Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 4
HANNES LEIGIR HÚS AF RÍKIS- BANKANUM 4 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað Leggur upp laupana í kjölfar fjármálahneykslis skólastjórans: Hraðbraut verður lokað Hannes Smárason, fjárfestir og fyrr- verandi forstjóri FL Group, leigir rúmlega 430 fermetra einbýlishús á Fjölnisvegi 11 af Landsbanka Ís- lands. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýs- ingafulltrúa Landsbankans, við fyr- irspurn DV um eignarhaldið á hús- inu. „Það er í útleigu til Hannesar Smárasonar. Þetta er samkomulag frá því í mars 2008,“ segir Kristján aðspurður. Húsið var áður í eigu Hannesar í gegnum eignarhaldsfélagið Fjöln- isveg 9 ehf. en Landsbankinn leysti félagið til sín í mars 2008. Stjórn- endur gamla Landsbankans gerðu þá allt að sex ára leigusamning við Hannes, að sögn Kristjáns. Nýi Landsbankinn, sem er ríkisbanki um þessar mundir, erfði leigusamn- inginn við Hannes eftir hrunið haustið 2008. Húsið er enn skráð í eigu Fjöln- isvegar 9 ehf. sem aftur er í eigu eignarhaldsfélags Landsbankans sem heitir Hömlur ehf. Bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, er stjórnarformaður Hamla ehf. Fast- eignamat hússins er tæpar 95 millj- ónir króna. Leiguverð hússins fæst ekki uppgefið hjá Landsbankanum. Þó má ætla að leiguverðið nemi ekki undir 350 til 450 þúsund krónum á mánuði en sambærileg hús eru leigð fyrir nokkurn veginn þá upp- hæð. Farðu, „stubbur“ DV greindi frá því í sumar að eigin- kona Magnúsar Ármann, viðskipta- félaga Hannesar sem verið hefur til rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara út af Imon-málinu, Margrét Íris Baldursdóttir, hefðist við í húsinu. Þegar DV bankaði upp á í sumar og spurði Margréti af hverju hún væri í húsinu bað hún blaðamann DV um að hafa sig á brott með orðun- um: „Ég bý erlendis, ég fékk að vera hérna í sumar … Vilt þú ekki bara koma þér út af lóðinni, stubbur.“ Svarið við spurningu DV ligg- ur nú ljóst fyrir: Hannes Smárason hefur afnotarétt af húsinu í krafti leigusamningsins sem hann gerði við gamla Landsbankann árið 2008. Líklegt má telja að Magnús Ár- mann og eiginkona hans fái hús- ið lánað á meðan þau dvelja hér á landi. Magnús og Margrét eru bú- sett í Barce lona á Spáni um þess- ar mundir líkt og Hannes og kona hans. Eiginkona Hannesar, Unnur Sig- urðardóttir, á svo Fjölnisveg 9, hús- ið við hliðina á Fjölnisvegi 11. Hún eignaðist húsið í árslok 2007. Áður hafði það verið í eigu Hannesar. Þau hjónin ætluðu sér upphaflega að gera göng á milli húsanna tveggja svo hægt yrði að fara á milli þeirra neðanjarðar. Hannes og Magnús Ármann hafa báðir verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eftir hrunið 2008. Hannes vegna Glitnismálsins og Magnús vegna Imon-málsins, líkt og áður segir. Þegar blaðamenn DV komu að húsinu á Fjölnisvegi 11 á þriðju- dag til að athuga hvort einhver væri þar var karlmaður á svörtum BMW að búa húsið undir komu einhvers. Búið var að hengja ljós í trén við húsið. Maðurinn vildi ekki ræða við blaðamenn en eftir því sem DV kemst næst ætlar Hannes Smárason að dvelja í húsinu yfir jólin. Viðskiptabanki Hannesar Leigusamningur Landsbankans og Hannesar er arfur frá þeim tíma þegar Hannes átti í skuldauppgjöri við