á HS Orku af Magma segir Hrafn að hann telji að líklega muni stærstu sjóðirnir vilja hefja þess- ar viðræður. „Ég held að stærstu sjóð- irnir séu tilbúnir að skoða málin án skuldbindinga. Það kemur líklega í ljós í þessari viku hvaða sjóðir eru reiðu- búnir í að skoða þetta.“ Fimm stærstu sjóðirnir eru: Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, Lífeyrissjóður verzl- unarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og Sameinaði lífeyris- sjóðurinn. Hrafn segir að talað hafi verið um að Magma seldi lífeyrissjóð- unum hlutinn í HS Orku á sama verði og félagið keypti hlutinn á. Fjárfestingabankinn Saga og ráð- gjafarfyrirtækið Arctica Finance eru ráðgjafar og milliliðir í viðræðunum um hugsanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS. Saga starfar fyrir Magma Energy og Arctica Finance er ráðgjafi lífeyris- sjóðanna. Fjármagnað með aflandskrónum Þó að Magma Energy muni selja líf- eyrissjóðunum hlutinn á sama verði og þeir keyptu hann á þýðir það þó ekki að félagið muni ekki hugsanlega græða á viðskiptunum. Ástæðan er sú, líkt og DV greindi frá í byrjun þessa árs, að Magma Energy fjármagnaði kaup sín á HS Orku að minnsta kosti að hluta til með aflandskrónum. Krón- um sem keyptar voru á aflandsmark- aði fyrir lægra verð en krónurnar hefðu kostað ef Magma hefði keypt þær á op- inberu gengi Seðlabanka Íslands hér heima. DV greindi frá því í janúar að Magma hefði keypti íslenskar krón- ur á aflandsmarkaði í Lúxemborg fyr- ir um 20 milljónir dollara árið 2009. Seðlabanki Íslands hefur sömuleiðis rannsakað viðskipti félagsins með af aflandskrónur, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í sumar. Magma Energy gæti því hugsan- lega grætt sem nemur mismuninum á opinberu gengi krónunnar og af- landsgenginu sem þeir keyptu krón- urnar á fari svo að lífeyrissjóðirnir kaupi hlut í HS Orku. Ef lífeyrissjóð- ir kaupa hlut á 10 milljarða, og Mag- ma hefur fjármagnað allan hlut sinn í HS Orku með aflandskrónum, má því reikna með að fyrirtækið græði allt frá einum milljarði og upp í nokkra milljarða króna á þessum til- teknu viðskiptum. Sá gróði Magma kæmi frá lífeyrissjóðum landsins. n Íslenskir lífeyrissjóðir vilja kaupa allt að 25% í HS Orku n Líklegt er að hafnar verði viðræður við Magma um kaupin n Magma gæti grætt á sölunni Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við höfum boð- ið þeim að kaupa þetta á sama verði og við keyptum á. Krónuviðskipti á aflandsmarkaði Sérfræðingur í gjaldeyrismálum sem DV ræddi við segir að viðskipti með krónur á aflandsmarkaði (off-shore) hafi verið mjög algeng áður en Seðlabanki Íslands herti reglur um gjaldeyrisviðskipti í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hann segir að tvö gengi séu á krónunni: opinbert gengi (on-shore) og svo gengið á aflandsmarkaði. Hann segir að viðskipti með krónur á aflandsmarkaði styrki gengið á þeim markaði en leiði hins vegar til þess að fyrir vikið styrkist opinbera gengi krónunnar ekki. Hann segir að viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði hafi verið miklu meiri en við- skiptin á on-shore-markaðnum en að þetta hafi breyst eftir að Seðlabankinn þrengdi reglur um gjaldeyrisviðskipti. Sérfræðingurinn segir að markmið Seðlabanka Íslands með gjaldeyrishaftalög- unum hafi verið að reyna að styrkja gengi krónunnar á on-shore-markaðnum og slík viðskipti með krónuna á aflandsmarkaði grafi vissulega