Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 40
40 | Jólasaga 22.–26. desember 2010 Jólablað
Þ
etta árið kom haustið í ágústlok
og í september var komið frost.
Þá var það kaldan laugardag í
septemberbyrjun að framan við
raðhús við Sogaveginn stóð gamall jeppi og
fyrir aftan hann var kerra en í kerrunni var
rúmlega tveggja metra hátt grenitré og því
fylgdi mikill rótavöndull sem pakkað hafði
verið inn í striga.
Jónas var að komast á eftirlaunaaldur-
inn og jafnvel þótt bakið ætti ekki sjö dag-
ana sæla þá stóð hann keikur við kerruna
og virtist til í slaginn. Sonur hans, Aðal-
steinn, kominn fast að fimmtugu sagði að
best væri að koma kerrunni að garðhliðinu,
að þar mætti sturta hlassinu ofur varlega
inn um hliðið og svo bætti hann því við, að
af stéttinni ætti tréð ekki nema stuttan spöl
að holunni.
– Það er ómögulegt að fara að bakka
kerru skrattanum upp allan botnlangann.
Og ekki komum við jeppanum nær, sagði
Aðalsteinn.
Aðstæðurnar voru semsagt þannig að
þeir feðgar þurftu að losa kerruna frá jepp-
anum, kerrunni þurftu þeir að ýta inn í inn-
keyrslu svo takast mætti að snúa jeppanum
og koma honum frá garðhliðinu. Og þegar
jeppanum hefði verið komið burt þá væri
hægt að draga kerruna með handafli að
hliðinu þaðan sem þeim feðgum ætti síðan
að verða auðvelt að koma trénu á sinn stað.
– Mig hefur lengi dreymt um að fá greni-
tré hérna í garðinn, sagði Jónas og eftir
nokkra umhugsun bætti hann við: – Hún
mamma þín heitin hefði svo sannarlega
glaðst með okkur. Hún talaði svo oft um
að við ættum að gróðursetja alvörujólatré í
garðinum.
– Það kemur nú kannski til með að
skyggja eitthvað á, kannski eftir áratug eða
tvo, þegar greinarnar fara að ná í átt að eld-
húsglugganum.
– Blessaður vertu, það eru margir ára-
tugir í það. Þetta tré á einungis eftir að skýla
húsinu fyrir norðanáttinni og svo verður
skjól af því hérna við innganginn.
– Klukkan er að verða tólf. Við ætt-
um kannski að borða hádegismat áður en
lengra verður haldið, sagði Aðalsteinn.
– Já, þetta er umstang, tautaði Jónas. Lát-
um þetta bara bíða fram yfir hádegi.
Þeir feðgar gengu inn en utan við grind-
verkið stóð jeppinn og á kerrunni gnæfði
grenitréð yfir lauflausu limgerði, svo þrótt-
mikið og tignarlegt.
Þeir borðuðu og eftir matinn fóru þeir
til stofu og hlustuðu á hádegisfréttir. Aðal-
steinn leit í Moggann en Jónas lagðist í sófa
og sofnaði.
Fréttatímanum lauk og þulurinn skaut-
aði yfir fregnir af veðri. Frostið átti víst eftir
að haldast – herðast ef eitthvað var.
– Okkur er ekki til setunnar boðið, sagði
Jónas og teygði úr sér.
Aðalsteinn var hugsi, hann leit á föður
sinn og sagði: – Það er kannski reynandi
að losa kerruna frá, snúa jeppanum, festa
kerruna aftur og reyna svo að bakka kerr-
unni að hliðinu.
– Þú segir nokkuð.
– Kannski er hún ekki svo þung. Ef til vill
náum við að ýta henni með handafli þá ætti
þetta ekki að verða svo mikið mál.
– Við ættum að setja eitthvað yfir stétt-
ina. Er ekki rúlla af svörtum plastpokum
þarna í kústaskápnum?
Þeir komu út á stétt og þegar þeir stóðu
þar og voru klárir í slaginn sáu þeir að á
kerrunni var ekkert tré. Það var einsog það
hefði flogið á braut – gufað upp.
Ósjálfrátt stökk gamli maðurinn af stað
og kíkti til hliðar við jeppann og fyrir aft-
an kerruna. Það var einsog að honum hefði
hvarflað að tréð hefði fokið af kerrunni og
lagst á hliðina. En tréð var horfið. Og svona
rétt til að fullvissa sig um að tréð væri virki-
lega horfið, hallaði Jónas sér fram og gaut
augum undir kerruna.
– Trénu hefur verið stolið! hrópaði Jónas.
– Það getur ekki verið, svaraði Aðalsteinn
og áttaði sig strax á því hversu heimskulegt
svarið væri.
