Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 31
Jólin | 31Jólablað 22.–26. desember 2010
„Mamma mín og pabbi þurftu allt-
af að fela jólagjafirnar fyrir mér
og bróður mínum, sem er þremur
árum eldri en ég. Þeir voru aldrei
settir undir tréð fyrr en rétt áður
en við máttum opna þá,“ segir Þor-
björg Marinósdóttir rithöfundur, eða
Tobba eins og hún er kölluð, þeg-
ar hún er beðin að rifja upp æsku-
minningar sínar frá jólunum. Hún
segir að þau systkinin hafi verið svo
óþreyjufull að þau hafi ekki staðist
freistinguna að kíkja í pakkana áður
en að stóru stundinni kom. „Alltaf
þegar mamma og pabbi fóru út að
kaupa síðustu hlutina fyrir jólin þá
fórum við að trénu og kíktum í hvern
einasta pakka. Við leystum límband-
ið og kíktum í þá alla – flesta gátum
við límt aftur svo ekkert sá á en sumu
þurftum við að pakka inn upp á nýtt,“
segir Tobba sem viðurkennir að það
séu ekki nema örfá ár síðan hún lét
af þessum ósið. „Litlu systur mínar
vita ekkert af þessu en ég er viss um
að þær gera þetta líka,“ segir hún og
bætir við að mamma sín hafi fyrir fá-
einum árum viðurkennt að hún geri
þetta stundum líka. Þetta virðist því
vera ættgengur ósiður. „En þau voru
auðvitað brjáluð þegar þau komust
að þessu þegar við vorum lítil,“ segir
hún og hlær.
Annars segist Tobba alltaf hafa far-
ið í kirkju á jólunum – fyrir matinn.
„Þá förum við öll í jólamessu í Digra-
neskirkju, nema mamma sem hug-
ar að matnum,“ segir Tobba og bætir
við að þar sé gott að slaka á. „Ég sef
mjög vel í kirkjum,“ segir hún kím-
in en bætir við að í æsku hafi þau
systkinin fengið að opna einn lítinn
pakka áður en í kirkjuna var farið,
þannig hafi verið hægt að hafa hemil
á spenningnum.
edda@dv.is
„Ég á mynd af mér fjögurra ára göml-
um í Bandaríkjunum, árið 1956, þar
sem ég sit í fangi jólasveinsins í Am-
eríku, greinilega að hugsa um jóla-
gjafir,“ segir Ólafur F. Magnússon
læknir. „Með okkur jólasveininum á
myndinni er eldri bróðir minn, Stef-
án. Minningar mínar um jól tengjast
allar miklu fremur fólki en gjöfum.
Árið 1955–1958 bjó fjölskylda mín í
Washington DC, þar sem faðir minn
stundaði framhaldsnám í lyflækn-
ingum.
Jólin 1958, þegar við vorum kom-
in heim til Íslands, sitja þó enn fastar
í minningunni. Spenningurinn var
svo mikill að bíða eftir ömmu og afa
sem komu suður til okkar frá Akur-
eyri. Þessi jól var það sérlega spenn-
andi hvort þau kæmust á Fíat-inum
yfir illfærar heiðarnar. Jólin komu
nefnilega ekki fyrr en amma og afi
voru komin suður og ég man að
þetta var óralöng og spennandi bið.
Við komum ekki með jólahefð-
ir frá Bandaríkjunum, svo ég muni.
Það voru alltaf rjúpur á borðum í
gamla daga, en nú er hreindýrakjöt-
ið tekið við. Það var þó einu sinni
gæs á borðum þegar pabbi hafði
skotið sína fyrstu og einu bráð. Skot-
veiði heillar mig ekki, ég er meira
fyrir að ganga um landið og lofa feg-
urð fjallkonunnar.
Ein jólahefð hefur varðveist í fjöl-
skyldunni samfellt undanfarna ára-
tugi, en það er að spila Jólaóratóríu
Bachs, sem ég á reyndar í mörgum
útgáfum, og eldri börnin mín, sem
öll eiga sínar fjölskyldur í dag, halda
í þessa hefð.
