Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 6
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr-
verandi borgarstjóri Reykjavíkur,
fær 93 þúsund krónur í mánaðar-
laun fyrir stjórnarformennsku í
Malbikunarstöðinni Höfða. Borg-
arsjóður Reykjavíkur fer með 99
prósent hlutafjár í fyrirtækinu. Vil-
hjálmur hefur verið stjórnarfor-
maður síðan árið 2008 og var end-
urkjörinn til eins árs á aðalfundi
fyrirtækisins í apríl, skömmu áður
en hann hætti sem borgarfulltrúi í
Reykjavík.
Halldór Torfason, framkvæmda-
stjóri Malbikunarstöðvarinnar
Höfða, segir í samtali við DV að
stjórn fyrirtækisins komi saman að
jafnaði 11–14 sinnum á ári. Fast-
ir fundir séu einu sinni í mánuði.
Stjórn Malbikunarstöðvarinnar er
pólitískt kjörin. Auk Vilhjálms sitja
Guðlaugur Sverrisson og Margrét
S. Björnsdóttir í stjórninni. Guð-
laugur er fyrrverandi stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur og
samstarfsmaður Óskars Bergsson-
ar, fyrrverandi oddvita Framsókn-
arflokksins í borgarstjórn. Margrét
er formaður framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar
Kemur 8–10 sinnum í mánuði
Fyrir stjórnarsetu sína í Malbik-
unarstöðinni fá þau Margrét og
Guðlaugur 46.500 krónur í föst
mánaðar laun, eða helmingi lægri
upphæð en Vilhjálmur stjórnar-
formaður fær fyrir sitt starf. Árs-
laun Vilhjálms nema því rúmri 1,1
milljón króna. Hann er ekki í ann-
ari vinnu nú um stundir.
Í samtali við DV segir Vilhjálm-
ur að starf stjórnarformannsins sé
mun viðameira heldur en einung-
is að sitja stjórnarfundi, og undrast
að DV sjái ástæðu til að fjalla um
starf hans fyrir Malbikunarstöðina.
„Ég get látið taka það saman að ég
kem þangað í hverjum mánuði,
sennilega 8–10 sinnum, til að ræða
við forstjórann um reksturinn,“
segir hann. „Þetta snýst um rekst-
ur þessa fyrirtækis og öll þau fjöl-
mörgu atriði sem þarf að hyggja að
varðandi þennan rekstur. Við störf-
um þarna samkvæmt stofnsam-
þykktum Malbikunarstöðvarinnar
þar sem getið er hvert sé hlutverk
stjórnar,“ segir hann.
Í hópi lægst launuðu
Aðspurður um hvert sé hlutverk
stjórnarformannsins fyrir utan setu
stjórnarfunda, segir hann: „Við ræð-
um um gríðarlega mörg atriði, um
reksturinn almennt og gerum það
mjög ítarlega. Við förum mjög vel
yfir fjárhagsáætlanir okkar og end-
urskoðum þær mánaðarlega. Við
erum að taka á ýmsum málum sem
upp koma, fjárfestingum og þess
háttar.
Aðspurður um launakjör sín segir
Vilhjálmur þau fullkomlega eðlileg.
„Þetta er í hópi lægst launuðu stjórna
fyrirtækja borgarinnar. Launakjör
stjórnarinnar eru sambærileg við
það sem þau voru í upphafi,“ segir
hann og tekur fram að stjórnin hafi
tekið á sig 10 prósenta launalækkun
þegar ákveðið var að spara í stjórn-
kerfi borgarinnar í fyrra.
