Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 18
„Ég kem frá Kaíró,“ voru orð sem end-
urómuðu um ganga Háskóla Íslands
á fimmtudag. Á málþingi sem hald-
ið var af Alþjóðamálastofnun í sam-
starfi við félagið Ísland-Palestína var
fjallað um hið eldfima ástand sem
nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs í
kjölfar Jasmín-byltingarinnar í Tún-
is. Einn frummælenda var Magnús
Þorkell Bernharðsson, prófessor í
sögu Mið-Austurlanda við Williams-
háskóla í Bandaríkjunum. Fullt var
út úr dyrum og greinilegt að mikill
áhugi ríkir hér á landi á ástandinu
sem hefur sprottið upp í Arabalönd-
um. Nú ríkir byltingarástand í Eg-
yptalandi þar sem fólk hefur fylkt liði
á götum úti og krafist þess að Hosni
Mubarak hverfi frá völdum, en hann
hefur verið forseti Egyptalands síðan
árið 1981. Í tilefni af byltingarástand-
inu í Egyptalandi spurði Magnús:
„Að hversu miklu leyti erum við öll
frá Kaíró?“
„Ich bin ein Berliner, ana min al
Qahira“
Magnús líkti ástandinu fyrir botni
Miðjarðarhafs við ástandið í Vest-
ur-Berlín í byrjun 7. áratugarins. Þá
horfði heimurinn allur í átt til Berl-
ínar, þar sem vesturhluti borgarinnar
undirstrikaði muninn á frelsi og kúg-
un, eins og vin frelsis í eyðimörk ógn-
arstjórnar. Heimurinn fann til með
Berlínarbúum og dáðist jafnframt að
hugrekki þeirra. Þeir létu ekki bug-
ast, þrátt fyrir að búa við augljósa
stríðshættu bróðurhlutann af kalda
stríðinu. Um sumarið 1963 flutti þá-
verandi Bandaríkjaforseti, John F.
Kennedy, eftirminnilega ræðu, þar
sem hann lýsti því yfir að hann væri
frá Berlín: „Ich bin ein Berliner.“
Þannig vildi hann minna fólk á að
sýna samstöðu með þeim sem berð-
ust fyrir frelsi sínu.
Þetta gerði Magnús í gær þeg-
ar hann hóf ræðu sína á orðunum:
„Ana min al Qahira, ég kem frá Ka-
író.“ Magnús skipti ræðu sinni í
þrennt. Í fyrsta lagi vildi hann und-
irstrika að Egyptaland væri ekki það
sama og Túnis. Í öðru lagi beindi
hann sjónum að því hvað sé í húfi í
alþjóðamálum með byltingu í Eg-
yptalandi. Í þriðja lagi reyndi Magn-
ús að varpa ljósi á það sem gæti verið
í vændum á svæðinu.
Egyptaland er ekki Túnis
„Af hverju Túnis? Túnis skiptir svo
litlu máli. Ef Túnis hnerrar, þá segja
aðrar þjóðir í mesta lagi „Guð hjálpi
þér.“ En ef Egyptaland fer að hnerra,
þá fer alþjóðasamfélagið að hafa
áhyggjur af því hvort flensa sé í gangi.
Hvort það sé komin farsótt sem sé að
breiðast út.“ Magnús benti á að Eg-
yptaland er fimmtánda stærsta land í
heimi. Þar búa um 80 milljón manns
og auk þess stjórna þeir Súesskurð-
inum, en í gegnum hann fer næstum
öll olía sem er flutt frá Mið-Austur-
löndum til Vesturlanda. „Egyptaland
er alvöruland sem er tekið eftir og er
miðlægt land í heimi Araba og mús-
lima.“
Nýir miðlar skiptu sköpum
Því má þó ekki gleyma að það var í
Túnis sem boltinn fór að rúlla. „Með
internetinu og öllum þeim miðlum
sem því fylgja fór þetta af stað. Í Túnis
ríkti kúgunarstjórn, sem gat stjórnað
því hvað fólk las, hvað fólk hugsaði og
hvenær það mátti koma saman. Með
internetinu gat fólkið farið að fylgjast
með því sem það vildi fylgjast með.
Fólkið gat skipulagt fundi í gegnum
samskiptavefi eins og Face book eða
með sms-skilaboðum. Nú er fólk í
þessum heimshluta, og meira að
segja í Íran, loksins farið að streitast
á móti. Það er algerlega ný staða.“
Ungt fólk dó fyrir málstaðinn
Magnús benti einnig á að byltingin
í Túnis eigi eitt sammerkt með því
sem sé að gerast í Egyptalandi um
þessar mundir. Í Túnis var það ung-
ur maður, Mohamed Bouazizi, sem
kveikti í sjálfum sér til að mótmæla
slæmri stöðu sinni, en yfirvöld höfðu
þá bannað honum að selja ávexti á
götunni – sem var hans lifibrauð. Um
leið kveikti Bouazizi byltingarneista
hjá túnisku þjóðinni. Í Egyptalandi
var það einnig ungur maður sem lét
lífið fyrir málstaðinn, ef svo má að
orði komast.
