Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 4
HANNES LEIGIR HÚS AF RÍKIS- BANKANUM 4 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað Leggur upp laupana í kjölfar fjármálahneykslis skólastjórans: Hraðbraut verður lokað Hannes Smárason, fjárfestir og fyrr- verandi forstjóri FL Group, leigir rúmlega 430 fermetra einbýlishús á Fjölnisvegi 11 af Landsbanka Ís- lands. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýs- ingafulltrúa Landsbankans, við fyr- irspurn DV um eignarhaldið á hús- inu. „Það er í útleigu til Hannesar Smárasonar. Þetta er samkomulag frá því í mars 2008,“ segir Kristján aðspurður. Húsið var áður í eigu Hannesar í gegnum eignarhaldsfélagið Fjöln- isveg 9 ehf. en Landsbankinn leysti félagið til sín í mars 2008. Stjórn- endur gamla Landsbankans gerðu þá allt að sex ára leigusamning við Hannes, að sögn Kristjáns. Nýi Landsbankinn, sem er ríkisbanki um þessar mundir, erfði leigusamn- inginn við Hannes eftir hrunið haustið 2008. Húsið er enn skráð í eigu Fjöln- isvegar 9 ehf. sem aftur er í eigu eignarhaldsfélags Landsbankans sem heitir Hömlur ehf. Bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, er stjórnarformaður Hamla ehf. Fast- eignamat hússins er tæpar 95 millj- ónir króna. Leiguverð hússins fæst ekki uppgefið hjá Landsbankanum. Þó má ætla að leiguverðið nemi ekki undir 350 til 450 þúsund krónum á mánuði en sambærileg hús eru leigð fyrir nokkurn veginn þá upp- hæð. Farðu, „stubbur“ DV greindi frá því í sumar að eigin- kona Magnúsar Ármann, viðskipta- félaga Hannesar sem verið hefur til rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara út af Imon-málinu, Margrét Íris Baldursdóttir, hefðist við í húsinu. Þegar DV bankaði upp á í sumar og spurði Margréti af hverju hún væri í húsinu bað hún blaðamann DV um að hafa sig á brott með orðun- um: „Ég bý erlendis, ég fékk að vera hérna í sumar … Vilt þú ekki bara koma þér út af lóðinni, stubbur.“ Svarið við spurningu DV ligg- ur nú ljóst fyrir: Hannes Smárason hefur afnotarétt af húsinu í krafti leigusamningsins sem hann gerði við gamla Landsbankann árið 2008. Líklegt má telja að Magnús Ár- mann og eiginkona hans fái hús- ið lánað á meðan þau dvelja hér á landi. Magnús og Margrét eru bú- sett í Barce lona á Spáni um þess- ar mundir líkt og Hannes og kona hans. Eiginkona Hannesar, Unnur Sig- urðardóttir, á svo Fjölnisveg 9, hús- ið við hliðina á Fjölnisvegi 11. Hún eignaðist húsið í árslok 2007. Áður hafði það verið í eigu Hannesar. Þau hjónin ætluðu sér upphaflega að gera göng á milli húsanna tveggja svo hægt yrði að fara á milli þeirra neðanjarðar. Hannes og Magnús Ármann hafa báðir verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eftir hrunið 2008. Hannes vegna Glitnismálsins og Magnús vegna Imon-málsins, líkt og áður segir. Þegar blaðamenn DV komu að húsinu á Fjölnisvegi 11 á þriðju- dag til að athuga hvort einhver væri þar var karlmaður á svörtum BMW að búa húsið undir komu einhvers. Búið var að hengja ljós í trén við húsið. Maðurinn vildi ekki ræða við blaðamenn en eftir því sem DV kemst næst ætlar Hannes Smárason að dvelja í húsinu yfir jólin. Viðskiptabanki Hannesar Leigusamningur Landsbankans og Hannesar er arfur frá þeim tíma þegar Hannes átti í skuldauppgjöri við