undir þessari viðleitni. Því má segja að krónuviðskipti á aflandsmarkaði fari gegn anda gjaldeyrishaftalaganna. Seðlabankinn vilji helst að öll viðskipti með krónuna fari fram á on-shore-markaðnum. Hins vegar sé erfitt að eiga við slíka viðskiptahætti þar sem ekki sé ólöglegt að kaupa krónur á þennan hátt. Hann segir að fyrirtæki geti sparað sér allt frá 10 til 40 prósent á kaupverði gjaldeyr-is með því að kaupa hann á aflandsmarkaði. Fyrirtæki sem þurfa að kaupa sér krónur geta því sparað sér umtalsverðar upphæðir með því að gera það á aflandsmarkaði. Færri taka myndir á leigu Fjöldi útleigðra myndbanda og diska á síðasta ári er áætlaður hátt í 1,8 milljónir eintaka. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands yfir útgáfu, dreifingu og sölu myndbanda og mynddiska árið 2009. Frá árinu 2001 hefur áætlaður fjöldi útleigðra mynddiska og mynd- banda minnkað um 1,4 milljónir eintaka, eða úr 3,1 milljónum leigðr- ta eintaka. Miðað við áætlaða útleigu síð- asta árs má gera ráð fyrir að hver einstaklingur hafi leigt sér mynd sex sinnum, eða helmingi sjaldnar en þegar mest lét árið 2001, er áætluð útleiga var 11 myndir á mann. Inni í tölum um útleigu er ekki leiga á myndum á vegum myndveita um síma og í sjónvarpi. Húsnæðisverð hækkaði á árinu Þegar litið er til fyrstu ellefu mán- aða ársins er ljóst að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækk- að um 1,4 prósent að nafnvirði frá síðustu áramótum. Þegar tekið er tillit til verðbólgu hefur verðið hins vegar lækkað um tæp tvö prósent það sem af er ári. Greining Glitnis spáir því að á næstu tveimur árum muni íbúðaverð hækka um tíu prósent að nafnverði. Því er spáð að kaupmáttur launa haldi áfram að hækka, atvinnu- leysi minnki, vextir lækki enn frekar og gengi krónunnar styrkist. Þá muni verðbólgan haldast lág sem muni leiða til hækkunar íbúðaverðs. Dýrara í strætó Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hækka fargjöld frá og með næstu áramótum. Fargjöld munu hækka á bilinu 5 til 25 prósent en lagt er upp með að hækkun- um sé stillt í hóf hjá þeim sem nota strætó mest, þeim sem nýta sér tímabilskort Strætó. Slík kort munu hækka á bilinu 14,2 til 14,8 prósent. Minnst hækkun verður á tuttugu miða kortum barna og ungmenna en mest á staðgreiðslu þar sem greiðsla fyrir eitt fargjald mun hækka úr 280 krónum í 350 krónur. Þetta er fyrsta gjaldskrár- hækkun Strætó bs. síðan í janúar 2007. Bergvin Oddsson, einn frambjóð- enda til stjórnlagaþings, stendur nú í ströngu við að innheimta kostn- að vegna veislu sem boðað var til að loknum kosningum. Hundrað manns skráðu sig í veisluna sem fór fram í Fram-heimilinu. Aðeins fjörutíu þeirra sem skráðu sig mættu og mun færru borguðu þátttöku- kostnaðinn sem var þúsund krón- ur á mann. Kostnaðurinn lenti því alfarið á Bergvini sem spyr sig nú hvort þetta sé heillavænleg fram- koma stjórnlagaþingsframbjóð- enda. Hann tekur fram að tveir af kjörnum fulltrúum séu meðal þeirra sem skráðu sig, en mættu ekki og borguðu ekki. