Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 21
Jólin | 21Jólablað 22.–26. desember 2010
hefði þurft að hafa hann heima til
að hjálpa mér að þrífa,“ segir hún á
gamansömum nótum. „Nei, en það
var auðvitað leiðinlegt að missa
hann alveg út á aðventunni. En hann
kemur heim fyrir jól. Það er gott. Þá
getum við gert okkar piparmyntu-
konfekt sem við gerum alltaf fyrir
hver jól.“
Greindist með æxli í nýra
Við heyrum litla drenginn gráta. Það
er verið að stinga hann. Við leyfum
honum að jafna sig en tyllum okk-
ur síðan með þeim mæðginunum.
Þetta eru þau Jakobína Björnsdótt-
ir og Björn Elís Þorgeirsson, sem
verður tveggja ára í janúar. Þau eru
frá Fáskrúðsfirði og komu í morg-
un í lyfjameðferð fyrir Björn Elís.
Í október tóku foreldrar hans eftir
æxli við nýrað. Þau fóru til læknis á
fimmtudegi, flugu suður á laugar-
degi og hann var myndaður á mánu-
degi. Þá komu niðurstöðurnar strax í
ljós og þau voru inni á spítala næstu
tvo mánuði. „Þetta gerðist bara einn
tveir og tíu. Hann var með æxli í nýra
og það var tekið fyrir svona tveim-
ur vikum. Næstu sex mánuði verður
hann í fyrirbyggjandi meðferð til að
gulltryggja að ekkert hafi lekið.“
Langar að halda áfram með lífið
Fyrir viku fóru þau heim og flugu
suður í morgun til að koma í lyfja-
gjöf. „Vonandi verður það þannig
að við getum bara flogið á milli. En
hann þarf alltaf að fara í gjöf vikulega
þannig við verðum líklega alltaf hér
á mánudögum. Núna var stefnt á að
við gætum komið og farið aftur heim
fyrir jól. En svo vitum við ekki hvern-
ig lyfin fara í hann. En ég er búin að
tala svo mikið um veikindi hans síð-
ustu mánuði að ég nenni því eigin-
lega ekki núna. Auðvitað hefur það
hjálpað að tala um þetta en ég er allt-
af að tala um þetta. Núna langar mig
til að fara að halda áfram. Við erum
náttúrulega ekki heima hjá okkur, en
það er fínt að vera hér. Starfsfólkið
hefur reynst okkur vel og það er allt
gert fyrir okkur.“
Ekkert stress fyrir jólin
Heima nýttu þau tímann vel þessa
viku sem þau höfðu. „Við höfðum
alveg viku saman heima. Ég er búin
að kaupa allar gjafirnar og gera
allt sem ég get gert fyrir jólin en er
ekkert að stressa mig yfir því. Jólin
koma. Ég ætla ekki að þrífa hátt og
lágt. En ég hef fengið mikla hjálp.
Þegar aðstæðurnar eru svona vilja
allir vera með okkur og hjálpa okk-
ur.“
Eldri börnin hafa til dæmis ver-
ið hjá móður hennar á meðan þau
hafa verið á spítalanum. Þar hafa
þau geta haldið sinni rútínu gang-
andi. „Þau eru í leikskóla og í skóla.
Elsta dóttir mín byrjaði í skóla í
haust. Ég er búin að missa aðeins
af því. En þau eru alveg róleg yfir
þessu og það hjálpar mér mikið að
vita að þeim líður vel.“
Góð gjöf að komast heim
Björn dormar í fanginu á móð-
ur sinni sem spyr hvort hann sé
sofnaður. Hann fær extra góða gjöf
þessi jólin. „Auðvitað,“ segir hún
og brosir blítt. „Hann er þreyttur.
Sólarhringurinn hefur farið í rugl
við þetta og það á eftir að núllstilla
hann aftur. En það borgar sig ekki
fyrir jól.“
Jakobína segist ekki láta það á
sig fá að Björn Elís sé að kljást við
erfið veikindi yfir hátíðarnar. „Það
skiptir engu máli. Ég þarf bara að
takast á við þetta, þetta er bara
vinna sem ég þarf að sinna og ég
er bara fegin að hann fái hjálp. En
það er auðvitað rosalega góð gjöf
að komast heim fyrir jólin.“
Heima bíður faðir hans með
tveimur eldri systkinum hans,
fjögurra og sex ára. „Þau eru mjög
spennt fyrir jólunum. Auðvitað.