Gjafabransinn hér áður fyrr sner-
ist um áhugamálin, fótboltann,
skákina og Bítlaæðið, en fyrsta jóla-
platan mín var þó með Rolling Sto-
nes, en ekki Bítlunum sjálfum.
Í dag hlakka ég til jólanna í gegn-
um börnin mín fjögur og barna-
börnin, sem eru líka orðin fjögur.“
edda@dv.is
Bubbi Morthens elskar jólin og þakk-
ar það ekki síst móður sinni sem gerði
bernskujólin að ævintýri fyrir alla fjöl-
skylduna. „Það situr í mér hvað móð-
ir mín gat alltaf gert mikið úr litlu,
bæði varðandi undirbúning jólanna
og jólin sjálf. Það er margt sem mér
er minnisstætt, til dæmis þegar jóla-
dagatölin komu til sögunnar. Það var
ekkert nammi í þeim dagatölum, bara
myndir, en ég man hvað mér þótti
þau stórkostleg. Ég var líka gríðarlega
spenntur að setja skóinn út í glugga.
Einhvern tíma vakti ég og ætlaði sann-
arlega að fylgjast með. Ég sofnaði ekk-
ert og var alltaf að gjóa augunum. Svo
stóðst ég ekki mátið lengur og kíkti og
þá var túkall í skónum.
Ég var á þessum tímapunkti far-
inn að efast um tilvist jólasveinsins,
en þarna snerist ég til trúar á hann aft-
ur. Einhver framkvæmdi þarna töfra-
brögð,“ segir Bubbi og hlær. „Aðfanga-
dagur hefur alltaf verið gríðarlega stór
og mikilvægur dagur í mínu lífi og
það er fyrst og fremst vegna þess hvað
mamma gerði jólin falleg og spenn-
andi.
Við vorum heima fimm bræður og
á aðfangadag vorum við auðvitað við-
þolslausir. Þegar búið var að skrúbba
okkur í bak og fyrir vorum við látnir
leggja okkur um þrjúleytið.
Mamma sagði að ef við sofnuðum
ekki smástund gætum við ekki vak-
að um kvöldið. Ég var alltaf jafnhissa
þegar ég opnaði augun og uppgötvaði
að ég hafði virkilega sofnað. Þetta átti
við um okkur alla bræðurna. Þegar við
vöknuðum fengum við að opna pakka
frá Danmörku og það voru vægast sagt
gríðarlega mikilvægir pakkar. Þetta
voru byssueftirlíkingar og alvöru tind-
átar úr tini og eitthvað svona „stöff“ frá
Danmörku sem enginn annar átti. Svo
var kominn tími til að klæðast sparif-
ötunum og þá man ég að mamma
sagði: Hver skyldi nú trúa því að þið
getið litið út eins og englar. Á aðfanga-
dag var hangikjöt í matinn og uppstúf
með múskati. Það var ekki þekkt þá,
en þetta var frá Danmörku komið eins
og eftirrétturinn ris à la‘mande. Svo
var möndlugjöf.“
Bubbi segir ekkert svindl hafa við-
gengist með möndluna. „Mandlan var
sett í skálina að öllum ásjáandi og svo
var hrært vel í. Tolli bróðir var rosa-
lega lunkinn við að fá möndluna, ég
fékk hana hins vegar aldrei. Svo tóku
allir þátt í að ganga frá eftir matinn og
síðan lásu pabbi eða elsti bróðirinn
af pökkunum. Bækur voru gríðarlega
vinsælar gjafir og stundum vorum við
öll að lesa á aðfangadagskvöld. Þeg-
ar ég var um það bil tíu ára fór ég að
fá hljóðfæri og eitthvað tengt tónlist,“
segir Bubbi og ítrekar að jólatónlistin
þeirra hafi verið platan hans Hauks
Morthens, Hátíð í bæ.