bankann á fyrri hluta ársins 2008. Svo virðist sem leigusamning- urinn hafi verið liður í skuldaupp- gjöri hans við bankann en í því fólst meðal annars að Landsbankinn tók yfir fjárfestingafélagið Fjölnisveg 9 ehf. sem var í hans eigu. Fjölnisveg- ur 9 ehf. átti húsið á Fjölnisvegi 11. Landsbankinn var stærsti lán- veitandi eignarhaldsfélags Hannes- ar, FI fjárfestinga ehf., sem hét áður Fjárfestingarfélagið Primus. Aðal- eign félagsins var eignarhlutur í FL Group sem hrundi gríðarlega í verði á seinni hluta árs 2007. Var hlutur Hannesar í félaginu þynntur út með hlutafjáraukningu og var honum ýtt úr stöðu stjórnarformanns í kjölfar- ið. Heildarlánveitingar til félagsins í bankakerfinu fóru hæst upp í um 400 milljónir evra, um 36 milljarða króna, samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Þegar mest lét voru útlán Landsbankans til þessa félags Hannesar 320 milljón- ir evra, tæplega 30 milljarðar króna, í lok árs 2007. Lánin námu um 10 prósentum af eiginfjárgrunni bank- ans þá. Hannes hafði því haft greið- an aðgang að fjármunum bankans. Fékk lán fyrir vin sinn Í rannsóknarskýrslunni kemur meðal annars fram að þetta félag Hannesar tók lán hjá Landsbankan- um upp á rúmar 200 milljónir króna sumarið 2008 til að greiða skuld fé- lagsins Elliðatinda við bankann en Hannes var í ábyrgðum fyrir láninu. Elliðatindar voru í eigu viðskiptafé- laga hans, Gunnars Sturlusonar lög- manns. Í skýrslunni segir: „Málefni Ell- iðatinda virðist að lokum leyst með samkomulagi við Hannes Smára- son. Í tölvubréfi milli starfsmanna Landsbankans kemur fram að skuld Elliðatinda verði greidd með láni sem Fjárfestingarfélagið Primus tekur þótt Elliðatindar séu lögform- lega í eigu Gunnars Sturlusonar.“ Ástæða þess að Landsbankinn getur hafa séð sér hag í því að lána Hannesi fyrir skuld Gunnars er sú að bankinn var búinn að lána fé- lagi Hannesar svo mikið af pening- um að það gæti ekki hafa þjónað hagsmunum hans að Hannes lenti í greiðsluerfiðleikum. Líklega verður að skoða leigu- samninginn sem gamli Lands- bankinn gerði við Hannes 2008 í ljósi þessa sérstaka sambands sem Hannes átti við bankann á þessum tíma. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Gamli Landsbankinn leigði Hannesi Smárasyni hús á Fjölnisveginum n Átti húsið áður en bankinn tók það af honum n Hannes notar húsið þegar hann dvelur hér á landi Nærri 100 milljóna hús Húsið á Fjölnisvegi 11 er metið á nærri 95 milljónir króna. Samband Hannesar og Landsbankans var sérstakt fyrir hrun og hafði hann fengið nærri 30 milljarða króna að láni frá bankanum í lok árs 2007.„Þetta er samkomulag frá því í mars 2008. Útgáfa DV um jólin DV kemur næst út mánudag- inn 27. desember. Áramótablað DV kemur út miðvikudaginn 29. desember og er það jafnframt síðasta blað ársins. Dagar Menntaskólans Hraðbrautar eru taldir í núverandi mynd, sam- kvæmt heimildum DV. Samstarfs- samningur menntamálaráðuneyt- isins og skólans, sem rennur út sumarið 2011, verður ekki endur- nýjaður. Samstarfssamningur skól- ans og menntamálaráðuneytisins, sem upphaflega átti að renna út í lok þessa árs, var endurnýjaður tíma- bundið til næsta sumars í byrjun júlí. Þeir nemendur Hraðbrautar sem ekki hafa lokið námi sumarið 2011 þurfa að finna sér annan skóla til að ljúka námi sínu í. Ástæðan fyrir því að samstarfs- samningur ráðuneytisins og skólans verður ekki endurnýjaður er meðal annars sú að opinberir aðilar, Rík- isendurskoðun og menntamála- nefnd, hafa staðfest upplýsingar um óráðsíu í fjármálum skólans sem DV greindi frá síðastliðið sumar. Skólinn er fjármagnaður að um 80 prósenta leyti með opinberum fjárveitingum. 