Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 22.–26. desember 2010 Jólablað stjórnmál og vöktu mikla athygli fyr- ir snögg tilsvör í keppninni Gettu betur. Elsta systirin, Bergþóra Njóla, hefur látið að sér kveða í baráttunni fyrir betra samfélagi og er í miðstjórn Samtaka hernaðarandstæðinga. Náin og þétt fjölskylda „Ég er sex árum yngri en bræður mínir en við erum frekar náin og þétt fjölskylda. Við erum auðvitað lík að því leyti að við höfum svolítið svip- uð áhugasvið. Við höfum náttúrulega öll sömul brennandi áhuga á stjórnmálum og ég og bræð- ur mínir deilum áhuga á íslensku og sagnfræði. Á heimilinu var talsvert rætt um stjórnmál en þó ekkert sérstaklega. Við ræddum menn og málefni en ekki út frá flokkspólitískum forsendum. Það líður ekki vika án þess að við séum í sambandi og ræðum málin.“ Katrín segist hafa verið frekar lítið félagslynd. „Ég var alltaf að sýsla eitthvað. Vinkona mín rifj- aði það upp að hún hefði oft komið og spurt eft- ir mér og þá hefði ég sagt: Nei, ég er upptekin, ég er að lesa bók. Þannig var ég alltaf að teikna, lesa og rannsaka eitthvað. Ég var til dæmis með fossa á heilanum og var alltaf að skrá þá niður, teikna þá og pæla í þeim. Ég var svona lítill prófessor og hafði lítinn áhuga á fólki, þannig, ég meina ég átti mínar vinkonur og mætti alveg í barnaafmæli og svona en ég var einfari og fannst það þægilegt.“ Upptekin af ráðabruggi Auk þess að vera lítill sýslandi prófessor var Katrín afar áhugasöm um glæpasögur. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um hvað hana langaði til að verða í framtíðinni en hins vegar þráði hún mik- ið að lenda í dularfullum atburðum eins og í Dul- arfullu-bókum Enid Blyton. „Það gerðist auðvitað aldrei,“ segir Katrín og hlær. Hún segir glæpasögu- áhugann ávallt hafa fylgt sér og þrána eftir dular- fullum atburðum sömuleiðis. „Ég dreg oft mjög miklar ályktanir af hlutunum sem er örugglega af- leiðing af þessu, ég er alltaf á varðbergi gagnvart óvæntum ævintýrum eða ráðabruggi, svona eins og Nancy sem sá lítinn, rifinn miða sem á stóð eitthvað og dró strax ályktanir um að það hlyti að tengjast skartgriparáninu í næstu götu. Og ég hugsa reglulega: Hey, hvað ef? Oft á það sér enga stoð í raunveruleikanum og er því einhvers konar fjarstæðukenndur veruleiki. Aukinheldur er ég slakt vitni, með öllu blind á ald- ur fólks og hrikalega ómannglögg. Ég er eiginlega alveg glataður spæjari.“ Minning um föður Faðir Katrínar, Jakob Ármannsson, lést þegar Katrín var tvítug og hún hefur lýst því að fráfall hans hafi eðlilega reynst henni erfitt. Hún minnist þess þegar hann las fyrir hana bækur Agöthu Christie: „Hann beinþýddi þær fyrir mig og las heilu bæk- urnar upphátt fyrir mig. Það var auðvitað mikill fengur í því og þetta þótti mér vænt um. Ég legg líka mikið upp úr því að lesa fyrir strákana mína á kvöldin. það er kannski það merkasta sem ég legg til í uppeldi þeirra. Saman lesum við alls kyns bæk- ur, þeir eru báðir tveir afskaplega ræðnir drengir. Sá yngri, Illugi, er orðinn reglulega skrafhreifur aðeins þriggja ára. Það er gott að lesa fyrir börnin á kvöldin og ég hef trú á því að það sé góð stund.“ Vandræðaleg í starfsmannaboðum Katrín er með meistaragráðu í íslensku en bæði BA- og MA-ritgerðirnar hennar voru um glæpa- sögur. Fyrir utan pólitíkina eru bókmenntir henn- ar helsta áhugamál. „Ég veit fátt betra en að liggja uppi í rúmi með góða bók. Ég geri mjög lítið ann- að fyrir utan vinnuna en að lesa og þegar ég átti að kynna á mér „hina hliðina“ hér í ráðuneytinu hafði ég ekkert annað að segja en að tala um bækur. Ég hlýt að vera ferlega leiðinleg og verð vandræðaleg yfir þessum skorti á spennandi áhugamálum.“ Katrín segir bókaáhugann vera svo mikinn að hún hafi tekið því aðeins of vel að fótbrotna eitt árið enda hafi hún fljótt séð í því tækifæri til lestrar. „Það er erfitt að nefna uppáhaldsbækur en meðal þeirra eru Kristnihald undir jökli, Ofvit- inn og Gunnlaðarsaga. Núna er ég að lesa Tinna, sem er líka í miklu uppáhaldi og um jólin óska ég mér Braga Ólafssonar og fleiri. Ég er líka hrifin af Glæp og refsingu Dostojevskís sem ég las ekki fyrir svo löngu og hafði mikil áhrif á mig.