Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 38
Júlíus Thorarensen
fyrrv. sölumaður í Reykjavík
Júlíus fæddist á Akureyri og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hann lærði loð-
bandsvinnslu í þrjú ár hjá Stephanus
Offermann.
Júlíus hóf störf hjá ullarverksmiðj-
unni Gefjun á Akureyri aðeins fjórtán
ára og starfaði þar samfellt til ársins
1985 eða í þrjátíu og tvö ár, fyrst við öll
almenn störf en varð verkstjóri í loð-
bandsdeild 1971 þar sem hann m.a.
sá um allt viðhald og tækjakost deild-
arinnar.
Júlíus flutti til Reykjavíkur 1986 og
hóf þá störf hjá Efnaverksmiðjunni
Sjöfn þar sem hann var fyrst sölumað-
ur en síðan verslunarstjóri.
Júlíus starfar mikið að félagsmál-
um. Hann hefur sótt mörg námskeið
á vegum Samvinnuskólans í stjórnun-
ar- og félagsmálum. Hann sat í stjórn
Starfsmannafélags verksmiðja Sam-
bandsins frá 1978–85 og var formaður
þess frá 1980–85. Þá sat hann í stjórn
Landssambands samvinnustarfs-
manna frá 1983–84. Hann var formað-
ur Bridgefélags Akureyrar frá 1983–84
og hefur starfað með Oddfellow-regl-
unni. Þá söng hann lengi með söng-
hópnum Norðurljós og syngur nú með
Kirkjukór Breiðholtskirkju.
Fjölskylda
Júlíus kvæntist 1959 Margréti Emils-
dóttur frá Siglufirði, nú látin. Júlíus og
Margrét slitu samvistir.
Börn Júlíusar og Margrétar eru Kol-
brún, f. 12.12. 1958, húsmóðir á Akur-
eyri, var gift Agli Stefánssyni múrara-
meistara sem er látinn og eignuðust
þau þrjú börn, Lindu, Önnu, og Ein-
ar Inga; Hallgrímur, f. 4.3. 1961, mat-
reiðslumaður og sölumaður, bú-
settur í Kópavogi, en kona hans er
Þrúður Gísladóttir og eru dætur þeirra
Tinna og Lára; Valdimar Lárus, f. 2.12.
1962, ráðgjafi í Kópavogi, og á hann
tvö börn, Bryngeir og Ingólf Sigurð;
Magna Ósk, f. 23.8. 1973, þjónustufull-
trúi hjá VÍS en maður hennar er Elmar
Þorbergsson og eru börn þeirra Mar-
grét og Arnar.
Júlíus kvæntist 24.8. 1985 seinni
konu sinni, Ástríði Sigvaldadóttur, f.
3.6. 1951, ráðningarfulltrúa. Þau slitu
samvistir. Hún er dóttir Sigvalda Búa
Bessasonar sem er látinn, og Ásdísar
Erlu Gunnarsdóttur Kaaber í Reykja-
vík.
Júlíus á níu systkini. Þau eru Jakob,
f. 21.7. 1937, búsettur á Akureyri, var
kvæntur Margréti Sigurvinsdóttur sem
er látin; Guðrún Ólína, f. 17.9. 1938,
búsett á Akureyri, var gift Hólmsteini
Aðalgeirssyni sem er látinn; Soffía,
f. 26.8. 1942, d. 2.4. 2008, var búsett í
Reykjavík og gift Kjartani Tómassyni;
Valdimar, f. 12.8. 1944, búsettur á Ak-
ureyri, kvæntur Hrafnhildi Eiríksdótt-
ur; Leifur, f. 14.12. 1945, búsettur í
Keflavík; Miriam, f. 11.5. 1950, búsett
á Akureyri; Lára, f. 2.2. 1952, búsett á
Flateyri, gift Þórði Jónssyni; Margrét,
f. 20.9. 1953, búsett í Þorlákshöfn, gift
Ægi Hafberg; Halla, f. 26.6. 1958, bú-
sett í Hveragerði, gift Sævari Í. Péturs-
syni.
Foreldrar Júlíusar voru Valdimar
Thorarensen, f. 26.9. 1910, d. 9.10.
1974, verkamaður á Akureyri, og k.h.,
Lára Hallgrímsdóttir, f. 28.12. 1917, d.
20.1. 1973, húsmóðir.
