Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 39
Minning | 39Jólablað 22.–26. desember 2010
Sólveig
Guðmundsdóttir
lögfræðingur og deildarstjóri í Reykjavík –
f. 18.11. 1948, d. 12.12. 2010
MERKIR ÍSLENDINGAR
Árni Guðmundur Friðriksson fædd-
ist að Króki í Ketildalahreppi í Barða-
strandasýslu. Hann var son-
ur Friðriks Sveinssonar,
bónda á Króki, og k.h.,
Sigríðar Maríu Árna-
dóttur húsfreyju. Árni
og Bjarni Sæmunds-
son voru helstu
frumkvöðlar fiski-
fræðinnar hér á
landi og unnu
ómetanlegt braut-
ryðjendastarf í
þágu hinnar ungu
fræðigreinar, enda
hafa fiskirannsókn-
arskip Hafrann-
sóknastofnunar borið
nöfn þeirra um árabil.
Ævistarf þessara merku
frumkvöðla verður ekki
síður mikilvægt í ljósi þeirrar
staðreyndar að fiskverndunarstefna
Íslendinga er nú æ oftar höfð til hlið-
sjónar og að leiðarljósi annarra ríkja
á meðan mikilvægir fiskistofnar hafa
orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum
við Kanada, Rússland og hjá Evrópu-
sambandinu.
Árni lauk stúdentsprófl í
Reykjavík 1923, stundaði nám í
Kaupmannahöfn og lauk magisters-
prófi í dýrafræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla 1929. Hann var
aðstoðarmaður hjá prófess-
or Schmidt við Carlsberg
Laboratorium 1929–30,
var ráðunautur Fiski-
félags Íslands 1931–
37, forstöðumaður
Fiskideildarinnar í
Atvinnudeild Há-
skóla Íslands frá
1937–53, og var
síðan skipaður
framkvæmdastjóri
Alþjóðahafrann-
sóknarráðsins 1954
en því starfi gegndi
hann til 1965.
Árni stundaði eink-
um fiskirannsóknir á
síld og þorski hér við land.
Hann beitti sér m.a. fyrir notkun
bergmálsmælis við fiskileit en slíkar
fisksjár hafa síðan valdið straum-
hvörfum við veiðar og rannsóknir.
Eftir Árna liggja töluverð skrif
um fiskirannsóknir, bækur, greinar
og erindi í íslensk og erlend fræði-
rit. Þekktustu bækur hans eru Áta
íslenzkrar síldar, útg. 1930 og Alda-
hvörf í dýraríkinu, útg. 1932.
Árni Friðriksson
fiskifræðingur –
f. 22.12. 1898, d. 16.10. 1966
Merkir Íslendingar
Merkir Íslendingar
Þorsteinn fæddist að Hurðar-
baki í Kjós en ólst upp að
Hólabrekku við Skerja-
fjörð. Foreldrar hans
voru Ögmundur
Hansson Stephen-
sen og Ingibjörg Þor-
steinsdóttir. Þor-
steinn var bróðir
Guðrúnar, móður
Ögmundar Jónas-
sonar, dómsmála-
og samgönguráð-
herra.
Þorsteinn lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1925 og stund-
aði nám við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn 1934–35.
Eftir heimkomuna frá Danmörku
varð Þorsteinn þulur við ríkisútvarp-
ið, og leikari og leikstjóri við Ríkis-
útvarpið. Þá sá hann um barnatíma
þess um skeið – tvívegis. Hann hætti
þularstarfinu 1946 og var eftir það
leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir 1975.
Þorsteinn var í hópi ástsælustu
leikara þjóðarinnar um árabil og
lék mikinn fjölda ólíkra hlutverka
hjá Ríkisútvarpinu, Leikfé-
lagi Reykjavíkur og nokk-
ur hlutverk sem gest-
ur Þjóðleikhússins. Af
fjölda hlutverka hans
hjá Leikfélagi Reykja-
víkur má nefna hlut-
verk hans í Brown-
ingþýðingunni og
síðar pressarann
í Dúfnaveislunni
en fyrir bæði þessi
hlutverk hlaut hann
Silfurlampann. Þá
lék hann í sjónvarps-
leikritum, s.s. Romm
handa Rósalind. Hann
var af kjörinn af Alþingi
í heiðurslaunaflokk lista-
manna árið 1988.
