Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 36
Árni Blandon Einarsson framhaldsskólakennari og fyrrv. leikari Árni fæddist í Reykjavík en ólst upp í vesturbænum í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970, sveinsprófi í húsa- smíði 1971, BA-prófi í sálfræði frá Há- skóla Íslands 1975, öðlaðist meistara- réttindi í húsasmíði 1977, stundaði leiklistarnám við Webber Douglas í London og lauk þar prófum 1979, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands 1980, lauk BA- prófi frá Háskóla Íslands í almennri bókmenntasögu 1985, MA-prófi í sam- anburðarbókmenntum frá New York University 1987, M.Phil.-prófi í sam- anburðarbókmenntum við New York University 1989 með áherslu á leik- húsfræði – framúrstefnuleikhús, sál- fræðilegar bókmenntir og samtíma- bókmenntakenningar. Árni starfaði við leikstjórn hér á landi og öðlaðist leikstjórnarréttindi 1992. Árni var leikari við Þjóðleikhúsið 1980–83, stundaði leikstjórn 1990–93, var deildarstjóri í sálfræði við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi frá 1993 og síðar á listabraut. Hann kom þar á laggirnar námi í kvikmyndasögu sem hann kennir þar ásamt heim- speki, listum og menningu. Þetta árið er Árni í námsorlofi. Fyrr á árinu gerðist Árni wagner- isti með því að heimsækja Mekka wag- nerista í Þýskalandi þ.e.a.s. Festspi- elhaus í Bayreuth, óperuhúsið sem Wagner reisti fyrir verk sín og er að- eins opið í nokkrar vikur á ári. Undir- búningsferlið fyrir ferðina fólst í því að gera sjö þætti um Wagner fyrir Ríkisút- varpið og fjalla um fyrsta hluta Hrings Niflungsins (Rínargullið) hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla Íslands. Árni lék Berger í Hárinu hjá Leikfé- lagi Kópavogs árið 1970 og Gosa í sam- nefndu leikriti í Þjóðleikhúsinu árið 1979. Þá var Árni gítarleikari í hljóm- sveitinni Töturum á árunum 1968–70 og samdi þá m.a. lagið Dimmar rósir sem hljómsveitin gerði frægt. Fjölskylda Eiginkona Árna er Guðrún Einarsdótt- ir, f. 14.9. 1954, sálfræðingur. Hún er dóttir Einars Guðmundssonar, fyrrv. skipstjóra í Njarðvík, og Ásu Lúðvíks- dóttur húsmóður. Börn Árna og Guðrúnar eru Erla Rut, f. 6.12. 1995; Anna Rós, f. 14.4. 1998. Börn Árna frá fyrra hjónabandi eru Einar, f. 24.5. 1978, kvikmyndatöku- maður hjá Stöð 2, búsettur í Reykjavík, sambýliskona hans er Eyrún Magnús- dóttir og eiga þau soninn Bjart f. 1.10. 2008; Þóra Karitas, f. 23.10. 1979, BA í guðfræði og leikkona, búsett í Reykja- vík, sambýlismaður hennar er Sigurð- ur Guðjónsson, myndlistarmaður. Stjúpdóttir Árna er Ása Lind Finn- bogadóttir, f. 6.2. 1972, framhalds- skólakennari, en synir hennar er Emil Kári Magnússon, f. 23.8. 1996 og Áskell Einar Pálmason, f. 26. 5. 2006. Alsystir Árna er Berglind Einars- dóttir, f. 17.5. 1958, hárskeri í Reykja- vík. Hálfsystir Árna er Gyðríður Einars- dóttir, f. 12.1. 1949, búsett í Reykjavík. Foreldrar Árna eru Einar Hall- mundsson, f. 29.6. 1924, húsasmíða- meistari og lengi starfsmaður BYKO, og Erla Árnadóttir Blandon, f. 18.10. 