Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 22.–26. desember 2010 Jólablað K atrín Jakobsdóttir er nýkomin úr jóla- hádegisverði Alþingis þegar hún hitt- ir blaðamann á vinnustað sínum í menntamálaráðuneytinu. „Þar samein- ast þingmenn í jólasöng milli stríða,“ segir hún og dæsir og biðst svo afsökunar á því að þurfa aðeins að líta á tölvupóstinn. Hún sest í stutta stund við tölvuskjáinn og pikkar á lyklaborðið. „Af hverju hlýðir þú mér aldrei?“ spyr hún sjálfa græjuna. Undanfarnir dagar hafa verið hlaðnir verkefn- um og óvissu á þinginu. Stjórnarmeirihlutinn hef- ur glímt við að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn og orrahríð hefur verið um nýjan Icesave-samn- ing. Katrín ber þess ekki merki að hamagangurinn sé mikill, það er létt yfir henni. Hún á von á sínu þriðja barni næsta vor og segir meðgönguna hafa gengið vel þrátt fyrir langa daga og mikið álag. Börnin stundum sofnuð þegar hún kemur heim „Ég sakna þess að eiga tíma með fjölskyldunni,“ segir Katrín í fullri einlægni. „Stjórnmálin hafa tekið sinn toll af fjölskyldu- lífinu. Ég kalla mig heppna ef ég næ því að borða kvöldmat með fjölskyldunni og stundum eru börnin sofnuð þegar ég kem heim. Ég vil helst ná að lesa fyrir þau áður en þau sofna og finnst leið- inlegt ef mér tekst það ekki. Svona er starf stjórnmálamannsins eins og svo margra annarra. Ég hef barist fyrir því að kvöld- fundir þingsins verði aflagðir til að auðvelda þingmönnum að samtvinna fjölskyldulíf og starf. Þessari afstöðu minni eru nú margir ósammála og finnst að þingmenn og ráðherrar eigi alltaf að vera til taks og nefna þá sem rök að Alþingi sé ekki hefðbundinn vinnustaður. Það væri gaman ef hér á landi skapaðist sú vinnumenning sem víða tíðk- ast annars staðar á Norðurlöndunum þar sem vinnudagurinn er hóflegur og fólk eyðir meiri tíma með vinum og fjölskyldu. Framleiðni hér á landi helst ekki í hendur við þennan mikla fjölda klukkustunda sem við eyð- um í vinnu svo það er full þörf að endurskoða fyr- irkomulagið í samfélaginu í heild. Þetta þarf að ræða almennt, ekki bara inni á Alþingi heldur í samfélaginu öllu. Í minni fjölskyldu hefur vinnu- álagið það í för með sér að við þurfum að skipu- leggja líf okkar út í ystu æsar til að hlutirnir gangi upp.“ Starfið vonbrigði og sjálfskaparvíti Katrín sagði frá því í viðtali við Sigurjón M. Egils- son á Bylgjunni fyrr í vetur að starf hennar í ráð- herrastól hefði að vissu leyti valdið henni von- brigðum og verið sjálfskaparvíti sem hún hefði komið sér í. Þá sagðist hún reglulega íhuga hvort hún væri að gera góða hluti og hvort hún entist í stjórnmálum til framtíðar. „Það kann að valda fjaðrafoki þegar ég segist vera að íhuga stöðu mína, ástæðan fyrir því að ég geri það yfirhöfuð er fyrst og fremst sú að pólitík- in að undanförnu hefur einkennst af bæði barn- ingi og sýndarmennsku. Á sama tíma er þetta mitt eigið sjálfskaparvíti. Ég ákvað að bjóða mig fram til þessa verkefnis og verð að klára það. Ég var kosin af íslenskum almenningi og mun halda það loforð sem ég gaf. Ég held hins vegar að það sé hollt fyr- ir alla að hugleiða oft og iðulega hvort þeir séu á réttri leið, sérstaklega á krepputímum, og það má vel gera án þess að missa kjölfestuna. Ástandið í samfélaginu á undanförnum mán- uðum hefur verið afskaplega erfitt. Þjóðin er langt niðri og þá dugar ekki að þegja og hætta að ræða hlutina og heldur ekki að nýta sér ástandið og detta í sýndarmennsku. Í pólitíkinni að undanförnu hafa sjónir manna beinst að átökum og klækjum en ekki því góða starfi sem er unnið. Þegar ég var að byrja í póli- tík hugleiddi ég aðferðir sumra stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir vildi óska þess að hún gæti verið meira til stað- ar fyrir börn sín. Hún og eiginmaður hennar Gunnar Sigvalda- son eiga von á þriðja barni sínu næsta vor og Katrín tekur sér því frí frá ráðherra- störfum. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Katrínu og ræddi við hana um fjölskylduna og mikilvægi þess að eiga gæðatíma með ástvinum, efasemdir um framann – og jólaundirbún- inginn. Langar að eiga tíma með fjölskyldunni „Ég kalla mig heppna ef ég næ því að borða kvöld- mat með fjöl- skyldunni og stundum eru börnin sofnuð þegar ég kem heim. Kær minning Faðir Katrínar, Jakob Ármannsson, lést þegar Katrín var tvítug og hún hefur lýst því að fráfall hans hafi eðlilega reynst henni erfitt. Hún minnist þess þegar hann las fyrir hana bækur Agöthu Christie: „Hann beinþýddi þær fyrir mig og las heilu bækurnar upphátt fyrir mig. Það var auðvitað mikill fengur í því og þetta þótti mér vænt um.“ MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.