20 prósent af rekstrartekjum skól- ans koma svo frá nemendum í formi skólagjalda. DV hafði meðal annars greint frá því að Ólafur Johnson, eigandi og skólastjóri Hraðbrautar, hefði tek- ið sér fleiri tugi milljóna króna í arð út úr rekstrarfélagi skólans sem og fasteignafélaginu sem leigir skólan- um húsnæði í Faxafeni. Ólafur hafði sömuleiðis lánað fjármuni til fast- eignaverkefnis í Skotlandi. Á sama tíma höfðu einungis um 40 pró- sent af rekstrartekjum skólans farið í launagreiðslur til kennara skólans í samanburði við um 80 prósent í öðr- um skólum. Kennarar skólans fengu því miklu lægri laun en þeir hefðu átt að fá enda hafði Ólafur staðið í vegi fyrir því að þeir gengju í Kenn- arasamband Íslands. Miklar deilur höfðu verið í skólanum út af þessum málum sem og öðrum. ingi@dv.is Dagar skólans taldir Dagar skóla Ólafs Johnson eru taldir eftir að upplýsingar fjármálaóreiðu í skólanum komu fram í dagsljósið í sumar. n „þetta er búið að ganga ákaflega vel“ n kennarar telJa Sig UnDirbOrgaðan greiDDi 27 MillJÓnir Í arð á tapárin ÓlafUr JOhnSOn kvÍðir ekki rannSÓknÓSÝNILEGAVALDA- STÉTTIN Á ÍSLANDI fréttir JÓHANNAGIFTIST JÓNÍNU fréttir beStU tJalDStÆðin MánUDagUr og þriðJUDagUr 28. – 29. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 73. tbl.100. árg. – verð kr. 395 neytenDUrScOOterÍ lanDi karlS n þJÓðverJinn Spilar Í galtalÆk fÓlk n hélDU Upp á Daginn Í Sveitinni ÞorGErðUr ENDUr-NÝJAðI SAmNINGINN KATrÍN SENDIr mÁLIð TIL rÍKISENDUrSKoðUNAr BJörN SAmDI VIð ÓLAF TÓK TUGImILLLJÓNAÍ Arð FrÁ SKÓLANUm eigandi og SKÓLaSTJÓRi MennTaSKÓLanS HRaÐBRaUTaR: milljarður í ríkisstyrk Landsmönnum fjölgar lítillega Þann 1. desember síðastliðinn voru íbúar með lögheimili á Ís- landi 318.236, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fyrir ári var íbúa- fjöldinn 317.593 og hafði fjölgað milli ára um 643 íbúa. Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 3,2 pró- sent, Suðurnesjum um 1,4 prósent og á Austurlandi um 1,2 prósent. Á sama tíma fjölgaði íbúum á höf- uðborgarsvæðinu um 0,7 prósent og á Norðurlandi eystra um 0,3 prósent. Hinn 1. desember síðastliðinn voru sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 16 ára og eldri 191.656 en það er fækkun um 3.247 frá fyrra ári. Heiðmerkur- hrottar dæmdir Héraðsdómur Reykjaness sak- felldi á þriðjudag fjóra karlmenn fyrir frelsissviptingu og stórfellda líkamsárás sem átti sér stað í júlí 2008. Mennirnir bönkuðu upp á á heimili manns í Hafnarfirði þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Þeir námu hann á brott og óku sem leið lá upp í Heiðmörk þar sem barsmíðarnar héldu áfram. Fórnarlamb árásarinnar slasaðist mikið og hlaut meðal annars brot á augntóft og rifbeinsbrot. Sá sem þyngsta dóminn fékk var dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi, þar af eru tólf bundnir skil- orði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.