Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 22
Í æsku áttaði ég mig á því að Rík-isútvarpið væri eitt af því sem ég ætlaði mér að bera virðingu fyrir. Þetta loforð hef ég að mestu hald- ið, enda er stofnunin svo heppin að eiga sama fæðingardag og hann pabbi minn heitinn. Vissulega er margt gott sem útúr Útvarpinu kemur, en þar er þó frændhygli og vinavæðing svo samofin starfseminni að stofnun- in myndi eflaust deyja ef hróflað yrði við þeirri innansveitarkrón- íku sem þar ríður húsum. Ekki nóg með að þar sitji sama fólkið að öll- um störfum, heldur er bíræfnin slík, að sama fólkið er í öllum hlutverk- um: Fréttamaður er skyndilega orð- inn viðmælandi; leikin eru lög eft- ir þáttagerðarmenn, þátttakendur í spurningaleikjum (eða hverju því sem kann að vera opinberað) eru engir aðrir en samstarfsmenn þeirra sem þáttum stjórna. Yndislegt dæmi um vinavæðinguna er sú frétt, að einn af starfsmönnum Útvarpsins skyldi á 80 ára afmæli stofnunarinn- ar fá, frá félögum sínum, verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. (Og á meðan ég er að rita þetta, er KK á leika lag eftir vin sinn og sam- starfsmann, Magnús Eiríksson og svo eitt með Ellen systur). Maður kveikir á ríkisrás og átt- ar sig á því að þar er eitt heljarinn- ar samansafn útvarpskvótakónga, sem tryggja það að tónlist þeirra sjálfra fái fyrst og fremst að heyr- ast. Dagskrá mánudagsins byrj- ar á því að tveir popparar tala við beturvita (textahöfund, sem þyk- ist vera að svara einhverjum ei- lífðarspurningum) og svo kemur lag eftir höfund sem í þeim töluðu orðum er að stýra þætti á hinni rás- inni, en sá er að leika lög eftir vini og samstarfsmenn. Og svo end- ar önnur rásin dagskrá kvöldsins með þunnildislegu spjalli meints leigupenna sem nýtur þeirra for- réttinda að vinna hjá ríkisfjölmiðli sem tryggir að lög starfsmannanna er leikin fyrir landsmenn alla. Þar þreytast menn seint á að mæra eigin innanstokksmuni. Menningarvitarnir fjalla um þá menningu sem þeir hrærast sjálf- ir í eða koma að með einum eða öðrum hætti; í gegnum félög, fé- laga eða kóra. Rótgrónir beturvit- ar eru þaulsætnari en Andskotinn og blaða stöðugt í sömu kerlinga- bókunum. Þetta er allt nánast jafn kátlegt og þegar, þáverandi þjóð- leikhússtjóri, kynnti núllstillingu íslenskrar leiklistarsögu með fá- heyrðu floppi eftir eiginkonuna. Íslendingar, til hamingju með floppið og gleðileg jól. Pabbi og Útvarpið áttu hér sama afmælisdaginn, það veitti mér fró, en núna það veldur mér eilífum ama að Útvarpið lifir en pabbi minn dó. 22 | Umræða 22.–26. desember 2010 Jólablað BESTU SÖLUMENN HEIMS „Það lítur út fyrir að fallbyssan fari ekki á HM.“ n Loga Geirssyni gengur illa að ná sér af meiðslum og segir hann þurfa kraftaverk til eigi hann að komast á HM í handbolta – Frétta- blaðið „Ég fékk eitt- hvert tak í bakið, sennilega þursa- bit.“ n Vélmennið Alexander Petersson er einnig meitt þessa dagana. Hann verður þó fljótur að jafna sig og klár á HM í janúar.– Morgunblaðið „Er ég í falinni myndavél?“ n Útvarpsmaðurin Frosti Logason hélt að hlustandi sem hringdi inn væri að grínast, svo fáránleg fannst honum ummæli hans um kristinfræðikennslu í skólum. – Harmageddon, X-ið 977 „Þetta var nátt- úrulega rosalega fallegt og við getum ekki sagt annað en að þetta hafi tekist vel.