Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 28
Það hlýtur að krefjast töluverðra
fórna að taka að sér starf í fjarlægu
landi og vinna við miserfiðar og mis-
krefjandi aðstæður, fjarri fjölskyldu
og vinum. Samt sem áður er stór
hópur Íslendinga sem ákveður að
rífa sig upp frá hinu örugga Íslandi
og dvelja til skemmri eða lengri tíma
við hjálpar- og þróunarstörf. Hvað
ætli drífi þau áfram í þessari ákvörð-
un sinni? Sveinn Guðmarsson, Lilja
Dóra Kolbeinsdóttir og Lóa Magnús-
dóttir hafa starfað á vegum Íslensku
friðargæslunnar, Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands og annarra hjálp-
arstofnana og hafa störf þeirra ver-
ið ólík, allt frá kennslu til verkefna á
sviði félagsmála og til starfa á neyð-
arsvæðum. Gunnhildur Steinars-
dóttir spurði þau út í störfin og upp-
lifun þeirra af öðrum þjóðum. Einnig
var rætt um jólaundirbúning og jóla-
hald á framandi slóðum.
Sjö mánuðir í Jemen
Sveinn Guðmarsson starfar sem
upplýsingafulltrúi hjá UNICEF í Jem-
en á vegum Íslensku friðargæslunnar
og hefur verði þar í tæpa sjö mánuði
en hann segir þennan tíma hafa liðið
eins og hendi væri veifað. Hann mun
koma heim í stutt jólafrí en halda
svo utan aftur og mun dvelja í Jemen
fram í febrúar.
Misskipting og þjáning
Þetta er í fyrsta skipti sem Sveinn
starfar við þróunar- eða hjálparstörf
en hann segist hafa komið inn í geir-
ann í gegnum störf sín í fjölmiðlum,
einkum á sviði erlendra frétta. „Ég á
bágt með að ímynda mér að nokk-
ur sem á annað borð fylgist með því
sem er að gerast í heiminum taki ekki
misskiptinguna og þjáninguna sem
við sjáum svo oft í fréttunum að ein-
hverju leyti inn á sig. Í það minnsta
langaði mig til að reyna að leggja
eitthvað meira af mörkum en bara
að segja fréttir af þessum málum,“
útskýrir hann en bætir við að inn í
þetta blandist ævintýraþrá og áhugi
á að dvelja á öðru menningarsvæði.
Mikil fátækt í Jemen
Á síðasta ári sótti hann námskeið hjá
UNICEF fyrir fjölmiðlafólk sem gæti
hugsað sér að starfa á neyðarsvæð-
um og í kjölfarið var haft samband
við hann frá utanríkisráðuneytinu
og honum boðið að fara til Jemen.
Hann segir starfið krefjandi en geysi-
lega gefandi. Eins heldur hann að
fæstir Íslendingar átti sig á því hversu
mikil fátækt sé í Jemen og nefnir sem
dæmi að vannæring barna sé óvíða
meiri en þar. Hagur kvenna sé einn-
ig sérstakleg bágborinn og einung-
is tvær af hverjum þremur stúlkna á
grunnskólaaldri gangi í skóla.
Afleiðingar stríðsins hræðilegar
„Til að bæta gráu ofan á svart hef-
ur hálfgerð borgarastyrjöld geisað
í norðurhluta landsins sem hefur
haft þær afleiðingar að yfir 300.000
manns hafa hrakist af heimilum sín-
um. Afleiðingar stríðsins eru væg-
ast sagt hræðilegar, ég hef hitt börn
sem hafa stórslasast af völdum jarð-
sprengja og önnur sem bera djúp
ör á sálinni. Þjáningarnar sem þessi
börn líða eru auðvitað hræðilegar en
það er ekki annað að gera en að líta á
þetta út frá þeim sjónarhóli að UN-
ICEF sé að hjálpa þeim og bæta hag
þeirra,“ segir hann.
Dagleg samskipti við fólkið sitt
Aðspurður um heimþrá segir að
Sveinn að í upphafi hafi það reynst
honum erfitt að vera fjarri fjölskyldu
og vinum. Eftir því sem hann komst
betur inn í starfið og eignaðist vini
þar ytra minnkaði heimþráin. Eins
gerir netið fjarlægðirnar styttri þar
sem hann getur verið í daglegum
samskiptum við fólkið sitt á Íslandi.
Hann segist þó hafa virkilega lang-
að heim í október þegar systir hans
eignaðist sitt fyrsta barn en hann fái
að sjá snáðann um jólin og hlakki
mikið til.
