Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 20
20 | Jólin 22.–26. desember 2010 Jólablað
Á Barnaspítala Hringsins eru jóla-
sveinarnir í heimsókn. Þetta eru
þeir Stekkjastaur og Gluggagæg-
ir. Gluggagægir hefur komið við á
barnaspítalanum síðustu átta árin.
„Það er gott að geta gefið gleði og
von,“ segir hann en bætir því við
að það sé líka erfitt að hitta mjög
veik börn. „En gefandi þegar ég sé
þau braggast,“ segir hann og bros-
ir. Hann finnur að koma hans skipt-
ir börnin máli. „Ég finn að það hef-
ur áhrif. Börnin hafa gaman af því
að sjá okkur. Við tökum þátt í dag-
skránni niðri í leikherberginu en
það eru alltaf einhver börn sem
komast ekki þangað. Þá komum
við hingað upp á deild og kíkjum á
krakkana eins og hjúkrunarfræð-
ingarnir leyfa. Það geta ekki allir
tekið á móti okkur.“
Handtaskan hans Stekkja-
staurs
Auk hefðbundinna strigapoka er
Stekkjastaur með bleika handtösku.
Aðspurður segist hann hafa þá getu
að þegar hann fer ofan í pokann
sinn geti hann seilst eftir hverju sem
er hvar sem er. „Ég fann þessa tösku
í herberginu hjá Loga Geirs. Hún er
full af hárgeli frá honum, sem ég er
að gefa.“ Hjúkrunarfræðingur kem-
ur aðvífandi og biður um hárgel
fyrir tvítugan strák. „Það er spurn-
ing hvaða hártegund hann er með,“
segir Stekkjastaur. „„Xtreme hold“
er fyrir þá sem vilja hár eins og Logi
en markmaðurinn er með þetta hér,“
segir hann og réttir aðra dós fram.
„Við verðum að gefa þér
eitthvað gott“
Allt í einu lifnar yfir hjúkrunar-
fræðingnum þegar hún sér konu
með lítinn strák í fanginu koma að.
„Kemur hann! Flottastur,“ segir hún
brosandi og tekur á móti barninu.
Hann á eftir að fá gjöf frá sveinka,
sem bætir hratt úr því. „Við verð-
um að gefa honum nammi,“ segir
Gluggagægir og réttir honum poka.
Stekkjastaur réttir honum síðan
svitaband og sýnir honum hvern-
ig hægt er að nota það til að strjúka
svitann af enninu. Síðan réttir hann
honum Ken. „Viltu þennan líka? Þú
passar hann fyrir mig. Þú ert búinn
að vera svo duglegur á spítalanum
að við verðum að gefa þér eitthvað
gott.“ Strákurinn sem er ekki orðinn
tveggja ára gamall tekur feiminn á
móti gjöfunum. „Hann er alveg dol-
fallinn,“ segir móðir hans þakklát.
Jólasveinarnir láta ekki þar við sitja
heldur gefa honum einnig hárgel
frá Loga Geirs sem hann getur gefið
pabba sínum áður en þeir syngja Ég
sá mömmu kyssa jólasvein. Hjúkr-
unarfræðingurinn fylgist brosandi
með drengnum og segir þetta ein-
staklega ánægjulegt, ekki síst þar
sem hann sé nýbúinn að tárast svo-
lítið. Áður en jólasveinarnir kveðja
þá stilla þeir sér upp með stráknum
og hjúkrunarfræðingnum en verða
svo halda á næstu deild. „Gleði-
leg jól!“ hrópa þeir um leið og þeir
ganga út með tilheyrandi „hohoho“
og hlátrasköllum.
Senda börn heim í sjúkrabíl
Við setjumst aftur á móti niður
með hjúkrunarfræðingnum Guð-
laugu Erlu Vilhjálmsdóttur sem er
öllu vön þegar kemur að vinnu yfir
hátíðarnar og spyrjum hana út í
stemninguna á spítalanum. „Það er
bara hátíðlegt. Mjög fínt. Á aðfanga-
dag er oft mikið að gera fyrripart
dags því þá er verið að koma öllum
heim sem geta farið heim. Sumir fá
leyfi en þurfa kannski að fara heim
í sjúkrabíl og koma svo aftur seinna
um kvöldið. Um fjögurleytið fer síð-
an að róast og þá eru þeir eftir sem
eyða kvöldinu með okkur.