„Það er besta jólaplata sem hef-
ur komið út og ég gleymi aldrei þeg-
ar Haukur sjálfur kom til okkar á að-
fangadag og færði okkur plötuna.“
Bubbi telur að þegar lítið sé til séu
gjafirnar frekar metnar að verðleikum.
„Ég ólst upp í fátækt en fann aldrei fyr-
ir því. Það var alltaf eins jólalegt og
hugsast gat, nema hvað ég hataði eng-
lahár. Mamma skreytti hátt og lágt og
bakaði allar sortir, en loftkökur þóttu
mér óætar og þykir enn.“
Bubbi, sem hlakkar óstjórnlega til
jólanna, segist alltaf halda í þá hefð að
fara með krílin upp í rúm þegar hann
kemur heim eftir að hafa haldið tón-
leika á Litla-Hrauni á aðfangadag.
„Ég segi þeim sögu og læt þau
sofna,“ segir hann og skellihlær. „Þessi
blundur barnanna breytir öllu fyrir
kvöldið. Nú eru stóru krakkarnir hjá
mér um jólin og við prentum út texta
og syngjum saman jólalög áður en við
opnum pakkana. Erum með svona
prívat gigg. Það er ólýsanlega gaman.
Þegar líður á kvöldið setjum við jóla-
mynd í DVD-spilarann, borðum nam-
mi, kveikjum upp í arninum og njót-
um samverunnar. Það er yndislegra
en orð fá lýst.“ edda@dv.is
Tobba Marinós rithöfundur:
„Kíktum í alla pakkana“
Ólafur F. Magnússon læknir:
Löng bið eftir
ömmu og afa
Bubbi Morthens tónlistarmaður:
Fimm bræður eins og
englar á aðfangadag
Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona:
Laumaðist til að
vaska upp
„Mín fjölskylda er mjög vanaföst
og jólin alltaf með sama sniði,“
segir Lilja Katrín Gunnarsdótt-
ir, blaðamaður og leikkona, þeg-
ar hún er beðin um að segja frá
jólunum þegar hún var lítil. „Það
sem mér er minnisstæðast þegar
ég hugsa um jólin á æskuheim-
ili mínu í Yrsufelli er bölvað upp-
vaskið. Foreldrar mínir splæstu
aldrei í uppþvottavél og hafa ekki
enn gert en þau heimtuðu samt
alltaf að vaska upp eftir matinn
áður en pakkarnir væru opnað-
ir,“ segir hún og heldur áfram: „Ég
sver að þau voru sirka tvö ár að
vaska upp í minningunni og ég er
viss um að þau hafa viljandi tek-
ið sér góðan tíma til að pína okk-
ur systurnar sem nánast tjúlluð-
umst af spenningi,“ segir hún og
bætir því við að eitt árið hafi hún
tekið til sinna ráða. „Ég var mjög
klók og tók af borðinu í nokkrum
skömmtum svo lítið bar á og hófst
því næst handa við að vaska upp.
Eftir nokkra diska var ég góm-
uð af móður minni og send aftur
inn í stofu til að stara á alla fal-
legu pakkana. Þau voru extra lengi
að vaska upp það árið,“ segir hún
glöð í bragði.
Elskar jólin Bubba finnst ekkert
jafnyndislegt og jól í faðmi fjölskyldunnar.
Stilltir strákar Bubbi
segir samt stundum
hafa verið í bófahasar á
aðfangadagskvöld.
Með sveinka Ólafur F. Magnússon
lét fara vel um sig í fangi jólasveinsins í
Bandaríkjunum.
Vanaföst fjölskylda „Mín fjölskylda
er mjög vanaföst og jólin eru alltaf með
sama sniði,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir,
blaðamaður og leikkona.
Í gamla daga Tobba ásamt Jóni bróður sínum
og fjölskyldu - öll í sínu fínasta pússi.