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til þeirra sem skráðu sig en borguðu ekki hefur hann fengið fá svör. „Að sjálfsögðu er þetta fremur ósmekklegt, ég hef þurft að biðla margsinnis til frambjóðenda og þeirra kjörnu fulltrúa sem um er að ræða að þeir leggi inn á mig vegna útlagðs kostnaðar en það skilar sér illa,“ segir Bergvin. Fögnuðinn segir hann þrátt fyrir mannfæðina hafa verið vel heppn- aðan. Þetta var vettvangur fyr- ir frambjóðendur að kynnast hver öðrum og einnig til þess að kynn- ast betur Stjórnarskrárfélaginu og voru haldnar margar skemmtilegar ræður. Margir góðir frambjóðendur mættu í veisluna, til að mynda Þor- valdur Gylfason, Gísli Tryggvason, Þorkell Helgason og Salvör Nordal. En framkoma þeirra sem borga ekki þrátt fyrir ítrekanir finnst mér slök.“ kristjana@dv.is Ekki góð framkoma Bergvin hefur margbiðl- að til frambjóðenda, þar af tveggja kjörinna, um að taka þátt í að borga kostnaðinn. Þessar fréttir bar hæst í vikunni Þetta helst Hitt málið 6 | Fréttir 20. desember 2010 M ánudagur Íslenska lopapeysan mun koma að góðum notum um jólin: Flekkótt jól í höfuðborginni „Það verður indælisveður um jólin,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur um jólaveðrið. Sigurður segir að jólin á höfuðborgarsvæð- inu verði flekkótt en íbúar á Norður- landi fái algjört draumaveður. Þeir sem verða á faraldsfæti á Vestfjörð- um og Snæfellsnesi á þriðjudag og miðvikudag þurfa þó að vera viðbún- ir töluverðri snjókomu og hvassviðri. Sigurður segir þó að ekkert stórviðri sé í vændum. „Þeir sem verða á ferðalagi þurfa að hafa í huga að það eru mikil snjóa lög á Norðurlandi og þar mun hreyfa vind. Það þýðir að það getur orðið blint þar sem lausamjöllin fer af stað auk þess sem það má búast við éljum.“ Sigurður gerir ráð fyrir að það muni hvessa á Vestfjörðum og Vest- urlandi á þriðjudagskvöld og verða hvasst fram á miðvikudagskvöld. Einnig séu horfur á snjókomu á Suð- ur- og Suðvesturlandi á miðviku- dagskvöld og það þurfi ferðalangar að hafa í huga. En verða þá hvít jól um allt land? „Það verða flekkótt jól í Reykjavík út af þessari snjókomu á miðvikudags- kvöld og aðfaranótt fimmtudags. Ak- ureyringar fá draumaveður og Norð- lendingar almennt. Þar mun varla hreyfa vind þó það verði minnihátt- ar éljagangur. Frostið á Norðurlandi verður í kringum tíu stig og í höfuð- borginni verður það eitthvað svipað,“ segir Sigurður og bætir við að skíða- mönnum á Norðurlandi muni ef- laust kitla í iljarnar að komast á skíði. Á Suðvesturlandi eru horfur á björtu veðri með köflum yfir hátíðirnar. Sigurður segir að jólagjöfin sem Samtök verslunar og þjónustu völdu á dögunum, íslenska lopapeysan, eigi vel við. „Ég held það mætti bæta við góðum lopavettlingum, lopahúfu og lopasokkum. Það mun ekkert minna duga í þessu frosti. Sigurður bætir við að lokum að loftþrýsting- urinn verði með þeim hætti að lund- arfar landans verði með besta móti. „Það má segja að þetta verði gleðijól á krepputímum.“ Fínt jólaveður „Það má segja að þetta verði gleðijól á krepputímum,“ segir Sigurður. Mynd Sigtryggur Ari Þorir enn ekki út úr húsi: Freyja Dís fékk afsökunarbeiðni Freyja Dís Númadóttir, einstæð móð- ir og öryrki, sem kom fram í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku og lýsti fjár- hagsörðugleikum sínum, segist enn- þá ekki þora út úr húsi vegna allrar þeirrar neikvæðu umræðu sem skap- aðist um hana í kjölfar fréttarinnar. Hún segir öldurnar þó sem betur fer aðeins vera að lægja í kringum sig og að fólk sjái nú betur að ekki hafi ver- ið teiknuð upp rétt mynd af henni í upphafi. „Ég hef fram að þessu fengið eina afsökunarbeiðni. Það var ein- staklingur úti í bæ sem hafði skrifað um mig á netinu. Að öðru leyti finnst mér fólk vera að reyna að þagga nið- ur umræðuna og margir segja að ekki eigi