1930, fyrrv. skrifstofukona við Kópa- vogshælið. Þau búa nú í Reykjavík. Ætt Einar er bróðir Ingveldar, móður Harðar Kristinssonar, forstöðumanns Akureyrarseturs Náttúrufræðistofn- unar. Einar er sonur Hallmundar, tré- smiðs á Brú á Stokkseyri, bróður Hall- dórs útskurðarmeistara. Hallmundur var sonur Einars, b. í Brandshúsum Einarssonar, b. í Butru í Fljótshlíð Ein- arssonar. Móðir Hallmundar var Þór- unn Halldórsdóttir, trésmiðs á Teigi Guðmundssonar og Guðbjargar Guð- mundsdóttur. Móðir Einars var Ingibjörg Bjarna- dóttir, b. í Túni Eiríkssonar, b. þar, bróður Kristínar, langömmu Brynj- ólfs Bjarnasonar, heimspekings og ráðherra. Eiríkur var sonur Bjarna, b. í Árbæ Stefánssonar, Bjarnason- ar, ættföður Víkingslækjarættar Hall- dórssonar. Móðir Eiríks var Margrét Eiríksdóttir, ættföður Bolholtsættar- innar Jónssonar. Móðir Bjarna í Túni var Hólmfríður Gestsdóttir, b. í Vor- sabæ Guðnasonar og Sigríðar Sigurð- ardóttur, systur Bjarna riddara. Móðir Ingibjargar var Guðfinna Guðmunds- dóttir, b. í Hróarsholti Tómassonar. Erla er dóttir Árna Blandon, b. í Neðri-Lækjardal í Austur-Húnavatns- sýslu og síðan starfsmanns Skatt- stofu Reykjavíkur Erlendssonar, b. í Fremstagili Einarssonar. Móðir Árna var Sigríður Þorkelsdóttir. Móðir Erlu var Þorbjörg Gríms- dóttir, b. á Kirkjubóli í Tungusveit Benediktssonar, hreppstjóra á Kirkju- bóli Jónssonar, hreppstjóra á Kleifum í Gilsfirði Ormssonar, ættföður Orm- sættar Sigurðssonar. Móðir Benedikts var Guðrún Eggertsdóttir, b. í Herg- ilsey Ólafssonar. Móðir Gríms var Valgerður Grímsdóttir, hreppstjóra á Kirkjubóli Jónssonar. Móðir Þorbjarg- ar var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á Víghólsstöðum á Fellsströnd Þórðar- sonar, og Þorbjargar Björnsdóttur, b. í Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði Guð- mundssonar. 60 ára á Þorláksmessu Haraldur fæddist í Fremstuhúsum í Dýrafirði og ólst þar upp og síðan í Fossvoginum í Reykjavík. Hann var í Eskihlíðarskóla og Hlíðar- skóla, stundaði síðan nám við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum sem rennismiður. Haraldur starfaði hjá Slippfé- laginu við málningarframleiðslu og lagerstörf. Hann lærði renni- smíði hjá Agli Vilhjálmssyni hf. og í Iðnskólanum í Reykjavík. Að námi loknu starfaði Harald- ur hjá Agli Vilhjálmssyni í áratug og þar á eftir á Iðntæknistofnun við rafsuðueftirlit og tækjasmíði. Þá starfaði hann hjá Vélum og þjón- ustu við vélaviðgerðir og renni- smíði. Hann starfar nú hjá Agli ehf. vélaverkstæði. Haraldur hefur starfað mikið með SVFÍ, og Björgunarsveit Ing- ólfs og sat í stjórn Félags járniðn- aðarmanna, síðar VM. Fjölskylda Haraldur kvæntist 23.2. 1977 Ástu Benediktsdóttir, f. 23.2. 1947, fyrrv. fulltrúa hjá Póstgíró. Hún er dótt- ir Benedikts Hannessonar, verka- manns í Reykjavík, og Hallfríð- ar Magnúsdóttur verkakonu sem bæði eru látin. Börn Haralds og Ástu eru Guð- jón Finnur Haraldsson, f. 28.10. 1977, d. 9.6. 1979; Hallfríður Þóra Haraldsdóttir, f. 8.5. 1979 en dótt- ir hennar Ásta Rós Hagalín, f. 22.3. 2002; Borgný Haraldsdóttir, f. 21.1. 1983, en dóttir hennar er Hera Mist Sigurðardóttir, f. 27.9. 1999. Fósturbörn Haralds eru Magn- ús Valdimarsson, f. 7.9. 1965, en kona hans er Guðný Hrafnsdóttir; Dagmar Valdimarsdóttir, f. 4.10. 1966, en dætur hennar eru Mar- grét Ásta Arnarsdóttir, f. 8.8. 1990, og Bjarnheiður María Arnarsdótt- ir, f. 24.11. 1992. Systkini Haralds eru Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, leikskóla- stjóri í Reykjavík; Borgný Sam- úelsdóttir, stuðningsfulltrúi í Hafnarfirði; Arnlaugur Kristján Samúelsson, verkstjóri í Reykja- vík; Drengur Helgi Samúelsson, verkamaður í Reykjavík; Jónína Ingibjörg Samúelsdóttir, skrif- stofumaður í Reykjavík; Samú- el Kristinn Samúelsson, nú lát- inn; Gísli Sigurjón Samúelsson, rafsuðumaður; Kristján Gaukur Kristjánsson, kerfisfræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Haralds: Krist- ín Björk Samúelsdóttir, sjúkra- liði í Malmö í Svíþjóð; Jón Finnur Kjartansson, nú látinn. Stjúpfaðir Haralds: Kjartan Magnússon, f. 30.9. 