– Trénu hefur verið stolið. Það hefur ein-
hver komið á meðan við borðuðum hádeg-
ismat.
– Þetta er ótrúlegt.
Á kerrunni mátti sjá á ummerkjum að
tréð hafði verið dregið til og aftan við kerr-
una mátti sjá að nokkuð af mold hafði
hrunið úr rótavöndlinum. Í snjónum voru
hjólför – líklega eftir stóran, nýlegan jeppa,
því hjólförin náðu uppá kantsteininn sem
var fjærst lóðarmörkunum.
– Við verðum að hringja á lögregluna,
sagði Aðalsteinn og gerði sig líklegan til að
fara inn og hringja.
Útum glugga hússins við hliðina var
kallað: – Þeir voru tveir á bláum pallbíl.
Kannski var hann svartur.
Sú sem átti röddina var Ingveldur, ná-
grannakona þeirra feðga.
– Sástu þá? spurði Aðalsteinn og sneri á
hæli.
– Já, þeir voru tveir. Þetta var svona
palljeppi og þeir voru jakalegir. Hreinlega
krafta jötnar. Svo brunuðu þeir bara burt.
– Náðirðu númerinu ... bílnúmerinu?
spurði Aðalsteinn.
– Hann var ábyggilega dökkblár ... eða
svartur. Nei, ég sá ekkert númer og það var
ekkert merki á hliðinni eða neitt svoleiðis.
Ég sá hvorki framan á hann né aftan á. Ég sá
þá bara fara hérna uppeftir og svo næst þeg-
ar ég gætti að þá voru þeir að koma trénu
fyrir á pallinum. Svo hvarf bíllinn hérna
austur Sogaveginn.
Aðalsteinn horfði til skiptis á Ingveldi og
Jónas. – Verðum við ekki að tilkynna þetta?
– Hvað ætli lögreglan reyni svosem að
gera. Bílarnir eru margir, sumir bláir og aðr-
ir svartir.
– Hjólförin. Þetta eru sönnunargögn.
– Nei, við sækjum okkur bara annað tré
uppí Mosfellsdal. Lítum á þetta sem tapað,
sagði Jónas og nuddaði á sér nefið. – Þakka
þér fyrir Ingveldur mín. Við ætlum að skoða
málið, bætti hann við og vinkaði Ingveldi.
Hún lokaði glugganum en var óðara komin í
útidyragættina og fjasaði og tuðaði.
Feðgarnir leystu kerruna frá jeppanum,
ýttu henni inn í innkeyrsluna og síðan var
jeppanum bakkað niður botnlangann, snú-
ið við og bakkað upp að nýju. Kerran var
hengd á krókinn og svo var ekið af stað.
Ingveldur stóð á tröppunum framan við
húsið sitt og vinkaði.
Í fyrstu þögðu þeir feðgar. Jónas sat und-
ir stýri en Aðalsteinn starði fram. Þegar þeir
óku upp Ártúnsbrekkuna varð Jónas djúpt
hugsi og eftir nokkra umhugsun sagði hann:
– Ég var meira að segja farinn að sjá fyrir
mér tréð í garðinum í snjó á jólum og engil-
inn hennar mömmu þinnar svífandi yfir.
– Og þá þurfti einhver endilega að stela
því frá okkur.
Faðirinn nánast táraðist þegar hann
sagði: – Og ég hafði hugsað mér að klippa
af trénu grein og grein fyrir jólin og leggja á
leiðið hennar mömmu þinnar.
Sonurinn pírði augun í átt að föðurnum
og þagði. Faðirinn starði fram á veginn og
var hneykslaður á meðan hann lét dæluna
ganga: – Og svo á tréð okkar eftir að vaxa og
dafna í öðrum garði. Um jólin mun þjófur-
inn skreyta tréð og brosa stoltur. Og svo vor-
ar og þá koma fuglarnir, vefa hreiður, leggja
egg og ala unga. Svo koma könglar og svo
koma jól og svo kemur vor og svo koma jól
og jól og jól og jól. Og alltaf á tréð eftir að
stækka í garði þess ágæta manns sem stal
því frá okkur. Að hugsa sér. Ætli hann verði
ekki bara glaður einhver jólin þegar glæp-
urinn fyllir garðinn og hundruð ljósapera
lýsa upp hið stolna tré. Og þegar ellin fær-
ist yfir og hreiðrin á greinunum verða mörg
þá ...
– Já, kannski mun engillinn hún mamma
prýða þetta jólatré, sagði Aðalsteinn með
glettni í rómi og gerði gæsalappir með
fingrunum um leið og hann sagði „jólatré“.
Höfundur: Kristján Hreinsson
Jólatré innan
gæsalappa