Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 52
52 | Sport 22.–26. desember 2010 Jólablað
Portúgalski vængmaðurinn Luís
Carlos Almeida da Cunha, sem knatt-
spyrnuunnendur þekkja betur sem
Nani, hefur aldrei leikið betur með
Manchester United en á fyrri hluta
yfirstandandi tímabils. Hann hefur
verið algjör lykilmaður og oft bor-
ið ansi þunga byrði á herðum sér en
það er vægt til orða tekið að segja Un-
ited-menn hafi verið seinir í gang í ár.
Nani er á sínu fjórða ári á Old Traff-
ord og hefur valdið nokkrum von-
brigðum hingað til. Alla vega miðað
við þann pening sem hann kostaði.
Svo virðist samt vera að ákvörðun
hans í fyrra um að vera áfram hjá
Manchester United þó hann hafi ver-
ið orðinn þreyttur á stjórnarháttum
Sir Alex Fergusons hafi borgað sig.
Slóst við liðsfélaga sinn
ungur að árum
Nani er fæddur í Praia á Grænhöfða-
eyjum sem er gömul portúgölsk ný-
lenda. Hann fluttist með foreldrum
sínum til Portúgal ungur að árum og
var að mestu leyti alinn upp af frænku
sinni, Antioniu, sem bjó í úthverfi
Lissabon. Besti vinur hans í hverfinu
var Manuel Fernandes, núverandi
leikmaður Valencia á Spáni, en hann
er einnig ættaður frá Grænhöfðaeyj-
um. Eyddu þeir öllum stundum sam-
an í fótbolta á götum Lissabon.
Nani ólst upp sem stuðningsmað-
ur Sporting CP, sem margir vilja kalla
Sporting Lissabon. Áður en hann
komst inn í unglingastarf Sporting lék
hann með hverfisliðinu Real Sport
Clube. Þar varð hann fljótt vinur Ri-
cardo Vaz Tê sem seinna meir átti eft-
ir að leika með Bolton í ensku úrvals-
deildinni. Sló fljótlega í brýnu með
þeim því báðir voru afskaplega taps-
árir. Slógust þeir á einni æfingu eft-
ir að hafa verið saman í liði og tapað
leik. Í refsingarskyni var þeim gert að
sitja á bekknum í næsta leik leik. Vaz
Tê tók því og mætti á æfingu daginn
eftir en Nani mætti ekki fyrr en viku
seinna.
Sló strax í gegn hjá Sporting
Sautján ára gamall komst Nani inn
í ungliðaliðið hjá Sporting og var þá
leiðin hálfnuð að bernskudraumn-
um. Draumurinn varð svo að veru-
leika aðeins tveimur árum síðar þeg-
ar hann nítján ára gamall fékk að spila
sinn fyrsta leik fyrir aðallið Sporting.
Nani lék tvö tímabil með Sporting og
vann aðeins einn bikar, portúgalska
bikarinn tímabilið 2006/2007. Alls
lék Nani sjötíu og sex leiki fyrir Sport-
ing í öllum keppnum og skoraði tvö
mörk á þeim tveimur árum sem hann
klæddist hvíta og græna búningnum.
Það var fyrir seinna tímabilið
hans í Portúgal sem Manchester Un-
ited fékk áhuga á honum. Útsendari
United í Portúgal, sá hinn sami og
fann Cristiano Ronaldo hjá Sport-
ing, fylgdist með Nani allt tímabilið
og mælti með því að hann yrði keypt-
ur. Svo fór að Englandsmeistararnir
punguðu út 25.5 milljónum evra fyrir
Portúgalann en hann stóðst læknis-
skoðun 6. júní 2002 og skrifaði undir
fimm mánaða samning í kjölfarið. Til
að byrja með bjó Nani hjá Ronaldo en
þeir höfðu þekkst áður frá tíma sín-
um í Portúgal og með landsliðinu.
Fór út á ystu nöf í fyrra
Frammistaða Nani á sínum fyrstu
þremur árum með Manchester Un-
ited var misjöfn. Stundum spilar
hann eins og sá sem valdið hefur
en öðrum stundum sést hann ekki
og liggur meira og minna í grasinu.
Á síðasta tímabili átti hann að fylla
skarð Cristianos Ronaldos en undir
þeim væntingum stóð Nani aldrei.
Það var frekar Ekvadorinn Anton-
io Valencia sem kom, sá og sigraði
á síðasta tímabili sem gerði Nani
kannski enn pirraðari. Hann tók
mikla áhættu í fyrra þegar hann
gagnrýndi stjórnarhætti Sir Alex
Fergusons og var þá talið víst að
dagar hans væru taldir.
Aðspurður af portúgölsku dag-
blaði hvort hann væri skammaður
meira en aðrir svaraði hann: „Ójá!
Hann spyr mig alltaf hvernig ég gat
klúðrað þessu færi eða gert hitt. Það
er enginn óhultur úti á vellinum.
Meira að segja Giggs og Neville fá
hárþurrkuna. Hún tekur samt lengri
tíma þegar þeir eiga í hlut því þeir
búa yfir meiri reynslu. Ferguson er
mjög flókinn maður og harður. Ef
hlutirnir eru í lagi eru þeir svo hress-
ilega í lagi. En ef eitthvað er ekki í lagi
þurfum við að passa okkur. Hann
getur farið úr því að hrósa þér í það
að hundskamma þig á aðeins örfá-
um mínútum.“
Nani slapp með þessi orð sem
bresku pressunni fannst ótrúlegt.