Þorsteinn hélt sögufrægt útvarps-
erindi árið 1973, gegn seðlabanka-
byggingu á Arnarhóli. Skoraði hann á
alla flytjendur útvarpserinda að enda
mál sitt með kröfu um friðlýsingu
Arnarhóls með því að segja: „Megi sú
hönd visna sem skerðir þann stað.“ Í
kjölfarið fóru fram fjömenn mótmæli
á Arnarhólnum og síðan breyting á
fyrirhuguðu seðlabankahúsi. En nú
hefur Harpan tekið það útsýni sem
barist var fyrir 1973.
Þorsteinn Ö. Stephensen
leikari og leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins –
f. 21.12. 1904, d. 13.11. 1991
Sólveig fæddist á Akureyri. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Hamrahlíð 1976 og lauk embættis-
prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla
Íslands 1981.
Sólveig starfaði hjá yfirborgar-
fógetanum í Reykjavík 1981–82,
varð deildarstjóri innheimtudeildar
Gjaldheimtunnar í Reykjavík 1982
og var skrifstofustjóri þar 1983–86.
Hún dvaldi með eiginmanni sín-
um í Washington DC 1986–88 vegna
starfa hans við Alþjóðabankann,
var yfirlögfræðingur neytendamála-
deildar Verðlagsstofnunar 1988–90
og var deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu frá 1990. Gegndi hún stöðu
deildarstjóra og yfirlögfræðings í
ráðuneytinu til dánardags.
Sólveig kom að samningu fjöl-
margra lagafrumvarpa og reglugerða
á sviði heilbrigðismála. Hún tók þátt
í erlendu samstarfi á vegum ráðu-
neytisins og sat sem fulltrúi þess í
mörgum nefndum um heilbrigðis-
mál. Hún sat í stjórn Velferðarsjóðs
barna frá stofnun sjóðsins til ársins
2009. Jafnframt var hún kjörin af Al-
þingi sem varamaður í landskjör-
stjórn frá árinu 1991.
Fjölskylda
Sólveig giftist 8.7. 1983, eiginmanni
sínum, Birni Líndal, f. 1.11. 1956,
lögmanni, en þau hófu sambúð
1978. Foreldrar Björns eru Páll Jak-
ob Theodórsson Líndal, f. 9.12. 1924,
d. 25.7. 1992, hrl., borgarlögmað-
ur, ráðuneytisstjóri og rithöfundur,
og Guðrún Eva Úlfarsdóttir, f. 27.12.
1925, fyrrv. deildarstjóri hjá Stofnun
Árna Magnússonar.
Börn Sólveigar og Björns eru
Vigdís Eva, f. 2.11. 1983, lögfræð-
ingur hjá Persónuvernd, í sambúð
með Þórhalli Axelssyni, f. 12.5. 1980,
nema í viðskiptafræði; Guðmundur
Páll, f. 27.9. 1986, laganemi, í sam-
búð með Kristínu Láru Helgadóttur,
f. 10.12. 1986, laganema.
Með fyrri eiginmanni sínum, Ei-
ríki Óskarssyni, eignaðist Sólveig
þrjú börn. Þau eru Sigyn, f. 16.2.
1966, jarðfræðingur og verslunar-
eigandi, en maður hennar er Friðrik
Dagur Arnarson, f. 8.11. 1956, fram-
haldsskólakennari en sonur Sigynar
úr fyrri sambúð er Guðmundur Hall-
grímsson, f. 6.1. 1987, en synir Sigyn-
ar og Friðriks eru Friðrik Aðalsteinn,
f. 29.5. 1993, Eiríkur Hákon f. 30.7.
1995, og Örn f. 5.4. 1997; Signý, f. 9.1.
1967, ferðamálafræðingur, í sambúð
með Jóni Tryggvasyni, f. 6.3. 1959,
framkvæmdastjóra en sonur Signýar
úr fyrri sambúð er Reinar Ágúst Fore-
man f. 28.7. 1993, en dætur Signýjar
og Jóns eru Hekla, f. 16.7. 2004, og
Harpa f. 10.3. 2008; Óskar Örn, f. 14.5.
1969, framkvæmdastjóri, í sambúð
með Emmu Peirson, f. 18.9. 1978,
leikstjóra en börn Óskars frá fyrra
hjónbandi eru Emilía Sólveig Gun, f.
1.7. 1997, Amanda Jul ia Liz f. 19.11.
1999, og Júlíus Örn, f. 25.12. 2001.
Hálfsystir Sólveigar, sammæðra,
er Ólöf Guðrún Magnúsdóttir, f.
25.11. 1944, tækniteiknari í Reykjavík
en maður hennar er Örlygur Þórðar-
son, f. 19.12. 1944, lögfræðingur og
eru börn þeirra Brynja, f. 23.7. 1966,
og Þórður, f. 2.10. 1972.