„Fyrirtækið hefur verið rekið með
hagnaði síðustu tvö árin og staða
þess er mjög sterk.“
6 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað
Fulltrúar Norðlenska tóku við viðurkenningu DV:
Viðurkenning fyrir hangikjöt
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 -108 RVK
Sími: 517-2040
Góðir skór
á börnin
www.xena.is
St. 20-27
kr. 6.495.-
St. 28-35
kr. 6.995.-
St. 20-27
kr. 6.495.-
St. 28-35
kr. 6.995.-
FÆR 93 ÞÚSUND
Í STJÓRNARLAUN
„Ég get látið taka
það saman að ég
kem þangað í hverjum
mánuði, sennilega 8–10
sinnum, að ræða við for-
stjórann um reksturinn.
n Fær 93 þúsund á mánuði fyrir stjórnarformennsku í fyrirtæki borgarinnar
n Endurkjörinn í fyrravor n „Kem þangað í hverjum mánuði, sennilega 8–10 sinnum“
„Við erum virkilega ánægðir með
allar viðurkenningar sem við fáum,
ekki síst þessa sem við höfum nú
fengið þrjú ár í röð,“ sagði Ingvar
Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska,
þegar fulltrúar fyrirtækisins veittu
móttöku viðurkenningu fyrir besta
hangikjötið árið 2010, í árlegri bragð-
könnun DV.
Norðlenska framleiðir Húsavíkur-
hangikjöt sem varð hlutskarpast að
þessu sinni, rétt eins og í fyrra og hitt-
eðfyrra en þess ber að geta að í fyrra
deildi kjötið efsta sætinu með Hóls-
fjallahangikjöti Fjallalambs.
„Við reynum fyrst og fremst að
halda í hefðirnar og vanda vinnu-
brögðin. Við erum stærsti hangi-
kjötssali landsins og gerum miklar
kröfur til okkar við framleiðsluna.
Það er vegna þess að við vitum að
það skiptir fólk máli hvað það hefur
á borðunum um jólin,“ segir Ingvar
spurður hver galdurinn sé á bak við
gott hangikjöt.
Húsavíkurhangikjötið fékk 8 af
10 mögulegum í einkunn í blindri
bragðkönnun þar sem fimm mat-
gæðingar gæddu sér á og dæmdu
allar tegundir hangikjöts sem á boð-
stólum eru þetta árið.
Þess má geta að Íslandslamb varð
í öðru sæti en Hólsfjallahangikjötið
hafnaði í þriðja.
baldur@dv.is
Tóku við viðurkenningu Ingvar
Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska,
Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Friðjón
Edvardsson, sölustjóri Norðlenska.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þetta er í hópi lægst
launuðu stjórna fyrirtækja borgarinnar. Launakjör stjórn-
arinnar eru sambærileg við það sem þau voru í upphafi.“
Malbikun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
fyrrverandi borgarstjóri, er stjórnarfor-
maður Malbikunarstöðvarinnar.
Gunnar Rúnar:
Ósakhæfur en
opið þinghald
Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem
játaði að hafa orðið Hannesi Þór
Helgasyni að bana hefur verið met-
inn ósakhæfur. Frá þessu var greint
við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi
Reykjaness á þriðjudag.
Þeirri kröfu verjanda Gunnars að
þinghald yrði lokað var hafnað og
verða réttarhöld í málinu því fyrir
opnum dyrum.
Tveir geðlæknar skiluðu inn svo-
kölluðu yfirmati á geðrannsókn sem
framkvæmd hafði verið á Gunnari
þar sem hann hafði verið metinn
ósakhæfur. Yfirmatið komst að sömu
niðurstöðu. Aðalmeðferð málsins
hefst 7. febrúar næstkomandi.
Dómsalurinn var þétt setinn og
kom fram við fyrirtökuna að tek-
ið yrði tillit til þess við aðalmeð-
ferð málsins sem yrði að fara fram í
stærri sal.
Kristín Helgadóttir talaði fyrir
hönd fjölskyldu Hannesar að lokinni
fyrirtöku málsins og sagði hún fjöl-
skylduna ánægða með að þinghald
yrði opið. Enda hefði ekkert annað
komið til greina í hennar huga.