Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 15
Erlent | 15Jólablað 22.–26. desember 2010 Alexander Lukasjenkó ætlar sér að berjast gegn „heimskulegu lýðræði“: Stjórnar með harðri hendi Á sunnudag voru haldnar forseta- kosningar í Hvíta-Rússlandi og komu úrslitin úr þeim ekki á óvart. Alexander Lukasjenkó, sem hefur verið forseti síðan árið 1994, hlaut 80 prósent atkvæða og verður því forseti Hvíta-Rússlands fjórða kjör- tímabilið í röð. Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu hafði kosn- ingaeftirlitsmenn í Hvíta-Rússlandi og sögðu þeir að ekki hafi heiðar- lega verið staðið að kosningunum. Philip Crowley, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í yfirlýsingu á mánudag að ríkis- stjórn Bandaríkjanna tæki undir með Öryggis-og samvinnustofnun- inni. „Það er ekki hægt að líta svo á, að úrslitin úr kosningunum séu lögmæt.“ Í kjölfar kosninganna á sunnu- dag brutust út fjölmenn mótmæli í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, en þau voru barin niður jafn harðan. Lögreglan handtók 600 mótmælendur og lamdi einnig Vla- dimir Neklæjev, einn keppinauta Lukasjenkós, til óbóta. Hann var síðan handtekinn, eins og sex aðr- ir frambjóðendur en alls voru níu manns í framboði. Í sjónvarpsvið- tali á sunnudag sagði Lukasjenkó að það yrði ekki gerð nein bylting og að mótmælin sem áttu sér stað í miðborg Minsk á sunnudag hafi verið „stigamennska“. Lukasjenkó hefur oftar en ekki verið kallaður „síðasti evrópski ein- ræðisherrann“. Hann hefur heitið því að berjast gegn því sem hann kallar „heimskulegt lýðræði“. Þrátt fyrir for- dæmingu Evrópuríkja og Bandaríkj- anna á stjórnarháttum Lukasjenkós nýtur hann stuðnings frá rússnesk- um stjórnvöldum. Dimitrí Medvéd- ev, forseti Rússlands, sagði að mót- mælin og lögregluofbeldið í Minsk væri innanríkismál Hvíta-Rússlands. Mótmælin barin á bak aftur Lögreglan ræðst hér að mótmælendum vopnuð kylfum. Birnir gætu blandast Vísindamenn hafa fundið enn eina ástæðuna til að óttast hlýnun jarðar og minnkun ísbreiðunnar á norð- urpólnum í kjölfarið. Nú er talið að ísbjarnastofninn sé í hættu, þar sem þeir eru í auknum mæli farnir að nema land í Norður-Ameríku en þangað koma þeir með hafísnum. Vísindamenn óttast því ekki að ís- björninn sé í útrýmingarhættu. Þeir óttast hins vegar að á fasta landinu muni hann hitta fyrir ættingja sinn, grábjörninn. Þetta gæti leitt til þess að bjarnartegundirnar fari að maka sig og eignast blönduð afkvæmi, sem stofnað gæti hinum hreina stofni ísbjarna í hættu. Greinilegt er að birnir gera ekki greinarmun á kynþáttum, en annað virðist gilda um vísindamennina. ESB sendir flug- völlum tóninn Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með frammistöðu stærstu flugvalla í vesturhluta Evrópu und- anfarna daga. Vegna mikillar snjó- komu hefur fjölda flugferða verið aflýst, tafir hafa verið miklar og sums staðar hefur þurft að loka flugvöll- um alveg. Siim Kallas, framkvæmda- stjóri samgöngumála í ESB, sagði að „flugvellir verði að fara að undirbúa sig af alvöru.“ Hann sagði óásættan- legt að slíkar tafir yrðu ár eftir ár, þar sem ljóst væri að snjókomur væru tíðar í Vestur-Evrópu á þessum árs- tíma. Ættu flugvellirnir því að taka sér flugvelli á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þar virðist snjórinn ekki hafa jafn mikil áhrif. Banvænn árstími Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að dánartíðni er mun hærri þær tvær vikur sem jólin standa yfir. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Social Science & Medicine Journal. David Philips, prófessor við Kaliforníuháskóla stýrði rann- sókninni, en tekin voru til skoðunar dánarvottorð á tímabilinu 1979 til 2004. Philips taldi líklegt að andlegu álagi væri líklega um að kenna, en ekki væri um að villast – um hátíð- arnar deyja fleiri en venjulega daga, sérstaklega á jóladaginn sjálfan og á nýársdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.