Ætt
Valdimar var sonur Valdimars Thor-
arensen, málafærslumanns á Akur-
eyri, bróður Jakobs Jens í Gjögri, föður
Jakobs Thorarensen skálds. Valdimar
málafærslumaður var sonur Jakobs
Thorarensen, kaupmanns á Reykj-
arfirði Þórarinssonar Thorarensen,
verslunarstjóra á Reykjarfirði Stef-
ánssonar, amtmanns á Möðruvöllum
í Hörgárdal, bróður Vigfúsar, sýslu-
manns á Hlíðarenda, föður Bjarna
Thorarensen, skálds og amtmanns á
Möðruvöllum. Stefán var sonur Þórar-
ins, sýslumanns á Grund í Eyjafirði og
ættföður Thorarensenættar Jónsson-
ar, og Sigríðar Stefánsdóttur, pr. á Hös-
kuldsstöðum Ólafssonar. Móðir Þór-
arins verslunarstjóra var Ragnheiður
Vigfúsdóttir, sýslumanns Schevings
á Víðivöllum. Móðir Jakobs kaup-
manns var Katrín, systir Péturs amt-
manns, föður Hannesar Hafsteins,
skálds og ráðherra, afa Hannesar
Hafsteins sendiherra, og langafa Pét-
urs Hafsteins, fyrrv. hæstaréttardóm-
ara og Ragnheiðar Erlu Bjarnadóttur,
prests, leiðsögumanns og fornleifa-
líffræðings. Katrín var dóttir Jakobs
Havsteen, kaupmanns á Hofsósi Ní-
elssonar, timbursmiðs við Hólminn í
Kaupmannahöfn Jakobssonar. Móð-
ir Katrínar var Maren Jóhannsdóttir
Birch, beykis á Akureyri.
Móðir Valdimars málafærslu-
manns var Guðrún Óladóttir Viborg,
b. í Ófeigsfirði, Jenssonar Olesen Vi-
borg, beykis á Reykjarfirði frá Viborg á
Jótlandi. Móðir Guðrúnar var Elísabet
Guðmundsdóttir, b. á Hafnarhólmi,
Guðmundssonar, og Elísabetar Magn-
úsdóttur, systur Guðrúnar, langömmu
Guðmundar, afa Alfreds Jolsons bisk-
ups. Guðrún var einnig móðir Jó-
hönnu, langömmu Sólveigar, móður
Jóns Baldvins Hannibalssonar sendi-
herra og Arnórs heimspekings.
Móðir Valdimars verkamanns var
Sofía Thorarensen, f. Jensen, dóttir J.
Chr. Jensen, verslunarmanns á Akur-
eyri.
Lára var dóttir Hallgríms Júlí-
ussonar, b. á Einarsstöðum í landi
Munkaþverár, og Sigurrósar Þorleifs-
dóttur.
70 ára á Þorláksmessu
50 ára á miðvikudag
38 | Ættfræði 22.–26. desember 2010 Jólablað
Guðlaugur fæddist í Reykjavík, ólst
upp á Hellissandi en flutti til Grund-
arfjarðar 1987 og var þar búsettur til
2005. Þá flutti hann til Tálknafjarðar
þar sem hann er enn búsettur. Hann
lauk grunnskólaprófum frá Grunn-
skóla Hellissands.
Guðlaugur vann við fiskvinnslu-
störf hjá Hraðfrystihúsi Hellissands í
nokkur ár á unglingsárunum. Hann
hóf ungur sjómennsku, réri fyrst
þrettán ára með föður sínum frá Rifi
á Snæfellsnesi, var síðan togarasjó-
maður í Grundarfirði á togurunum
Krossnesi, Klakknum og á Hringn-
um. Hann var síðan á Eldborginni
um skeið og öðrum togara en hefur
starfað við fiskeldi á Tálknafirði frá
2005.
Guðlaugur hefur verið áhuga-
ljósmyndari um árabil og tekið
fjölda ljósmynda, einkum af skip-
um og bátum en einnig af mannlíf-
inu. Hann hefur
haldið nokkrar
einkasýningar í
Grundarfirði og
á Tálknafirði.
Fjölskylda
Börn Guð-
laugs frá fyrra
hjónabandi eru
Margrét Dagbjört Guðlaugsdóttir, f.
10.4. 1986, húsmóðir í Reykjavík og
er sonur hennar Alexander Leví; Al-
bert Þórir Guðlaugsson, f. 19.2. 1990,
starfar við Eldsmiðjuna í Reykjavík;
Bjarki Snær Guðlaugsson, f. 17.9.
1997, grunnskólanemi.
Sambýliskona Guðlaugs er Mar-
grét Magnúsdóttir, f. 6.7. 1965, bók-
ari hjá Odda á Patreksfirði. For-
eldrar Margrétar eru Magnús Kr.