bankann á fyrri hluta ársins 2008. Svo virðist sem leigusamning- urinn hafi verið liður í skuldaupp- gjöri hans við bankann en í því fólst meðal annars að Landsbankinn tók yfir fjárfestingafélagið Fjölnisveg 9 ehf. sem var í hans eigu. Fjölnisveg- ur 9 ehf. átti húsið á Fjölnisvegi 11. Landsbankinn var stærsti lán- veitandi eignarhaldsfélags Hannes- ar, FI fjárfestinga ehf., sem hét áður Fjárfestingarfélagið Primus. Aðal- eign félagsins var eignarhlutur í FL Group sem hrundi gríðarlega í verði á seinni hluta árs 2007. Var hlutur Hannesar í félaginu þynntur út með hlutafjáraukningu og var honum ýtt úr stöðu stjórnarformanns í kjölfar- ið. Heildarlánveitingar til félagsins í bankakerfinu fóru hæst upp í um 400 milljónir evra, um 36 milljarða króna, samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Þegar mest lét voru útlán Landsbankans til þessa félags Hannesar 320 milljón- ir evra, tæplega 30 milljarðar króna, í lok árs 2007. Lánin námu um 10 prósentum af eiginfjárgrunni bank- ans þá. Hannes hafði því haft greið- an aðgang að fjármunum bankans. Fékk lán fyrir vin sinn Í rannsóknarskýrslunni kemur meðal annars fram að þetta félag Hannesar tók lán hjá Landsbankan- um upp á rúmar 200 milljónir króna sumarið 2008 til að greiða skuld fé- lagsins Elliðatinda við bankann en Hannes var í ábyrgðum fyrir láninu. Elliðatindar voru í eigu viðskiptafé- laga hans, Gunnars Sturlusonar lög- manns. Í skýrslunni segir: „Málefni Ell- iðatinda virðist að lokum leyst með samkomulagi við Hannes Smára- son. Í tölvubréfi milli starfsmanna Landsbankans kemur fram að skuld Elliðatinda verði greidd með láni sem Fjárfestingarfélagið Primus tekur þótt Elliðatindar séu lögform- lega í eigu Gunnars Sturlusonar.“ Ástæða þess að Landsbankinn getur hafa séð sér hag í því að lána Hannesi fyrir skuld Gunnars er sú að bankinn var búinn að lána fé- lagi Hannesar svo mikið af pening- um að það gæti ekki hafa þjónað hagsmunum hans að Hannes lenti í greiðsluerfiðleikum. Líklega verður að skoða leigu- samninginn sem gamli Lands- bankinn gerði við Hannes 2008 í ljósi þessa sérstaka sambands sem Hannes átti við bankann á þessum tíma. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Gamli Landsbankinn leigði Hannesi Smárasyni hús á Fjölnisveginum n Átti húsið áður en bankinn tók það af honum n Hannes notar húsið þegar hann dvelur hér á landi Nærri 100 milljóna hús Húsið á Fjölnisvegi 11 er metið á nærri 95 milljónir króna. Samband Hannesar og Landsbankans var sérstakt fyrir hrun og hafði hann fengið nærri 30 milljarða króna að láni frá bankanum í lok árs 2007.„Þetta er samkomulag frá því í mars 2008. Útgáfa DV um jólin DV kemur næst út mánudag- inn 27. desember. Áramótablað DV kemur út miðvikudaginn 29. desember og er það jafnframt síðasta blað ársins. Dagar Menntaskólans Hraðbrautar eru taldir í núverandi mynd, sam- kvæmt heimildum DV. Samstarfs- samningur menntamálaráðuneyt- isins og skólans, sem rennur út sumarið 2011, verður ekki endur- nýjaður. Samstarfssamningur skól- ans og menntamálaráðuneytisins, sem upphaflega átti að renna út í lok þessa árs, var endurnýjaður tíma- bundið til næsta sumars í byrjun júlí. Þeir nemendur Hraðbrautar sem ekki hafa lokið námi sumarið 2011 þurfa að finna sér annan skóla til að ljúka námi sínu í. Ástæðan fyrir því að samstarfs- samningur ráðuneytisins og skólans verður ekki endurnýjaður er meðal annars sú að opinberir aðilar, Rík- isendurskoðun og menntamála- nefnd, hafa staðfest upplýsingar um óráðsíu í fjármálum skólans sem DV greindi frá síðastliðið sumar. Skólinn er fjármagnaður að um 80 prósenta leyti með opinberum fjárveitingum. 