Þau hlakka til að opna pakkana.“
Jakobína segir líka að hennar uppá-
haldsstund yfir hátíðarnar sé þeg-
ar pakkarnir eru opnaðir. „Ég verð
alltaf eins og ég sé tveggja ára,“ seg-
ir hún hlæjandi. „Ég hef alltaf gam-
an af því. En besta gjöfin er sú að
við fáum að vera heima.“
Jólaandi á Barnaspítala Hringsins
Anna Sigríður Vernharðsdóttir ljós-
móðir starfar á fæðingardeild Land-
spítalans. Hún var að vinna á að-
fangadagskvöld í fyrra og segir að
það hafi bara verið gaman. „Auðvit-
að finnur maður fyrir því að það sé
aðfangadagskvöld. Það eru jól alls
staðar. Sama hvar maður er. Maður
er með jól í hjarta þótt að vinnan sé
kannski bara eins og alla aðra daga.
Maður er í jólaskapi. Og það eru jól
hjá öllum sem hingað koma þannig
að það eru allir í jólaskapi. Það er
náttúrulega kraftaverk í hvert einasta
skipti sem barn fæðist, sama hvaða
dagur það er, en það hlýtur að vera
enn skemmtilegra á jólunum. Það er
alla vega enn skemmtilegra að fá að
taka á móti barni. Það er nefnilega
ekki sjálfgefið að ég taki á móti barni
þegar ég er á vakt, og sérstaklega ekki
þegar ég er á svona stuttri vakt.“
Jólahefðirnar breytast
Anna Sigríður á mann og hafa þau
hjónin alla jafna haldið jólin hátíð-
leg heima og boðið foreldrum henn-
ar til sín. Nema í fyrra. „Jólahefðirn-
ar breytast náttúrulega. Þá vorum
við bara hjá mömmu þannig að ég
þurfti ég ekkert að sjá um matinn.
Ég var líka að vinna aðfaranótt að-
fangadags.“ Á Þorláksmessukvöld
mætti hún nefnilega í vinnu klukkan
ellefu þegar hún hafði gert allt sem
hún er vön að gera á Þorláksmessu.
„Ég fer alltaf í fjölskylduboð þar sem
við borðum saman hangikjöt, en ekki
skötu. Það er mjög huggulegt. Oft-
ast er jólaundirbúningurinn minn
uppáhaldstími. Þegar ég stend í eld-
húsinu og elda matinn. Mér finnst
það dásamlegt. En ég missti af því í
fyrra.“
Erfiðara fyrir fjölskylduna
Á aðfangadagskvöld skipta ljósmæð-
urnar á fæðingardeildinni vaktinni á
milli sín þannig að hver þarf aðeins
að standa sína pligt í fjóra tíma. „Þá
verður þetta yfirstíganlegra, því það
er pínu erfitt að vera ekki með fjöl-
skyldunni. Fyrst við gerum þetta
svona getum við borðað með fjöl-
skyldunni áður en við mætum eða
farið heim um áttaleytið. Í fyrra var
ég á seinni vaktinni og mætti ekki
fyrr en ég var búin að borða. Vaktinni
lauk síðan klukkan hálftólf og þá fór
ég aftur heim til mömmu og pabba
og við teygðum jólin inn í nóttina.
Þau biðu með að opna pakkana,
enda þroskað og fullorðið fólk sem
gat vel beðið. Annars held ég að við
sem erum að vinna á jólunum eig-
um oft auðveldara með það en fjöl-
skyldan. Ég fer bara í vinnuna og get
gleymt mér í henni en heima finnur
fólkið mitt fyrir því að ég sé ekki með
þeim. Þau sakna mín. Kannski er ég
að oftúlka eitthvað en ég vorkenni
þeim frekar en mér, því að ég er ekki
hjá þeim.“
Hátíðarstemning á fæðingar-
deildinni
Hún reynir því að komast hjá því að
vinna á aðfangadag. „Ég vil frekar
vera heima. En ef ég þarf að vinna þá
tek ég því auðvitað. Við þurfum yfir-
leitt að vinna annaðhvort um jól eða
áramót. Mér finnst erfiðast að vinna
á aðfangadagskvöld, því þá er mesta
hátíðarstemningin.
