Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 4
Eignarhaldsfélagið Fengur, móður-
félag flugfélaganna Iceland Express
og Astreus, fékk nærri 3,6 milljarða
króna að láni frá móðurfélagi sínu í
Lúxemborg, Nupur Holding. Pálmi
Haraldsson fjárfestir er eigandi Ice-
land Express og Astreus í gegnum
Nupur Holding. Þetta kemur fram
í ársreikningi Eignarhaldsfélagsins
Fengs fyrir árið sem nýlega var skilað
til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra.
Félagið skilaði nærri 590 milljóna
króna hagnaði árið 2009. Viðskipta-
blaðið greindi fyrst fjölmiðla frá árs-
reikningnum á fimmtudaginn.
Þetta þýðir í reynd að Pálmi, sem
á Nupur Holding þar sem hann er
eigandi Iceland Express og Astreus,
á annað hvort fleiri milljarða króna
inni á reikningi Nupur í Lúxem-
borg eða að Nupur hefur getað tek-
ið lán fyrir láninu til Fengs. Lögheim-
ili Pálma í dag er skráð í Lúxemborg
en hann flutti lögheimili sitt þangað
í fyrra.
Sagðist ekki eiga falda sjóði
Pálmi hefur hins vegar alltaf þvertek-
ið fyrir að eiga falda sjóði. Í viðtali við
DV í maí í fyrra sagði Pálmi til dæmis:
„Ég á enga falda peninga hvorki hér
né annars staðar.“ Tilefni þessarar
spurningar til Pálma var sú kenning
að slitastjórn Glitnis ætlaði að höfða
mál gegn Pálma, og öðrum meðlim-
um í Glitnisklíkunni svokölluðu, í
New York í Bandaríkjunum, vegna
þess að auðveldara væri að fá upp-
lýsingar um og jafnvel sækja fé í falda
sjóði þeirra þaðan en frá Íslandi.
Þegar Pálmi var spurður að því
í DV í fyrra hvar hann hefði fengið
þær 500 milljónir króna sem hann
greiddi slitastjórn Glitnis til að koma
í veg fyrir að eignir hans, meðal ann-
ars Iceland Express, yrðu kyrrsett-
ar sagðist Pálmi hafa tekið lán fyr-
ir greiðslunni. „Ég fékk bara lán
fyrir þessu. Það er ekkert flóknara en
það,“ sagði Pálmi í samtali við blaðið.
Pálmi vildi hins vegar ekki greina frá
því hvaðan lánið hefði komið.
Tók sér milljarða í arð
Arðgreiðslur til félaga í Lúxemborg
sem eru í eigu Pálma hafa verið um-
talsverðar síðustu ár. Pálmi greiddi
sér meðal annars 4,4 milljarða króna
í arð út úr eignarhaldsfélagi sínu
Fons árið 2007 vegna meints hagn-
aðar félagsins árið 2006. Sú greiðsla
rann til móðurfélags Fons, Matthew
Holding S.A. í Lúxemborg. Lands-
banki Íslands lánaði Fons fyrir arð-
greiðslunni. Skiptastjóri Fons, sem
varð gjaldþrota eftir bankahrunið
haustið 2008, vill rifta arðgreiðslunni
og hefur höfðað dómsmál til þess.
Sú arðgreiðsla var að hluta til til-
komin vegna eignarhluta Fons í
verslanakeðjunni Iceland en félag
Pálma átti 25 prósent í henni. Árið
2007 var greint frá því í fjölmiðlum
að heildararður til Fons út af hagn-
aði Iceland árið 2006 hafi numið 11,3
milljörðum króna. Svo virðist sem að
minnsta kosti 4,4 milljarðar af þess-
ari upphæð hafi runnið til móðurfé-
lags Fons. Fons seldi síðar eignarhlut
sinn í Iceland-keðjunni með 75 millj-
óna króna hagnaði.
Pálmi segir aðspurður í símtali
frá Lundúnum að þessi 4,4 milljarða
arðgreiðsla sé sú eina sem hann hafi
fengið á árunum fyrir hrun.