20 prósent af rekstrartekjum skól- ans koma svo frá nemendum í formi skólagjalda. DV hafði meðal annars greint frá því að Ólafur Johnson, eigandi og skólastjóri Hraðbrautar, hefði tek- ið sér fleiri tugi milljóna króna í arð út úr rekstrarfélagi skólans sem og fasteignafélaginu sem leigir skólan- um húsnæði í Faxafeni. Ólafur hafði sömuleiðis lánað fjármuni til fast- eignaverkefnis í Skotlandi. Á sama tíma höfðu einungis um 40 pró- sent af rekstrartekjum skólans farið í launagreiðslur til kennara skólans í samanburði við um 80 prósent í öðr- um skólum. Kennarar skólans fengu því miklu lægri laun en þeir hefðu átt að fá enda hafði Ólafur staðið í vegi fyrir því að þeir gengju í Kenn- arasamband Íslands. Miklar deilur höfðu verið í skólanum út af þessum málum sem og öðrum. ingi@dv.is Dagar skólans taldir Dagar skóla Ólafs Johnson eru taldir eftir að upplýsingar fjármálaóreiðu í skólanum komu fram í dagsljósið í sumar. n „þetta er búið að ganga ákaflega vel“ n kennarar telJa Sig UnDirbOrgaðan greiDDi 27 MillJÓnir Í arð á tapárin ÓlafUr JOhnSOn kvÍðir ekki rannSÓknÓSÝNILEGAVALDA- STÉTTIN Á ÍSLANDI fréttir JÓHANNAGIFTIST JÓNÍNU fréttir beStU tJalDStÆðin MánUDagUr og þriðJUDagUr 28. – 29. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 73. tbl.100. árg. – verð kr. 395 neytenDUrScOOterÍ lanDi karlS n þJÓðverJinn Spilar Í galtalÆk fÓlk n hélDU Upp á Daginn Í Sveitinni ÞorGErðUr ENDUr-NÝJAðI SAmNINGINN KATrÍN SENDIr mÁLIð TIL rÍKISENDUrSKoðUNAr BJörN SAmDI VIð ÓLAF TÓK TUGImILLLJÓNAÍ Arð FrÁ SKÓLANUm eigandi og SKÓLaSTJÓRi MennTaSKÓLanS HRaÐBRaUTaR: milljarður í ríkisstyrk Landsmönnum fjölgar lítillega Þann 1. desember síðastliðinn voru íbúar með lögheimili á Ís- landi 318.236, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fyrir ári var íbúa- fjöldinn 317.593 og hafði fjölgað milli ára um 643 íbúa. Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 3,2 pró- sent, Suðurnesjum um 1,4 prósent og á Austurlandi um 1,2 prósent. Á sama tíma fjölgaði íbúum á höf- uðborgarsvæðinu um 0,7 prósent og á Norðurlandi eystra um 0,3 prósent. Hinn 1. desember síðastliðinn voru sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 16 ára og eldri 191.656 en það er fækkun um 3.247 frá fyrra ári. Heiðmerkur- hrottar dæmdir Héraðsdómur Reykjaness sak- felldi á þriðjudag fjóra karlmenn fyrir frelsissviptingu og stórfellda líkamsárás sem átti sér stað í júlí 2008. Mennirnir bönkuðu upp á á heimili manns í Hafnarfirði þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Þeir námu hann á brott og óku sem leið lá upp í Heiðmörk þar sem barsmíðarnar héldu áfram. Fórnarlamb árásarinnar slasaðist mikið og hlaut meðal annars brot á augntóft og rifbeinsbrot. Sá sem þyngsta dóminn fékk var dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi, þar af eru tólf bundnir skil- orði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.