að vera með svona sleggjudóma um fólk án þess að þekkja aðstæður áður,“ segir Freyja aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir meiri stuðningi eftir að hún fékk tækifæri til þess í fjöl- miðlum að gera betur grein fyrir að- stæðum sínum. Hún er mjög þakklát öllum þeim sem hafa hugsað vel til hennar, sýnt henni stuðning og tekið upp hanskann fyrir hana. Freyja segir að þrátt fyrir hún skynji að fólk skilji aðstæður henn- ar betur þá muni líða langur tími þangað til hún þori að láta sjá sig úti á götu. „Jólin mín og áramótin verða bara undir þaki og mér þykir það voðalega leitt. Ég óska þess bara að geta farið út úr húsi án þess að vera áreitt,“ segir Freyja sem er ennþá mjög sár vegna fréttar Stöðvar 2, sem henni þótti fordómafull í sinn garð. Strandaglópar í Keflavík Kuldakastið sem verið hefur á Bret- landi undanfarna daga gerði að verkum að tvær Boeing-breiðþotur breska flugfélagsins British Airways þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudags. Vélarnar voru á leið frá Bandaríkjunum til Heat- hrow-flugvallar í London. Vegna snjókomu var Heathrow-vellinum hins vegar lokað og þurftu vélarn- ar að lenda í Keflavík. Farþegar um borð voru fluttir á hótel í Reykjavík en vélarnar fóru svo af landi brott eftir hádegi á sunnudag. n umræður eru farnar af stað um uppstokkun á miðju stjórnmálanna til að efla ríkisstjórnina n Ástæðan er sundrung innan Vg n innganga Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn- ina tryggði ekki friðinn innan Vg og stjórnarmeirihlutann Meirihluti þingflokks Vinstri grænna telur vart við það unandi lengur að nokkrir þingmenn á vinstri kanti flokksins rísi reglulega gegn ríkis- stjórninni og stjórnarmeirihlutanum á Alþingi frekar en að ganga veg mála- miðlunar innan flokksins. Því hljóti senn að koma til uppgjörs. Það hefur meðal annars valdið vonbrigðum að innganga Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórnina á ný skuli ekki hafa tryggt friðinn innan flokks- ins. Þvert á móti eru upphlaup tíð, og nú síðast hafa þrír þingmenn flokks- ins, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason, geng- ið gegn þingmeirihlutanum og ríkis- stjórninni með harðorðri yfirlýsingu. Þau neituðu að styðja fjárlagafrum- varp Steingríms. J. Sigfússonar, fjár- málaráðherra og formanns VG, og sökuðu hann og forystu samstarfs- flokksins um forræðishyggju og for- ingjaræði. Þingmennirnir lýstu einnig andstöðu við samstarfið við AGS, að- ildarumsóknina að ESB og forgangs- röðun við óhjákvæmilegan niður- skurð innan velferðarkerfisins. Þetta er túlkað svo að Ögmundur fari ekki fyrir neinu flokksbroti lengst til vinstri innan VG og þar fylgist menn aðeins að eftir hentugleikum. Jón heldur varla ráðherrastól Samkvæmt heimildum DV hafði það einnig áhrif á afstöðu þingmannanna þriggja að ríkisstjórnin hefur sett nýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, um róttækar breytingar í sjávarútvegi á biðmálaskrá. Frumvarpið hefur leg- ið neðarlega í bunkanum undanfarn- ar þrjár vikur og stjórnarliðar í báðum þingflokkunum hafa ekki fengið að sjá það enn. Þetta leggst einnig þunglega í menn á vinstri kanti VG. Það helg- ast meðal annars af því að ríkisstjórn- in hefur jafnframt fyrirætlanir um að sameina ráðuneyti iðnaðar-, sjávar- útvegs- og landbúnaðarmála á vor- þinginu, en víst er talið að Jón Bjarna- son haldi ekki ráðherrastólnum verði sameiningin undir