Alsystkini Sólveigar: Anna Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 15.9. 1955,
hjúkrunarfræðingur og djákni á Sel-
fossi en maður hennar er sr. Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson prestur og
eru börn þeirra Friðfinnur Freyr, f.
18.7. 1980, Melkorka Mjöll, f. 22.7.
1981, Magnús Már, f. 29.7. 1986, og
Kolbeinn Karl, f. 27.6. 1987; Gunn-
ar Örn Guðmundsson, f. 4.11. 1956,
rafeindavirki í Reykjavík en kona
hans er Helga Margrét Söebech, f.
1.5. 1958, lyfjatæknir og eru syn-
ir þeirra Þórður Freyr, f. 5.11. 1985,
Guðmundur Örn, f. 5.11. 1993, og
Helgi Valur, f. 12.4. 1997, auk þess
sem Gunnar Örn á dóttur frá fyrri
sambúð, Unu, f. 16.3. 1975; Hrönn,
f. 16.9. 1959, hjúkrunarfræðingur í
Bandaríkjunum en maður hennar er
Frank Sicari, f. 12.8. 1954, kennari og
eru börn þeirra Francis Guðmund-
ur, f. 15.10. 1983, Anna Sólveig, f. 2.2.
1986, og Richard, f. 6.3. 1987; Hlíf, f.
16.9. 1959. hjúkrunarfræðingur og
deildarstjóri í Reykjavík, en mað-
ur hennar er Geir Björnsson, f. 25.2.
1957, tölvunarfræðingur og eru börn
þeirra Ýrr, f. 31.5. 1979, Auður, f. 10.2.
1985, Arnar, f. 13.5. 1996, og Björn, f.
13.5. 1996.
Foreldrar Sólveigar: Guðmundur
Gunnarsson, f. 25.6. 1928, bygginga-
verkfræðingur og fyrrv. tækniforstjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins, og Anna
Júlíusdóttir, f. 12.12. 1923, d. 8.2.
2009, húsmóðir.
Ætt
Guðmundur er sonur Gunnars, bú-
fræðings, kennara, lögregluþjóns og
framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri Jónssonar, b. á
Keldhólum í Vallahreppi Eiríkssonar.
Móðir Guðmundar er Sólveig
Guðmundsdóttir Kjerúlf, b. í Sand-
haga og á Hafursá, bróður Jóns
Kjerúlf á Melum, langafa Eiríks
Jónssonar, fyrrv. ritstjóra, Herdís-
ar Þorgeirsdóttur, fyrrv. ritstjóra og
Ólínu Þorvarðardóttur alþm. Guð-
mundur var sonur Andrésar Kjer-
úlf, frá Melum Jörgenssonar Kjerúlf,
læknis á Brekku í Fljótsdal sem kom
til Íslands 1819, föðurbróður norska
tónskáldsins Hálfdánar Kjerúlf.
Móðir Guðmundar Kjerúlf var Anna
Jónsdóttir, b. á Melum Þorsteinsson-
ar, b. á Melum Jónssonar, ættföður
Melaættar. Móðir Sólveigar var Vil-
borg Jónsdóttir, b. á Kleif í Fljótsdal
Magnússonar, og Sigríðar, frá Götu í
Fellum Sveinssonar.
Anna var systir útgerðarmann-
anna Þórðar og Jóhanns Júlíussona
er stofnuðu og starfræktu útgerðar-
félagið Gunnvöru. Anna var dóttir
Júlíusar, b. á Atlastöðum í Fljótavík
Geirmundssonar, b. í Fljótavík Guð-
mundssonar, b. í Kjaransvík Snorra-
sonar, b. í Hælavík Brynjólfssonar.
Móðir Guðmundar var Elísabet Hall-
varðsdóttir. Móðir Geirmundar var
Sigurfljóð Ísleifsdóttir, b. á Hesteyri
Ísleifssonar.
Móðir Önnu er Guðrún Jóns-
dóttir, húsmanns í Steinstúni Guð-
mundssonar, b. á Dröngum Ól-
afssonar, b. á Eyri í Ingólfsfirði
Andréssonar. Móðir Guðmundar var
Guðrún Björnsdóttir. Móðir Jóns var
Guðrún Sigurðardóttir, b. á Dröng-
um Alexíussonar. Móðir Guðrúnar
Jónsdóttur var Elísa Ólafsdóttir, frá
Ósi Ólafssonar.
Útför Sólveigar fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, miðviku-
daginn 22.12. og hefst athöfnin kl.
13.00.
Andlát