Fjölskylduhátíð
Sveinn segir að það hafi ekki kom-
ið annað til greina en að koma heim
um jólin. „Ég gat eiginlega ekki hugs-
að mér að verja þeim einn í landi
þar sem ekki eru einu sinni haldin
jól. Heimþráin er líklega sterkust hjá
flestum um þetta leyti enda er þessi
hátíð fyrst og fremst fjölskylduhá-
tíð,“ bætir hann við. Þar sem Jemen
er íslamskt ríki segir hann að það sé
fátt sem komi manni í jólaskap þar,
ekki síst þegar hitastigið á daginn
sé í kringum tuttugu gráður og sólin
skíni glatt.
Hlustar á Baggalút
„Ég reyndi að koma mér í jólaskap í
vinnunni í gær með því að hlusta á
Baggalútsplötuna Jól og blíðu en það
var eiginlega alveg fáránlegt. Í það
minnsta hristust slæðurnar á höfð-
um samstarfskvenna minna af hlátri
þegar Baggalútsmenn hófu upp
raust sína.“ Sveinn er væntanlegur
til landsins á miðvikudagskvöld. „Ef
veðurguðirnir verða mér ekki þeim
mun óvinveittari, insjallah eða ef
Guð lofar, eins og þeir segja hérna
Jemenarnir,“ segir Sveinn að lokum.
Dvaldi rúm tíu ár í Afríku
Lilja Dóra Kolbeinsdóttir hefur kom-
ið víða við en hún hefur starfað í An-
góla, Úganda og Mósambík og allt í
allt hefur hún dvalið rúm tíu ár í Afr-
íku. Þar fyrir utan hefur hún verið við
nám í Danmörku og Bretlandi um
árabil en er nú stödd á Íslandi. Hún
dvaldi Í Angóla á árunum 1996 til
2001. Þar starfaði hún sem kennari
og síðar sem verkefnastjóri við upp-
byggingu á kennaranámi í Huam-
bo- og Benguela-héraði á vegum an-
gólska menntamálaráðuneytisins og
innlendra frjálsra félagasamtaka.
Fjölbreytt starf
Síðar starfaði hún á vegum Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands í Úg-
anda og dvaldi þar í fimm ár. „Starf-
ið var mjög fjölbreytilegt, þar sem ég
hafði umsjón með daglegum rekstri
og framkvæmd verkefna á sviði fé-
lagsmála, undirbúningi nýrra verk-
efna, umsjón þarfagreininga og ann-
arra rannsókna og gerð rekstrar- og
fjárhagsáætlana. Ég starfaði náið
með deild jafnréttismála og samfé-
lagsþróunar innan úgandska félags-
málaráðuneytisins við stefnumótun
og framkvæmd fullorðinsfræðsluá-
ætlunar landsins. Auk þess sat ég í
vinnuhópum gjafaríkja og alþjóða-
stofnana um málefni tví- og marg-
hliða þróunarsamvinnu í Úganda,“
segir hún.
Erfitt en gefandi
Hún segir að störf við þróunarsam-
vinnu geti verið jafnerfið og þau eru
gefandi, eins og við á um svo mörg
önnur störf. Þessi störf séu þó mjög
vandmeðfarin því verkefnin séu
óteljandi í þróunarlöndunum. „Mað-
ur tekur oft eitt skref áfram og tvö aft-
ur á bak, og þarf í flestum tilfellum
að hafa plan A, B og C og svo er það
stundum plan D sem verður fram-
kvæmt. Rennandi vatn og rafmagn
eru alls ekki sjálfsagðir hlutir og geta
því einföldustu verk orðið afar flók-
in,“ útskýrir hún.
Jákvætt að koma að breytingu
í lífi fólks
Fyrst og fremst hefur Lilju Dóru þó
fundist þau störf sem hún hefur
sinnt spennandi og segist hún vera
afar þákklát fyrir að hafa tekið þátt í
jákvæðri breytingu á lífi fjölda fólks
í gegnum menntun og fræðslu. „Það
voru ýmsar tilviljanir sem leiddu
mig á þessa braut og ævintýraþrá-
in einna helst. En síðar menntaði ég
mig í þróunarfræðum og hef því lagt
þennan málaflokk fyrir mig frá fag-
legu sjónarmiði,“ segir hún aðspurð
um ástæður fyrir starfsvali.
Leið vel í Afríku
Hún segir það geta verið erfitt að vera
langt í burtu frá vinum og fjölskyldu.
