Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 36
Árni Blandon
Einarsson
framhaldsskólakennari og fyrrv. leikari
Árni fæddist í Reykjavík en ólst upp í
vesturbænum í Kópavogi. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð 1970, sveinsprófi í húsa-
smíði 1971, BA-prófi í sálfræði frá Há-
skóla Íslands 1975, öðlaðist meistara-
réttindi í húsasmíði 1977, stundaði
leiklistarnám við Webber Douglas í
London og lauk þar prófum 1979, lauk
prófum í uppeldis- og kennslufræði
við Háskóla Íslands 1980, lauk BA-
prófi frá Háskóla Íslands í almennri
bókmenntasögu 1985, MA-prófi í sam-
anburðarbókmenntum frá New York
University 1987, M.Phil.-prófi í sam-
anburðarbókmenntum við New York
University 1989 með áherslu á leik-
húsfræði – framúrstefnuleikhús, sál-
fræðilegar bókmenntir og samtíma-
bókmenntakenningar.
Árni starfaði við leikstjórn hér á
landi og öðlaðist leikstjórnarréttindi
1992.
Árni var leikari við Þjóðleikhúsið
1980–83, stundaði leikstjórn 1990–93,
var deildarstjóri í sálfræði við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi frá
1993 og síðar á listabraut. Hann kom
þar á laggirnar námi í kvikmyndasögu
sem hann kennir þar ásamt heim-
speki, listum og menningu. Þetta árið
er Árni í námsorlofi.
Fyrr á árinu gerðist Árni wagner-
isti með því að heimsækja Mekka wag-
nerista í Þýskalandi þ.e.a.s. Festspi-
elhaus í Bayreuth, óperuhúsið sem
Wagner reisti fyrir verk sín og er að-
eins opið í nokkrar vikur á ári. Undir-
búningsferlið fyrir ferðina fólst í því að
gera sjö þætti um Wagner fyrir Ríkisút-
varpið og fjalla um fyrsta hluta Hrings
Niflungsins (Rínargullið) hjá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Íslands.
Árni lék Berger í Hárinu hjá Leikfé-
lagi Kópavogs árið 1970 og Gosa í sam-
nefndu leikriti í Þjóðleikhúsinu árið
1979. Þá var Árni gítarleikari í hljóm-
sveitinni Töturum á árunum 1968–70
og samdi þá m.a. lagið Dimmar rósir
sem hljómsveitin gerði frægt.
Fjölskylda
Eiginkona Árna er Guðrún Einarsdótt-
ir, f. 14.9. 1954, sálfræðingur. Hún er
dóttir Einars Guðmundssonar, fyrrv.
skipstjóra í Njarðvík, og Ásu Lúðvíks-
dóttur húsmóður.
Börn Árna og Guðrúnar eru Erla
Rut, f. 6.12. 1995; Anna Rós, f. 14.4.
1998.
Börn Árna frá fyrra hjónabandi eru
Einar, f. 24.5. 1978, kvikmyndatöku-
maður hjá Stöð 2, búsettur í Reykjavík,
sambýliskona hans er Eyrún Magnús-
dóttir og eiga þau soninn Bjart f. 1.10.
2008; Þóra Karitas, f. 23.10. 1979, BA í
guðfræði og leikkona, búsett í Reykja-
vík, sambýlismaður hennar er Sigurð-
ur Guðjónsson, myndlistarmaður.
Stjúpdóttir Árna er Ása Lind Finn-
bogadóttir, f. 6.2. 1972, framhalds-
skólakennari, en synir hennar er Emil
Kári Magnússon, f. 23.8. 1996 og Áskell
Einar Pálmason, f. 26. 5. 2006.
Alsystir Árna er Berglind Einars-
dóttir, f. 17.5. 1958, hárskeri í Reykja-
vík.
Hálfsystir Árna er Gyðríður Einars-
dóttir, f. 12.1. 1949, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Árna eru Einar Hall-
mundsson, f. 29.6. 1924, húsasmíða-
meistari og lengi starfsmaður BYKO,
og Erla Árnadóttir Blandon, f. 18.10.
1930, fyrrv. skrifstofukona við Kópa-
vogshælið. Þau búa nú í Reykjavík.
Ætt
Einar er bróðir Ingveldar, móður
Harðar Kristinssonar, forstöðumanns
Akureyrarseturs Náttúrufræðistofn-
unar. Einar er sonur Hallmundar, tré-
smiðs á Brú á Stokkseyri, bróður Hall-
dórs útskurðarmeistara. Hallmundur
var sonur Einars, b. í Brandshúsum
Einarssonar, b. í Butru í Fljótshlíð Ein-
arssonar. Móðir Hallmundar var Þór-
unn Halldórsdóttir, trésmiðs á Teigi
Guðmundssonar og Guðbjargar Guð-
mundsdóttur.