“ n Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, og félagar buðu vegfarendum við hús Ríkisútvarpsins í Efstaleiti að fylgjast með tunglmyrkvanum í morgunsárið í gegnum stjörnukíki. – DV.is Skuggi hefndar Ef miðað er við opinbera um-ræðu á Íslandi býr hér ein svartsýnasta og reiðasta þjóð heimsins. Flest snýst um að koma hefnd yfir þá sem bera ábyrgð á því að fjármálakerfið fór á hliðina. Reið- in hefur tekið sér bólfestu á flest- um stöðum þar sem fólk býr. Það sýður og bullar á fólki sem kallar eftir blóði. Allt er þetta skiljanlegt í ljósi þess hvernig fór haustið 2008. Og það er líka eðlilegt framhald að stóraukið fé skuli lagt í rannsóknir á ástæðum hrunsins. Rétt eins og í öðru sorgarferli mannskepnunnar er þjóðin ginnkeypt fyrir töfralausn- um. Til landsins streymdu spámenn sem sögðust eiga öll svörin og lofuðu að laða fram hið fullkomna réttlæti gegn gjaldi. Hundruð manns eru nú í vinnu innan og utan Íslands við að elta uppi þá ljótu sem skemmdu samfélagið. Og við ætlum að refsa fyrrverandi forsætisráðherra einum fyrir hönd allra stjórnmálamann- anna sem hlúðu að spillingunni. Einn fyrir alla. Reyndin er sú að lítið miðar. Og sá tími er að nálgast þeg- ar Íslendingar allir verða að brjótast undan skugga hefndarinnar og taka á ný upp eðlilegt líf. Við munum aldrei ná hinu fullkomna réttlæti. Hefndin er mistæk. Þetta þýðir þó ekki að við eigum að hætta að leita að ástæðum þess hvernig fór. Þjóðin verður markvisst að siðvæðast með það fyrir augum að aldrei aftur verði stórslys á borð við það sem varð árið 2008. Eftir allt svartnættið í umræð- unni síðan haustið 2008 er ágætt að staldra við og líta til þess sem er gott við íslenskt samfélag. Helsti styrkur þjóðarinnar er samhugur sem á sér rætur í smæð hennar. Ef háski steðj- ar að standa allir saman sem einn maður. Þegar snjóflóð féllu á Flat- eyri og Súðavík stóð öll þjóðin með þeim sem áttu um sárt að binda. Þorpin voru byggð upp og hlúð var að syrgjendum. Lífið hélt áfram. DV sagði frá því í síðustu viku að syrgj- andi móðir væri að selja ljóðabæk- ur til að kaupa legstein á leiði sonar síns. Viðbrögðin við fréttinni urðu gríðarleg og lýsandi. Fjöldi fólks hafði samband og vildi leggja sitt af mörkum til að kaupa legsteininn. Og það varð úr að móðirin fékk hann gefins og gat heiðrað minningu son- ar síns. Það er ævinlega stutt í sam- stöðuna. Þegar þessir þættir í sálar- lífi þjóðar verða ráðandi er íslensku samfélagi borgið. Björn Jörundur á sjó n Björn Jörundur Friðbjörnsson, tón- listarmaður og meðlimur Ný- danskrar, er einkar snjall á sínu sviði. Undan- farin misseri hefur hann ekki verið áberandi í tónlistarlífinu. Ástæðan er sú að hann mun vera fluttur búferlum til Siglufjarð- ar. Þar stundar hann sjó á rækjutogara en bregð- ur sér stundum á svið í landlegum. Hermt er að hann hafi gjörbreytt um lífsstíl frá því sem áður var og nú sé hann virðulegur sjómaður sem forðast þann soll sem oft fylgir lífi poppstjörnunnar. Bæjarfulltrúi fór á Catalinu n Flokksmenn Næstbestaflokksins í Kópavogi hafa sett sér það markmið að réttarhöldin yfir Catalinu Ncogo verði gerð opin- ber. Þetta kemur fram á Facebook þar sem Hjálmar Hjálmarsson bæj- arfulltrúi fékk skilaboð þessa eðlis. „...Þar sem þau eru lokuð og þannig þessir viðskiptavinir hórunnar verndaðir, þá liggjum við hinir undir grun. Við sem stóðum að framboði Næst- bestaflokksins sögðum við konurn- ar okkar: Ég verð á Catalinu ef þú þarft að ná í mig ...... Konan mín er farin að leggja saman tvo og tvo...“ Meinlegur misskilningurinn snýst að sjálfsögðu um að Catalina er virtur veitingastaður í Kópavogi en þar hittust menn Næstbesta gjarn- an í kosningabaráttunni. Enginn les Mogga n Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi gerir á Facebook-síðu sinni stólpa- grín að Mogganum sem vísaði í við- tal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar. Ekkert viðtal var síðan við Hönnu í blaðinu en fjöldi netmiðla vitnaði þó í það. „Er hér komin endanleg sönnun þess að enginn lesi Moggann? Ekki einu sinni þeir sem vitna í hann? spyr Dagur á síðu sinni. Býr bankaræningi hér? n Jón Ásgeir Jóhannesson seldi ný- lega móður sinni hús sitt á Lauf- ásvegi 69. Gísli Gíslason, lögmaður og athafnamaður, býr nú í hús- inu. Eigendasaga hússins sýnir að sjálfur Haukur Heiðar, fyrrver- andi starfsmaður Landsbankans sem var dæmdur í fangelsi fyrir fjárdrátt úr bankanum á áttunda áratugnum, átti það áður. Fræg er sagan af því þegar Pétur Benedikts- son, bankastjóri Landsbankans og bróðir Bjarna Ben, kom heim til Hauks Heiðars á áttunda áratugn- um og sagði að svo virtist sem bankaræningi, en ekki banka- starfsmaður, byggi í húsinu þar sem aðbúnaðurinn væri slíkur. Einhver gæti sagt, í ljósi hrunsins, að orð Péturs Ben hefðu einnig átt við síðar. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Leiðari Bókstaflega Framsóknarflokkurinn hefur, að öðrum flokkum ólöstuðum, skarað fram úr í sölumennsku á vettvangi íslenskra stjórnmála. Ekki er langt síðan flokkurinn lofaði billjón króna láni frá Noregi (þús- und milljörðum). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður þreytist ekki á að segja að við þurfum ekki að borga skuldir, bara svo lengi sem við veljum hann. Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfull- trúi og aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, skarar hins vegar fram úr öðrum framsóknarmönn- um, að þeim ólöstuðum. Meðal góðra kosningaloforða Björns Inga í góðærinu var vatnsleikjagarður í Úlfarsfelli og eingreiðsla til allra borgarbúa fyrir söluna á eignar- hlut borgarinnar í Landsvirkjun. En klímax Björns Inga lá ekki þar, held- ur í samtímanum á netinu. Nokkuð er síðan Björn Ingi fór úr pólitík yfir í viðskipti og þaðan yfir í fjölmiðla. Í fyrra kom hann á fót nýjum fréttamiðli á vefnum með hjálp auðmanna. Nú hefur hann náð ótrúlegum árangri með ómissandi hjálp frá fyrrverandi fjölmiðlafulltrúa Halldórs Ásgríms- sonar, Steingrími Sævari Ólafssyni, sem nú er ritstjóri í fjarveru Björns Inga vegna vafasamra viðskipta hans, sem minnst var á í rannsókn- arskýrslu Alþingis. Nú eru notend- ur Pressunnar orðnir fleiri en 170 þúsund talsins í hverri viku. Ha? Er þetta hægt?! Hvernig...!?!? Lykillinn að farsæld Björns Inga á Pressunni er æsandi fyrir-sagnir. Eða á tungumáli Björns Inga: Ha? Nei?!! Eru þetta brjáluð- ustu fyrirsagnir í heimi?! Meðal athygliverðra frétta sem birst hafa á Pressunni upp á síðkastið er: „Hvað er hann að gera? Er hann ..... nei..? Hvað er hægt að segja um svona lagað??? MYNDBAND“. Fréttin fjallar um mann sem kom fram í sjónvarpsþætt-inum Britain‘s Got Talent og dansaði þar kjánalega. Fyrirsögn- in er hér birt í upprunalegri mynd. Þetta var næstmest lesna fréttin á Pressunni þá vikuna. Mest lesna fréttin í vikunni fjallaði um að ónefnd-ur notandi á spjallborði er.is hefði sagt frá því á vefnum að fjögurra ára dóttir hennar „fróaði sér“ reglulega. Þriðja fréttin, sem komst á topplistann, var myndband af konu sem dansaði strippdans í raunveruleikaþætti einhvers staðar í Suður-Ameríku. Fréttin „Eitt stórt VÁ! Fólk getur verið svo ótrúlega magnað! Allavega þessi hér – MYND- BAND“, sló í gegn á sínum tíma. Önnur mögnuð frétt var: „Gerirðu hvað?! Ótrúlegt atriði úr Britain´s Got Talent – EKKI leika þetta eft- ir heima – MYNDBAND“. Var þar greint frá skemmtikrafti sem gleypti smápeninga. Árangur Björns Inga á sviði fjöl-miðlunar er óviðjafnanlegur. Hann hefur hins vegar ekki verið reiðubúinn að gefa upp eign- arhald fjölmiðilsins. Sautján starfs- menn eru skráðir þar. Svarthöfði viðurkennir fús-lega að hann æsist upp við að lesa Pressuna. Enda ekki nema von. Björn Ingi og Steingrím- ur Sævarr náðu að selja Halldór Ásgrímsson, almesta stirðbusa samtímasögunnar, og gera hann að forsætisráðherra. Nei, vá! Jiii, en magnaaað!?! Eru þetta bestu sölu- menn í heimi!?!! Svarthöfði Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Til landsins streymdu spámenn. Áttatíu ára flopp Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „ Íslendingar, til hamingju með floppið og gleðileg jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.