Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 19
Egyptaland og Þýskaland eru á
barmi alvarlegra milliríkjadeilu.
Ástæðan er 3.400 ára gömul brjóst-
mynd af Nefertiti, drottningu og
eiginkonu faraósins Akenaten.
Brjóstmyndin er nú til sýnis í Neu-
es Museum í Berlín, en hún hefur
verið til sýninga í þýsku höfuðborg-
inni síðan árið 1923. Það var þýski
fornleifafræðingurinn Ludwig
Borc hardt sem uppgötvaði brjóst-
myndina, en hún fannst í grafhýsi
við hina fornu borg Amarna árið
1912. Undanfarin 50 ár hafa Egypt-
ar ítrekað reynt að fá Nefertiti skilað
til heimalands síns, en án árangurs.
Brjóstmyndin af Nefertiti er einn
vinsælasti sýningargripur sem um
getur í Þýskalandi, en talið er að um
hálf milljón leggi leið sína þangað
árlega til að berja Nefertiti augum.
Egypska þjóðin réttmætur
eigandi
Þjóðverjar vilja því ólmir halda
brjóstmyndinni í höfuðborginni.
Á mánudaginn sendi Zahi Ha-
wass, yfirmaður Egypska fornleifa-
ráðsins, formlega beiðni til Prúss-
nesku menningarstofnunarinnar
(Preußischer Kulturbesitz), en sú
stofnun sér um rekstur Neues Mu-
seum – sem er að finna á hinni
frægu „safna-eyju“ í miðborg Berl-
ínar. Í beiðni Hawass stendur: „Við
óskum eftir því að þessum fjársjóði
verði skilað í hendur réttmæts eig-
anda hans, hinnar egypsku þjóðar.“
Hawass sagði einnig að beiðn-
in hefði verið send fyrir hönd
Egyptalands alls, og nyti stuðnings
egypsku ríkisstjórnarinnar – bæði
forsætisráðherrans og menningar-
málaráðherrans. Egyptar hafa lengi
haldið því fram að brjóstmyndinni
hafi í raun verið rænt, og að svik og
prettir hafi verið í tafli þegar hún
var flutt til Þýskalands á þriðja ára-
tug síðustu aldar.
Vilja ekki skila Nefertiti
Á þriðjudaginn barst Hawass hins
vegar svar frá Berlín, þar sem
formlegri beiðni hans var hafn-
að. Ástæðan sem Hawass var gef-
in, var sú að beiðnin hefði hvorki
komið beint frá egypskum stjórn-
völdum né verið send til þýskra
stjórnvalda. „Þetta var ekki form-
leg beiðni,“ sagði talsmaður þýska
utanríkisráðuneytisins Andreas
Peschke. „Formleg beiðni er þeg-
ar ríkisstjórn tiltekins lands hefur
beint samband við ríkisstjórn ann-
ars lands.“
Peschke bætti því við að Þjóð-
verjar ætli sér að halda áfram að
hafna beiðni Egypta um að fá Nef-
ertiti aftur til heimalandsins. Hann
sagði einnig að ekki kæmi einu
sinni til greina að lána Egyptum
brjóstmyndina til sýninga, hún
væri of viðkvæm til að unnt væri
að flytja hana.
Erlent | 19Helgarblað 28.–30. janúar 2011
Vladimir Pútín er í þann mund að fá fjall í Kirgistan nefnt í höfuðið á sér:
Vladimir Pútín fær fjall
Forsætisráðherra fyrrverandi Sov-
étlýðveldisins Kirgistan, Almazbek
Atambajev, ætlar sér að nefna um
4.500 metra hátt fjall eftir Vladimir
Pútín, forsætisráðherra Rússlands.
Fjallið er eitt hæsta fjallið í Kirgist-
an og er að finna í Tian Shan-fjall-
garðinum við landamæri Kína.
Atambajev, sem hefur löngum ver-
ið þekktur sem mikill stuðnings-
maður Pútíns og Rússlands, hefur
uppskorið mikla reiði stjórnarand-
stöðunnar í landinu. Telur hún að
um ómerkilegt daður sé að ræða,
þar sem Atambajev sé einung-
is að gera tilraun til að slá valda-
mesta manni Rússlands gullhamra
með þessum mjög svo óvenjulega
hætti.
„Það verður hlegið að okkur,“
sagði þingmaðurinn Joomart Sap-
arbajev. Hann situr á þingi fyrir Ata
Mekin-flokkinn sem nú er í stjórn-
arandstöðu. „Því miður eru nokkr-
ir stjórnmálamenn í þessu landi
að reyna að beita mjög vitlausum
og heimskulegum aðferðum til að
byggja upp gott samband við Rúss-
land.“ Saparbajev hefur talsvert til
síns máls, því fyrir utan hinn aug-
ljósa „sleikjuhátt“ sem fólginn er
í nafngift fjallsins þá er ólöglegt
samkvæmt lögum í Kirgistan að
nefna fjöll eða staðarheiti í höfuð-
ið á lifandi manneskjum.