Guðmundsson, f. 17.3. 1930, útgerð-
armaður á Tálknafirði sem nú starfar
við fiskeldi, og Jóna Sigurðardóttir, f.
4.11. 1931, húsmóðir á Tálknafirði.
Dóttir Guðlaugs og Margrétar er
Jóna Stefanía Guðlaugsdóttir, f. 13.12.
2006.
Systkini Guðlaugs eru Lára Kar-
ólína Albertsdóttir, f. 21.9. 1963,
húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum
og á hún þrjá syni; Þröstur Alberts-
son, f. 27.7. 1967, sjómaður, búsett-
ur í Ólafsvík en kona hans er Sóley
Jónsdóttir kennari og eiga þau tvö
börn.
Hálfbróðir Guðlaugs, sammæðra,
er Hinrik Benedikt Karlsson, f. 21.2.
1951, verktaki, búsettur á Akureyri en
kona hans er Ingunn Aradóttir verk-
taki og eiga þau fjögur börn.
Foreldrar Guðlaugs: Albert Guð-
laugur Guðlaugsson, f. 9.3. 1931, sjó-
maður á Hellissandi, og Stefanía Elín
Hinriksdóttir, f. 25.10. 1925, d. 30.11.
2000, húsmóðir.
Guðlaugur Jakob Albertsson
starfsmaður fiskeldis á Tálknafirði
Til hamingju með daginn! AFMÆLI 25. – 26. DESEMBER
Á JÓLADAG
30 ára
Jessie Matugas Maribojo Karlsrauðatorgi 26b,
Dalvík
Helgi Jóhann Þorvaldsson Hrafnakletti 4,
Borgarnesi
Hjörtur Gunnar Jóhannesson Bragagötu 26,
Reykjavík
Dagný Skúladóttir Grænuhlíð 10, Reykjavík
Guðný Björk Atladóttir Þórðarsveig 16, Reykjavík
40 ára
Anna Mikerová Bergþórugötu 11a, Reykjavík
Stefán Hallur Jónsson Seiðakvísl 16, Reykjavík
Steingrímur Ólason Kvistalandi 7, Reykjavík
Anna Sigríður Blöndal Seiðakvísl 22, Reykjavík
Ágúst Pétursson Fálkahöfða 3, Mosfellsbæ
Sigurður Gíslason Dalsbyggð 7, Garðabæ
Guðbjörg Ágústa Gylfadóttir Ögurási 5, Garðabæ
Guðmundur G. Valgeirsson Háholti 30, Akranesi
50 ára
Hédi Maróti Sóltúni 23, Selfossi
Rohan Stefan Nandkisore Víkurbakka 4,
Reykjavík
Sigríður Steinbjörnsdóttir Bjarmastíg 13, Akureyri
Ævar Sigmar Hjartarson Engjaseli 85, Reykjavík
Sverrir Egill Bergmann Vallarbraut 22, Seltjarn-
arnesi
Ólafía Guðrún Eggertsdóttir Austurtúni 3,
Hólmavík
Sigurður Jóhann Tyrfingsson Nýhöfn 3, Garðabæ
Ingigerður Arnarsdóttir Blöndubakka 10,
Reykjavík
Valbjörn Jón Jónsson Hábæ 31, Reykjavík
Martha E. Kristín Lund Einigrund 7, Akranesi
60 ára
Hreiðar Karlsson Leirum, Reykjavík
Erlendur Erlendsson Marteinslaug 7, Reykjavík
Sigurbjörg Einarsdóttir Þinghólsbraut 1, Kópavogi
Óli Sævar Ólafsson Heiðvangi 50, Hafnarfirði
Laufey Björnsdóttir Bakkastöðum 101, Reykjavík
Gestur Már Gunnarsson Höfðagötu 25, Stykk-
ishólmi
Erla Kristinsdóttir Burknabergi 6, Hafnarfirði
Hjalti Þórisson Laugateigi 37, Reykjavík
Erla S. Sigursveinsdóttir Holtsgötu 13, Sandgerði
Dagmar G. Jónsdóttir Vegghömrum 37, Reykjavík
70 ára
Sveinn Magnússon Bylgjubyggð 25, Ólafsfirði
75 ára
Jón Óli Ólafsson Seiðakvísl 14, Reykjavík
Björk Guðlaugsdóttir Hrannarstíg 12, Grundarfirði
Birgir Hallgrímsson Skólastíg 14a, Stykkishólmi
Nanna Þorláksdóttir Hávallagötu 1, Reykjavík