„Ég nýt ennþá lánstrausts“
Þegar Pálmi er spurður að því hvort
hann hafi átt umrædda 3,6 milljarða
í reiðufé í Lúxemborg eða tekið lán
fyrir láninu frá Nupur til Fengs neit-
ar hann að svara. „Það kemur þér
bara ekkert við hvernig ég fjármagna
mín félög,“ segir Pálmi. Það eina sem
Pálmi vill segja um lánveitinguna
frá Nupur til Fengs er að hún sýni
að hann njóti enn lánstrausts. „Ég
nýt ennþá lánstrausts,“ segir Pálmi.
Pálmi neitar einnig að svara því nú
hvort greiðslan til skilanefndar Glitn-
is hafi verið tekin að láni frá Nupur.
„Ég er búinn að svara þeirri spurn-
ingu í samtali við blaðið og ykkur
kemur það ekki við.“
Þetta svar Pálma getur þýtt að
Nupur í Lúxemborg, félag Pálma,
njóti enn lánstrausts og hafi því getað
fengið lán sem síðar var lánað áfram
til Fengs. En svarið getur líka þýtt
að Fengur, annað félag Pálma, njóti
enn lánstrausts og að lánveitingin
frá Nupur sanni það. Líklegt verður
að teljast að fyrra svarið sé það sem
Pálmi var að meina þar sem seinna
svarið fæli það í sér að Pálmi væri að
segja að hann nyti enn lánstrausts
hjá sjálfum sér. Ef fyrra svarið á við,
og það er sannleikanum samkvæmt
að Nupur hafi tekið lán fyrir láninu
til Fengs, er hins vegar ekki þar með
sagt að lánið til Nupur hafi ekki getað
komið frá öðru félagi í eigu Pálma, til
dæmis Matthew Holding sem tók við
arðgreiðslunni út úr Fons fyrir rekstr-
arárið 2006. Annar möguleiki er svo
að lánið sé komið frá fjármálafyrir-
tæki.
Því er ómögulegt að fullyrða
nokkuð um það hvaðan fjármunirn-
ir sem Fengur fékk að láni frá Nupur
séu komnir en ljóst er að Fengur fékk
umrætt lán frá móðurfélagi sínu.
4 | Fréttir 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
Eignarhaldsfélagið Nupur skráð á fjögur Tortólafélög:
Fært frá Kaupþingi í Lúx
Eignarhaldsfélag Pálma Haraldsson-
ar, Nupur Holding S.A., var skráð hjá
Kaupþingi í Lúxemborg árið 2007.
Í dag er félagið skráð í bankanum
Banque Nagelmackers í götunni
Boulevard de la Pétrusse, nr. 124.
Bankinn sérhæfir sig í aflandsvið-
skiptum. Þetta kemur fram í gögnum
frá Lögbirtingablaðinu í Lúxemborg
sem DV hefur undir höndum.
Þrjú Tortólafélög, með heimil-
isfesti á Bresku Jómfrúaeyjum, eru
skráð sem umsjónarmenn Nupur í
gögnunum frá árinu 2007. Félögin
heita Waverton Group Limited, Bire-
field Holdings Limited og Starbrook
International Limited. Í gögnun-
um frá árinu 2011 er hins vegar ekki
minnst á Kaupþing í Lúxemborg,
nú Banque Havilland, eða umrædd
Tortólafélög. Einhver annar fyrir-
svarsmaður er því væntanlega kom-
inn með umsjón yfir félaginu og það
er ekki lengur skráð hjá Kaupþingi
heldur hjá Banque Nagelmackers.
Hugsanlegt er að færslan á eignar-
haldsfélaginu tengist eigendaskipt-
unum á Kaupþingi í Lúx en bank-
inn er sem kunnugt er ekki lengur í
eigu íslenskra aðila heldur bresku
Rowlands-fjölskyldunnar. Pálmi, og
aðrir tengdir Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni, átti í góðum samskiptum við
stjórnendur Kaupþings á árunum
fyrir hrun og er hugsanlegt að þau
tengsl hafi ýtt undir viðskipti þeirra
við bankann.
Ekki er vitað hvaðan nafngiftin á
eignarhaldsfélaginu Nupur kemur.