Atambajev er þó staðráðinn í
því að fá þá ósk sína uppfyllta að
fjallið hljóti nafnið „Pútíntind-
ur.“ Fyrir þinginu liggur nú frum-
varp þess efnis að lögunum um
nafngiftir á stöðum verði breytt,
svo hann geti örugglega gefið Pút-
ín fjallið sitt. „Ef við göngum svo
langt að breyta lögum til þess eins
að þóknast Pútín mun allur heim-
urinn hlæja að okkur,“ sagði Sap-
arbajev. Þess má geta að nú þeg-
ar eru í Kirgistan Leníntindur og
Jeltsíntindur.
bjorn@dv.is
„Við óskum eftir því
að þessum fjár-
sjóði verði skilað í hendur
réttmæts eiganda hans,
hinnar egypsku þjóðar
n Egyptar hafa barist fyrir því í 50 ár að fá brjóstmynd af drottningunni Nefertiti skilað
n Brjóstmyndin, sem er 3400 ára, situr sem fastast í Berlín og Þjóðverjar neita að
skila henni n Einn vinsælasti sýningargripur í heimi gæti skapað milliríkjadeilu
NEFERTITI FÖST
Í ÞÝSKALANDI
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Virðir dýrgripinn fyrir sér Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, virðir fyrir sér
brjóstmyndina af Nefertiti. Hún ætlar sér
ekki að sleppa taki á drottningunni.
Aðalmaðurinn Vladimir Pútín er vinsæll hjá stjórnmálaelítunni í nágrannalöndunum.
Berlusconi vill
ungar hjásvæfur
Hinn 74 ára forsætisráðherra Ítalíu,
Silvio Berlusconi, sætir nú sem
kunnugt er rannsókn vegna bólfara
hans með vændiskonunni Ruby –
en hún mun hafa verið aðeins 17
ára þegar þau sænguðu saman. Þó
að vændi sé ekki ólöglegt á Ítalíu
er það hins vegar ólöglegt að borga
ólögráða einstaklingum fyrir kyn-
líf. Nú hefur saksóknaraembættið í
Mílanó grafið upp annað dæmi þess
að Berlusconi hafi borgað ófullveðja
stúlku fyrir kynlíf. Sú er frá Brasilíu
og heitir Iris Berardi og er 19 ára í
dag. Hún var aftur á móti aðeins 17
ára þegar Berlusconi borgaði henni
fyrir að mæta í svallveislu í villu
sinni í Sardiníu árið 2009. Hún var
einnig tíður gestur á heimili glaum-
gosans og fékk alls 16 þúsund evrur
greiddar fyrir heimsóknir sínar.
Nýr leiðtogi
Fianna Faíl
Síðastliðinn laugardag tilkynnti Bri-
an Cowen, forsætisráðherra Írlands,
að hann væri hættur sem leiðtogi
Fianna Faíl-flokksins. Írar eru æfir
út í flokkinn, en hann hefur verið við
völd næstum óslitið frá því að land-
ið fékk sjálfstæði árið 1932. Mikil
spilling og einkavinavæðing hefur
einkennt stjórnartíð flokksins und-
anfarin ár og sá Cowen hag flokksins
best borgið með afsögn sinni. Nú
hafa flokksmenn valið sér nýjan leið-
toga. Sá er Michael Martin, en hann
gegndi stöðu utanríkisráðherra í
ríkisstjórn Cowens eða allt þar til í
síðustu viku þegar hann ákvað að
seilast eftir leiðtogahlutverkinu hjá
Fianna Faíl. Kosið verður á Írlandi í
síðasta lagi í mars, eða jafnvel eftir
aðeins fjórar vikur.
Apple fjarlægir
nasistasöng
Tölvufyrirtækið Apple hefur ákveðið
að fjarlægja lagið „Horst Wessel-Li-
ed“ af tónlistarnetversluninni iTu-
nes. Texti lagsins er eftir nasistann
Horst Wessel, sem lést ungur að
árum árið 1930. Réttur titill lagsins
er Die Fahne Hoch og var það ein-
kennislag Nasistaflokksins. Aðgerðir
Apple koma í kjölfar gagnrýni þýska
blaðsins Hannoversche Allgemeine
Zeitung, en í grein blaðsins var bent
á að fjölmörg lög nasista væru fá-
anleg á iTunes og einnig á vefversl-
uninni Amazon. Talsmaður Apple
sagði hins vegar ekkert um hvort
fleiri lög sem vinsæl eru hjá nýnas-
istum yrðu fjarlægð.