Móðir Einars var Ingibjörg Bjarna-
dóttir, b. í Túni Eiríkssonar, b. þar,
bróður Kristínar, langömmu Brynj-
ólfs Bjarnasonar, heimspekings og
ráðherra. Eiríkur var sonur Bjarna,
b. í Árbæ Stefánssonar, Bjarnason-
ar, ættföður Víkingslækjarættar Hall-
dórssonar. Móðir Eiríks var Margrét
Eiríksdóttir, ættföður Bolholtsættar-
innar Jónssonar. Móðir Bjarna í Túni
var Hólmfríður Gestsdóttir, b. í Vor-
sabæ Guðnasonar og Sigríðar Sigurð-
ardóttur, systur Bjarna riddara. Móðir
Ingibjargar var Guðfinna Guðmunds-
dóttir, b. í Hróarsholti Tómassonar.
Erla er dóttir Árna Blandon, b. í
Neðri-Lækjardal í Austur-Húnavatns-
sýslu og síðan starfsmanns Skatt-
stofu Reykjavíkur Erlendssonar, b. í
Fremstagili Einarssonar. Móðir Árna
var Sigríður Þorkelsdóttir.
Móðir Erlu var Þorbjörg Gríms-
dóttir, b. á Kirkjubóli í Tungusveit
Benediktssonar, hreppstjóra á Kirkju-
bóli Jónssonar, hreppstjóra á Kleifum
í Gilsfirði Ormssonar, ættföður Orm-
sættar Sigurðssonar. Móðir Benedikts
var Guðrún Eggertsdóttir, b. í Herg-
ilsey Ólafssonar. Móðir Gríms var
Valgerður Grímsdóttir, hreppstjóra á
Kirkjubóli Jónssonar. Móðir Þorbjarg-
ar var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á
Víghólsstöðum á Fellsströnd Þórðar-
sonar, og Þorbjargar Björnsdóttur, b.
í Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði Guð-
mundssonar.
60 ára á Þorláksmessu
Haraldur fæddist í Fremstuhúsum
í Dýrafirði og ólst þar upp og síðan
í Fossvoginum í Reykjavík. Hann
var í Eskihlíðarskóla og Hlíðar-
skóla, stundaði síðan nám við Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk þaðan
prófum sem rennismiður.
Haraldur starfaði hjá Slippfé-
laginu við málningarframleiðslu
og lagerstörf. Hann lærði renni-
smíði hjá Agli Vilhjálmssyni hf. og í
Iðnskólanum í Reykjavík.
Að námi loknu starfaði Harald-
ur hjá Agli Vilhjálmssyni í áratug
og þar á eftir á Iðntæknistofnun við
rafsuðueftirlit og tækjasmíði. Þá
starfaði hann hjá Vélum og þjón-
ustu við vélaviðgerðir og renni-
smíði. Hann starfar nú hjá Agli ehf.
vélaverkstæði.
Haraldur hefur starfað mikið
með SVFÍ, og Björgunarsveit Ing-
ólfs og sat í stjórn Félags járniðn-
aðarmanna, síðar VM.
Fjölskylda
Haraldur kvæntist 23.2. 1977 Ástu
Benediktsdóttir, f. 23.2. 1947, fyrrv.
fulltrúa hjá Póstgíró. Hún er dótt-
ir Benedikts Hannessonar, verka-
manns í Reykjavík, og Hallfríð-
ar Magnúsdóttur verkakonu sem
bæði eru látin.
Börn Haralds og Ástu eru Guð-
jón Finnur Haraldsson, f. 28.10.
1977, d. 9.6. 1979; Hallfríður Þóra
Haraldsdóttir, f. 8.5. 1979 en dótt-
ir hennar Ásta Rós Hagalín, f. 22.3.
2002; Borgný Haraldsdóttir, f. 21.1.
1983, en dóttir hennar er Hera Mist
Sigurðardóttir, f. 27.9. 1999.
Fósturbörn Haralds eru Magn-
ús Valdimarsson, f. 7.9. 1965, en
kona hans er Guðný Hrafnsdóttir;
Dagmar Valdimarsdóttir, f. 4.10.
1966, en dætur hennar eru Mar-
grét Ásta Arnarsdóttir, f. 8.8. 1990,
og Bjarnheiður María Arnarsdótt-
ir, f. 24.11. 1992.
Systkini Haralds eru Guðrún
Ólafía Samúelsdóttir, leikskóla-
stjóri í Reykjavík; Borgný Sam-
úelsdóttir, stuðningsfulltrúi í
Hafnarfirði; Arnlaugur Kristján
Samúelsson, verkstjóri í Reykja-
vík; Drengur Helgi Samúelsson,
verkamaður í Reykjavík; Jónína
Ingibjörg Samúelsdóttir, skrif-
stofumaður í Reykjavík; Samú-
el Kristinn Samúelsson, nú lát-
inn; Gísli Sigurjón Samúelsson,
rafsuðumaður; Kristján Gaukur
Kristjánsson, kerfisfræðingur í
Reykjavík.