“ Katrín seg- ist lesa í syrpum og þemum. „Ég á það til að setja mér markmið í lestri sem ég fylgi. Ef til vill finnst einhverjum þetta skrýtið en ég er upptekin af því að flokka og raða. Ég er alltaf með litla bók sem ég skrifa í og þar er mikið af listum. Ég er alltaf að gera nýja lista og setja mér einhver markmið. Þau eru um hitt og þetta, ekki bara um lestur heldur alls kyns hluti mögulega og ómögulega. Þegar ég var lítil setti ég mér oft markmið líka. Eitt af þeim var að tala minna. Ég er bara búin að gefast upp á því markmiði. Ég á því miður ekki þessar gömlu bækur þar sem ég var í þessum markmiðspælingum en ég man að þetta markmið var alltaf efst á baugi.“ Alltaf hamingjusöm Þegar Katrín er beðin að lýsa sjálfri sér segist hún alla vega vita að það heyrist vel í henni. „Ég hef oft fengið að heyra að rödd mín berist langt og að ég tali ofsalega mikið. Bræður mínir sögðu að þeir heyrðu í mér langar leiðir þar sem ég var að ræða eitthvað í kaffistofunni í Árnagarði og ég hef oft fengið að heyra að ég tali rosalega mikið. Það er líklega rétt. En það er þetta með mannlýsingarnar sem ég er ekki sérlega fær í hvort sem það snýst um að lýsa öðrum eða sjálfri mér. Ef ég reyni þá held ég samt að ég geti sagt að ég telji mig alltaf vera hamingjusama. Meira að segja á tímabilum þar sem ég hef verið döpur. Það hljómar eins og mótsögn en er það ekki að mínu mati. Ég reyni líka svona yfirleitt að trúa því að það góða gerist frek- ar en hið slæma. Það hljómar eitthvað svo klisju- kennt að segja að ég sé bjartsýn að eðlisfari en ætli ég sé það ekki samt.“ Lítil tískufyrirmynd Nýverið birtist mynd af Katrínu í hinu víðlesna tískutímariti Marie Claire. Gjarnan skapast miklar umræður um útlit stjórnmálakvenna sem Katrín hefur vissulega fundið fyrir. „Ég sá nú bara grein- ina á netinu. Þetta var svona dæmigerð kvenna- blaðsnálgun, íslenskar konur eru frábærar og töff og svo framvegis. Ég er nú lítil tískufyrirmynd og hef pínlega lítið vit á tísku eða fágaðri framkomu. Það hefur sést til mín að gyrða mig á leiðinni upp í pontu á Alþingi og einhver minnst á það við mig án þess að ég hafi viljað kannast við það,“ segir Katrín og skellir upp úr. „Ég er ekki alltaf með hug- ann við yfirbragðið. En þetta var jákvæð grein sem birtist í Marie Claire og það var ánægjulegt. Erlendir fjölmiðlar hafa áhuga á íslenskum konum og ekki síður gildum þeirra. Þeir hafa vilj- að bera saman þau gildi við þær karlmennsku- hugmyndir sem voru hér ráðandi í aðdraganda bankahrunsins. En bent hefur verið á að með- al annars áttu þær hugmyndir þátt í því að kerfið lagðist á hliðina haustið 2008.“ Katrín segir jafn- réttismál vera sérstakt áhugamál sitt og að hún finni fyrir því að áhuginn styrkist eftir því sem hún eldist. „Ég er reyndar orðin svo gömul að út- frá birtingarmyndum kvenna í fjölmiðlum er ég að verða úrelt til viðtals en konur sjást mjög lít- ið í fjölmiðlum eftir 35 ára aldur. Nýleg rannsókn sýndi að yfir 90% álitsgjafa eru karlar. Álitsgjafar eru mjög skoðanamyndandi. Raddir kvenna heyr- ast mun minna en karla og það skiptir máli fyrir ungar konur sem eru að vaxa úr grasi að fá þessar kvenfyrirmyndir í fjölmiðlum.“ Óskipulagðar barneignir og gott vor Katrín er sett á að eignast barn í lok maí og ætlar að njóta þess að sinna nýjum fjölskyldumeðlimi. Blaðamaður spyr hana í gamni hvort hún hafi planað barneignir til að sleppa úr kreppupólitík- inni. Katrín skellir upp úr. „Við erum mjög óskipu- lögð í barneignum en fögnum því að fjölskyldan stækkar. Við erum bæði úr stórum systkinahópi og okkur finnst það sjálfum hafa verið skemmti- legt og höldum að það sé eftirsóknarvert hlutskipti að vera í slíkum hópi.“ Katrín segist halda að vorið verði gott. „Ég hlakka til vorsins. Ekki bara vegna þess að ég gleðst yfir eigin hlutskipti heldur af því að ástandið hefur verið erfitt í samfélaginu í dálítinn tíma og af því að ég er nú svona svolítið bjartsýn þá vil ég trúa því að við séum að fara inn í betri tíð eftir erfiðan vetur. Nú fer daginn að lengja aftur og ég vona að þeir hlutir sem þurfa að ganga upp geri það og allir vinni saman að því. Þá verður vorið gott.“ kristjana@dv.is „Okkur finnst gaman að vera fjölskylda og það er algert elds- neyti að vera með börnum sínum. Hlakkar til vorsins „Ekki bara vegna þess að ég gleðst yfir eigin hlutskipti heldur af því að ástandið hefur verið erfitt í samfé- laginu í dálítinn tíma og af því að ég er nú svona svolítið bjartsýn þá vil ég trúa því að við séum að fara inn í betri tíð eftir erfiðan vetur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.