hatti atvinnuvega- ráðuneytis að lögum. nýr veruleiki stjórnmálanna Stjórnarliðar úr báðum flokkum, sem treyst hafa böndin frá stjórnarskipt- unum 1. febrúar 2009, telja marg- ir tímabært í ljósi háttalags „órólegu deildarinnar“ að kortleggja í fullri al- vöru málaefnagrundvöll allra flokka á þingi og kanna rækilega hverjir gætu þar átt samleið um stærstu og mikil- vægustu þjóðfélagsmálin á næstu árum. Stefnan gagnvart ESB, afstaðan til samstarfsins við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, Icesave-málin, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og aðgerðir í ríkisfjármálum eru meðal mála sem ágreiningur er um innan nánast allra flokka á Alþingi. Hins vegar er að sjá sem mörg þessara mála gætu sam- einað brot úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum í breiðfylkingu á miðju stjórnmálanna, hugsanlega undir merkjum flokks jafnaðar- og vinstrimanna. Þar með væri öðru sinni frá árinu 1999 hafin tilraun til þess að sameina jafnaðar- og vinstri- menn í einn flokk. Óskoraður leiðtogi „Ef ekki væri fyrir afstöðuna til aðild- ar að Evrópusambandinu væri Stein- grímur sjálfkjörinn formaður slíkrar hreyfingar,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson fyrrverandi ráðherra og for- maður Alþýðuflokksins. „Afstaða VG til ESB er í raun úrelt því helstu græn- ingjaflokkar Evrópu telja einmitt ESB vörn í umhverfismálum og vörn fyrir smáríki gegn hnattvæðingu viðskipt- anna. Ríkisstjórnin vinnur að því að skera upp ríkiskerfið og greiða úr óreiðunni eftir aðra flokka. Lee Buchheit, for- maður Icesave-samninganefndarinn- ar, fór fögrum orðum um Steingrím er hann sannfærði yfirstjórn AGS í Washington um að taka til hendinni með Íslendingum frekar en að draga lappirnar. Buchheit hefur í tugi skipta samið sig í gegnum kreppur fyrir mis- munandi þjóðir og hann einfaldlega sagði að fáir hefðu leikið það eftir sem Steingrímur gerði.“ Jón Baldvin minnir á að Stein- grímur hafi verið svo vinstrisinnaður árið 1999 að hann hafi ekki getað tek- ið þátt í stofnun Samfylkingarinnar. „Nú er hann mikilvirkur í samstarfi við heims kaptítaismann um að endur- reisa landið úr rústum þeim sem for- verar hans á valdastóli skildu eftir sig. Fyrir utan sundrung í VG er veikleiki ríkisstjórnarinnar ekki síst fólginn í því að forsætisráðherrann sýnir þreytu- merki og hefur ekki reynst öflugur eða sannfærandi talsmaður stjórnar- stefnunnar. Steingrímur væri þar trú- verðugur arftaki og öflugur talsmaður stjórnarstefnunnar.“ Þola ekki lengur sundrungina í VG Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Álfheiður Ingadóttir (S) Árni Páll Árnason (S) Árni Þór Sigurðsson (VG) Ásta R. Jóhannesdóttir (S) Birkir Jón Jónson (F) Björgvin G. Sigurðsson (S) Björn Valur Gíslason (VG) Guðbjartur Hannesson (S) Guðmundur Steingrímsson (F) Helgi Hjörvar (S) Jóhanna Sigurðardóttir (S) Jónína Rós Guðmundsdóttir (S) Katrín Jakobsdóttir (VG) Katrín Júlíusdóttir (S) Kristján L. Möller (S) Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG) Magnús Orri Schram (S) Mörður Árnason (S) Oddný G. Harðardóttir (S) Ólína Þorvarðardóttir (S) Róbert Marshall (S) Sigmundur Ernir Rúnarsson (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S) Siv Friðleifsdóttir (F) Skúli Helgason (S) Steingrímur J. Sigfússon (VG) Svandís Svavarsdóttir (VG) Valgerður Bjarnadóttir (S) Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) Þráinn