1926, verka- maður í Reykjavík. Foreldrar Haralds: Samúel Þórir Haraldsson, f. 12.4. 1932, d. 6.4. 1969, verkamaður, og Krist- ín Sigríður Guðjónsdóttir, f. 25.9. 1930, húsmóðir, nú búsett á Hraf- nistu. Ætt Móðurforeldrar Haralds voru Borgný Hermannsdóttir og Guð- jón Finnur Davíðsson en þau voru bændafólk í Fremstuhúsum í Dýrafirði. Föðurforeldrar Haralds: Ólafía Samúelsdóttir, húsmóðir í Reykja- vík, og Haraldur Guðjónsson stýri- maður. Haraldur G. Samúelsson rennismiður í Reykjavík 30 ára á miðvikudag Valgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í æfingadeild Kennaraháskóla Íslands, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 2000, prófi í líf- efnafræði frá Háskóla Íslands 2005 og lauk MSc-prófi í bruggun og eimingu frá Heriot Watt University í Skotlandi 2006. Valgeir var í sveit að Bjarna- stöðum í Hvítársíðu á æsku- og unglingsárum, starfaði við pökk- unardeild Morgunblaðsins á menntaskólaárunum og vann við malbikunarstöðina í Höfða í eitt ár. Hann starfaði á rannsóknardeild Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í eitt ár en að námi loknu vann hann við brugghús í Skotlandi í eitt ár og hefur verið bruggmeistari við Ölv- isholt brugghús frá stofnun þess, 2007. Fjölskylda Kona Valgeirs er Anna Ellen Doug- las, f. 11.12. 1975, ljósmyndari. Börn Valgeirs og Önnu Ellen- ar eru Helgi Myrkvi Douglas Val- geirsson, f. 22.3. 2005; Húni Georg Doug las Valgeirsson, f. 19.10. 2010. Systir Valgeirs er Björg Valgeirs- dóttir, f. 22.4. 1985, nemi í arkitekt- úr í Glasgow í Skotlandi. Foreldrar Valgeirs eru Valgeir Valgeirsson, f. 25.2. 1956, verk- fræðingur í Reykjavík, og Auður Ingólfsdóttir, f. 15.6. 1958, deildar- stjóri. Valgeir Valgeirsson bruggmeistari í Ölvisholti brugghúsi 30 ára á miðvikudag 36 | Ættfræði 22.–26. desember 2010 Jólablað 60 ára á aðfangadag Ólína fæddist á Akureyri en ólst upp á Brúarlandi í Þistilfirði. Hún var í Svalbarðsskóla og Grunnskólanum á Þórshöfn, lauk verslunarprófi og stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri 2001 og er að ljúka BSc-prófi í viðskiptafræði við Há- skólann í Reykjavík. Ólína ólst upp við öll almenn sveitastörf á Brúarlandi, vann við fiskvinnslu á Þórshöfn á unglings- árunum og við aðhlynningu við hjúkrunarheimilið á Þórshöfn og hefur meðal annars starfað á Norð- lenska á Akureyri, Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 2002–2004 og hjá Íslenskri erfðagreiningu á árunum 2004– 2006, Reikni- stofu bankanna og hefur starf- að hjá Bjarti og Veröld frá sl. hausti. Ólína hefur starfað í Kven- félaginu, ásamt fleiri góðum konum. Fjölskylda Maður Ólínu er Benedikt Líndal Jó- hannsson, f. 8.3. 1972, atvinnurek- andi. Stjúpsonur Ólínu er Jóhann Ingvi Benediktsson, f. 12.6. 2000. Sonur Ólínu og Benedikts er Jó- hannes Líndal, f. 6.2. 2008. Systur Ólínu eru Anna Guð- rún Jóhannesdóttir, f. 16.11. 1979, húsmóðir á Þórshöfn; Sveinbjörg Eva Jóhannesdóttir, f. 25.7. 1985, nemi í uppeldis- og kennslufræði við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands; Aðalbjörg Steinunn Jóhann- esdóttir, f. 11.5. 1990, nemi. Foreldrar Ólínu eru Jóhannes Jónasson, f. 23.1. 1955, húsasmíða- meistari og bóndi á Brúarlandi í Þistilfirði, og Svanhvít Kristjáns- dóttir, f. 18.9. 1957, bóndi á Brúar- landi. Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir sölustjóri hjá Bjarti og Veröld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.