En við reynum að hafa það
huggulegt hér. Á annan í jólum kem-
ur kór Menntaskólans í Hamrahlíð
og syngur fyrir starfsfólk og gesti á
fæðingardeildinni. Ég hef ekki upp-
lifað það sjálf en þær segja að það sé
dásamlegt. Ómurinn berst hingað
eftir göngunum þar til kórinn birtist
allt í einu inni á deild. Mér er sagt að
þetta sé einstakt.
Á nýársnótt er líka alveg sérstök
stemning hér því þá ríkir svo mikil
eftirvænting eftir fyrsta barni ársins.
Það er svo gaman þegar það fæðist.
En það fæðist ekki alltaf hér hjá okk-
ur, stundum fæðist það úti á landi
eða í Hreiðrinu.“
ingibjorg@dv.is
Með jól í hjarta á
fæðingardeildinni
n Vann síðasta aðfangadagskvöld n Jólahefðirnar breytast n Sérstakt að
taka á móti jólabarni n Eftirvænting á nýársnótt eftir fyrsta barninu
Besta jólagjöfin
Eftir spjallið leiðir Anna Sigríður
okkur inn á Hreiðrið, gang þar sem
foreldrar og nýfædd börn þeirra
geta hvílst áður en þau leggja af
stað heim á leið. Þar hittum við
fyrir þau Ingibjörgu Helgu Skúla-
dóttur og Hörð Garðarsson sem
eignuðust lítið stúlkubarn fyrr um
morguninn. Fæðingin gekk vel og
tók aðeins þrjá tíma. Þegar blaða-
mann bar að garði lá stúlkan við
brjóst móður sinnar og svolgraði
í sig móðurmjólkina. „Ég hef ekki
tímt að sofa,“ sagði Ingibjörg. „En
hann hefur sofið ágætlega,“ sagði
hún og benti á Hörð sem játti
því og brosti. Dóttir þeirra fædd-
ist klukkan fimm að morgni 20.
desember, 16 merkur og 53 senti-
metrar, dökkhærð snáta. „Ég gekk
viku fram yfir þannig að hún er
bara búin að vera að safna fitu og
hári,“ segir Ingibjörg og strýkur
dóttur sinni ástúðlega um kollinn.
Þau eru búin að ákveða nafnið.
Hún heitir Steinunn.
Heima um jólin
Fyrir eiga þau soninn Pétur sem
er tveggja og hálfs árs. Hann bíð-
ur þeirra heima en þau ætla heim
seinna í dag, mánudag. „Í fyrsta
sinn ætlum við að vera heima hjá
okkur á jólunum,“ segir Ingibjörg.
„Við höfum alltaf verið heima hjá
foreldrum okkar. En núna ætlum
við að elda hamborgarhrygg og
halda lítil og róleg jól. Það verða
bara við fjögur og ein amma sem
ætlar að létta undir með okkur,“
segir hún og Hörður bætir því við
að sonur þeirra sé á þeim aldri að
hann sé ansi fjörugur. „Annars ætla
ég að vera heima næsta mánuðinn.
Svo tek ég eitthvað fæðingarorlof í
sumar,“ segir hann.
Ingibjörg er aftur á móti búin að
vera heima í nokkrar vikur og hef-
ur því dúllast í jólaundirbúningn-
um. „Ég er nánast búin að öllu. Ég
er bara fegin að ég átti hana ekki um
jólin. Það var farið að stefna í það,
eða ég hafði alla vega smá áhyggjur
af því. En mér finnst rosagott að
geta verið heima um jólin. Þetta er
besta jólagjöfin.“
ingibjorg@dv.is
Ingibjörg Helga Skúladóttir og Hörður Garðarsson eignuðust litla stúlku:
Gladdist yfir smákökunum Róbert
Hreiðar Pálsson gladdist mjög þegar hann
mátti gæða sér á sörum frá mömmu.
Jólasveinar bregða á leik Stekkjastaur
og Gluggagægir stilla sér upp með Birni Elís.
Bleika taskan kemur frá Loga Geirs.
Besta jólagjöfin Ingibjörg Helga
Skúladóttir og Hörður Garðarsson
eignuðust stelpu rétt áður en blaðamann
bar að garði. Þau ætluðu heim samdægurs
og halda jólin hátíðleg heima í fyrsta sinn.
Jólabörnin gleðja Anna Sigríður Vernharðs-
dóttir ljósmóðir segir það skemmtilegt að taka
á móti jólabarni. Mesta stemningin er þó á
nýársnótt þegar beðið er eftir fyrsta barni ársins.