Bertelsson (VG) Þuríður Backman (VG) Össur Skarphéðinsson (S) Þessi meirihluti ætti vísan stuðning við ESB-málin hjá að minnsta kosti tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Verður til nýtt meirihlutaafl á þingi? Fer hann fyrir nýrri stjórnmálahreyf- ingu? Mörgum sýnist Steingrímur J. Sigfússon vera sjálfsagður leiðtogi nýrrar miðjuhreyfingar komi til uppstokkunar í stjórnmálunum. „Ef ekki væri fyrir afstöðuna til aðildar að Evr- ópusambandinu væri Steingrímur sjálfkjörinn formaður slíkrar hreyfingar,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra. Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 29.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is „Þetta er mjög sérstakt, en ég segi bara eins og Páll Óskar sagði í sjónvarpinu um daginn: Ég er í ágætis félagsskap með sjálfum mér, ég get alveg unað mér einn,“ segir Ólafur Ragnarsson, eini ábú- andinn í Æðey, sem er stærst fjög- urra eyja í Ísafjarðardjúpi. Í Æðey er veðurathugunarstöð og er það í verkahring Ólafs að sinna veðurat- hugunum. Vinnugalli á aðfangadag Ólafur hefur búið í Æðey í einn mánuð og mun dvelja þar einn síns liðs yfir jól og áramót, fjarri ys og þys þéttbýlisins. „Ég á ekki von á neinum gestum, svo ég býst við að ég verði hér einn. Ég mun að sjálfsögðu elda góðan mat, en ég fer ekkert úr vinnugallanum,“ segir Ólafur aðspurður hvort hann ætli að halda jólin hátíðleg. Hann bendir á að hann sé í ágætum félagsskap skepna þarna í eynni, en þar er hann með fjöru- tíu rollur sem hann segist nú ekki þurfa að sinna mikið, en nokk- ur lömb eru í húsi, ásamt tveimur kúm, nokkrum hænsnum og þar eru líka tveir hundar. „Og hund- arnir eru betri en margur maður- inn, get ég sagt þér.“ Með góðar græjur Dagurinn byrjar snemma hjá Ólafi en hann segist vakna klukkan hálf fimm á morgnana og síðan tekur hin daglega rútína við. „Ég fer að athuga veðrið klukkan hálf sex og slappa síðan af til níu, þá fer ég og gef skepnunum. Það tekur mig svona hálftíma, fjörutíu mínútur að kíkja á þær blessaðar, nú síðan fer ég heim og dunda mér eitthvað í tónlistinni. Ég er hér með fínar græjur,“ segir hann. Ekki fyrir myrkfælna Sá draumur hafði blundað í Ólafi frá því í bernsku að prófa að búa einn á eyju og því ákvað hann að grípa tækifærið þegar hann heyrði að það vantaði mann til að sjá um veðurathugunarstöðina. Ólafur hefur hugsað sér að dvelja í Æðey í vetur ef heilsan leyfir. Hann seg- ir að það sé ekki eins dimmt núna eftir að snjóaði og snjór liggi yfir öllu, en að öllu jöfnu sé mikið myrkur. „Þetta er ekki fyrir myrk- fælna, það get ég alveg sagt þér,“ segir hann. Þrátt fyrir að að vera einbúi í lítilli eyju segist Ólafur vera mikil félagsvera og því hafi þetta verið mikil áskorun fyrir hann en bætir við að hann kunni þó ágætlega við einveruna. Ólafur heldur sambandi við umheiminn í gegnum netið og hefur ríkissjónvarpið til að stytta sér stundir. Hann segist ekki sakna margs frá meginlandinu, en viður- kennir þó að stundum sé erfitt að hafa ekki enska boltann. n Eldar jólamatinn í vinnugallanum n Gamall draumur rætist n Hundarnir veita félagsskap n Erfitt að sjá ekki enska boltann Einn í Æðey yfir jólahátíðarnar „Og hundarnir eru betri en margur maðurinn get ég sagt þér. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ólafur Ragnarsson Ólafur segir vetradvöl á Æðey ekki vera fyrir myrkfælna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.