Hálfsystkini Haralds: Krist-
ín Björk Samúelsdóttir, sjúkra-
liði í Malmö í Svíþjóð; Jón Finnur
Kjartansson, nú látinn.
Stjúpfaðir Haralds: Kjartan
Magnússon, f. 30.9. 1926, verka-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Haralds: Samúel
Þórir Haraldsson, f. 12.4. 1932, d.
6.4. 1969, verkamaður, og Krist-
ín Sigríður Guðjónsdóttir, f. 25.9.
1930, húsmóðir, nú búsett á Hraf-
nistu.
Ætt
Móðurforeldrar Haralds voru
Borgný Hermannsdóttir og Guð-
jón Finnur Davíðsson en þau
voru bændafólk í Fremstuhúsum
í Dýrafirði.
Föðurforeldrar Haralds: Ólafía
Samúelsdóttir, húsmóðir í Reykja-
vík, og Haraldur Guðjónsson stýri-
maður.
Haraldur G. Samúelsson
rennismiður í Reykjavík
30 ára á miðvikudag
Valgeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann var í æfingadeild
Kennaraháskóla Íslands, lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 2000, prófi í líf-
efnafræði frá Háskóla Íslands 2005
og lauk MSc-prófi í bruggun og
eimingu frá Heriot Watt University
í Skotlandi 2006.
Valgeir var í sveit að Bjarna-
stöðum í Hvítársíðu á æsku- og
unglingsárum, starfaði við pökk-
unardeild Morgunblaðsins á
menntaskólaárunum og vann við
malbikunarstöðina í Höfða í eitt ár.
Hann starfaði á rannsóknardeild
Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í
eitt ár en að námi loknu vann hann
við brugghús í Skotlandi í eitt ár og
hefur verið bruggmeistari við Ölv-
isholt brugghús frá stofnun þess,
2007.
Fjölskylda
Kona Valgeirs er Anna Ellen Doug-
las, f. 11.12. 1975, ljósmyndari.
Börn Valgeirs og Önnu Ellen-
ar eru Helgi Myrkvi Douglas Val-
geirsson, f. 22.3. 2005; Húni Georg
Doug las Valgeirsson, f. 19.10. 2010.
Systir Valgeirs er Björg Valgeirs-
dóttir, f. 22.4. 1985, nemi í arkitekt-
úr í Glasgow í Skotlandi.
Foreldrar Valgeirs eru Valgeir
Valgeirsson, f. 25.2. 1956, verk-
fræðingur í Reykjavík, og Auður
Ingólfsdóttir, f. 15.6. 1958, deildar-
stjóri.
Valgeir Valgeirsson
bruggmeistari í Ölvisholti brugghúsi
30 ára á miðvikudag
36 | Ættfræði 22.–26. desember 2010 Jólablað
60 ára á aðfangadag
Ólína fæddist á Akureyri en ólst upp
á Brúarlandi í Þistilfirði. Hún var í
Svalbarðsskóla og Grunnskólanum
á Þórshöfn, lauk verslunarprófi og
stúdentsprófi frá Verkmenntaskól-
anum á Akureyri 2001 og er að ljúka
BSc-prófi í viðskiptafræði við Há-
skólann í Reykjavík.
Ólína ólst upp við öll almenn
sveitastörf á Brúarlandi, vann við
fiskvinnslu á Þórshöfn á unglings-
árunum og við aðhlynningu við
hjúkrunarheimilið á Þórshöfn og
hefur meðal annars starfað á Norð-
lenska á Akureyri, Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni í Reykjavík 2002–2004
og hjá Íslenskri erfðagreiningu á
árunum 2004–
2006, Reikni-
stofu bankanna
og hefur starf-
að hjá Bjarti og
Veröld frá sl.
hausti.
Ólína hefur
starfað í Kven-
félaginu, ásamt
fleiri góðum konum.
Fjölskylda
Maður Ólínu er Benedikt Líndal Jó-
hannsson, f. 8.3. 1972, atvinnurek-
andi.
Stjúpsonur Ólínu er Jóhann
Ingvi Benediktsson, f. 12.6. 2000.
Sonur Ólínu og Benedikts er Jó-
hannes Líndal, f. 6.2. 2008.
Systur Ólínu eru Anna Guð-
rún Jóhannesdóttir, f. 16.11. 1979,
húsmóðir á Þórshöfn; Sveinbjörg
Eva Jóhannesdóttir, f. 25.7. 1985,
nemi í uppeldis- og kennslufræði
við menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands; Aðalbjörg Steinunn Jóhann-
esdóttir, f. 11.5. 1990, nemi.
Foreldrar Ólínu eru Jóhannes
Jónasson, f. 23.1. 1955, húsasmíða-
meistari og bóndi á Brúarlandi í
Þistilfirði, og Svanhvít Kristjáns-
dóttir, f. 18.9. 1957, bóndi á Brúar-
landi.
Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir
sölustjóri hjá Bjarti og Veröld