Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 13
STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is Á ÍSLANDI NÝTT Á ÍSLANDI ÓDÝR OG VÖNDUÐ GPS TÆKI MEÐ INNBYGGÐU GÖTUKORTI AF ÍSLANDI OG VESTUR-EVRÓPU VERÐ 19.990 KYNNINGARTILBOÐ VERÐ 24.990 KYNNINGARTILBOÐ VERÐ 39.990 KYNNINGARTILBOÐ Navigon 20EASY 3,5" snertiskjár Navigon 40EASY 4,3" snertiskjár og Sightseeing möguleiki Navigon 70PLUS 5,0" snertiskjár og hreyfiskynjari fyrir valmyndir MyRoutes Snertiskjár og raddleiðsögn. Götukort af Íslandi og Vestur-Evrópu. MyRoutes möguleikinn gefur þér þrjár mismunandi leiðir til að komast á áfangastað og muninn á þeim. Active Lane Tækið sýnir nákvæmlega á hvaða akrein þú skalt vera þegar ekið er. Point Of Interest Sýnir þér áhugaverða staði. TMC Tækið lætur vita hvar vega- framkvæmdir eru og velur betri leiðir eftir því (virkar ekki á Íslandi). Tækið tilbúið til notkunar með kortum og öllu. 32 1 Fréttir | 13Jólablað 22.–26. desember 2010 Besti hamborg- arhryggurinn SORPA BORGAR 6 MILLJÓNA BENZ „Það er alveg augljóst, finnst mér, með fólk, sem hefur sætt sig við lægri laun en ella, að ef ég tek af því bílahlunn- indi þarf það að fá einhverja uppbót í staðinn. Þetta er bara hluti af laun- um,“ segir Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, spurður um hvort endurskoða ætti kjör starfs- manna Sorpu. Sorpa, sem er B-fyrir- tæki í eigu sveitarfélaganna, fjárfesti á árinu í tveimur nýjum Volkswagen Passat-metanbílum fyrir tvo deildar- stjóra fyrirtækisins sem hvor um sig kostar rúmlega þrjár milljónir króna. Benz í boði fyrirtækisins Sjálfur keyrir Björn um á tæplega sex milljóna Mercedes Benz E299 í eigu Sorpu. „Þessir bílar eru starfsmönn- um til afnota og þeir borga af þeim hlunnindaskatt eins og lög segja til um. Hins vegar er búið að segja upp öllu slíku hjá fyrirtækinu og það er í skoðun hjá okkur hvernig þetta verð- ur leyst.“ Svo þessi hlunnindi eru ekki leng- ur við lýði? „Það er búið að segja hlunnindunum upp, en þar gildir náttúrulega sama uppsagnartími og í ráðningarsamningum, þar sem þetta er hluti af ráðningarkjörum. Það er misjafnt hvort það eru þrír eða sex mánuðir, hvenær það gengur í gildi, en á tímabilinu sem uppsagnarfrest- urinn er munum við fara í gegnum hvernig við leysum bílamálin innan fyrirtækisins.“ Verða að geta komist á milli staða Björn bendir á að Sorpa sé með starfs- stöðvar á tíu stöðum á höfuðborgar- svæðinu, allt frá Kjalarnesi og suður í Hafnarfjörð, og starfsmenn Sorpu séu hvattir til þess að fara á milli og fylgj- ast með starfsstöðvum sínum. „Þess vegna er þetta nú tilkomið, að þau eru á þessum ökutækjum,“ segir Björn. Alls eru fimm deildarstjórar að störfum hjá fyrirtækinu og hefur hver um sig fyrirtækjabíl til einkanota. Laun deildarstjóranna, sem Björn vill meina að séu lægri en hjá öðrum í samsvarandi störfum, eru á milli 500– 700.000 krónur á mánuði. „Á tímum þar sem erfitt var að fá fólk í vinnu, þá lokkaði það að geta boðið metanbíl, það er umhverfisvænan bíl. Þetta var notað í þeim tilgangi.“ Björn vill meina að þessi kaup hafi verið mjög hagstæð þar sem bílarn- ir séu knúnir metangasi, samræmist umhverfisstefnu fyrirtækisins og geti nýtt sér vistvænt eldsneyti sem fyrir- tækið framleiðir sjálft. n Framkvæmdastjóri Sorpu er á 6 milljóna Benz í boði fyrirtækisins n Búið að segja hlunnindunum upp n Tveir bílar keyptir á þessu ári Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Það er búið að segja hlunnind- unum upp en þar gildir náttúrulega sami upp- sagnartími og í ráðning- arsamningum. Lokkar að geta boðið metanbíl Bíla- hlunnindi starfsmanna Sorpu eru hugsuð til að vega upp á móti launakjörum, segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu. „Það skiptir miklu máli að hafa gott hráefni og góðan framleiðanda,“ segir Gísli Sigurbergsson, eigandi Fjarðarkaupa. Hamborgar hryggur Fjarðarkaupa varð hlutskarpastur í árlegri bragðkönnun DV á ham- borgarhryggjum og hlaut fyrir vik- ið viðurkenningu DV sem besti hamborgarhryggurinn árið 2010. Hvorki fleiri né færri en 14 ham- borgarhryggir voru smakkaðir í ár en dómnefndin var að mestu samansafn þaulreyndra matgæð- inga. Hryggurinn frá Fjarðarkaup- um hlaut meðaleinkunnina 8 (af 10 mögulegum) en þrír af fimm dómurum gáfu honum sína hæstu einkunn. Í öðru sæti var Nóatúns- hamborgarhryggurinn en í þriðja sæti hafnaði Bónushryggurinn, sem hafnaði í öðru sæti í fyrra. Al- mennt þóttu hryggirnir í ár betri en í fyrra, en tveir dómnefndar- meðlimir tóku einnig þátt í fyrra. Gísli segir að salan á hamborg- arhryggjum hafi tekið mikinn kipp eftir að könnunin var birt um síð- ustu helgi. Raunar hafi hryggirn- ir klárast um helgina en nálægðin við Ali, framleiðanda hryggjanna, hinum megin götunnar, hafi orð- ið til þess að hægt var að bregðast hratt við. Aðspurður hvað geri Fjarðar- kaupahrygginn góðan nefnir Gísli áðurnefnda þætti en bætir við að um leyniuppskrift Fjarðarkaupa sé að ræða. „Við skiptum okkur aðeins að því hvernig þeir fram- leiða hrygginn fyrir okkur en upp- skriftin verður ekki gefin upp,“ segir hann á léttum nótum. baldur@dv.is Gísli Sigurbergsson í Fjarðarkaupum: Salan tók kipp Gísli hjá Fjarðar- kaupum segir að miklu skipti að hafa gott hráefni og góð- an framleiðanda. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.