Khaled Saeed var áhugamað-
ur um tölvur og nýtti sér kunnáttu
sína þegar hann varð vitni að því
þegar lögreglumenn gerðu eitur-
lyf upptæk. Saeed náði að taka upp
á stafræna myndavél þegar lög-
reglumennirnir skiptu með sér eit-
urlyfjunum, væntanlega til að selja
þau síðar meir. Saeed birti því næst
myndbandið á vefnum, grunlaus
um örlögin sem biðu hans. Hann sat
á internetkaffihúsi í Alexandríu þeg-
ar tveir lögreglumenn komu aðvíf-
andi og handtóku hann. Fjölmargir
urðu vitni að því hvernig lögreglu-
mennirnir drógu Saeed út á götu og
hófu þar gegndarlausar barsmíðar
á honum, uns hann lá dáinn í göt-
unni. Lögreglumennirnir reyndu að
hylma yfir glæpinn og sögðu að Sa-
eed hefði látið lífið með því að kafna
eftir að hafa gleypt hassmola. Þeir
sem hafa séð myndina af líki Saeed,
sem Magnús sýndi á málþinginu,
geta vottað að enginn hassmoli kom
nálægt andláti hans.
Neyðarlög í 30 ár
Allt síðan Hosni Mubarak tók við for-
setaembættinu í Egyptalandi, í kjöl-
far morðsins á Anwar Sadat, hafa þar
ríkt neyðarlög – eða í 30 ár. Neyðar-
lögin veita yfirvöldum auknar heim-
ildir til að fylgjast með egypskum
borgurum, þau banna samkomur
sem eru stjórnvöldum ekki þóknan-
legar, mótmæli eru bönnuð og rit-
skoðun er heimil. Pólitískir fangar í
Egyptalandi, sem eru á bak við lás og
slá eingöngu vegna skoðana sinna,
eru rúmlega 30 þúsund talsins. „Það
hefur verið lögregluríki í Egypta landi
í 30 ár. En það er ekkert svo mik-
ið fjallað um það vegna þess að það
hentar Vesturlöndum. Ríkisstjórn
Hosni Mubaraks hefur verið Vestur-
löndum hliðholl og einnig sýnt Ísrael
mikinn skilning.“
Hvað er í húfi?
Magnús bendir á að Egyptar séu
Bandaríkjamönnum efnahags-
lega mikilvægir. „Um þessar mund-
ir þiggja Egyptar um einn og hálfan
milljarð árlega í þróunaraðstoð frá
Bandaríkjunum. „En sú þróunarað-
stoð fer ekkert í að byggja sjúkrahús
eða skóla, eða til neinnar þróunar
sem um getur. Hún fer einfaldlega
aftur til Bandaríkjanna, því ríkisvald-
ið notar hana til að kaupa vopn og til
að styrkja leynilögregluna og herinn.
Þróunaraðstoðin endar því í raun aft-
ur í Bandaríkjunum, til þess eins að
ríkisstjórnin geti styrkt stöðu sína og
haldið fastar um stjórnartaumana
með ógnarstjórn. Táragasið sem var
beitt nú á þriðjudag kom frá Banda-
ríkjunum.
Það er því mikið í húfi fyrir Banda-
ríkin að hafa einhvern við stjórnvöl-
inn sem þau geta treyst, burtséð frá
stjórnarháttum. Það er einnig mikið
í húfi fyrir Ísraelsmenn, því þeir vilja
vita að þeir hafi þarna samstarfsaðila.
Nú, í gegnum fjölmiðlabyltingu inter-
netsins, er fólk að komast að því að
ríkisstjórnir þeirra eru Kvislingar, þær
eru að svíkja málstaðinn og starfa gegn
sínu eigin fólki. Hvort sem það eru rík-
isstjórnir í Palestínu, Líbíu, Túnis eða
Egyptalandi, þá eru þetta bara lepp-
stjórnir fyrir hagsmunaöfl Vestur-
landa.“
Framtíðin er óljós
Magnús benti á að þrátt fyrir að Eg-
yptaland sé lýðveldi að nafninu til,
og að kosningar séu þar væntanleg-
ar á þessu ári, þá hefur Hosni Mubar-
ak verið að undirbúa jarðveginn fyrir
son sinn, Gamal Mubarak, til að hann
geti tekið við stjórnartaumunum. „Nú
erum við hins vegar komin að þeim
tímapunkti að lýðræði götunnar gæti
farið að taka við. Obama hélt fræga
ræðu í Kaíró árið 2009. Hann talaði
um að breytingar væru í vændum í al-
þjóðastjórnmálum. Það sem hann var
að tala um þá, er að koma í ljós núna.
Bandaríkjamenn hafa farið mjög var-
lega í þessum mótmælum og það er
ekki ljóst hvað þeir raunverulega vilja í
Kaíró. Framtíðin er því óljós, mótmæli
virðast blossa upp og fara eins og eld-
ur í sinu um Arabaheim. Ég hef sjaldan
eða aldrei upplifað aðra eins spennu.“
18 | Erlent 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
„Ég kem frá Kaíró“
n Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, fjallaði um
byltingarástandið í Egyptalandi á málþingi í HÍ n Egyptaland hefur verið lögregluríki í
30 ár n Mikið í húfi fyrir Bandaríkin og Ísrael n Stjórnvöld hafa unnið gegn sínu eigin fólki
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Nú, í gegnum fjöl-
miðlabyltingu int-
ernetsins, er fólk að kom-
ast að því að ríkisstjórnir
þeirra eru Kvislingar, þær
eru að svíkja málstaðinn
og starfa gegn sínu eigin
fólki.
Tilfinningarík ræða Magnús Þorkell
fræðir viðstadda um ástandið í Egyptal-
andi. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður
Íslands-Palestínu, og Bogi Ágústsson
fréttamaður fylgjast með
Óeirðarlögreglan kölluð til Byltingarástand ríkir nú á götum Kaíró