Þeir sem hafi upplifað að vera út-
lendingur eða innflytjandi upplifi
líklega svipaða tilfinningu, að þurfa
að læra inn á nýja menningu og siði
í því landi sem maður dvelur í. „Fólk
er þó yfirleitt mjög jákvætt og hjálp-
samt og á ég marga að mínum bestu
vinum í Angóla, Úganda og víðar.
Maður á auðvitað heima þar sem
manni líður vel og mér leið alltaf vel í
Afríku,“ bætir hún við.
Jól að kaþólskum sið
Lilja Dóra hefur haldið jól í ótal
löndum en aðspurð um jólahald
nefnir hún að Angóla sé gömul
portúgölsk nýlenda og því séu jól-
in þar að kaþólskum sið. Hún segir
að kirkjusóknin þar sé mikil og hef-
bundnar veislur haldnar þar sem
vinir og ættingar koma saman til að
borða góðan mat og skiptast á gjöf-
um.
Í Úganda upplifði hún bæði
kristnar hátíðir eins og jólin en
einnig Eid Mubarak sem er hátíð
múslima. Undirbúningurinn þar
er ekki jafn langur og hér á Íslandi
enda ekki eins mikið neyslusamfé-
lag. Hún segir flesta fara í kirkju á
jólunum, og halda svo góðar veisl-
ur með vinum og vandamönnum
þar sem heil geit eða grís er settur á
grillið. „Að mínu mati er fólk mun
meðvitaðara um kristilega jóla-
boðskapinn og þá hátíð sem verið
er að halda upp á en hér á Íslandi.
Allt er mun einfaldara,“ segir Lilja
Dóra.
Jólin eru menningararfur
Aðspurt um jólin og hvað þau standi
fyrir gagnvart henni svarar hún: „Jól-
in fyrir mér eru hátíð ljóss og friðar.
Þau eru minn menningararfur þar
sem ég er alin upp í kristnu samfélagi
hér á Íslandi. Þau eru þó persónu-
lega ekki sérstaklega trúarleg held-
ur meira hefð. Til að halda í hefð-
irnar hef ég fengið sent hangikjöt út
um allan heim. Þegar foreldrar mín-
ir komu til mín í heimsókn til Úg-
anda ein jólin komu þau með skötu
og saltfisk þar sem Þorláksmessa er
alltaf mikil hátíð hjá þeim. Þau ár
sem ég var í Úganda söfnuðust þeir
Íslendingar sem þar bjuggu saman
og borðuðu hangikjöt og skemmtu
sér saman. Má þá segja að líkur sæki
líkan heim þegar haldin eru jól,“ seg-
ir Lilja Dóra.
Lærir af þrautseigju annarra
Ólöf Magnúsdóttir er í Islamabad í
Pakistan en þar vinnur hún fyrir UN-
ICEF að hjálparstarfi á flóðasvæðun-
um á vegum Íslensku friðargæslunn-
ar. Hún hefur dvalið þar í tvo mánuði
en áður hefur hún starfað við þróun-
ar- og hjálparstörf á Filippseyjum,
Fidjí-eyjum, Síerra Leóne, Georgíu,
Palestínu og Srí Lanka.
Aðspurð um starfið segir hún að
það gefi manni tækifæri til að veita
hjálparhönd en einnig að læra af
þrausteigju fólks sem hefur lent í
hörmungum. Auk þess veitir það
manni tækifæri til að kynnast fólki
og stöðum sem maður hefði annars
ekki fengið að kynnast.
Upplifir styrk mannsandans
„Starfið er mjög gefandi og mér
finnst ég heppin að fá að vera á vett-
vangi og meðal fólks sem er að reyna
að endurbyggja líf sitt eftir hörmung-
28 | Úttekt 22.–26. desember 2010 Jólablað
„Maður tekur oft
eitt skref áfram
og tvö aftur á bak, og
þarf í flestum tilfellum
að hafa plan A, B og C
og svo er það stund-
um plan D sem verður
framkvæmt.
„Starfið er mjög gefandi og mér finnst ég
heppin að fá að vera á vettvangi og með-
al fólks sem er að reyna að endurbyggja líf sitt
eftir hörmungar og upplifa styrk samfélagsins og
mannsandans.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Upplifa styrk mannsandans
n Íslendingar starfa víða um heim við þróunar-
og hjálparstörf n Starfsins vegna dvelja þeir
langt frá heimaslóðum n Upplifa misskiptingu
og þjáningu n Krefjandi en gefandi starf