Hann hefur þó svarað kallinu í ár og
fengið nóg af hrósi frá gamla kallin-
um. „Nani er að þroskast mikið, þess
vegna er hann að sýna sínar bestu
hliðar núna. Hann hefur verið besti
leikmaðurinn í undanförnum leikj-
um hjá okkur. Hann er mjög feim-
inn strákur þannig kannski styrkist
persónuleiki hans við að vera oftar
í byrjunarliðinu,“ sagði Ferguson á
dögunum en Nani gagnrýndi einmitt
líka að vera aldrei í byrjunarliðinu í
stóru leikjunum.
Dýfurnar hataðar
Eins kröftugur leikmaður og Nani er
finnst flestum, ef ekki öllum, hann
eyða of miklum tíma í grasinu. Það
er sama hversu væg brotin eru, alltaf
virðist Nani hafa verið skotinn með
haglabyssu í fótinn. Til að halda allri
sanngirni er Nani oft skotmark varn-
armanna sem reyna að taka hann úr
sambandi með grófum tæklingum
en enginn vafi er þó á að mínúturnar
sem hann liggur í grasinu mega vera
færri.
Sé rennt yfir spjallborðið á stærsta
stuðningsmannavef Manchester Un-
ited má sjá að gífurlega margir eru
ósáttir við dýfur kappans og er það
án efa stór hluti þess að hann er
ekki orðinn vinsælli á Old Trafford.
„Hann er frábær leikmaður, stútfull-
ur af hæfileikum en hann verður að
hætta henda sér alltaf í grasið. Svona
spilum við ekki fótbolta hér á Eng-
landi,“ skrifar einn, á meðan annar er
öllu harðorðari í garð Nanis. „Hann
er algjör aumingi. Hæfileikar hans
eru gagnslausir ef hann getur ekki
staðið í lappirnar endrum og sinn-
um. Hann verður aldrei goðsögn á
Old Trafford sama hversu lengi hann
spilar eða hversu vel hann gerir á
meðan hann hendir sér alltaf í jörð-
ina.“
Má fagna með heljarstökki
Kennimerki Nanis er að fagna með
heljarstökki afturábak, það sem
kallast „Mortal“ eða upp á enskuna
„Leap of Death“. Þetta hefur áður sést
í ensku úrvalsdeildinni frá mönnum
á borð við Obafemi Martins og Lom-
ana Tresor LuaLua. Mikið var skrifað
um það þegar Nani kom til Englands
að Sir Alex Ferguson hefði bannað
Nani að fagna með slíkum stökkum.
Skemmst er að minnast þess þegar
Lomana LuaLua meiddist við slíkt
stökk í harðri fallbaráttu með Ports-
mouth.
Nani hefur þó aldrei hætt að
stökkva og segist hafa fullt leyfi frá
Ferguson. „Það er ekki satt að Fergu-
son hafi bannað mér þetta. Hann
hefur aldrei talað um þetta við mig
og ég mun halda áfram að fagna
mörkum á þennan hátt. Við Fergu-
son höfum oft talað saman en aldrei
um hvernig eigi að fagna mörkum,“
segir Nani.
Ferguson vonast væntanlega til
að sjá þessi heljarstökk oftar á tíma-
bilinu en Nani hefur nú þegar skorað
fimm deildarmörk og deildin aðeins
hálfnuð. Flest deildarmörk skor-
aði hann í fyrra, fjögur. Nani verð-
ur væntanlega í eldlínunni á annan
í jólum þegar Manchester United
mætir Sunderland.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Loksins að blómstra
n Nani einn besti leikmaður Man. United til þessa n Olli nokkrum vonbrigðum og var mikið frá vegna
meiðsla n Vildi fara í fyrra en snerist hugur n Stuðningsmenn Man. United hata dýfurnar hans
Leikir helgarinnar
Annar í jólum
12.00 Fulham – West Ham
15.00 Blackburn – Stoke
15.00 Blackpool – Liverpool
15.00 Bolton – WBA
15.00 Everton – Birmingham
15.00 Man. United – Sunderland
15.00 Newcastle – Man. City
15.00 Úlfarnir – Wigan
17.30 Aston Villa – Tottenham
Staðan
Lið L U J T M St
1. Man. Utd 16 9 7 0 36:16 34
2. Arsenal 17 10 2 5 34:19 32
3. Man. City 18 9 5 4 25:15 32
4. Chelsea 17 9 4 4 31:12 31
5. Tottenham 17 7 6 4 25:22 27
6. Sunderland 18 6 9 3 21:18 27
7. Bolton 18 6 8 4 30:25 26
8. Newcastle 17 6 4 7 27:26 22
9. Liverpool 17 6 4 7 21:22 22
10. Blackpool 16 6 4 6 24:29 22
11. WBA 17 6 4 7 24:29 22
12. Blackburn 18 6 4 8 23:28 22
13. Stoke City 17 6 3 8 21:22 21
14. Everton 18 4 9 5 20:21 21
15. Aston Villa 17 5 5 7 19:28 20
16. Birmingham 17 3 9 5 17:20 18
17. Fulham 17 2 10 5 16:20 16
18. Wigan 17 3 7 7 13:28 16
19. Wolves 17 4 3 10 18:30 15
20. West Ham 18 2 7 9 16:31 13
Nani
Fullt nafn: Luís Carlos Almeida da Cunha
Þjóðerni: Portúgalskur
Fæddur: 17. nóvember 1986 (24 ára)
Leikstaða: Vængmaður
Félög: Sporting CP, Manchester United.
Landsleikir: 41 (9 mörk)
Verið frábær hingað til
Nani hefur aldrei leikið betur
fyrir Manchester United.
MYND REUTERS