Oftast koma foreldrar og systkini
og jafnvel afar og ömmur. Fjölskyld-
an borðar saman inni á herbergi,
flestir vilja bara vera saman og
halda sín jól eins og hægt er. Sum-
ir koma með eigið skraut og jafnvel
lítið jólatré. Við starfsfólkið borðum
svo saman og reynum að hafa það
hátíðlegt á milli þess sem við hlaup-
um til og sinnum okkar verkefnum.
Þeir sem eru að vinna fá líka lítinn
pakka frá deildinni.“
Vont að vera frá fjölskyldunni
Á þessari deild liggja öll börn yngri
en átján ára sem eru ekki svo veik að
þau þurfi að vera á gjörgæslu. Núna
liggja þar fimmtán börn en það get-
ur breyst mikið á fjórum dögum. Yf-
irleitt eru um tíu börn á deildinni á
aðfangadagskvöld. Sjálf á Guðlaug
mann og tvö börn. „Ég hef ekki unn-
ið á aðfangadagskvöld síðan börnin
fæddust, þau eru svo lítil. En ég hef
unnið aðra hátíðisdaga og þau taka
ekki mikið eftir því. Ég fer í vinn-
una alla daga, líka þegar þau eru í
fríi. Þau hafa pabba sinn og þeim
finnst það fínt. Mér finnst alls ekkert
slæmt að vinna á aðfangadagskvöld
en mér þykir auðvitað vont að vera
frá börnunum og fjölskyldunni.“
Ágætishvíld frá jólastressinu
Á næsta borði situr fimmtán ára
gamall drengur sem var einnig á
spjalli með jólasveinunum áðan.
Það er Róbert Hreiðar Pálson sem
var með aðskotahlut í maga og þurfti
því að fara í aðgerð. Síðustu dögum
hefur hann því varið fastandi á spít-
alanum. „Það er ekkert að því,“ seg-
ir hann æðrulaus. „Ég býst við því að
fara út á næstu dögum. En þetta hef-
ur verið ágætishvíld frá jólastress-
inu. Það er fínt.“ Nú er hann allur
að hressast og er meira að segja far-
inn að borða, er að borða fiskiboll-
ur. Ekki nóg með það þá er hann
með hátíðarkonfektið hjá sér, sörur
í dunk skreyttum sætri jólasveina-
mynd. Móðir hans, Elfa Dröfn Ing-
ólfsdóttir, var að baka. „Ég bakaði í
gær með dóttur minni. Við bökuð-
um sexfalda uppskrift,“ segir hún og
útskýrir að hún hafi viljað að Róbert
gæti boðið starfsfólkinu upp á gott-
erí.
Hefði þurft að hafa hann heima
að þrífa
Hún er sjálf að vinna á Reykjalundi
og býr í Mosfellsbæ en reynir að
heimsækja son sinn daglega. „Mér
líður vel að vita af honum hér. Það
er svo vel hugsað um hann. En það
verður gott að fá hann heim aftur.
Kannski verðum við svolítið fast-
ari fyrir því mér finnst við ekki geta
skilið hann eftir einan heima,“ segir
hún en tekur það fram að það komi
ekki að sök þar sem hún sé að mestu
búin með jólaundirbúninginn. „Ég
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Jólaandi á Barnaspítala Hringsins
n Jól og jólaundirbúningur foreldra n Ársgamall
drengur í lyfjameðferð n Stressa sig ekki yfir jólunum:
„Jólin koma bara“ n Besta gjöfin að komast heim
fyrir jólin n Fimmtán ára með aðskotahlut í maga
n Spítalavistin fín hvíld frá jólaamstrinu
Hetja Björn Elís verður tveggja ára í janúar. Hann greindist með
æxli í nýra í október. Hér styttir hann sér stundirnar í leikherberginu.
Jólasveinar í heimsókn Stekkjastaur og Glugga-
gægir færðu Birni Elís gjafir, nammipoka, svitaband,
Ken-dúkku og hárgel frá Loga Geirs fyrir pabba.