85 ára
Jón Ólafsson Ólafsvegi 2, Ólafsfirði
Ingibjörg S. Sigurðardóttir Sléttahrauni 34,
Hafnarfirði
100 ára
Vivan Svavarsson Grettisgötu 98, Reykjavík
Á ANNAN Í JÓLUM
30 ára
Rakel Fjeldsted Jóhannesdóttir Heiðarhjalla
30, Kópavogi
Elín Björk Jónasdóttir Þjórsárgötu 6, Reykjavík
Jóhann Ólafur Schröder Álfkonuhvarfi 49,
Kópavogi
40 ára
Karim Adam Hellal Laugarnesvegi 47, Reykjavík
Dionisio P. Humarang Ránargötu 28, Reykjavík
Sigríður Hinriksdóttir Laugavöllum 17, Egils-
stöðum
Sigríður Jóhannesdóttir Vallholti 4, Vopnafirði
Kjartan Hallur Grétarsson Safamýri 38, Reykjavík
Ágúst Már Guðmundsson Laugateigi 9, Reykjavík
Anna Guðrún Auðunsdóttir Byggðarholti 31,
Mosfellsbæ
Aðalheiður Hilmarsdóttir Hlíðarvegi 3, Reykja-
nesbæ
Guðrún Lárusdóttir Holtagerði 42, Kópavogi
Zilvinas Savickis Fífumóa 5c, Reykjanesbæ
Guðmundur Ögmundsson Skaftafelli 1a, Öræfum
Ingveldur Bjarnarson Reykjavegi 76, Mosfellsbæ
Tómas Njáll Möller Krossalind 15, Kópavogi
50 ára
Þórdís Mjöll Reynisdóttir Skallagrímsgötu 5,
Borgarnesi
Ásta Jenny Magnúsdóttir Kalastöðum 1, Akranesi
Margrét Jóhannsdóttir Heiðnabergi 16, Reykjavík
Guðjón Benediktsson Flatey 2, Höfn í Hornafirði
Guðmundur Kristjánsson Fögrusíðu 7c, Akureyri
Stefán Jónasson Héðinshöfða 2b, Húsavík
Birgir Sigurðsson Þúfubarði 17, Hafnarfirði
Vilmundur Ægir Eðvarðsson Hvanneyrarbraut
46, Siglufirði
Guðrún Oddný Guðjónsdóttir Fellahvarfi 21,
Kópavogi
Siggerður L. Sigurbergsdóttir Löngubrekku 17,
Kópavogi
Sigríður Ragnarsdóttir Móaflöt 18, Garðabæ
60 ára
Vignir Þór Einarsson Asparfelli 12, Reykjavík
Tryggvi Sigurðsson Laugateigi 35, Reykjavík
Ester Lind Theódórsdóttir Garðabraut 24,
Akranesi
Ragnheiður A. Þengilsdóttir Hábergi 28,
Reykjavík
Guðný Sigurhansdóttir Holtateigi 21, Akureyri
Aðalbjörg Þórðardóttir Norðurtúni 5, Siglufirði
Bragi Sigurgeir Árnason Silfurtúni 11, Garði
Guðlaugur Hermannsson Rjúpufelli 44, Reykjavík
Hannes Garðarsson Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi
Eymar Einarsson Jaðarsbraut 23, Akranesi
70 ára
Fjölnir Björnsson Bárugötu 33, Reykjavík
Halldór Karelsson Furubyggð 3, Mosfellsbæ
Jóhann Angantýsson Nýjabæjarbraut 3, Vest-
mannaeyjum
Benedikt Brynjólfsson Þórðarsveig 5, Reykjavík
Baldur Óskarsson Laugavegi 105, Reykjavík
Sigurjón Svavar Yngvason Álfheimum 38,
Reykjavík
Þorgerður K. Jónsdóttir Teigi, Akureyri
75 ára
Friðdóra Tryggvadóttir Hamrahlíð 30, Vopnafirði
Freysteinn Þórarinsson Bakkabakka 13, Nes-
kaupstað
Karl Karlsson Dunhaga 21, Reykjavík
80 ára
Kristinn Antonsson Glæsistöðum, Hvolsvelli
Sveinbjörn Gunnlaugsson Baughóli 42, Húsavík
85 ára
Guðrún Björnsdóttir Tjarnarlöndum 20, Egils-
stöðum
90 ára
Ragnar Leósson Tindaflöt 4, Akranesi
Guðni Magnússon Skúlagötu 20, Reykjavík
m.dv.is
Lestu fréttir DV í farsíman
um þínum!