Hins vegar hefur Pálmi rætt um það
í viðtali við DV að hann hafi verið
sendur á heimavistarskólann á Núpi
í Dýrafirði þegar hann var ungling-
ur og að það hefði hjálpað honum
mikið. „Ég hefði eflaust farið út af
sporinu ef ég hefði ekki verið sendur
þangað,“ sagði Pálmi í viðtali við DV í
fyrra. ingi@dv.is
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
EURO Panelofn 50x120 cm
12.390
Hágæða ofnar á áður
óþekktu verði
MARGAR STÆRÐIR
EURO handklæðaofn beinn
hvítur 50x80 cm
7.290
EURO handklæðaofn kúptur króm
50x80 cm
13.490
VOTTUÐ GÆÐAVARA
KRANAR OG
HITASTILLAR FRÁ
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
MARGAR STÆRÐIR
„Það kemur þér
bara ekkert við
hvernig ég fjármagna mín
félög.
n Móðurfélag Iceland Express fékk 3,6 milljarða lán frá Lúxemborg 2009
n Pálmi Haraldsson er eigandi Iceland Express n Lánið kom frá eina hluthafa
móðurfélags Iceland Express n Neitar að svara því hvaðan lánið er komið
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Ég nýt ennþá
lánstrausts“
Vill ekki svara Pálmi neitar
að svara því hvernig hann
fjármagnaði tæplega 3,6
milljarða króna lánveitingu frá
félagi sem hann á í Lúxemborg
til Fengs, móðurfélags Iceland
Express. Hann segir þó að
viðskiptin sýni að hann njóti
ennþá lánstrausts.
Eigandi Remax ákærður:
„Ég er
saklaus“
Þórarinn Arnar Sævarsson, einn
af eigendum Remax-fasteigna-
sölunnar sem hefur verið ákærð-
ur fyrir skattsvik, segist í hjarta
sínu vita að hann sé saklaus. DV
greindi frá því á miðvikudag að
Þórarinn hefði verið ákærður fyrir
að koma sér undan að greiða um
tólf milljónir króna í skatt.
„Ég er saklaus,“ segir hann í
samtali við DV.
Þórarinn er
ósáttur við að
ákæra á hendur
honum hafi ver-
ið gefin út áður
en mál hans
fór sína leið í
kerfinu. Ákæran
snúist um túlk-
un á því hvenær
menn teljist
vera í atvinnu-
starfsemi. Ekkert sé í lögunum um
það. Lögmaður hans hefur farið
fram á að málinu verði vísað frá
héraðsdómi.
Þórarinn segir ákæruna á
hendur sér ekki aðeins vera ranga
heldur ferlega ósanngjarna. Í yfir-
lýsingu sem Sigurjón Högnason
hjá KMPG endurskoðun sendi
skattrannsóknarstjóra þegar málið
kom upp fyrst, er afstaða Þórar-
ins reifuð. Þar segir að Þórarinn
hafi talið hverja krónu rétt fram
á árunum sem um ræðir. Engin
bókhaldsrannsókn hafi farið fram
í málinu, enda engu bókhaldi að
dreifa þar sem Þórarinn hafi ekki
með höndum bókhaldssylda starf-
semi á umræddum árum.
„Fjarri lagi er að Þórarinn
kunni að hafa bakað sér refsi-
ábyrgð með því að oftelja tekj-
ur sínar fyrir misskilning, eins
og raun ber vitni. Ágreiningsefni
málsins er skilningur á hinu ólög-
ákveðna hugtaki atvinnustarfsemi
og þýðingu þess í skattarétti. Á
þann ágreining kann að reyna við
meðferð ríkisskattstjóra á skatta-
hlið málsins. Ágreiningurinn getur
hins vegar ekki orðið grundvöllur
refsimeðferðar.“ valgeir@dv.is
Þórarinn Arnar
Nupur hjá Kaupþingi Eignarhaldsfé-
lagið var skráð hjá Kaupþingi í Lúx á sínum
tíma. Nú er félagið skráð hjá banka sem
sérhæfir sig í aflandsviðskiptum.